Tíminn - 04.03.1995, Page 9

Tíminn - 04.03.1995, Page 9
Laugardagur 4. mars 1995 HwÍiH 9 Flugleiöir kynna verulega bœtta afkomu innanlandsflugsins á nœstunni, sem þó er langt frá því aö vera réttu megin viö strikiö: Ohagkvæmt innanlandsflug í skjóli einokunar? Flugleiöir hf. halda abalfund sinn á næstunni, þar sem af- komutölur verða kynntar. Tals- vert tap hefur veriö á innan- landsfluginu undanfarin ár eba í kringum 100 milljónir á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleibum var afkoman á síb- asta ári mun betri og ekki ólík- legt ab tapib verbi einungis rúmar 50 milljónir króna á ár- inu 1994. Þessar tölur ættu ab liggja fyrir endanlega á abal- fundi Flugleiba, sem haldinn verbur innan skamms. Á þessu ári verbur stofnab sérstakt fyr- irtæki um innanlandsflugib, en margir telja ab þessi eining í rekstri félagsins sé ekki jafn hagkvæm og hún gæti verib. Flugrekstur á íslandi er bund- inn ab verulegu leyti í sérleyfum, og Flugleiðir eru ráðandi abili á þessum markaði í krafti ákvarb- ana samgönguráðuneytisins. Flugleiðir eru með 4 Fokker 50 flugvélar í innanlandsfluginu. Margir telja þetta einni vél of mikið, en þegar flugflotinn inn- anlands var endurnýjabur fyrir nokkrum árum, var mikib rætt hvort 3 vélar kynnu ab vera nóg. Fokker 50 tekur 50 manns í sæti. Allar Fokker 50 vélarnar eru keyptar af erlendu kaupleigufyr- irtæki, en samkvæmt samning- um geta Flugleiðir losnab við fjórðu vélina árið 1997. Páll Halldórsson, yfirmabur innanlandsflugs hjá Flugleiðum, segir full not fyrir fjórar 50 sæta vélar yfir sumartímann á meban mesti ferðamannatíminn stend- ur yfir. Hann útilokar hins vegar ekki aö breytingar verbi á rekstr- inum í framtíðinni, þannig að minni vélar veröi hafðar með til að þjóna smærri stöbum. Það em einmitt íbúar á smærri stöðum, sem hafa kvartaö yfir því sem sumir þeirra nefna ein- okun á flugi. Þeir, sem hafa verib hvab óánægöastir meb þjónust- una, em íbúar á Sauöárkróki. „Viö emm bara smástabur hjá Flugleiðum," segir Snorri Björn Sigurbsson, bæjarstjóri á Sauðár- króki. „Þeir byrja á ab fljúga á sína stærstu staði og þar á eftir senda þeir vélar hingaö, sem þýbir það ab þú ert kominn subur milli klukkan tólf og eitt á daginn. Þú getur sinnt erindum í Reykjavík til klukkan sex, ef þú ætlar ab fara heim samdæg- urs." „Hafa bara sleppt okkury/ Snorri Björn segir ab vegna þess aö hversu seint að deginum er flogiö til Sauðárkróks sé hætt vib flug til þeirra, vegna þess ab vél sé ekki til staðar. „Þeir hafa bara sleppt okkur þar til næsta áætlunarferð er farin, og bera því þá gjarnan viö aö það hafi verið þaö fáir farþegar að þab hafi ekki verið verjandi aö setja vél í þab," segir hann. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki segist hafa litib á Flugleiöir sem mjög vænlegan kost, bæbi vegna sögulegrar hefðar og eins vegna þess ab þar séu öryggismálin í mjög góöu lagi. „En þegar Siguröur Helgason, forstjóri Flugleiða, lýsti því yfir í haust, aö það væri óvíst meb framhald flugs á Saubárkrók eftir væntanlega opnun Hvalfjarbar- ganga, þá spurði maður sjálfan sig: Er líklegt aö félag, sem gerir hreinlega ráö fyrir því aö hætta, muni sýna mikinn áhuga á leið- inni?" Sauökrækingar hafa jafnframt gert athugasemdir við flugtíðn- ina og þab að Flugleibir tengja leiðina Sauðárkrókur-Reykjavík viö flug til Húsavíkur. Flogiö er á milli Reykjavíkur og Sauöárkróks 6 daga í viku, en sama flugvél lendir einnig á Húsavík og stopp- ar þar í 20 mínútur. Farþegi frá Reykjavík til Sauðárkróks þarf, ef þannig stendur á, aö fljúga yfir Akureyri til Húsavíkur og þaban til Sauðárkróks, eftir að hafa setið í flugstöðinni á Húsavíkurflug- velli í 20 mínútur. Sleppi vib- komandi farþegi við þetta og sé flogiö beint til Sauðárkróks, Dornier 228 vélar íslandsflugs taka 19 manns ísœti. íslandsflug hefur lœkkab verb á fargjöldum til Vestmannaeyja verulega meb samkeppni vib Flugleibir. Fokker 50. Flugleibir eiga 4 slíkar og þab telja margir einni ofmikib. þurfa farþegar frá Sauöárkróki til Reykjavíkur að millilenda á Húsavík. „Allt of stórar vélar" „Vélar Flugleiða em allt of stór- ar fyrir flugið til Sauöárkróks," segir Snorri Björn bæjarstjóri. „Þeir geta sýnt fram á ab það sé léleg sætanýting hér og þar með sé nóg framboð af sætum. En málið er að þeir eru ab fljúga hér á allt of stórum vélum og á þeim tímum sem hentar fólki illa, fyrir utan þessa téngingu við Húsavík, sem verður til þess að óöryggið verður meira og tíminn sem fer í flugib er fáránlega langur." „Vib emm búnir ab heyra þeirra óánægjuraddir og höfum reynt að koma til móts við þá að einhverju leyti," segir Páll Hall- dórsson. Hann bendir á að sl. sumar hafi verið leigð sérstaklega flugvél frá Flugfélagi Norbur- lands til þess að sinna Sauðár- króki aukalega og þannig hafi náðst átta ferðir á viku til bæjar- ins. Hann segir að búast megi vib breytingum á þessu ári á þann veg að Sauöárkróksflugiö verbi tengt Akureyri í stab Húsavíkur. Bæjarstjórnin á Sauöárkróki hefur ítrekað farib fram á þab vib samgönguráöuneytiö að flug til og frá Sauðárkróki verði gefið frjálst. Þessu hefur veriö hafnab. íslandsflug hf. heldur uppi áætl- unarflugi til Siglufjarbar og flýg- ur yfir Sauöárkrók á leiðinni til og frá Siglufiröi. Þeir hafa farib fram á ab fá heimild til þess að lenda á Saubárkróki, en tenging við þann flugvöll myndi styrkja Siglufjarðarleiðina vemlega. „Við emm ósáttir við þetta," segir Ómar Benediktsson hjá ís- landsflugi. „Þab sýnir sig t.d. á Saubárkróki, ab þar vilja neyt- endur aukna þjónustu sem stendur þeim til boða, en þeir fá bara engu að rába um þab. Sá, sem hefur sérleyfið, ræður Rug- tíðninni." Flugið gefib frjálst eftir tvö ár Sérleyfi á flugleiðum innan- lands vom veitt til óvenju langs tíma, síbast þegar þeim var út- hlutaö, en aö sögn Ómars var það m.a. gert til þess að vernda hagsmuni Flugleiða. Sérleyfin gilda fram á árið 1997. Þau vom gefin út í ráðherratíð Steingríms J. Sigfússonar. Á stöðum, sem em meb 12 þúsund flugfarþega eða fleiri á ári, gilda svokölluð al- menn leyfi. Þeir staðir, sem falla undir þetta, em ísafjörbur (um 50 þús. farþegar), Akureyri (um 100 þús. farþegar), Vestmanna- eyjar (um 70 þús. farþegar), Egils- stabir (um 50 þús. farþegar) og Húsavík (sem er á mörkun- um).Fokker 50. Flugleiðir eiga 4 slíkar og það telja margir einni of mikið. í tengslum vib aðild að Evr- ópska efnahagssvæðinu gerðust íslensk stjórnvöld aðilar ab sam- komulagi EES um flugmál. Þessi evrópski flugmálapakki fól m.a. í sér að allt innanlandsflug skyldi gefið frjálst á miðju ári 1997, en þó væri heimilt að takmarka frelsib á stöðum sem væm meb innan við 30 þúsund farþega á ári. Þannig em stjórnvöld búin að skuldbinda sig til þess að gefa allt flug frjálst til ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða og Vest- mannaeyja innan rúmlega tveggja ára. í tíö fyrrverandi samgönguráð- herra þurfti að endurnýja sérleyf- in til Vestmannaeyja og Húsavík- ur og hann tók þá ákvörðun ab veita Flugfélagi Norðurlands hlutdeild í flugleiðinni Húsavík- Reykjavík og íslandsflugi hlut- deild í flugleibinni Vestmanna- eyjar-Reykjavík. Frá og meö 1. janúar 1993 var ráðherra heimilt aö veita 10% hlutdeild í flugleibunum frá Reykjavík til ísafjarðar, Akureyr- ar og Egilsstaða. Halldór Blöndal samgöngurábherra ákvað að veita íslandsflugi 10% hlutdeild í fluginu til Egilsstaba. Það var gert í tengslum við það, að Flugleiöir höfðu skilað sérleyfi sínu til Norðfjaröar, en ab sögn forsvars- manna íslandsflugs treystu þeir sér ekki til þess ab halda uppi áætlun milli Reykjavíkur og Norðfjarðar án þess aö fá hlut- deild í fluginu til Egilsstaöa. Uthlumn sérleyfanna var á sín- um tíma hugsuð sem aðlögun fyrir Flugleibir til þess að búa sig undir aukið frelsi í flugmálum. Þessi aðlögun átti að gerast í áföngum og samkvæmt lögum var samgönguráðherra heimilt ab auka hlutdeild annarra en Flugleiða á almennu leiðunum upp í 15% í byrjun þessa árs. Nú- verandi samgönguráðherra hefur lýst því yfir fyrir sitt leyti að hann muni ekki nýta þessar heimildir. íslandsflug er með Dornier 228 farþegavélar, sem taka 19 manns í sæti. Þessar vélar eru ekki jafn hraðfleygar og Fokker 50, þó að reyndar muni ekki miklu þar á. Höfuðkosmr þessara véla er hins vegar sá að þær hafa góða flug-. eiginleika við þröngar abstæður. Almennt er miðað við að flug- brautirnar þurfi aö vera 800 metrar fyrir Dorniervélarnar, en þær komast af með styttri braut- ir. Óhlaðnar hafa þær t.d. hafiö sig á loft og lent á 100 metmm. Samkeppnin leiddi til verölækkunar Fyrir rúmum fjómm ámm var íslandsflugi veitt 20% hlutdeild í sérleiðinni Vestmannaeyjar- Reykjavík. Vib samkeppnina lækkaði verðið. Gubjón Hjör- leifsson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, giskar á að þegar upp er staðið hafi samkeppnin leitt af sér 20-30% verðlældcun á fargjöldum. Hlutdeild íslandsflugs í sérleib- inni á Vestmannaeyjar er gott dæmi um hversu illa kerfib virkar í framkvæmd. Markabshlutdeild íslandsflugs í Vestmannaeyja- fluginu er 30-35%, þó þeir hafi einungis heimild til að flytja 20% farþega. Þrátt fyrir að Is- landsflug flytji þannig þriðja hvern farþega, í stað þess ab flytja fimmta hvern eins og félag- inu er heimilt, hefur enginn treyst sér til þess að stoppa þetta, vegna þess hve erfitt það er í framkvæmd. Reyndar geta far- þegar með Flugleiðum á leiðinni Reykjavík-Vestmannaeyjar þurft að millilenda á Höfn í Hornafirði á þriðjudögum og miðvikudög- um. Þessa daga fljúga Flugleibir þrjár ferðir til Vestmannaeyja og í einni af þeim er flogib fyrst til Hafnar í Hornafirbi. Tutt- ugu mínútna flugleið getur þannig tekið einn og hálfan klukkutíma. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.