Tíminn - 17.12.1994, Qupperneq 17

Tíminn - 17.12.1994, Qupperneq 17
Laugardagur 17. desember 1994 ÍMtm 17 Varkárir áhrifa- menn og miklir fj áraflamenn GUDMUNDUR GUOMMNDSSON UTCU-RÐARMADUR A ÍSAf IRDI ÁHRI FA ivj £j j J j J U'l-MTÖKt OG SKOÐANIR l|OGURK,\ _ AHRIFA- Ot, AI HAI NAMANNA k;MSá§k.u> JÓNAÍ H • HARAU « TV. BANKASTJÓRI IANDSBANKANSi haraldur svlinsson i: RÁm kvæ m dast?ö iu á rva ku rs JQNINA MICHAELSDDTTIR Áhrifamenn, eftir Jónínu Michaelsdóttur. Vibtalsþættir. 168 bls. Útgefandi Framtíb- arsýn hf. Fjórir fulltrúar þeirrar kynslóðar, sem haslaði sér völl í viöskiptalífi þjóðarinnar um það bil sem Island varð lýðveldi 1944, eru leiddir fram í bók Jónínu Michaelsdóttur, Áhrifamenn, sem komin er út hjá Framtíðarsýn hf. Allir fjórir hafa fengið í arf þá að- gát, varkárni og dugnað, sem nauð- syn ber til að hafa í viðskiptum, en sýnilegur skortur er á í fyrirtækja- rekstri margra nútímamanna. Allir fjórir hafa haft víðtæk áhrif meb störfum sínum. Saga þeirra er skemmtilega sögð og hefði raunar verið gaman að heyra meira af þeirra munni um ýmis málefni nú- tímans. Þeir athafnamenn, sem Jónína ræðir vib, eru þeir Haraldur Sveins- son, forstjóri Árvakurs, útgefanda Morgunblabsins, Vilhjálmur Jóns- son, fyrrverandi forstjóri Olíufé- lagsins, Guðmundur Guðmunds- son útgerðarmabur í Hrönn hf. á ísafirði, og Jónas Haralz, fyrrver- andi bankastjóri Landsbankans. Þeir fjórir, sem kynntir eru til sögunnar, komu úr mismunandi umhverfi. Haraldur kom til dæmis frá efnafjölskyldu í Reykjavík, án þess að þar væri mulið undir pilt- inn; Vilhjálmur kom úr torfbæ norbur í Skagafirbi, Guðmundur úr sjóarasamfélaginu í Hnífsdal og Jónas frá borgaralegri fjölskyldu í Reykjavík. Engin silfurskeið í munni Haraldur Sveinsson tók snemma við völdum í fjölskyldufyrirtækinu Völundi, sem var stærsta fyrirtæki landsins í innflutningi á timbri. Hann hafði áður fengið að raga timbur og skipa því upp úr farskip- unum og vinna þau störf sem þurfti að vinna. Hin gamalkunna silfur- skeið kom aldrei nálægt munni Haraldar. Hann gekk inn í gott fyr- BÆKUR JÓN BIRGIR PÉTURSSON irtæki, en annað átti eftir að liggja fyrir honum síðar. Hann var kosinn í stjórn útgáfufyrirtækis Morgun- blaösins og tók síöar vib fram- kvæmdastjórastöðu þess biaðs eftir nær aldarfjórðungs störf í Völundi. Haraldur lýsir skemmtilega starfi sínu hjá Morgunblaðinu, þróun- inni á því blaði, baráttu forráða- manna blaðsins við að losna undan krumlu stjórnmálamanna, sem vildu að völd Sjálfstæbisflokksins yfir blaðinu væru ótvíræð. Haraldur hefur sitt að segja um stjórnmála- menn, til dæmis þetta: „Ég held að rangar ákvarðanir stjórnmálamanna á undanförnum árum séu orsök atvinnuleysisins í dag. Þab verður ekki lagab með einu pennastriki eða óskhyggju. Ramm- inn veröur að vera þannig að þeir sem standa sig vel og reka fyrirtæki sín á réttan hátt viðskiptalega geti haldið áfram að auka sinn atvinnu- rekstur og skapa fólki vinnu. En það er svo margt sem gengur í þveröf- uga átt, eins og dæmin í landbún- abi og sjávarútvegi sanna. Menn ná ekki samstöðu og þrýstihópar ná tökum á stjórnmálamönnum og svo endar þrefið með einhverri klúðurslausn þar sem tjaldað er til einnar nætur." SÍS var byggöa- stofnun síns tíma Vilhjálmur Jónsson gekk nýút- skrifabur júristi inn á skrifstofu nafna síns, Vilhjálms Þórs, forstjóra SÍS, og bað um vinnu. Hann var heppinn, því Friðjón Þórðarson, sem hafði vilyrði fyrir starfi lög- manns Sambandsins, vildi fremur fara til lögreglustjórans í Reykjavík í vinnu. Vilhjálmur átti eftir að sanna snilli sína í viðskiptum. Hann tók við Oiíufélaginu hf. á ög- urstund, fyrirtækið hafði lent í hneykslismálum, sem skóku þjóð- ina um hríð, og orðspor þess ekki of gott. Það var verkefni Vilhjálms ab endurreisa þetta yngsta olíufélag landsins. Það tókst meira en bæri- lega hjá Vilhjálmi og hans mönn- um. Vilhjálmur segir aö stundum hafi gengið vel hjá Sambandinu og í annan tíma illa, rétt eins og hjá öðr- um fyrirtækjum. Þróunin hjá sam- vinnuhreyfingunni hafi verið sú aö vera bakland fyrir kaupfélögin, ab mörgu leyti eins konar byggða- stofnun þess tíma, sem ekki hafi getað gengið til langs tíma. Hrun Sambandsins segir Vilhjálmur stafa af mörgum hlutum, en veigamesta ástæðan sé sú að reynt hafi verið að standa undir of miklu úti á lands- byggbinni. „Ef til vill var líka stund- um ráðist í of mikið án nægilegrar fyrirhyggju. Margir eru með því marki brenndir að vita ekki hvenær þeir eiga að stoppa og snúa við í viðskiptum. Finnst þeir ekki geta hætt því sem byrjað er á, og halda áfram ab f járfesta og framkvæma þó enginn grundvöllur sé fyrir rekstr- inum," segir Vilhjálmur. Honum blöskrar off járfesting á ýmsum svib- um, mebal annars í verslunarhús- næði sem hentar borg með eina til tvær milljónir íbúa. Ekki í grátkór út- gerbarmanna Guðmundur Guðmundsson hef- ur lengi stýrt útgerð Guggunnar, eða Guðbjargar ÍS 46, happaskipa, sem hann og Ásgeir Guðbjartsson hófu útgerð á fyrir nærri 40 árum. Guðmundur er úr Hnífsdal, en frá því litla byggðarlagi hafa komið fleiri aflaskipstjórar en nokkrum öðrum stað. Segir Gubmundur skemmtilega frá sjómennsku sinni og síðar landverkum fyrir Hrönn hf. Þab er alveg ljóst ab rekstur fyrir- tækisins hefur allt frá upphafi verib afar heilbrigður og lánið auk þess leikið við fyrirtækið. Guggurnar eru orðnar nokkrar, allt frá litlum bát sem Marsellíus skipasmiður á ísa- firði smíðaði fyrir þá félaga 1956. Um þá smíði þurfti ekki ab gera skriflegan samning á lögmanns- stofu, handsalið nægði. Og reikn- ingurinn hljóðaði einfaldlega upp á „An. Bátur m/kostn. 823.508" og síðan nokkrir liðir til viðbótar, alls 1.264.308,77. Svo einfalt var það. Þeir Hrannarmenn á ísafirði hafa aldrei verið félagar í grátkórum út- gerbarmanna. Þeir syngja einsöng fyrir útvalda og auglýsa ekki þá tón- leika í fjölmiðlum. En frásögn Gub- mundar er öll hin hressilegasta, eins og sæmir vestfirskum útgerðar- manni. Frá Marx yfir í Sjálf- stæöisflokk Jónas Haralz segir ab án sam- keppni sé ekkert líf. Hann hefur ekki haft þörf fyrir að festast í kreddum og kennisetningum. Á ævi sinni hefur hann sveiflast frá kenningum Karls Marx yfir á hægri væng stjórnmálanna. Jónas komst að því að kenningar Marx væru ekki annab en misskilningur, gerðist sjálfstæðismaður og einn virtasti trúnaðarmaður flokksins og kröft- ugur talsmaður frjálshyggju. Jónas afgreiðir vinstri menn í bókinni sem „einangrunar- og aft- urhaldssinna". Á árum áður hafi vinstri menn hins vegar verið al- þjóbasinnar, en vildu ab við hefð- um samband við „rétt ríki". Jónas segir skemmtilega frá námsferli sínum, störfum heima og erlendis og afskiptum af fjármálum ríkisins, meðal annars upphafi Við- reisnar, sem Jónas segir að hafi markað tímamót á íslandi. „Al- mennt var því ekki trúað hér á landi að frjáls viöskipti fengju staðist á ís- landi. Allt varð að vera undir stjórn, annars keyptu menn allt of mikið og landið fylltist af vörum sem menn gátu ekki borgað. Þessi hugs- unarháttur nær aftur í fornöld. Kaupmenn máttu ekki versla hér nema með leyfi goðanna, sem hlut- uðust til um verðlag. íslendingum hefur gengið illa að trúa á frjáls við- skipti," segir Jónas. Ahrifamenn eftir Jónínu Micha- elsdóttur er skemmtileg bók aflestr- ar og gætu vibskiptajöfrar nútím- ans mikiö lært af þeim fjórmenn- ingum sem þar koma við sögu, mönnum sem hafa haft þá yfir- sýn, dugnað og varkárni sem nauðsynleg er í stjórnun fyrir- tækja. Aldargamalt fár Kristinn Helgason: Fár undir fjöllum. Eitt brekán og ofurlítib meir. Hundrab ár libin frá Austur- Eyjafjallamálinu mikla. Fjölvaút- gáfan 1994.178 bls. Um þessar mundir, nánar tiltek- iö hinn 11. febrúar næstkom- andi, er öld iiðin frá því loka- dómur var kveðinn upp í Lands- yfirrétti í Eyjafjallamálinu svo- nefnda. Með Eyjafjallamálinu er átt viö flokk sakamála, sem upp komu í Austur-Eyjafjallahreppi á síðasta áratug 19. aldar og voru mjög umtöluð á sínum tíma. Málsatvik voru í sem stystu máli þau, að nýr sýslumaður, Páll Briem, taldi sig komast á snoðir um óheiöarleika í fari hreppsbúa, sem birtist m.a. í stuldi á viðreka og fleiru. í flestum tilvikum var hér um smávægileg afbrot aö ræða, en sýslumaður gekk fram af mikilli hörku, oft af meira kappi en forsjá, tók menn unn- vörpum höndum, flutti til yfir- heyrslu, geymdi fangana vib öm- urlegar aðstæður, setti menn í farbann og svo mætti áfram telja. Mörgum þótti sem réttur væri brotinn á sakborningum, dómsyfirvöld í Reykjavík gerðu í fjölmargar athugasemdir við málafærslu sýslumanns og hafði Páll Briem engan sóma af mál- inu, svo ekki sé fastar að orði kveðið. I þessari bók eru þessi gömlu mál rifjuð upp og rakin stig af stigi. Höfundur hefur lagt á sig mikla vinnu við að kanna öll málsskjöl og rekur málaferlin og allan málatilbúnað ítarlega. Niö- urstaða hans er sú, að oft hafi sýslumaður farið fram af miklu offorsi vegna smámuna, beitt hreppsbúa ofríki og í mörgum tilvikum hafi mönnum hreinlega verið gerðar upp sakir, sýslumað- ur hafi hlaupið eftir slúðri og get- gátum og valdið fjölda manns stórfelldu tjóni og hörmungum. Öll er frásögn bókarhöfundar hin fróblegasta og erfitt að and- æfa þeirri skoöun hans, að í mörgum tilvikum hafi réttur ver- BÆKUR JÓN Þ. ÞÓR ib herfilega brotinn á þeim, sem sökum voru bornir, og að yfir- völd hafi bmgðist skyldu sinni. Gallinn vib frásögnina er hins vegar sá, ab hún er öll afar hlut- dræg. Samúð höfundar er öll með þeim sem urðu fyrir barðinu á réttvísinni og hann reynir lítt til að skoða málin í víðara sam- hengi eða finna yfirvöldunum málsbætur. Hér skal engin til- raun gerb til ab afsaka framkomu Páls Briem eða annarra valds- manna í máli þessu, en þó verður vart hjá því komist að benda á, að í ýmsum tilvikum var greini- lega um lögbrot ab ræða. Það var til ab mynda lögbrot ab hirða rekavið af fjörum annarra manna, hversu lélegar sem spýt- urnar vom, og vafalítið var þetta enn meiri glæpur í þann tíö en nú. Þá ber einnig á það að líta, að meðferð á sakborningum og þeim, sem gmnaðir vom um lög- brot, var miklum mun verri og harðari á þessum tíma en síðar varð og lesandinn hlýtur að spyrja, hvort Eyfellingarnir hafi sætt verri meðferö en almennt tíðkabist á þessum ámm. Fyrir því hefði höfundur þurft að gera gleggri grein en hann gerir. Eins og ábur sagöi, er þetta fróðleg bók aflestrar og nánast spennandi á köflum. Þab spillir þó ánægjunni af lestrinum, ab stíll höfundar er stirður, textinn rofinn af alltof mörgum millifýr- irsögnum og ekki er nægilega skýr greinarmunur gerður á orð- réttum tilvitnunum og orðum höfundar. Þá er það og galli, að sumstaðar em orbréttar tilvitn- anir innan gæsalappa, en annar- staðar ekki. Frágangur bókarinnar er býsna nýstárlegur. Þannig em víöa birt- ar litmyndir af nútíma bæjum og landslagi, en inn á þær teiknaðar myndir af fólki, klæddu að hætti 19. aldar manna. Á sumum myndanna er þessu fólki lögð orð í munn og setningar teiknab- ar inn meö svipuðum hætti og gert er í teiknimyndasögum. Þessum myndskreytingum er vafalaust ætlað ab lífga frásögn- ina og víðast hvar em þær lag- lega gerðar. Á stöku stað gengur þó listamaðurinn of langt í fram- úrstefnunni, t.d. á mynd gegnt síðu 96, þar sem tvær lappir styðja við rekaspýtu og er önnur klædd í sauöskinnsskó og leista að gömlum siö, en hin í skítugar gallabuxur og nýtísku stígvél. í bókarlok eru birt nokkur skjöl, sem snerta málaferlin, sem og allar nauösynlegar skrár. Ætti hvortveggja að auðvelda þeim leitina, sem vilja fræðast um þessi sögulegu málaferli af fmmheim- ildum. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.