Tíminn - 04.03.1995, Blaðsíða 24

Tíminn - 04.03.1995, Blaðsíða 24
Vebrlb í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland, Faxaflói: A-hvassvibri eba stormur og slydda sunnan- til. Hægari NA og fer ab létta til síbdegis. • Breibafjörbur: A-hvassvibri eba stormur og sums stabar él. Heldur hægari NA og stöku él síbdegis. • Vestfirbir: A eba NA-stinningskaldi eba allhvasst og él. • Strandir, Norburiand vestra: NA- stinningskaldi eba allhvasst og él. • Norburland eystra, Austurland ab Clettingi: NA-kaldi eba stinn- ingskaldi og él'þegar líburá daginn. • Austfirbir: NA-gola en síbar kaldi eba stinningskaldi og él. • Subausturland: A og SA-hvassvibri eba stormur og snjókoma en síbar slydda eba rigning. meintu kvótabraski. Þau mál séu í sömu sporum og fyrir sjómannaverkfallib í ársbyrj- un í fyrra. Formaóur LÍÚ segist því eiga erfitt meö að botna í því „íra- fári" sem skapast hefur vegna þeirrar niöurstööu sem odda- maöur Samstarfsnefndar ásamt tveimur fulltrúm útvegsmanna í nefndinni komust að, um aö verðlagning síldar, sem Hraö- frystihús Eskifjarðar keypti af Hólmaborginni sl. haust, hafi ekki verið ósanngjörn og þess- vegna ekki brot á lögum. ■ Valdimar Jóhannesson, framkvœmdastjóri Stöövum unglingadrykkju: Telur að apótekarann eigi ab svipta lyfsöluíeyfi Kristján Ragnarsson formaöur LÍÚ segir sér hafa fundist aö sjómenn hafi náö meiri ár- angri í Samstarfsnefnd sjó- manna en útvegsmenn, og því komi á óvart framkonar yfir- lýsingar formanns Vélstjórafé- lags Islands aö nánast ekkert hafi áunnist í baráttunni gegn Seybisfjöröur: Snjóflóba- hættu aflýst Snjóflóðahættu hefur veriö aflýst á Seyöisfiröi, en al- mannavarnanefnd bæjarins lýsti yfir hættuástandi eftir aö snjóflóö féll á bæinn á fimmtudag. Skömmu áöur hafbi reyndar hættuástandi veriö aflýst, en á miðvikudag- inn var því lýst yfir. Svæðið þar sem hættuástand- ið var, er um einn og hálfur kílómeter að lengd og á því svæði varð að rýma tvö hús. Loka varð loðnubræðslunni og rýma íbúa í farfuglaheimilinu. Að sögn Lárusar Bjarnasonar, sýslumanns á Seyðisfirði og for- manns Almannavarnarnefndar, er ekki mikill snjór í fjöllum of- an við bæinn, en hættuástand- ið hafi verið byggt á því að snjó- mælingamaður bæjarins hefur gert mælingar undanfarið og komið hefur í ljós að snjórinn er mjög léttur og laus í sér. ■ Valdimar Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri átaksins Stööv- um unglingadrykkju, hefur kært Werner Iwan Rasmusson apótekara í Ingólfsapóteki til lögreglunnar í Reykjavík og vill ab hann verbi handtekinn og færbur til yfirheyrslu vegna brots á áfengislögunum. Wern- er er eigandi Deiglunnar, sem selur ýmsan búnaö sem notab- ur er vib bruggun. Valdimar tel- ur ab fyrirtæki Werners brjóti 46. grein áfengislaganna, sem hljóöar svo: „Sá sem kemur því til leiöar með fortölum eða fjárframlögum, heitum, hótunum eða ráðum sín- um, að brotin verði ákvæði 3. gr., 1. málsgr. 6. gr. eða 7. gr., veitir til þess aöstoð í orði eða verki, tekur þátt í gróða af þeim brotum eða aðstoðar aðra til að halda þeim gróða, skal, þótt hann verði ekki talinn aðalmaöur í verknaðinum, sæta refsingu samkvæmt lögum þessum." Síöastliðinn þriðjudag hélt Valdimar í verslun Deiglunnar að Borgartúni 28. Kvaðst hann ókunnugur landabruggun. Ungur afgreiðslumaður bauð Valdimar þá bókina „Tækniritgerð um bruggun", sem hann keypti á 250 krónur. Jafnframt var honum tjáð aö allt sem til bruggunar landa þyrfti gæti hann keypt í búðinni. Fékk Valdimar ráðin góðu um allt val á tækjum og hráefnum. Sagði afgreiðslumaðurinn að eim- ingartæki sem fást í versluninni væru prýðileg til framleiðslu á góðum landa, en betra væri þó að kaupa „vacuumtæki" úr ryðfríu stáli ef framleiöa ætti góðan landa í miklu magni. Eftir heim- sóknina fékk Valdimar upplýsing- ar gegnum síma frá búðinni um að slík tæki mætti kaupa hjá gób- um blikksmiðum. Sérstaklega var mælt með vélsmiöju einni og fax- númer þess fyrirtækis gefið upp. „öll samsldpti mín við starfs- menn Deiglunnar voru á þann veg að þeir voru að leiðbeina mér eins og þeir hafa leiöbeint öðrum til að stunda ólöglegt athæfi," sagbi Valdimar í kærubréfi sínu til lögreglustjóra. Valdimar Jóhannesson sagði í samtali við Tímann í gær að hann hugleiddi að kæra Werner Rasm- usson einnig til heilbrigöisráðu- neytisins og krefjast þess að Werner Rasmusson verði sviptur leyfi til lyfsölu. Þab gæti vart tal- ist eðlilegt ab maður með Ieyfi fyrir lyfjaverslun ræki jafnframt verslun sem styddi að lögbrotum eins og þeim að hvetja og auö- velda bruggun landa, sem vitað er að fer mest til unglinga. Werner Rasmusson sagði í samtali vib Tímann í gær að ekki væri ástæða til ab ræða kæruna á þessu stigi málsins. Hann hefði ekki séð hana enn og vissi varla hvaö væri verið ab kæra. „Kannski menn fari að loka Hagkaup og Bónus. Þeir selja nefnilega hráefni í landann, syk- ur, ávaxtasafa og ger. Varbandi sölu á bók í Deiglunni má benda á að það ríkir ritfrelsi í landinu. Eöa kannski að bannað verbi aö selja hnífa í búsáhaldabúbum, vegna þess ab drepa má mann meb hnífi," sagði Werner. Hann benti á aö landabruggun hófst snemma á þessari öld, menn hafi ekki lært það af sér eða sínu fyrir- tæki. ■ MAL DAGSINS 63.2% 36,8% Alit lesenda Síöast var spurt: Finnst þér nýja HM-lagib vera vel heppnab? Nú er spurt: Eiga íslendingar oð hafa forgöngu um ab efla Norburlandasamstarfib enn frekar? Hringið og látið skoðun ykkar í Ijós. Mlnútan kostar kr. 25.- SÍMI: 99 56 13 Samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna. LÍÚ: Árangur sjómanna meiri en útvegs Ingibjörg Sólrún Císladóttir borg- arstjóri og Gubmundur í Höfba í gær þegar viburkenningin var af- hent. Tímamynd: CS Gubmundur Stephensen, 12 ára íþróttamabur Reykjavík- ur. Pabbinn: „Hann svaf stundum undir borbinu" Guömundur Stephensen, 12 ára Víkingur, var í gær kjör- inn íþróttamaöur Reykjavík- ur, yngstur allra íþróttamanna til aö fá slíka viöurkenningu. Pétur, faðir Guðmundar, er formaður borðtennisdeildar Víkings: „Hann byrjaði ab mæta með mér þegar hann var þriggja ára. Hann svaf stundum undir borðinu þegar hann var orðinn þreyttur. Jú, hann byrjabi snemma á ab slá kúlu í vegg og dundaði við það tímunum saman," sagði stoltur faðir í gær. Guðmundur iðkar líka knatt- spyrnu, og þar er hann Fram- ari, meira að segja íslands- meistari í 6. flokíd. Hvað ann- að? ■ TVOFALDUR 1. VINNINGUR f umiuma sérstakar morgunferðir kl. 7:35 og 8:35 ^/nnuna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.