Tíminn - 30.12.1994, Side 16
Föstudagur 30. desember 1994
Vebrib í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær)
• Suburl., Faxafl., Subvesturmib og Faxaflóamib: Hæg na. átt í
fyrstu, en n. gola eba kaldi síbdegis. Bjartvibri.
• Breibafj. og Breibafjarbarmib: Hæg n. átt í fyrstu, en n. gola eba
kaldi og skýjab meb köflum síbdegis.
• Vestfirbir og Vestfjarbamib: N. gola eba kaldi og ab mestu úr-
komulaust.
• Strandirog Norburland vestra, Norburland eystra, Norbvestur-
mib og Norbausturmib: Allhvass n. og na. og él fram eftir degi.
Hægari norban og úrkomuminna síbdegis.
• Austurl. ab Clettingi, Austf., Austurmib og Austfj.mib: N. hvass-
vibri og snjókoma eba él í fyrstu. Hægari norban og él síbdegis.
• Subausturland og Subausturmib: Norbaustan og siban norban
stormur og él.
Talib ab hlutabréfasala verbi allt ab 1.200 milljónir, sem er
45% aukning frá síbasta ári:
Áætlaö aö 13-14
þúsund manns
kaupi skattafslátt
Áætlab er ab allt aö 13-14 þús-
und manns, e&a kringum 7.
hver tekjuskattsgreiöandi í
landinu, muni kaupa sér allt ab
43.500 króna skattafslátt (end-
urgreiðslu) næsta sumar með
hlutabréfakaupum núna fyrir
áramótin. Þetta er allt að fjórb-
ungs fjölgun frá því í fyrra. Tal-
ið er að hlutabréf verði seld fyr-
ir allt að að 1,2 milljarða króna
núna í áramótahrinunni, sem
er nærri 45% hærri upphæð en
í lok síðasta árs. Lítur því út
fyrir að ríkissjóður geti þurft að
endurgreiða kringum 550-600
milljónir á komandi sumri
vegna hlutabréfakaupa þessa
dagana.
Tíminn spurbi Bjarna Ár-
mannsson, forstöðúmann mark-
aðssviðs Kaupþings hf., hvort
mikil sala væri í skattafslætti
þessa dagana.
„Já, samkvæmt venju og raun-
ar mun meiri sala heldur en áð-
ur."
Út frá fyrirliggjandi sölutölum
segir Bjarni hafa verið áætlað að
þaö veröi einhversstaðar á bilinu
13-14 þúsund manns sem komi
til með að njóta skattfrádráttar
1995, vegna hlutafjárkaupa á
þessu ári, borið saman við rúm-
lega 11 þúsund sem nutu slíks af-
sláttar s.l. sumar.
Heildarsöluupphæð komi þó
til með að hækka mun meira.
Þar sem einungis 80% kaup-
verðsins nýtist nú til frádráttar
þurfi menn að kaupa hlutabréf
fyrir 25% hærri upphæð til að
njóta hámarks skattafsláttar.
Bjarni sagði hlutabréfasölu hafa
veriö rúmlega 830 milljónir fyrir
síðustu áramót. „En við erum að
gera ráð fyrir aö hún geti fariö í
1,2 milljarða í ár." Bæði hafi
sala verið mjög góð dagana
eftir jól, en hún hafi raunar einn-
ig farið fyrr af stað en oft áður.
„Hlutabréfaskammturinn", ef
svo má orða það, er núna
129.900 krónur á mann (tvöföld
sú upphæð fyrir hjón). Þar af
nýtast 80%, eða 103.920 krónur,
til lækkunar á tekjuskattstofni,
sem þá aftur þýðir 43.480 króna
lækkun eða endurgreiðslu á
tekjuskatti við álagningu í sumar.
Fyrir ýmsa getur lækkun skatt-
stofnsins þó komið að enn frek-
ari notum. Fyrir tekjuháa getur
hún líka þýtt lækkun hátekju-
skatts og fyrir námsmenn lægri
afborganir af námslánum. Og á
hinn bóginn hækkun á greidd-
um vaxtabótum til íbúðarkaup-
enda og hækkun á barnabóta-
auka.
Að þessu sinni segir Bjarni
mun meira keypt af bréfum í
hlutabréfasjóðunum heldur en í
einstökum hlutafélögum. „Enda
ráðleggjum við fólki, t.d. þeim
sem eru að kaupa í fyrsta skipti,
og fólki sem ekki fylgist regluiega
með markaðnum, að dreifa
áhættunni strax, með því að
kaupa í sjóðunum frekar en í ein-
stökum félögum."
Hann segir hins vegar ekki
mikið um að fólk nýti sér að
kaupa með afborgunarkjörum.
Og Kaupþing bjóöi einungis upp
á slíkt vegna kaupa í hlutabréfa-
sjóðnum Auðlind, en ekki al-
mennt í hlutabréfaviðskiptum.
Bjarni segir hlutabréfakaup
nánast eina valkostinn sem fólk
hefur til lækkunar á tekjuskatti,
auk húsnæðissparnaðarreikninga
sem nú séu að detta út úr kerfinu.
En miðað við nýtt skattalaga-
frumvarp, sem vonandi veröi
samþykkt fyrir áramótin, sé áætl-
að að viðhalda þessum skattfrá-
drætti framvegis, en ekki fella
hann niður í áföngum eins og
áformað var. ■
Þyrlur Landhelgisgæslunnar
og varnarlibsins björgubu í
gær átta manns, þar af einu
ungbarni, af hollensku vöru-
flutningaskipi um 100 sjó-
mílum suðaustur af Vest-
mannaeyjum. Þegar síðast
fréttist var varbskip á leib á
slysstað en þegar björgunar-
aðgerðum lauk var kominn
fimmtán gráðu halli á skipið.
Skipið fékk brotsjó á sig um
þrjú- leytiö í fyrrinótt. Þetta er
2.300 tonna skip sem var á leið
til Reykjavíkur með farm af
fóðurbæti. Kom þá nokkur leki
að skipinu, en þegar skipið var
statt um 100 mílur suðaustur
af Vestmannaeyjum í gærdag
reið annað brot yfir skipið og
laskaðist það þá verulega
þannig að frammastrið brotn-
aði, svo og rúður í vistarverum
skipverja. Ágerðist lekinn svo
mjög að leitað var aðstoðar
Landhelgisgæslunnar sem
þegar sendi þyrlu sína á vett-
vang. Þyrla frá varnarliðinu
var einnig send á slysstað, en
þegar björgunarstarfið hófst
voru þar níu vindstig, hauga-
sjór og tíu metra ölduhæð.
Kl. 15.35 var búið að bjarga
sex manns um borð í þyrlu
Gæslunnar en þar sem hún
tók ekki fleiri urðu tveir menn
eftir um borð. Þeim bjargaði
þyrla varnarliðsins síðan kl.
16.02. Að sögn Berents Sveins-
sonar í stjórnstöð Landhelgis-
gæslunnar gekk björgunar-
starfið eins og í sögu, þrátt fyr-
ir erfiðar aðstæður, en þegar
síðast fréttist var varðskip á
leið á slysstað. ■
mundu!
~a
ig
sfafa
simanúmer
ÍJ'J iJ'iJsJ/j'iJ 2J
Frá og með l.janúar 1995 breytist val til útlanda.
í stað 90 hemur OO
PÓSTIJR OG SÍMI