Tíminn - 28.12.1994, Side 4

Tíminn - 28.12.1994, Side 4
4 Mi&vikudagur 28. desember 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 150 kr. m/vsk. Skin og skúrir Þaö vill verða svo aö heimsfréttirnar greina fremur frá ótíöindum, en öörum fréttum. Um jól eru látn- ar fljóta meö fréttir af jólahaldi og jólasiðum, sem margar eru fremur uppskrúfaðar og ná lítt til siða venjulegs fólks. Hins vegar var þaö svo nú sem fyrr, aö ekki var alls staðar friðvænlegt um jólin. Vopnahlé var þó í Bosníu, sem svo sannarlega studdist viö spjótsodda, og enn stendur umheim- urinn ráöþrota gagnvart hinni flóknu stöðu sem þar er. Hins vegar berast fréttir af því aö friðvæn- legra hafi verið í Betlehem, fæöingarborg frelsar- ans, en oft áöur um jól, og hátíðarhöld í tilefni jól- anna hafi einkennst af minni spennu en áöur. Sömuleiðis á Norður-írlandi þar sem ótti og spenna hefur veriö fylginautur þjóðarinnar í ára- tugi. Hins vegar geisa í Tsjetsjníu stórátök, sem engan veginn er séö hvernig enda eöa hvaöa áhrif þau hafa á ástandið í Rússlandi. Það er alveg ljóst að ekki er eining um aðgerðir Jeltsíns, og langvarandi styrjöld með tilheyrandi fórnum mannslífa getur haft gríðarleg pólitísk áhrif í Moskvu. Enn eitt spennu- og ófriðarsvæðið er í Marokkó, sem sýndi sig í hinu harðvítuga flugráni sem átti sér þar stað um jólin. Slíkir atburðir geta dregið dilk á eftir sér. Af öllu þessu er ljóst að umheimurinn er undir- lagður af staðbundnum átökum, og ekki er víst að öll kurl séu komin til grafar. Gluggi okkar íslend- inga út í umheiminn eru vestrænar fréttastofur, en það er langt í frá að þær gefi í ölium tilfellum raunsanna mynd af því sem er að gerast. Stórátök geisa í fjarlægum heimshlutum án þess að fréttir skili sér hingað að nokkru marki. Þannig getur að líta í eindálki í DV eftir jólin frétt í tveimur línum um að 25 manns hafi látist í átökum í Sierra Leone um jólin. Ekkert hefur heyrst í ljósvakamiðlunum um átök í þessu Afríkuríki, og þessar línur hafa vafalaust skilað sér á fjarritum án frekari umsagna. Þannig er sjón okkar um heiminn takmörkuð. Auðvitað er fagnaðarefni að víða hafa mál þok- ast til betri vegar, en eigi að síður er það svo að það er eins og ný átakasvæði myndist þegar slaknar á spennunni annars staðar. Undirrótin getur verið af ýmsum toga. Hún er ekki síst barátta um völd og auðlindir, inn í geta blandast trúarbrögð og ólíkir lífshættir. Flóttamannavandamál og minnihluta- hópar eru uppspretta átaka. Síðast en ekki síst get- ur verið um hreina glæpastarfsemi að ræða. Glæp- ir hafa ávallt verið þjóðfélagslegt og alþjóðlegt vandamál, en því miður er það svo að glæpasam- tökum vex stöðugt fiskur um hrygg og þau hafa meiri umsvif um heim allan. Þjóðfélagsbreytingar í Sovétríkjunum hafa skapað vettvang fyrir glæpa- samtök, og neyslusamfélag Vesturlanda hefur ver- ið gróðrarstía fyrir glæpamenn eins og eiturlyfja- sala, sem velta stöðugt meiri fjármunum og fjár- munir þýða völd. Það er því langt frá því að vera friðvænlegt í heiminum nú, þótt margt hafi breyst og heims- myndin sé ekki söm og áður. Leiðin til friðar er löng og vandrötuð. Rábherrafrú segir af sér Nú um jólahátíbina bárust þau boð um heimsbyggðina að eigin- kona utanríkisráðherra hafi sagt af sér sem maki ráðherra vegna umfjöllunar um dagpeningamál hennar, en hún hefur þegið dag- peninga þegar hún ferðast með manni sínum til útlanda. Bryndís Schram, fyrrverandi utanríkisráð- herrafrú og núverandi bara frú, ritaöi bréf til Morgunblaðsins á aðfangadag þar sem hún lýsti þessari ákvörðun sinni og sagöist jafnframt ætla að senda utanríkis- ráðuneytinu reikning fyrir húsa- leigu og launum upp á samtals rúma hálfa milljón. Astæða reikn- ingsgerðar Bryndísar er að hún vill sýna að hún hafi unniö fyrir dagpeningunum sínum og gott betur. Greinilega hefur einhver einhvers staðar eitthvað misskilið út á hvað dagpeningagreiðslur eiga að ganga. Dagpeningar sem umbun Forsenda athugasemda og af- sagnar Bryndísar er nefnilega að hennar sögn sú að ef dagpeningar séu hugsaðir sem „umbun fyrir störf á vegum utanríkisráðuneyt- isins, þá verður ekki annað sagt en að þetta séu smánarlaun og varla samboðin konu með há- skólamenntun — eins og það heitir á máli kjara- og jafnréttis- baráttu — sem er treyst til þess að koma fram fyrir hönd þjóðarinn- ar." Upphaflega var talað um að dagpeningarnir ættu að standa straum af útlögðum kostnaði vegna ferðalaga erlendis og þess vegna væru þeir heldur ekki skattlagðir á sama hátt og laun, heldur að- eins hluti þeirra og þá sem hlunnindi. í bréfi Bryndísar eru dagpening- ar hins vegar skilgreindir sem launatekjur fyrir störf í þágu ut- anríkisráöuneytisins og er þar trú- lega á ferðinni einhver misskiln- ingur hjá Bryndísi eða ráðuneyt- inu, og hafi dagpeningar hennar verið skattlagðir á sama hátt og laun, en ekki bara sem hlunnindi, þá hljóta menn að leiðrétta það. Það væri vissulega bagalegt, ef fyrsta og eina afsögn ráðherrafrú- ar frá ráðherrafrúardómi væri svo byggður á þeim misskilningi að GARRI ráöherrafrúin segði af sér vegna þess að hún teldi dagpeninga ekki nógu gott kaup fyrir að taka á móti erlendum gestum heima hjá sér. Enginn efast um að Bryndís er glæsilegur fulltrúi landsins í mót- tökum á vegum utanríkisráöu- neytisins og þvi ábyggilega skaði aö missa hana úr því hlutverki. Hins vegar er það alveg sérstakt mál hvort ástæöa er til að borga henni, eða jafnvel eiginkonum annarra í utanríkisþjónustunni sem þykja standa sig vel í móttök- um, sérstaklega fyrir að vera glæsilegir fulltrúar á slíkum stundum eöa greiða utanríkisráö- herrafrúm húsaleigu fyrir aö ákveða að taka á móti gestum heima hjá sér. Það kemur þó dag- peningagreiðslunum ekkert við og sýnir að tímabært er aö endur- skoða þessa dagpeninga í heild sinni, því augljóslega er farið að túlka þá sem greiðslu fyrir allt á milli himins og jarðar. Njála í dagpeninga- málum Áhugaverðasti flöturinn á þessu afsagnarmáli Bryndísar er þó tvímælalaust útspil Ástríöar Thorarensen, eiginkonu Davíðs Oddssonar, sem upplýsti að hún hefur ekki þegið dagpeninga á ferðum sínum erlendis. Þetta kemur sér vitaskuld afar illa fyrir Bryndísi, sem magnaði umræð- una um dagpeninga upp um all- an helming með bréfi sínu í Morgunblaðinu og fær nú á sig stimpil í huga almennings sem einhver sérlegur talsmaður og verjandi úrelts dagpeningakerfis, sem hún átti engan þátt í að búa til. Segja má að eiginkonur þeirra Viðeyjarbræðra séu að skrifa sína eigin Njálu í dagpeningamálum, því hvorug vill hornkerling vera og verður fróðlegt að fylgjast meö ættarveldinu þegar Schram svarar þessu framlagi Thorarensen. Spennan milli húsfreyjanna á Vesturgötunni og í Lynghaganum bætist nú ofan á þá Sturlungaöld, sem ríkt hefur í ríkisstjórninni undanfarin misseri, og bætir við fjölbreytni átakanna í stjórnar- ráðinu. Garri Bryndís Ferbir an fyrirheits Yfir jóladagana sáu þeir, sem leið áttu um miðbik Reykjavík- urborgar, vel klætt en nöturlegt og einmana fólk, sem stiklaði og skrensaöi á hálkunni. Tvennt og tvennt saman ráfaði fólkiö um í erindisleysu og var greinilega á ferð án fyrirheits. Annað slagið reyndu þessir raunalegu ferðalangar að banka upp harðlokaöar dyr veitinga- húsa, sem enginn hörgull er á þarna á svæðinu. En hvergi fannst skjól fyrir norðangarran- um, sem steyptist ofan af Esju yfir höfuöborgina. Þarna voru á ferð erlendir ferðamenn, sem hugsunarlausir og ósvífnir ferðafrömuðir plöt- uðu til að fara í jólaferö til ís- lands og þóttust góöir að selja farmiöa og gistingu á þessum árstíma. Væntanlega hafa farmiðasölu- menn ekki haft fyrir því að segja þessum viðskiptavinum sínum að yfir jóladagana liggur allt ís- lenskt athafnalíf í dróma og landsmenn allir kúra á heimil- um sínum og sumir fara í kirkju. Aö ööru leyti eru byggöir steindauðar sólarhringum sam- an. Svik vib viöskipta- vininn Erlendir ferðamenn, sem ekki eiga kunningja hérlendis, eiga ekki annars úrkosta en að kúldr- ast í hótelherbergjum sínum og fá ekki einu sinni að éta nema skrínukost, ef hann er þá tiltækur. Það er ótrúleg skammsýni að prakka íslandsferð inn á útlent fólk á þessum árstíma. Besta aug- lýsingin fyrir ferðamannaútveg- inn eru ánægðir túristar, sem bera landi og þjóð vel söguna og hvetja aðra til að feta í fótspor sín. Á sama hátt eru vonsviknir ferðamenn hættulegir þeim at- vinnuvegi, sem kallaður er helsti vaxtarsproti atvinnulífsins. Það eru því skemmdarverk af versta tagi að siga erlendum ferða- Á víbavangi mönnum til Jólasveinalands, þegar ekki er kostur á öðmm jólasveinum en uppstoppuðum í búðargluggum og jólakrásirnar eru ekki annað en þurrar sam- Iokur, sem skemmtiferöafólkið verður að maula á rúmstokkum sínum í hótelum, sem gefa öllu starfsfólki frí sólarhringum sam- an. En taka samt á móti gestum af fáheyröri ósvífni. Það er ofureðlilegt að starfs- fólk ferðamannaútvegs vilji eiga frí um jólin, sem er eina fjöl- skylduhátíðin á íslandi. En það fer einfaldlega ekki saman að siga gestum til landsins og selja þeim gistingu, ef útvegurinn í greininni getur hvorki veitt þeim neins konar afþreyingu né selt þeim almennilega að éta. Þeir, sem ekki skilja þetta, eiga ekkert erindi í atvinnugreinar sem þjónusta ferðamenn. Tíma- bundin störf eins og stöðumæla- varsla henta þeim heimakæru miklu betur. Það er aðeins dag- vinna og aldrei sektað á helgum dögum. og svo kemur fjörib Annað mál er það að ferða- málafrömuðir eru að gera gaml- árskvöld og nýárið eftirsóknar- vert fyrir útlendinga. Enda flykkjast þeir hingað í hundr- aða- og þúsundatali til að sjá mestu flugeldasýningu allra tíma, sem allir landsmenn taka þátt í. Þaö er eitthvaö sem vert er að koma hingað til að sjá og taka þátt í. Þau hátíðahöld eru öllum að- gengileg. Dansleikir og kráarölt eru á nýársnótt og á nýársdag er möguleiki að nálgast mat og drykk fyrir góðan pening og tú- ristaútgeröarmenn græða á tá og fingri og allir eru ánægðir. Hér er ólíku saman að jafna. Platferðirnar um jólin, sem gera hátíðina þá ömurlegustu í minningu þeirra sem ginntir eru til landsins, og fjörið og skemmtilegheitin yfir áramótin sem útlendingar eru reiðubúnir að greiða mikið fyrir að taka þátt í. Veitingafólkið skilur líka að það á ekki að eiga frí yfir áramót- in. Það er hábjargræðistími, sem ekki á að láta ganga sér úr greip- um. Ferðamálastjóri vor er orðinn svo þroskaður að hann skilur hvílík fásinna það er aö taka á móti erlendum ferðamönnum án þess að veita þeim neina þjónustu. Hann sagði í fjölmiðli eitthvað á þá leið að þetta væri slys sem ekki mætti endurtaka sig. Guð láti gott á vita. En sé eitthvert mark takandi á öllu talinu um mikilvægi ferða- mennaútvegs sem atvinnugrein- ar, hljóta þeir sem hana stunda að sinna ferðamönnum þegar þeir þurfa á þjónustu að halda, eða fá sér önnur stöf ella. Enda mun greinin ekki lifa lengi, ef fríin eiga að eiga allan forgang.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.