Tíminn - 11.01.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.01.1995, Blaðsíða 11
Miövikudagur 11. janúar 1995 &ímtom n Tom Cruise sem vampíran Lestat. Æviminningar blóðdrekks Vi&tal vi& vampíruna (Interview with the Vampire)*** Handrit: Anne Rice. Byggt á samnefndri skáldsögu hennar. Framlei&endur: Stephen Woolley og David Ceffen. Leikstjóri: Neil Jordan. Abalhlutverk: Tom Cruise, Brad Pitt, Ant- onio Banderas, Christian Slater, Kirsten Dunst og Stephen Rea. Bíóborgin, Sagabíó og Borgarbíó á Akur- eyri. Bönnub innan 16 ára. Það hefur lengi verib í bígerð að kvikmynda þessa metsölubók Anne Rice og hefur vel tekist til í flesta staði, þegar myndin loksins birtist. Sagan segir af Louis (Pitt), sem rekur lífshlaup sitt fyrir blaðamanni (Slater). Hann er vampíra og hefur verið það síðan Lestat (Cruise) gerði hann að slíkri fyrir hartnaer tvö hundruð árum. Þrátt fyrir að Louis geti ekki flúið eðli sitt og verði að næra sig á blóði annarra, þá er hann ekki alveg siðblindur. Þaö er Lestat hins vegar og skilur ekki þessa við- kvæmni í félaga sínum. Þrátt fyrir sama eöli eru vampírurnar tvær al- gerar andstæður. Á harmrænan, heimspekilegan og stundum fynd- inn hátt er síðan fjallað um ævi- skeið Louis og tilvistarkreppu hans. Þetta er alls ekki jafn heimskulegt og-það hljómar, því um leiö og ævi- saga Louis er sögð þá er fjallað um það góða og illa í manninum í mjög sérsöku og frumlegu samhengi. Það er ekki um þaö að ræða að veifað sé hvítlauk í sífellu og stjaki sé negldur í hjörtu, líkt og í hryllingsmyndum. Myndin er þó mjög blóðug á köfl- um, en hjá því verður víst ekki komist. Fyrir utan það að sagan sé áhugaverð og heillandi, þá er öll umgjörð myndarinnar listilega vel gerð. Þar fara fremstir Philippe Rousselot tökumaður, Dante Vampíran býr sig til veislu. KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON Ferretti leikmyndahönnuður og Stan Winston, sem gefur vampírun- um rétta útlitið með förðun sinni, enda allir meðal þeirra fremstu á sínu sviði. Leikstjórinn, Neil Jord- an, getur verið ánægður með út- komuna, en myndin missir þó að- eins dampinn um miðbik hennar. Brad Pitt kemur verulega á óvart og sýnir mjög góðan leik í hlutverki Louis, en hann hefur hingað til ekki talist til stórleikara. Tom Cruise stendur sig ágætlega og Kirsten Dunst er senuþjófur í mörgum at- riðum. Viðtal við vampíruna er skemmtileg og áhugaverð saga, mjög spennandi á köflum og kemur á óvart. ■ • Almennir stjórnmálafundir þingmanna og frambjóðenda Framsóknarflokksins 12.-19. janúar c « y r'V Fólk % 3 Fimmtud. 12. janúar Mánud. 16.janúar Þriðjud. 17.janúar Miðvikud. 18. janúar REYKJAVÍK Hótel Saga kl. 20:30 •---- Frummælandi: Halldór Ásgrímsson. Finnur Ingólfsson, Ólafur Örn Haraldsson. ESKIFJÖRDUR Húsi verkalýðs- félagsins kl. 20:30 •---- Frummælandi: Valgeröur Sverrisdóttir. Jón Kristjánsson, Sigrún Júlía Geirsdóttir. HÖFIU Framsóknarhúsinu kl. 20:30 •------- Frummælandl: Ingibjörg Pálmadóttir. Halldór Ásgrímsson, Ólafur Sigur&sson. Halldór Ásgrlmsson Fimmtud. 12.janúar Akranes Veitingahúsinu Barbró kl. 20:30 •---- Frummælandi: Halldór Ásgrímsson. Ingibjörg Pálmadóttir, Magnús Stefánsson, Þorvaldur T. Jónsson. Fimmtud. 19. janúar ÓLAFSVÍK Framsóknarhúsinu kl. 20:30 •---- Frummælandi: Jón Kristjánsson. Ingibjörg Pálmadóttir, Magnús Stefánsson, Þorvaldur T. Jónsson. Valgeróur Sverrisdóttir Mánud. 16.janúar Ingibjórg Pálmadóttir Miðvikud. 18.janúar BÚÐARDALUR Dalabúð kl. 20:30 •--- Frummælandi: Finnur Ingólfsson. Ingibjörg Pálmadóttir, Magnús Stefánsson, Þorvaldur T. Jónsson. Jón Kristjánsson Föstud. 13.janúar AKUREYRI Hótel KEA kl. 20:30 •----- Frummælandi: Halldór Ásgrímsson. Guömundur Bjarnason, Ingunn St. Svavarsdóttir, Elsa Friöfinnsdóttir. Þriðjud. 17. janúar PÓRSHÖFIU Félagsheimilið kl. 20:30 Frummælandi: Finnur Ingólfsson. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Ingunn St. Svavarsdóttir. GARÐABÆR Félagsheimili Framsóknarmanna Lyngásl 10 kl. 20:30 •---- Frummælandi: Guömundur Bjarnason. Jóhann Einvarösson, Siv Friöleifsdóttir, Hjálmar Árnason, Unnur Stefánsdóttir. KEFLAVÍK Félagsheimíli Framsóknarmanna, Hafnargtítu 62, kl. 20:30 •------ Frummælandi: Halldór Ásgrímsson. Jóhann Einvarösson, Siv Friöleifsdóttir, Hjálmar Árnason, Drífa Sigfúsdóttir. Stefán Guömundsson Fimmtud. 19.janúar HÚSAVÍK Félagsheimilinu kl. 20:30 •-------- Frummælandi: Stefán Guömundsson, Valgeröur Sverrisdóttir, Ingunn St. Svavarsdóttir Guómundur Bjarnason Finnur Ingólfsson Framsóknarflokkurinn Litgreining eftir kerfi Nvtt námskeið /ra 1 M P RrE S S 1 O N S A huglœgu nótunum. Seasonal & Directronal Colour Analysis. Hentar vel í heimahús. Sér herratímar ef óskað er. Nánari upplýsingar í síma 623160. Förðunamámskeið Skemmti- oy frœðslufvrirlestur Allir þátttakendur faröaðir. fyrir alla, unga sem aldna, félagasamtök, Persónuleg ráðgjöf fynr hvern og einn. vinnuhópa, unglinga sem eldri borgara, Spennandi snyrtivörur til sýnis og sölu. dömur og herra, sér eða saman. 2ja kvölda fatastíls- & fratnkotnunámskeid fyrir dömur. A.m.k. 3 fatateikningar pr. þátttakanda. Figure & Style Analysis and Department að hluta til kerfi frá i m p k’TsTi o nV Sjálfstraustsuppbyggjandi námskeiö. Sérnámskeib fyrir fólk, sem vinnur við útlitstengd störf og vill kynnast litgreiningu, fatastíl, framkomu og förðun til að auka við hæfni sína og þekkingu í starfi. 4 skipti. nmmjomox Snyrti- og tískuhús / Image Design Studio Vesturgötu 19, 101 Reykjavík, tel: 623160 Opib mánud. - fimmtud. frá kl. 16.00 til kl. 18.00. Skráning á námskeið og annað sem hér er upptalið næstu viku bbbbi frá kl. 14-18 í síma 623160. Veislu- stjórn í samkvæmum, árshátíðum, afmælum o.fl. Kvölddagskrá fyrir veitingahús. Konukvöld. Herrakvöld. Hiónakvöld. Einka- námskeiö á virkum dögum kl. 13.00. Sniöið að þörfum hvers ög eins. Boðib upp á selskapsförðun og förbun til hátíbarbrigða. Reglulega farib út á landsbyggöina, nokkrar helgar lausar til vors. Aðstoð vib fatahönnun fyrir dömur sem sauma eða láta sauma á sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.