Tíminn - 04.03.1995, Page 18
18
Wtmnm
Laugardagur 4. mars 1995
Svava Jóhannesdóttir
Frábær kona er gengin. Móðir
æskuvinkonu minnar verður
kvödd hinstu kveðju í dag.
Þegar Gulla vinkona mín
hringdi í mig og lét mig vita
að móðir hennar, Svava Jó-
hannesdóttir, hefði látist þá
um nóttina dofnaði ég upp.
Þaö er furðulegt hvernig
mannskepnan er. Maður vissi
að hverju stefndi, en samt
kemur dauðinn alltaf jafnmik-
ið á óvart. Sorgin verður alltaf
jafnsár og mikil, söknuöurinn
sömuleiðis.
En þessi góða kona hélt
reisn sinni fram á síðustu
stund, og ég veit að svoleiðis
vildi hún fara, klár andlega og
óháð að flestu leyti. Minning-
arnar um þessa yndislegu
konu og þetta góða heimili
hennar streyma fram. Þetta
var mitt annað heimili æsku-
áranna. Þegar maður þeysti
niður brekkuna á spýtuhesti,
heiman frá mér að húsinu nr.
9. Alltaf var ég jafn velkomin.
Þegar mamma fór ab vinna
eitt sumar, vorum við systurn-
ar í pössun hjá Svövu. Það
voru meiri dýrðardagarnir. Þar
fékk ég þá bestu kakósúpu sem
ég hef á ævi minni fengiö. Ef
mamma var ekki heima þegar
ég kom úr skólanum, þá var
farib til Svövu og hámað í sig,
hvort heldur var á matar- eða
kaffitímum.
Þegar farið var í Borgarfjörö-
inn til Einars og Siggu á sumr-
in, var ekkert mál að bæta ein-
um vib. Þegar þið fluttuð á Sel-
foss, stóð ykkar heimili alltaf
t MINNING
opið og ég var velkomin sem
áður. Eg man ekki eftir mér
öbruvísi en að þekkja Svövu.
Hún var mér mun nákomnari
en margt mitt skyldfólk.
Fátt jafnast á við að eiga
góða vini.
Elsku Svava mín, ég kveb þig
í hinsta sinn með kæru þakk-
læti fyrir allt. Ég veit að þú ert
löngu búin að fyrirgefa okkur
Gullu fyrir að hafa troðið
draslinu undir rúm forbum
daga, ásamt öðrum strákapör-
um. Þú hafðir lúmskt gaman
af þessum uppátækjum okkar,
af því þú hafðir húmorinn í
lagi.
Elsku Gísli minn, Eygló,
Tóta, Gulla, barnabörn og
barnabarnabörn, ykkar er
sorgin mest. En góbrar konu
er gott að minnast.
Auður Steingrímsdóttir
Hinn 20. febrúar lést, á Land-
spítalanum í Reykjavík, Svava
Jóhannesdóttir mágkona mín,
kona Gíslájónssonar frá Norð-
urhjáleigu í Álftaveri. Þau
Svava og Gísli eignubust 3
dætur: Eygló, Þórunni og Guð-
laugu. Barnabörn þeirra em 5
og barnabarnabarn eitt.
Svava hafði átt við erfiðan
sjúkdóm að stríða urn nokkuð
langt skeið, sem leiddi hana
yfir landamæri lífs og dauða.
Þab er köllun sem enginn
kemst undan, en oft er hún þó
þeim kærkomin sem heyja
stríð við erfiða sjúkdóma, þótt
alltaf fylgi því söknubur og
tregi hjá eftirlifandi ástvinum
hins látna.
Svava var dóttir hjónanna
Jóhannesar Guðmundssonar
og Þuríðar Pálsdóttur á Herj-
ólfsstöðum í Álftaveri. Þar var
hún fædd 14.1. 1926 og upp-
alin, ein af 10 börnum þeirra
hjóna.
Foreldrar Svövu voru mikil
dugnaöarhjón, komust vel af
með sinn stóra barnahóp. Þau
bjuggu á Söndum í Meðal-
landi frá 1910-1919. Örlaga-
nóttina 12. október 1918, þeg-
ar Katla gaus, var Þuríður ein
heima með 5 börnin þeirra
hjóna á aldrinum 1-6 ára og
þurfti yfir austurfljótið ab fara
til þess ab forða sér og börnun-
um frá þeim háska sem þess-
um náttúruhamförum fylgdi.
Það tókst giftusamlega, en
leiða má hugann að því hvað
þab hefur verið mikil reynslu-
stund.
Jóhannes var mikill ferða-
garpur, enda átti hann mjög
duglega hesta. Honum var það
oft falið að flytja strandmenn
úr Meðallandi til Reykjavíkur
á hestum og sagði Jóhannes
mér sjálfur að þær ferðir hafi
oft Verið mjög erfiðar að vetr-
arlagi. Þetta nefni ég hér til
þess að benda á þá hörðu lífs-
baráttu, sem fólk bjó vib fyrstu
áratugi þessarar aldar. Að alast
upp í þessu umhverfi gat oft á
tíðum verið harður skóli en
hollur, og áreiðanlega hefur sá
skóli haft mikil áhrif á mótun
einstaklinga og skaphöfn
þeirra.
Systkinin á Herjólfsstöðum
voru öll þeirrar gæfu njótandi
að fá í vöggugjöf góba greind
og lærdómshæfileika. Svava
heitin var að því leyti ekki síst
þeirra systkina. Vib vorum á
sama ári í barnaskóla. Alltaf
hlaut hún hæstu einkunn í
skólanum. Ég minnist þess
líka þegar vib gengum til
spurninga hjá séra Valgeiri
Helgasyni, 5 fermingarsystkín,
að ég öfundaði Svövu af því
hvað hún vissi allt sem prest-
urinn spurði um. Ég fór samt
leynt með það, því ég vissi að
öfund var synd. Séra Valgeir
gaf okkur umsögn í einkunn
og umsögnin hennar Svövu
var eitthvað á þá leið ab hún
væri stórgreind stúlka.
Svava las alla tíð mikið, nán-
ast allt sem hún komst yfir, og
var hún því mjög fróð kona.
Hún var mjög vel hagmælt og
orti við tækifæri mjög liðleg
ljóð, sem Ieiftruöu af húmor
og hnyttni á góðri stund. Ég
vil leyfa mér að láta fylgja eitt
ljóð sem Svava orti fyrir ættar-
mót þeirra Brynjólfs Eiríksson-
ar og Málfríðar Ögmundsdótt-
ur, sem haldið var í Sveins-
byrginu fyrir sunnan Klaustur
18.-19. júní 1985:
Heilir fraendur á fagnaðarstund.
Léttum fargi hins daglega kífs,
unum glaðir á álftverskri grund,
vekjum eldgömul kynni til lífs.
Æskan björt, ellin há,
arfur lífsins affeðranna rót.
Fagna hér, heilr á brá.
Heilir, velkomnir œttar á mót.
Þetta er vel kveðið, djúpstæð
hugsun sem segir margt í
fáum orðum. Ég vona að þab
varðveitist sem mest af ljób-
unum hennar Svövu. Þau eru
sérstök í minningu liðins
tíma. Svava var hógvær kona
og lét lítið yfir þessum hæfi-
leikum sínum, sem voru
miklu meiri en flesta grunaði.
Hún var sérstakur persónu-
leiki, fór sínar eigin leiðir í
skobunum og lét þær einarð-
lega í ljós við hvern sem var og
talaði fallegt mál. Aldrei
heyrði ég hana kvarta undan
sínu hlutskipti í lífinu. Blessuð
sé minning hennar.
Vertu sæl Svava.
Ég og fjöískylda mín þökk-
um samfylgdina og vottum
eftirlifandi eiginmanni, Gísla
bróður mínum, og fjölskyldu
hans, svo og öllum ættingjum
og vinum, dýpstu samúb.
Sigurður jónsson
Skógræktarritiö 1994
Árum saman var eg þeirrar
ánægju aðnjótandi að sitja aðal-
fundi Skógræktarfélags Islands.
Fyrst sem fulltrúi Skógræktarfé-
lags Skagfirðinga, síðan sem
blaðamaður. Þarna fóru að sjálf-
sögðu fram öll venjuleg aðal-
fundarstörf. En jafnframt voru
fundirnir menningar-, söng- og
gleðimót. Hvernig mátti líka
annað vera þar sem menn eins
og Þórarinn heitinn frá Eiðum
voru með í för, svo abeins einn
sé nefndur af mörgum eftir-
minnilegum. Þessir dýrðardagar
rifjast upp fyrir mér nú við lest-
ur Skógræktarritsins 1994, en
það er ársrit Skógræktarfélags ís-
lands.
Það er auðvitab borin von ab
TÍMARIT
MAGNÚS H. GÍSLASON
unnt sé að gera efni þessa
myndarlega rits umtalsverb skil
í stuttu máli, enda birtast þar yf-
ir 20 greinar eftir þvínær -jafn
marga höfunda.
Sigurður Blöndal, fyrrverandi
skógræktarstjóri, ríður á vaðiö
með grein um Landgræðslusjóð
50 ára, yfirlit um stofnun hans
og starf, en hún var í beinum
tengslum við lýðveldisstofnun-
ina 1944. Sigurður lýkur grein
sinni meb þessum orbum: „Eg
er viss um að þeir, sem nenna
ab lesa þessa samantekt, sann-
færast um þab, ab Landgræðslu-
sjóöur hefur átt miklu meiri þátt
í framgangi skógræktarstarfs á
íslandi þessi 50 ár en margur
hyggur." Sigurður Blöndal ritar
einnig tvo þætti, „Fyrr og nú".
Er hinn fyrri um svonefndan
Magnúsarlund í Vífilsstaðahlíð,
en hinn um umhverfi Hús-
stjórnarskólans á Hallormsstað
og fylgir loftmynd af umhverfi
skólans. Og enn segir Sigurður í
grein sinni „Sumar og haust í
skógarbotninum": „Skógurinn
er ekki bara tré, hann er ekki
bara landslag, hann er líka heilt
samfélag, sem lifir á mörgum
hæðum, líkt og mannfélag í
fjölbýlishúsi."
Grétar Guðbergsson, jarð- -
fræðingur hjá RALA, rekur sögu
Gnúpufellsskógar í Eyjafirði svo
langt aftur sem sagnir ná, en á
Gnúpufelli hafa þau hjón,
Daníel Pálmason og Ingibjörg
Björnsdóttir, tekið til friðunar
og skógræktar 90 ha. af landi
jarðarinnar. Þá segir Grétar,
ásamt Þór Þorfinnssyni, skóg-
tæknifræðingi, frá trjámæling-
um á Hallormsstað. Guðmund-
ur Halldórsson, skordýrafræð-
ingur, kynnir okkur ranabjöllur,
kvikindi sem leggjast á trjágróð-
ur, og varnir gegn þeim vágesti.
Guðmundur fjallar og, ásamt
þeim Þresti Eysteinssyni, trjá-
kynbótafræðingi, og Halldóri
Sverrissyni, plöntusjúkdóma-
fræðingi, um skemmdir sem
urðu á lerki á Fljótsdalshéraði
1993, einkum vegna kals.
Guöjón Jónsson, kennari frá
Fagurhólsmýri, ritar um Bæjar-
staðaskóg og Alaskalúpínuna,
en vorib 1954 setti hann nibur
Alaskalúpínu í Bæjarstabaskógi,
SKÓGRÆKTAR
RITIÐ 1994 m
Ársrit Skógræktarféiágs íslands
M **•< o*
Af é •) rvj fcjwlw' /
»V*:j*í»»nw>n Sk4<iM»*:o(«iii50 ; »»:t f.« «ú
jr xfcftu Or. j)X.'*':r*>cj>'/OX»T'~;« é InM^ugbWngiH
Krr.o»t<r« <m JðtóoM.'T:*
-, : wHwwa* æwgsæf- ;» • •
fyrir tilstilli Hákonar Bjarnason-
ar, þáverandi skógræktarstjóra.
Telur Guðjón lúpínuna hafa
orbið þarna til mikilla landbóta.
Stórfróðleg er grein Þorsteins
Tómassonar, forstjóra RALA,
um ástir „fjalldrapa og bjarkar,
áhrif þeirra á útlit og breytileika
íslenska birkisins". Birt er ræða
Sveinbjörns Dagfinnssonar,
ráðuneytisstjóra, er hann flutti
á aldarafmæli Valtýs Stefáns-
sonar ritstjóra, en „hann var
einn helsti málsvari skógræktar
á íslandi um áratuga skeið". For-
maður Skógræktarfélags ís-
lands, Hulda Valtýsdóttir,
greinir frá veglegri peningagjöf
til félagsins frá þeim hjónum,
Guðmundi Þorsteinssyni gull-
smib og Ólafíu G.E. Jónsdóttur.
Sumarib 1993 fann Björn
Jónsson, skógtækninemi, blæ-
ösp í landi Höfða á Völlum og er
það sjötti fundarstaður blæa-
spar hérlendis. Fyrst fannst hún
í Garði í Fnjóskadal árið 1911. í
Ársritinu segir Þórarinn
Benedikz frá þessari fágætu trjá-
tegund. Brynjólfur Jónsson,
framkvæmdastjóri Skógræktar-
félags íslands, fer með okkur í
skemmtilega og fróðlega kynn-
isferð um Jótland, sem hann fór
í boði-danska Heiðafélagsins í
sept. Iý92. Birt er mynd Jóns
Geirs Péturssonar, líffræðings,
af hinum tignarlega hlyn við
Suðurgötuna í Reykjavík, en
hann var gróðursettur 1918 af
Nicolaj Bjarnasyni kaupmanni.
Myndina sendi Jón Geir í ljós-
myndakeppni um ár trésins
1994. Prófritgerð Önnu Hrein-
dal Gunnarsdóttur frá Garð-
yrkjuskóla ríkisins að Reykjum
1994 fjallaði um íslenska skóg-
ræktarsögu frá 1699- 1950. Er
hluti ritgerðarinnar birtur í Ár-
bókinni. Sigurður Greipsson,
líffræðingur, fræbir okkur um
hin vöxtulegu sedrustré, sem
geta orðið allt að því 3000 ára
gömul, og Sigurgeir Þorbjörns-
son, heyrnleysingjakennari,
greinir frá landgræöslustarfi því,
sem unnið var á Skarfanesi í
Landsveit á árunum 1986-1992.
Jón Grétar Pétursson og Arnór
Snorrason, skógfræðingur, rita
um framleiðslu plantna, gróður-
setningu og jólatrjáatekju á
landinu árið 1993, og Árni
Bragason, forstöðumaður Rann-
sóknarstöðvar Skógræktarinnar
á Mógilsá, greinir frá starfsem-
inni þar á árinu 1993.
Minnst er þriggja fallinna
„skógræktarvina": Þórðar B.
Þorbjarnarsonar, borgarverk-
fræðings, en um hann ritar Þor-
valdur S. Þorvaldsson, arkitekt,
Aðalsteins Símonarsonar, fyrr-
um garðyrkjubónda ab Lauf-
skálum í Stafholtstungum, og
Sveinbjörns Beinteinssonar,
skálds frá Draghálsi, en um þá
ritar Ragnar Sveinn Olgeirsson,
fyrrum bóndi á Oddsstöbum.
Állir eru þessir menn mér eftir-
minnilegir frá abalfundum
Skógræktarfélagsins.
Loks er birtur útdráttur úr
fundargerð aðalfundar Skóg-
ræktarfélags íslands 1993. Fjöl-
margar myndir prýba þetta
föngulega rit. ■
Absendar greinar, afmælis-
og minningargreinar
sem birtast eiga í blaðinu þufa að hafa borist ritstjórn blaðsins,
Brautaholti 1, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum
vistab í hinum ýmsu ritvinnsluforritum sem
texti, eða vélritaðar. iflilfll
SÍMI (91)631600
Húsverndarsjóður
í apríl verbur úthlutað lánum úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur.
Hlutverk sjóðsins er ab veita lán til vibgeröa og endurgerbar á
húsnæbi í Reykjavík, sem hefur sérstakt varðveislugildi af sögu-
legum eba byggingarsögulegum ástæbum.
Umsóknum um lán úr sjóbnum skulu fylgja verklýsingar á fyrir-
hugubum framkvæmdum, kostnabaráætlun, teikningar og um-
sögn Árbæjarsafns.
Umsóknum stíluðum á Umhverfismálaráb Reykjavíkur skal kom-
iö á skrifstofu Garbyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, á
tfmabilinu 1. til 20. mars 1995.