Tíminn - 17.12.1994, Page 10

Tíminn - 17.12.1994, Page 10
10 9tHVH9P Laugardagur 17. desember 1994 Hagvrðinaaþáttur Vibreisnarharmónía Mönnum er skemmt á Gokk og Gög, gleðibrœðumir lipurt mjög saman strengi stilla. En ef Viðeyjarbrœður sín leiðu lög leika falskt á hörpu og sög, líður alþjóð illa. Fífill úr Brekku Þá er rétt að leiða hugann aðeins frá pólitíkinni og hyggja að hinum alvarlegri málum. Reykingar og reykingabann veldur mikilli togstreitu heima og heiman og sýnist sitt hverjum um hvort banna eigi eða leyfa reykingar. Gustur í Vogi sendi eftirfarandi og er engu nær um hvort blessa eigi tóbakið eða bölva því: „Forfallinn reykingamaður, en samt áhyggjufull- ur út af heilsu sinni, kastaði fram eftirfarandi vísu í ölteiti: Ágœtlega í mig fer, edrú jafnt og þéttan. Býður sig, en banar mér bölvuð sígarettan! Annar reykingamaður nærstaddur, sem er bæði forfallinn og forhertur, vildi hafa vísuna svona: Ágœtlega í mig fer, edrú jafnt og þéttan. Býður sig og bjargar mér blessuð sígarettan!" Áfram með nautnirnar. Búi yrkir eftirfarandi og er slíkur rímsnillingur að hann lætur sig ekki muna um að yrkja heilan brag, sem ekki er ódýr- ari en hringhend sléttubönd. Vibsjál glebi Glœðir vínið innri yl, omar mínu geði. Flœðir grínið tungu til, treystir fína gleði. Snilli magnast, rennur raus, raddir þagna sorgar. Fylli-bragur hefja haus. Heilsan fagnað borgar. Tœmir fleyga þjóðin þyrst. Þrúgna veigar dýrar slœmir teiga; ösla yst ölsins deigu mýrar. Ekki lengi baetir böl Bakkus, engum tryggur. Blekki drengi áfengt öl, æskan kengfúll liggur. Sjáum blekking, forðumst fast frama drekking — loksins. Fáum ekki „Kleppa"-kast. Kveðjum bekki Vogsins. Vísur þessar má lesa aftur á bak og áfram og geta þeir sem ekki kunna æft sig í að fara með hring- hend sléttubönd, eins og bragarhátturinn býður upp á. Botnar verða birtir næst, en þangað til nýr fyrri- partur: Allir bankar bjóða lán, basl og þanka svœfa. Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4 Fyllib ekki allt af drasli Fyrir tveim vikum fjallaöi Heiö- ar um verslunarferöir íslend- inga til útlanda, sem ágerast mjög fyrir jól og mikiö hefur veriö rætt um. Sumir kaup- menn telja aö afkomu sinni sé ógnaö vegna þessara feröa og átelja feröaskrifstofur og flugfé- lög fyrir aö skipuleggja svona verslunarferöir. Heiðar hefur veriö leiöbeinandi í svona ferö- um og síðast, þegar hann fjall- aöi um efnið, ráölagöi hann þeim, sem fara utan til aö kaupa einhver ósköp, aö athuga vel verö og gæöi vöru hér heima og gera samanburö. Heiðar staðfestir þaö, sem sumir þykjast vita, aö vandaðar vörur, og er þá sérstaklega átt viö fatnaö, snyrtivörur og því um líkt, sé ódýrara hérlendis en víöa í erlendum borgum. Aftur á móti sé alls kyns ódýr vara og óvönduö seld á miklu hærra veröi hér, en hægt er aö fá sömu vöru eða sambærilega í nálæg- um borgum. Ég hef nú sagt brandara af ís- lenskum konum í enskum versl- unarferðum, að þær kaupa sér svo þröng pils, af því þær ætla aö vera svo sætar og fínar, aö þegar þær standa upp í Keflavík til þess að fara í kaupfélagiö, eins og ég kalla þaö þegar kom- iö er til landsins, að þá er rass- Hvernig áég ab vera? Heiðar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda inn út úr. Þaö er af því aö þetta drasl er saumað saman meö girni og íslenskur kaupmaöur myndi ekkert flytja þetta inn til landsins og íslenskur innkaup- andi mundi ekkert kaupa þetta inn í sína verslun. Æðibunugangur Þarna kemur í ljós æöibunu- gangurinn sem ég er aö mæla á móti í þessum verslunarferðum, þaö er aö kaupa einhver ókjör af óvandaðri vöru, sem fólk hefur enga þekkingu á hvort er góö eöa slæm og kaupir bara af því sumum finnst þetta ódýrt. En þaö er afskaplega skemmtilegt ef maður getur leyft sér að kaupa til dæmis eitt par af ódýrari skóm en maður veitir sér hér heima, og gefa kannski konunni blússu frá Yv- es St Laurent eða Dior. Ef konan fer til útlanda, hegö- ar hún sér eins: kaupir fáa en góöa og vandaða hluti fyrir sjálfa sig og gerir eins ef hún ætlar aö gefa manninum sínum eða börnum eitthvaö. Hafa þaö heldur færri hluti og-vandaöri, en mikið af drasli. Það er ekkert dýrara að versla svoleiðis, en aö koma heim meö margar töskur fullar af einhverju sem maður heldur aö sé ódýrt. Þaö er eðlilegt fyrir hjón aö koma með svona þrem kílóum meira meö sér heim, en þau fóru með þegar lagt var af staö aö heiman. En þegar fólk er aö buröast gegnum tollinn og veldur ekki sínum farangri gegnum tollinn eftir nokkurra daga veru erlendis, held ég aö þaö sé ekki búiö aö bjarga miklu peningalega. Kaupið lítiö en vandað Þegar ég er aö leiöbeina ferða- löngum í verslunarferðum, álít ég að ég sé miklu fremur aö stuðla aö því aö fólk kaupi minna en meira. Aö kenna fólki aö kaupa rétt og kenna því aö kaupa það sem borgar sig að kaupa þarna, eöa þá vöru sem ekki fæst hér heima. Þótt vöru- úrval sé hér yfirleitt gott, er langt því frá að hér fáist allir skapaöir hlutir. Ef ég væri meö hóp í Skot- landi til dæmis, mundi ég til dæmis mæla meö að fá mót- töku hjá skoskum viskíframleið- anda og kaupa sér kannski 24 ára gamla viskíflösku fyrir ára- mótin og sleppa því aö kaupa áfengi í tollinum hér heima og borga einu sinni almennilega fyrir viskíiö sitt og smakka einu sinni almennilegt viskí. Þetta er aöeins dæmi, því þeir sem ekki drekka viskí geta vel fundið allskyns eðalhluti til aö kaupa sér, bara ekki aö birgja sig upp af drasli. Þaö er hægt aö fá nóg af því alls staðar. ■ Ökumenn! Minnumst þess að aðstaða barna í umferðinni er allt önnur en fullorðinna! /IFERÐAR

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.