Tíminn - 11.01.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.01.1995, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 11. janúar 1995 fljfattflMttf 9 UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLÖND . . . UTLÖND UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND Mun rólegra í Grosní eftir umsamib vopnahlé Rússa og Téténa: Stund á milli stríba Moskvu - Reuter Rólegra var í gær Grosní en um langt skeið eftir að samkomulag náðist í fyrrakvöld um tveggja daga vopnahlé. Svo virðist sem báðir aðilar virði vopnahléið að mestu en ráðamenn í Kreml höföu upptökin að vopnahléinu. íbúar borgarinnar voru í gær fegnir þessari stund á milli stríöa en mjög hart var barist í fyrradag og dagana á undan. Téténskur byltingarsinni sagði í samtali í gær við Interfax aö eina leiðin fyrir rússneska herinn til að ná yfirráðum í stríðinu væri að sprengja borgina í loft upp, Téténar myndu aldrei gefast upp. Hann sagði íbúa nota vopnahléið til að koma sér á öruggari staði og sanka að sér vistum en á meðan reyndu vopnfærir menn að bæta vígstöðu sína sem best. Vopnahléiö var boðað til tveggja sólarhringa og hefur stríðsöldur lægt á flestum stöðum í borginni öðrum en en í mið- borginni fyrir utan Forsetahöllina þar sem skothvellir eru tíðir. Fæst- ir telja að vopnahléiö verði lang- líft, enda lítill sáttahugur i Tétén- um, sem m.a. af trúarástæðum hyggjast berjast til síðasta manns. Óstaðfestar ’heimildir sögðu í gær aö fréttaflutningur rússneska sjónvarpsins af atburðunum í Grosní væri hlutdrægur og drægi taum Jeltsíns Rússlandsforseta. Hann hefur verið gagnrýndur mjög fyrir misheppnaða sókn sína gagnvart Téténum. Alvarlegur almœmisfaraldur í Kambódíu: 90% vændiskvenna meb alnæmi Phnom Penh - Reuter Meira en 90% vændis- kvenna í norðausturhluta Kambódíu, Banteay Meanc- hey, eru smituð alnæmisveir- unni og 21% hermanna að sögn þarlends dagblaðs í gær. Niðurstöðurnar eru unnar Rándýrar góðgerðir Los Angeles - Reuter Góðgerðasjóður sem George Bush, fyrrverandi Bandaríkjafor- seti, kom á fót áriö 1992 hefur varið 22 milljónum dala í launa- kostnað og annan rekstur á með- an hann hefur aöeins veitt 4 milljónum dala í líknarstörf. Þetta kemur fram í Los Angeles Time dagblaðinu í gær. Heiti sjóðsins mætti þýöa sem „Ljósglætu" en hún skín ekki skært ef tekið er tillit til fjármála- óreiðunnar. Samkvæmt dagblað- inu fékk sjóðurinn um 26.6 millj- ónir frá hinu opinbera á síðasta ári en sjóðurinn gerir greinilega ekki annað en að éta upp sjálfan sig. George Bush var það mikið kappsmál að stofna sjóðinn án þess að skýrt yrði staðiö að fram- haldinu. L.A Times segir þetta dæmigerða „kostnaðarsama ein- hliöa Washington aðgerð". ■ Dýrkeyptur laumufarþegi Stokkhólmi - Reuter Bandarísk mús var í sviðsljósinu í fyrradag eftir að hafa notið fyrstu flugferöar sinnar í farþegarflugi Boeing 757 með flugfélaginu SAS. Tilraunir til að losa sig vin hinn óboðna gest reyndust árangurs- lausar og varð af þeim sökum að breyta flugáætlun. Samkvæmt talsmanni SAS fannst laumufarþeginn í miðju áætlunarflugi félagsins frá New York til Stokkhólms. Eftir lend- ingu reyndu starfsmenn á jörðu niðri að lokka músina með osti og öðru dýrindi í gildrur sínar en allt kom fyrir ekki. Því var afráðiö að vélin færi ekki aftur til Bandaríkj- anna, þótt fullbókuð væri, heldur var henni flogið farþegalausri til viðgerðaskýlis félagsins í Kaup- mannahöfn. Litla músin reyndist flugfélaginu því dýrkeypt, enda veltir lítil þúfa stundum þungu hlassi. Engum sögum fer af örlög- um músarinnar eftir komuna til Kaupmannahafnar. Kjarnorkumálastofnun SÞ: Ekkert bend- ir til kjama- vopna írana Vín - Reuter Kjarnorkumálastofnun Sam- einuðu þjóðanna sagði í gær að samkvæmt athugunum þeirra í íran hefði landið ekki yfir kjarnavopnum að ráða og ekk- ert benti til aö það yröi á næst- unni. Bæði bandarískir og ísra- elskir forráöamenn skýrðu á mánudag frá ótta sínum um að aðeins 7-15 ár myndu iíða uns íranir yrðu vígbúnir kjarna- vopnum. David Kyd, talsmaður stofn- unarinnar, segir að þeir telji að ekkert sé að óttast. „Við höfum ekki fundið neitt sem bendir til þess," segir Kyd. ■ samkvæmt blóðprufum úr vændiskonum, hermönnum, lögreglumönnum og jarðyrkj- endum að sögn Eng Sophir- um, læknis sem kannað hefur í samráði við Skrifstofu Sam- taka gegn alnæmi hiö ugg- vænlega ástand á þessum slóð- um. Fyrst varð vart við alnæmi í Kambódíu árið 1991. íbúar í Banteay Meanchey eru um 300.000 talsins og hafa tæp tvö prósent blóðgjafa við Monkul Borei spítalann greinst með HlV-veiruna. Kambódísk yfirvöld telja að um 3000-5000 manns séu með veiruna í landinu en er- lendar læknarannsóknir sýna að raunverulegur fjöldi sé allt að tíu sinnum hærri. ■ Oskaö eftir friöi Jóharmes Páll II páfi ræölr viö Samuel Hadras, fyrsta rœöis- mann ísraels, sem heimsœkir Vatíkaniö. Páfi lofaöi friöarum- leitanir araba og Israelsmanna sem nú standa yfir og hvatti leiötoga ríkja Miöausturlanda til aö halda áfram á sömu braUt. Reuter MALÞING um menningarmál í Reykjavík Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, boðar til tveggja mólþinga um menningarmól og stefnu borgaryfirvalda í þeim efnum. Fyrra mólþingið fjallar um hagsmuni og aðstöðu listamanna í borginni og hið síðara um list- og menningarmiðlun í Reykjavík. Fyrra mólþingið, Listsköpun í Reykjavík - stefna og stjórnkerfi, verður haldið í Róðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 14. janúar 1995. Mólþingið er öllum opið. Dagskrá: 10.00 Skráning þátttakenda. 10.15 Setning málþings, ávarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. 10.30 Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar: Lisfsköpun í Reykjavík - stefna og sfjórnkerfi borgarinnar. Umrœður og fyrirspurnir. Matarhlé. Hagsmunir og aðstaða til listsköpunar í Reykjavík - viðhorf lisfamanna: Myndlisf: Þorvaldur Þorsteinsson. Tónlist: Petur Jónasson. Leiklist: Kolbrún Halldórsdóttir. Kvikmyndir: Ásdís Thoroddsen. Arkitektúr: Sigurður Harðarson. Bókmenntir: Ólafur Haukur Símonarson. Listdans: Auður Bjarnadóttir. Kaffihlé 15.30 Almennar umrœður og fyrirspurnir. 16.30 Fundarstjóri gerir grein fyrir helstu niðurstöðum málþingsins. 16.50 Málþinginu slitið. Fundarstjóri: Halldór Guðmundsson. Vinsamlega tilkynnið upplýsingaþjónustu Ráðhússins þótttöku í síma 632005. Þátttökugjald til greiðslu á hádegisverði og kaffi er kr. 1000. Dagskrá seinna málþingsins, sem haldið verður í Ráðhúsinu laugardaginn 18. febrúar, verður auglýst síðar. Skrifstofa borgarsfjóra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.