Tíminn - 11.01.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.01.1995, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 11. janúar 1995 5/V Fribleifsdóttir bœjarfulltrúi og efsti mabur á lista Framsóknarflokksins í Reykjaneskjör- dœmi um málefni Hafnarfjarbar: Ekki til ab bæta siðferbib „Þab er nú kannski ekki mitt hlutverk ab skipta mér af bæjar- málum í Hafnarfirbi en sem áhorfanda hryllir mig vib því sem er ab gerast þar. Bitist er um völd í bænum eins og smástrák- ar rífast um skóflu í sandkassa. Ekki er þessi uppákoma til ab bæta sibferbib í stjórnmálum og vekja traust almennings á yfir- völdum," sagbi Siv Fribleifsdótt- ir, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og efsti mabur á frambobslista Framsóknarflokksins í alþingis- kosningunum sem fram fara 8. apríl næstkomandi. Siv sagöi aö svo virtist sem sjálfstæöismenn og alþýöu- bandalagsmenn heföu keypt Jó- hann G. Bergþórsson meö stöðu bæjarverkfræðings viö myndun meirihluta síöasta vor til að geta mokaö honum út úr bæjar- stjórn síöar. „Hann áttar sig svo á því og sprengir meirihlutann í loftið í stað þess að velja á inilli þess aö vera bæjarfulltrúi eða bæjarverkfræöingur. Nú líöur honum sjálfsagt vel, kominn í lykilaöstöbu. Meiningar Jó- hanns um aö samflokksmenn hafi hótaö honum aö birta skýrslur ef hann héldi sig ekki á mottunni eru alvarlegar fyrir Sjálfstæöisflokkinn. Einnig meiningar um að þeir hafi lekiö upplýsingum í Morgunblaðið, til aö ldekkja á samflokksmanni sínum. Það er ekki furöa að al- menningur hafi takmarkaö álit á stjórnmálamönnum ef vinnu- brögðin eru svona. Aðkoma al- þýðuflokksmanna að óeirðun- um og yfirbob þeirra sýna aö þaö voru orðin tóm að þeir ætl- uðu aö bæta sig í siðferöilegu til- liti. Þeir sem ætla aö vísa veginn í siðbót og telja nú sýnt aö sami aðilinn gegni stööu bæjarverk- fræbings og bæjarfulltrúa þrátt fyrir lögfræðileg álit um annað. Manni er líka spurn hvort yfir- boö krata sé til aö hylma yfir lögbrot vegna fyrirgreiöslna viö Hagvirki-Klett á síöasta kjör- tímabili. Mabur skammast sín fyrir hönd stjórnmálamanna, þegar slíkur hamagangur og óheilindi dynja yfir. Þaö mun taka langan tíma að auka traust almennings á stjórnmálaflokk- um eftir þetta. Þaö er von mín aö kjósendur læri af reynslunni og kjósi traustari öfl viö næstu Siv Friöleifsdóttir: Þaö tekur langan tíma aö auka traust almennings á stjórnmálaflokkum eftir þetta. kosningar," sagði Siv Friðleifs- dóttir. ■ Anna Ólafsdóttir Björnsson segir ab Hafnar- fjarbarpólitíkin grafi undan trausti almenn- ings á stjórnmálamönnum: Nýr meirihluti mun þagga nið- ur gagnrýni „Ég held ab þá hafi þetta áhrif á stjórnmál á íslandi almennt. Þarna hefur verib tekist á um sibferbi og þetta hlýtur ab grafa undan trausti fólks til stjórnmálamanna og þaö er aubvitab mjög vont í lýbræb- isþjóbfélögum," sagbi Anna Ólafsdóttir Björnsson, þing- mabur Kvennalista í Reykja- neskjördæmi, þegar Tíminn ræddi vib hana í gær. „Það gæti komib upp sú staöa og virðist stefna í það að ef þessi nýi meirihluti myndaðist, aö þá yröi þögguö niður umræöa og gagnrýni sem fjallar um mjög alvarlegar ásakanir á hendur fyrri meirihluta. Þar á ég viö bæbi listahátíöarmálin og fjár- reiður Hafnarfjaröar. Ef þessi nýi meirihluti kæmi í veg fyrir aö fariö yröi ofan í kjölinn á þessu, yröi þaö mjög vont mál og slæm skilaboð til kjósenda um það að þaö sé unnið heiöar- lega. í þessu sambandi skiptir Anna Ólafsdóttir Björnsson segir aö þaö yröi vont mál efkomiö yröi í veg fyrir rannsókn fjármála Hafnarfjaröar. þaö minna máli hvaöa menn klekkja á hverjum," sagöi Anna Ólafsdóttir Björnsson, þing- mabur Kvennalista. ■ Ólafur Ragnar Grímsson gagnrýnir þrjá félagsmálarábherra Alþýbu- flokksins, segir Rannveigu þurfa ab víkja úr rábherrastóli, efmál fyr- irrennara hennar, Gubmundar Árna, verba skobub í rábuneytinu: Hafa ekkert skiliö af siðbótarumræðunni „Þab er ótrúlegt ab sjá hve víb- tæk þessi hagsmunavibskipti Al- þýbuflokksins og oddvita Sjálf- stæbisflokksins á síbasta kjör- tímabili hafa verib. Mebferb Al- þýbuflokksins á fjármunum Hafnarfjarbar til ab kaupa sér ítök og hlutabréf í oddvita Sjálf- stæbisflokksins hafa verib alveg ótrúleg og eru greinilega bæbi brot á öllum sibvenjum og regl- um um opinbera stjórnsýslu," sagbi Ólafur Ragnar Grímsson, formabur Alþýbubandalagsins, í samtali vib Tímann í gær. Ólafur sagbi það enn og aftur undrunarefni ab Alþýbuflokkurinn skuli tilbúinn ab endurvekja þetta vibskiptabandalag. „Þessi forystumabur úr Sjálf- stæbisflokknum er síban tilbúinn í gömlum stíl ab segja: Viljib þib ekki kaupa hús Hagvirkis- Kletts? Líklega til þess ab hann þurfi ekki ab flytja þegar hann verbur bæjar- verkfræbingur. Og þegar bærinn ætlar ab tölvuvæbast þá þykir hon- um sjálfsagt ab selja þeim ein- hverja gamla móburtölvu Hagvirk- is-Kletts. Svo birtast forystumenn Alþýðuflokks á forsíbum dagblab- Ólafur Ragnar Crímsson. anna og sjónvarpsskermunum gleibbrosandi. Þab er bara sönnun þess að þeir hafa ekkert lært og ekk- ert skilib í umræbunuum um ebli- lega stjórnsýslu og síbbót í íslensku þjóbfélagi", sagbi Ólafur Ragnar. Sagbi Ólafur Ragnar ab þetta vekti líka upp alvarlegar spurning- ar um eftirlitshlutverk félagsmála- rábuneytisins. Rábuneytib eigi ab vera eftirlitsabili um mebferb fjár- muna hjá sveitarfélögum og ebli- Iega stjórnsýslu. Nú sé búið ab sýna fram á ab um margra ára skeib hefur átt sér stab fullkomlega óeblileg útdeiling fjármuna til Hagvirkis-Kletts án trygginga og án þess ab málefnin væru borin upp í eblilegum stofnunum sveitarfé- lagsins. „þetta kallar á þab ab þeir sem borib hafa ábyrgb á félagsmála- rábuneytinu á undanförnum þremur til fjórum árum, þrír kratar, svari til um það. Þab sýnir þver- sögnina í þessu öllu saman að þeg- ar Hafnarfjörbur kærir þessa meb- ferb til félagsmálarábuneytisins verbur Rannveig ab víkja sæti vegna hagsmunatengsla vib Al- þýbuflokkinn. Þá getur enginn ráð- herra flokksins tekib vib embætt- inu þann tíma vegna hagsmuna- tengsla vib abra í forystu Alþýbu- flokksins í Hafnarfirbi og samstarfi vib Gubmund Árna í hans ráb- herradómi. Málib er komib í slíkt öngstræti í íslenska stjórnkerfinu af því ab Einbjörn togar í Tvíbjörn og Tvíbjörn í Þríbjörn. Jóhanna hefur verib í baklandinu sem fé- Nafn vantaði í athugasemd viö frétt sem birt- ist í Tímanum í gær vantaði höfundarnafn undir greinina. Það var Kristín Halldórsdóttir, starfsmaöur þingflokks Kvenna- lista, sem skrifaöi þá athuga- semd. ■ Gildran er spennt ef ökumaður rennir einum snafsi inn fyrir varir sinar ÚSF*** Hítir síðustu sýningu á Valdi örlaganna jós stórténórinn Kristján Jóhannsson svívirðingum yfir Elínu Ósk Óskarsdóttur sem fór með aðalkvenhlut- verkið r \\\ b °4MSÖN6K0^a0VVÍ.Gj £ PSW-H/I-A-** t lagsmálaráðherra allan þennan tíma sem þetta er ab gerast og hún lét allt afskiptalaust," sagbi þing- maburinn. Ólafur Ragnar Grímsson sveif á Hagvirki-Klett í fjármálarábherra- tíb sinni og krafðist lokunar fyrir- tækisins Hagvirkis — eba greibslu á ýmsum gjöldum til ríkissjóbs. Ekki var örgrannt um ab skuldarinn, Hagvirki-Klettur, hlyti samúb fyrir augum almennings. „Hann var látinn greiða pening- ana, en þá opnabist bæjarsjóbur Hafnarfjarbar, en ég sat eftir sem vondi maburinnn. Þetta vekur upp spurningar um þab hvar Jóhanna Sigurbardóttir var á vaktinni meb- an þetta allt var ab gerast. Og hvab á ab gera nú meb Rannveigu í fé- lagsmálarábuneytinu þegar emb- ættisfærslur fyrirrennara hennar í rábherrastól eru skobabar í ráðu- neytinu. Allt samfellt ferli Alþýbu- flokksins í félagsmálarábuneytinu á síbustu fjórum til fimm árum hlýtur ab koma til skobunar. „Mér sýnist þab merkilegt vib þessa nýjustu hengingaról krat- anna ab hún virbist tilheyra ráb- herrasvibi Jóhönnu Sigurðardótt- ur," sagði Ólafur Ragnar Grímsson ab lokum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.