Tíminn - 11.01.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.01.1995, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 11. janúar 1995 Vínar- tón- leikar Annab kvöld, fimmtudaginn 12. janúar, heldur Sinfóníu- hljómsveit íslands Vínartón- leika í Háskólabíói og hefjast þeir kl. 20.00. Tónleikarnir veröa endurteknir Iaugardag- inn 14. janúar kl. 17 á sama stab. Hljómsveit- arstjóri er Páll P. Pálsson og einsöngvari Þóra Einars- dóttir. ■ Á efnis- skránni er Vín- artónlist eftir Johann Strauss, Eduard Strauss, Franz Lehár, Franz von Suppé, Richard Heu- berger o.fl. Þóra Einarsdóttir, sem kemur nú fram í fyrsta sinn meö Sinfón- íuhljómsveit íslands, hefur vakiö veröskuldaða athygli fyrir söng sinn. Aö loknu námi í Söngskól- anum í Reykjavík fór Þóra til náms í Guildhall School of Music and Drama í London, þar sem hún lýkur námi nú í vor. Hún hefir tekið þátt í ýmsum óperu- uppfærslum á vegum Söngskól- ans, íslensku Óperunnar og Gu- ildhall-skólans. M.a. söng hún einsöngshlutverk í Sálumessu Mozarts í Barbican Centre í Lond- on í apríl sl.; einnig var hún ein- söngvari á tónleikum með ís- lensku Sinfóníettunni í Washing- ton undir stjórn Osmos Vánská í október sl. Páll Pampichler Pálsson, sem fæddur er í Graz í Austurríki, kom hingað unglingspiltur til að taka við starfi 1. trompetleikara við Sinfóníuhljómsveit íslands árið 1950. Á þessum fjórum áratug- um, sem liðnir eru, hefur Páll komið víða við-í tónlistinni sem kennari, tónskáld og hljómsveit- arstjóri og hefur hann unnið ís- lensku tónlistarlífi ómetanlegt gagn. Páll er löngu orðinn ís- lenskur ríkisborgari, en upprun- inn leynir sér ekki, því eins og segir í efnisskrá: „... í Páli finnum við hinn ósvikna austurríska létt- leika sem kemur fram í öllu hans viðmóti og ekki hvað síst í túlkun hans á Vínartónlistinni". Páll hef- ur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, s.s. heiðursprófess- orsnafnbót frá menntamálaráðu- neyti Austurríkis, einnig hefur hann verið sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaoröu. Vínartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar hafa frá upphafi not- ið mikilla vinsælda og eftirspurn eftir miðum fer vaxandi ár frá ári. Þess eru dæmi að miðar séu pant- aðir með ársfyrirvara. Uppselt er á tónleikana. ■ fKwíiiw Unniö er ab gerb tenginga framhjá nýjum mislœgum gatnamótum, svo mögulegt verbi ab vinna ab gerb brúar yfir Vesturlandsveginn. Þrátt fyrir ab um brábabirgalausn sé ab rœba munu þessar framkvœmdir nýtast vib gerb nýrra gatnamóta. Tímamynd Kostnaöur v/ð gatnagerö í Reykjavík á árinu svipaöur og áöur, en stóraukin framlög veröa úr vegasjóöi: 1600 mill j. til nýbygg- ingar gatna í Reykjavík Gatnamálastjóri hefur lagt fram framkvæmdaáætlun gatnamála á þessu ári og er í heild um verulega aukningu kostnaöar aö ræöa til nýbygg- ingaframkvæmda. Hins vegar ber á þaö aö líta aö stór hluti kemur úr vegasjóöi og segist Stefán Skarphéðinsson gatna- málastjóri gera ráö fyrir aö hlutur Reykjavíkurborgar veröi svipaður til þessa mála- flokks og áriö áöur, eöa á bil- inu 700-800 milljónir króna. Gera má ráð fyrir að hlutur vegasjóðs til nýbygginga verði svipaður og fer aö stærstum hluta til áframhaldandi fram- kvæmda við Vesturlandsveg og gerð mislægra gatnamóta á mótum Vesturlandsvegar og Höföabakka. Heildarkostnaður við viðhald og rekstur er ráðgerður um einn milljarður og kemur hluti þeirr- ar fjárhæðar einnig úr vega- sjóði. Stefán segist ekki geta farið ofan í einstaka þætti fram- kvæmdaáætlunar sinnar, þar sem hún hefur enn ekki verið tekin til meðferðar borgar- stjórnar og geti því enn tekiö Nú stendur yfir útbob vegna gerbar mislœgra gatnamóta á mótum Höfbabakka og Vesturlandsvegar. Svona koma þau til meb ab líta út, í grófum dráttum, þegar komib er vestur Vesturlandsveg. breytingum í borgarkerfinu. Nú stendur yfir útboð á gerð mislægra gatnamóta á mótum Höfðabakka og Vesturlandsveg- ar og rennur frestur til að skila tilboðum út þann 30. janúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki að hluta þann 4. september í haust og aö fullu ekki síðar en 15. október 1995. Nú er unnið að gerö tenginga framhjá gatnamótunum, svo hægt verði að loka þeim meðan unnið er aö gerð brúar sem er hluti af mislægu gatnamótun- um. Stefán Skarphéðinsson seg- ir að þó aö um bráðabirgða- gatnamót sé að ræða, þá nýtist þessar framkvæmdir aö stórum hluta við ný gatnamót. Caukshreiöriö í Þjóöleikhúsinu: Helgi Skúla leikur Scanlon Brátt hefjast sýningar á ný á leikritinu Gaukshreiöriö eft- ir nokkurra vikna sýningar- hlé. Þær breytingar hafa nú oröiö á hlutverkaskipan aö Helgi Skúlason tekur viö Halldóra Björnsdóttir sem Flinn hjúkrunarkona og Erlingur G ísla- son sem Scanlon. hlutverki Scanlons, eins af sjúklingunum á geösjúkra- húsinu, af Erlingi Gíslasyni. Gaukshreiörið var frumsýnt á síðastliönu leikári, var tekið upp aftur í upphafi þessa leik- árs og hefur veriö sýnt síðan við miklar vinsældir. Sýningum fer nú fækkandi, bæöi vegna þrengsla í leik- mynda- og leikmunageymsl- um Þjóöleikhússins og vegna þess aö leikarar í Gaukshreiðr- inu þurfa að snúa sér að öðr- um verkefnum innan hússins. Þaö fara því að veröa síðustu forvöð að sjá þetta fræga verk á fjölunum á Stóra sviðinu. Fyrsta sýning á þessu ári er 13. janúar. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.