Tíminn - 11.01.1995, Blaðsíða 4
4
Mibvikudagur 11. janúar 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: |ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Ab fara með valdið
Þau átök, sem fram fara í Hafnarfirði um stjórn bæjar-
mála þar, vekja mikla athygli og umtal. Núverandi
meirihluti hefur verið upptekinn við það síðan um
sveitarstjórnarkosningar að gera úttekt á stjórnarhátt-
um liðinna ára undir stjórn hreins meirihluta Al-
þýðuflokksins. Enn virðist þeim verkefnum ekki lok-
iö og nú berast fréttir um að beðið verði um opinbera
rannsókn á viðskiptum bæjarfélagsins við Hagvirki
og Jóhann G. Bergþórsson, sem sagt hefur skilið við
félaga sína í Sjálfstæðisflokknum. Meirihluti Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðubandalagsins er fallinn.
Kastljós fjölmiðla á eitt sveitarfélag vegna mála á
borð við þau, sem til umfjöllunar hafa verið í Hafnar-
firði, er tæplega jákvætt fyrir sveitarfélagið. Þarna
virðast blokkir sjálfstæðismanna og krata takast á hat-
rammlega um völd og áhrif, og eins og stendur horf-
ir þannig að kratarnir fái völdin aftur í þessu bæjarfé-
lagi þar sem kratisminn er grjótharður.
Hins vegar leiðir þessi stórfiskaleikur í Hafnarfirði
hugann að valdinu í þjóðfélaginu og þorstanum í að
komast í áhrifastöður og sitja helst sem víðast, hring-
inn í kringum borðið ef svo má að orði komast.
Það er gömul og ný saga að þjóðfélagið hefur
breyst. Verkaskipting hefur aukist, sérhæfing vaxið.
ísland er í alþjóðlegri samkeppni í efnahagsmálum í
vaxandi mæli. Nútíma þjóðfélag krefst almennra leik-
reglna. í slíku þjóðfélagi er stjórnmálamönnum áreið-
anlega hollast að halda sér sem mest við sitt verksvið,
sem er að setja almennar leikreglur með löggjöf. Sú
skipan mála mun áreiðanlega láta hratt undan á
næstu árum að stjórnmálamenn sitji í alls konar
valdastöðum sem liggja utan starfssviðs þeirra. Nýir
tímar krefjast ákveðinna leikreglna og samskipta á
þeim nótum að sömu mennirnir séu ekki alls staðar á
fleti fyrir. Ný stjórnsýslulög eru dæmi um ný viðhorf
í þessum efnum og þab verður vissulega framhald á
þessari þróun.
Óhófleg samþjöppun valdsins er í raun andstæð
lýðræðisþróun og opnara samfélagi. Þetta á auðvitað
ekki eingöngu við um stjórnmálamenn. Gífurlegt
vald er fólgið í því að vera í lykilstööum í fyrirtækja-
samsteypum og deila og drottna í skjóli fjármagns.
Áhrif stjórnmálamanna í fjármálastofnunum þjóð-
arinnar hafa löngum verið umdeild og umrædd. Það
ætti ekki að vera keppikefli fyrir þá að hlutast til um
rekstur og útlán banka og fjármálastofnana. Það fyrir-
komulag mun áreiðanlega brátt heyra sögunni til.
Liðið ár hafa verið miklar umræður um dreifingu
valds, vegna einkennilegra mála sem upp hafa kom-
ið. Þessar umræður eru hollar og munu áreiðanlega
.leiða til breyttra viðhorfa og aukinnar valddreifingar.
Lýðræðisleg þróun og mikil samþjöppun valds eru
andstæður.
Þar með er ekki sagt að enginn eigi ab bera ábyrgð
og mál eigi endalaust ab vera til umræðu í grasrót-
inni. Forusta er nauðsynleg, en valdið á að vera vel
skilgreint og afmarkað.
Stjórnarskráin byggir á þrískiptingu valdsins, að
löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald sé að-
skilið. Það er hollt að meta það hvernig til hefur tek-
ist að framkvæma þetta ákvæði, leiða hugann að
grundvallaratriðum í stjórnsýslunni.
Jaina-samninga á íslandi
Morgunblabib birtir athyglis-
verba frétt á forsíbu í gær og fylg-
ir meb fréttinni mynd. Fréttin ber
yfirskriftina „Fastab í 201 dag".
Ab öbru leyti er fréttin svohljób-
andi: „Um 100.000 manns komu
í gær saman vib „Hús friöarins" í
Bombay þar sem Sahajmuni Ma-
haraj, leiötogi Jainareglunnar,
lauk 201 dags föstu til aö „hreinsa
sig af syndum og stuöla aö friöi út
um allan heim". Jainareglan,
stofnuö á 6. öld f.Kr., boöar
ströng meinlæti og trú á endur-
holdgun og sálnaflakk. Á mynd-
inni snertir fylgismaöur hennar
fætur leiötogans."
Kjarabarátta
Þessa dagana standa íslending-
ar í kjaramálaumræöu og laun-
þegum er sagt aö þjóöarbúiö þoli
ekki nema 2-3% kauphækkun,
sem fyrir gríöarstóran hóp laun-
þega þýðir áframhaldandi harð-
ræði, sult og seyru fyrir þá lægst
launuðu. Raunar stefnir nú hraö-
byri í umfangsmikiö verkfall hjá
kennurum, sem raunar snýst ekki
nema aö hluta um kauphækkanir,
því viðamikill hluti kröfugeröar
þeirra snýr að því að fá fram hluti
sem allir eru sammála um. Það
gæti trúlega hvergi gerst nema á
Islandi undir Viðeyjarstjórn að
kennarar fari í verkfall til að ná
fram kröfum um breyttan vinnu-
tíma, sem jafnframt eru kröfur
foreldra auk þess aö vera sam-
hljóða stefnu stjómvalda um
breytt skólastarf. Og úr því stjórn-
völd vilja ekki einu sinni semja
um það, sem allir eru sammála
um, þá er ekki að búast við samn-
ingum um launaliðinn sem allir
eru ósammála um. Það gildir jafnt
um kennara og þá á almenna
vinnumarkaðnum. Það stefnir því
allt í baráttu um brauðið með
hækkandi sól, en augljóst er ab
Dómgreindarlausir titlatogarar
aldarfjórbungs skeið, svo sem að
Stóru-Borg, sem er eitt viðamesta
verkefni sem íslenskir fornleifa-
fræðingar hafa fengist við. Nú
vinnur hún að doktorsritgerö sem
byggir á eigin rannsóknum.
Menntahrokinn
einber
Vanhæfi Mjallar byggir á lögum
sem Alþingi samþykkti í fyrra og
er ekki aö efa að þingmenn hafa
ígrundaö frumvarpstextann
gaumgæfilega áður en þeir sam-
þykktu hann eins og þeirra er
vandi. Eða hvað?
Titlatogarar prófgrábanna eru
að verða allsráðandi þegar úr-
skurba þarf um réttindi og rába
eða skipa í stöður. Á sumum svið-
um er þetta réttmætt og sjálfsagt
en á öbrum er hégóminn og
menntahrokinn einber. Á þab lít-
ið skylt við sanna menntun og
menningunni síst til framdráttar.
Sá fíflaskapur sem vörslumenn
þjóðmenningarinnar sýna í máli
Mjallar Snæsdóttur fornleifafræð-
ings er helst hægt ab líkja við fá-
ránleikann sem þeir hálærðu
ástunduðu varðandi Miðhúsa-
silfrib og eru ekki enn búnir ab
bíta úr nálinni meö.
Mjöll býr enga hnekki af því
þótt kjánalegir titlatogarar próf-
gráðanna og lögskýringar Mela-
háskóla komi í veg fyrir að hún
taki sæti í fornleifanefnd. Þab eru
aðrir sem verba fyrir álitshnekki
vegna þessa undarlega máls sem
rekið er af miklum lærdómi og lít-
illi dómgreind, og umfram allt
ótrúlegri lotningu fyrir prófgráö-
um sem hinum æbsta dómi. OÓ
Herveldi leggja mikið upp úr tign-
arröð stríðsmanna. Þeir eru
klæddir upp á stöðu sína og mik-
ilvægi og merktir bak og fyrir með
stjörnum, borðum og strípum og
merkjum alls konar til að hvergi
fari milli mála hverjir eru á ferb.
Óbreyttir eru meb öllu skrautlaus-
ir, mórauðir og marklausir og
hafa enga skoðun nema þá að
hlýða yfirboðurum sínum og
fóbra fallbyssur þegar í harðbakk-
ann slær.
Tignarstiginn er ótvíræður og
allir vita hverjir eiga að skipa fyrir
og hverjir eiga að hlýða hverjum.
í her spyr enginn um gáfnafar eða
hæfileika, aðeins um tignarmerki
og merkjaleysi. Manngildið er
einskis virði og frjáls hugsun er
bönnuð. Strípur og stjörnur er
það eina sem skiptir máli í sam-
skiptum persónuleysingjanna
sem mynda her.
Hámenntamannakerfiö er
undir sömu sök sett. Prófgráður
og titlar skipta öllu máli þegar
raðað er á jötur mennta og vís-
inda en manngildi, starfsreynsla
og vel unnin störf á tilteknu sviöi
menningar skipta engu máli þeg-
ar titlatogiö er annars vegar.
Dæmi um svona menntahroka
eru legíó og sýnast ekki vera
menningunni til framdráttar
nema síður sé. Eða hefur námsár-
angri og lestrarkunnáttu farið
fram síðan hrokagikkimir með
réttar prófgráður flæmdu
„menntunarsnauða" kennara úr
vinnu?
Herrábin
Fornleifanefnd er eitt af mörg-
Mjöll Snœsdóttir.
um herráðum sem stríða á víg-
völlum þjóbminjanna. Þaö stór-
slys henti í fyrra að fornleifafræð-
ingur sem ekki hafði tilteknar
prófgráður, samkvæmt skilgrein-
ingu, var tilnefndur í nefndina.
Lögfræðingur eins af þrettán há-
✓
A víbavangi
skólum landsins sýndi fram á aö
þaö stríddi gegn landslögum að
Mjöll Snæsdóttir tæki við svo há-
tignarlegri tilnefningu. Til þess
skorti hana prófgrábur og rétt-
mæta titla, hún væri sem sagt
vanhæf.
Þeir sem véla um svo alvarleg
málefni eru Háskólaráð, Sagn-
fræðiskor, Þjóbminjaráð og Félag
íslenskra fornleifafræbinga. Fund-
inn var réttur maður meö réttar
prófgráður og strípur til að setjast
í fornleifaherráðið. Verður nú
ekki skotið framhjá marki þegar
aldursgreina skal silfur og vega og
meta gamla gripi.
Eftir að Mjöll Snæsdóttir lauk
sínu prófi í fornleifafræbi hefur
hún unnið að rannsóknum hér á
landi og stjórnað uppgreftri um
munaðarlífs-jeppaliðib, sem situr
við kjötkatlana, mun halda fast í
kenningar sínar um að þjóðarbú-
ið þoli ekki annab en áframhald-
andi meinlætalifnað hins al-
GARRI
menna launamanns.
Sahajmuni Maharaj
hingab
Garri telur það augljóst mál í
þeirri stöðu, sem nú er komin
upp, að til að varna því aö þjóðfé-
lagið hrynji undan 10 þúsund kr.
kauphækkun verkafólks verbi
mönnum, þrátt fyrir sultardropa
á nefbroddinum, einfaldlega neit-
að um allar launahækkanir og
þeim gert ab lifa áfram því mein-
lætalífi sem þeir hafa gert sér ab
góðu undanfarin misseri. Á móti
muni stjórnvöld leita til leiðtoga
Jaina-reglunnar, sjálfs Sahajmuni
Maharaj, sem lætur sig ekki muna
um að fasta í 201 dag, og óska eft-
ir að hann komi tii íslands og
kenni launamönum að fasta og
takast á við meinlætalifnað.
Slík ráðstöfun hefur ótvíræba
kosti, því jafnvel þó launamenn
næðu ekki nema helmings ár-
angri á við sjálfan Maharaj og
gætu aöeins fastað í 100 og 1/2
dag, þá yröi um ótvíræöa kaup-
máttaraukningu að ræða vegna
sparnaðar í matarútgjöldum
heimilanna. Trúlega færu menn
langt fram úr 2-3% kaupmáttar-
aukningunni, sem talað er um
þessa dagana, og enduðu sjálfsagt
í einhverra tuga prósentna kaup-
máttaraukningu. Til álita kæmi
þá einnig að gefa þeim lægst
launubu sérstaka aukatíma með
Maharaj, þannig að þeir gætu fa-
stað mest og þar með fengiö
mesta kaupmáttaraukningu.
Augljóst er að þessi litla frétt í
Morgunblaðinu í gær gæti átt eft-
ir að skipta sköpum fyrir þróun á
vinnumarkaði, og ekki er nokkur
vafi að ríkisstjórn Davíðs Odds-
sonar á eftir að taka fegins hendi
þetta tækifæri til að grípa inn í
samningamálin í landinu og af-
stýra kollsteypu. Slík björgunar-
aðgerð væri mjög í anda hetju-
legrar framgöngu þessa yfirvalds
fyrir launafólk, einkum láglauna-
fólk, í landinu það sem af er kjör-
tímabilsins.
Garri