Tíminn - 14.03.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.03.1995, Blaðsíða 7
Þribjudagur 14. mars 1995 wmmm 7 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . Félagsmálaráöstefna Sþ: Göfug áform og viljayfirlýsingar en engin skilyrði Kaupmannahöfn - Reuter Meöal þjóöhöföingja í drottningarveislu sem haldin var \ tilefni af ráöstefnu Sameinuöu þjóöanna um fátœkt og félagslegt misrétti var Fidel Castro Kúbuleiötogi sem hér stígur út úrþotu sinni á Kastrup-flugvelli meö fjölmennt fylgdarliö íkjölfarinu. í drottningarveislunni svignuöu boröin af dýríndis krœsingum og er ekki annaö vitaö en samankomnum baráttumönnum gegn örbirgö og vesceld íheiminum hafi oröiö gott af. neuw Lifir á fornri frægö IÞROTTIR . . . IÞROTTIR . . IÞROTTIR . . . Miöasalan fyrir HM fer jafnt og þétt afstab en gott er ab tryggja sér miba í tíma, því abeins eru 4000 mibar í bobi á leiki íslands: Tæpar 8000 krón- ur a úrslitaleikinn Þeir eru margir sem efast um að ráðstefna Sameinuðu þjób- anna um fátækt og félagslegt misrétti beri árangur. Ráðstefn- unni í Kaupmannahöfn lauk um helgina með því að sam- þykkt var yfirlýsing þar sem fullt er af góðum áformum og jafnvel fyrirheitum, en ekki stafkrókur um hvernig eigi að fylgja yfirlýsingunum eftir. Það eru ekki síst blaðamenn sem hafa látið í ljós gagnrýni á þessa nýjustu þjóðbúningasýn- ingu og átveislu „fína fólksins" í nafni fátæklinganna í veröld- inni. Þessar íburðarmiklu ráðstefn- ur á vegum Sameinuðu þjóð- anna eru orðnar ab heita má ár- legur viðburður. Þemað er jafn- an alvarlegt vandamál sem steðjar að mannkyninu öllu, og er skemmst að minnast um- hverfisrábstefnunnar í Rio de Janeiro og mannfjölgunarráð- stefnunnar í Kaíró, þótt enginn haldi því fram í alvöru að dregið hafi úr umhverfis- eða mann- fjölgunarvandamálum í kjölfar þeirra. í lokayfirlýsingu ráðstefnunn- ar í Kaupmannahöfn er að finna almennar yfirlýsingar um að að- stoða beri vanþróaðar þjóðir og nauðsyn þess að vinna bug á fá- tækt og félagslegu misrétti. Þá endurspeglar yfirlýsingin ótta viö að stjórnvöld í ríkjum heims kunni að missa tökin á öreigun- um, en þetta er m.a. þannig orð- að: „Því aðeins getum við hald- ið trausti fólksins í heiminum að við látum þarfir þeirra hafa forgang." Af því sem fram fór á ráðstefn- unni má ráöa að fátæku og ríku þjóöirnar í heiminum eigi fátt sameiginlegt. Ríku þjóðunum er mjög í mun að halda í forrétt- indin á meðan fátæku þjóðirnar gera kröfu um að fá meiri skerf af þeim lífsgæðum sem jörðin hefur að bjóða. ■ Þrjár vikur á milli tvíbura Beijing - Reuter Nýbökuð móðir í Sísjúan í Kína ól á dögunum stúlkubarn, þremur vikum eftir frumburður hennar sá dagsins ljós. Seinni tvíburinn vó tíu merkur við fæðingu. Þegar konan fór á stjá eftir fyrri fæðinguna lét hún lækni vita af því að enn fyndi hún fyr- ir þunga í kvibarholinu, en hann sagði að hún skyldi ekki hafa minnstu áhyggjur af því, óþægindin myndu hverfa af sjálfu sér. Þab var ekki fyrr en hún hafði verið með stöðuga verki í þrjár vikur að læknirinn hafði döngun í sér til að senda hana í sjúkrahús. Þar kom í ljós ab hún var enn þunguö og var seinni tvíburinn þá tekinn með keisaraskurði. ■ Lundúnum - Reuter George Brumwell Jameson, sem nú er 102ja ára, var stríös- hetja í heimsstyrjöldinni fyrri og hlaut heibursmerki fyrir hug- prýbi. Nýlega gekk hann í hjónaband. Konan er helmingi yngri og lét heillast af honum er hún heyrði hann lýsa fram- göngu sinni í sjónvarpsþætti ekki alls fyrir löngu. „Ég hef aldrei fyrirhitt mann sem er svona fyndinn, góbhjart- aður og merkilegur," segir brúð- urin, sem heitir Julie Robinson og er fyrrverandi kennari. „Við erum mjög ástfangin þrátt fyrir aldursmuninn," segir hinn aldni brúðgumi sem hefur verib ekkjumaður í 15 ár, „og mér er nákvæmlega sama hvað fólki finnst um þetta, að mínum dómi skiptir aldurinn engu máli." Hjónin eiga heima í Sidmouth sem er á Englandi suðvestanverðu. Þab styttist óðum í HM- keppnina í handknattleik og þeir sem ætla að tryggja sér abgöngumiða á leiki Islands í riðlakeppninni verða aö hraða sér. „Miöasalan hefur farið jafnt og þétt af stað, fyrst og fremst á leiki íslands en það er ekki komið svo langt að það sé orðið uppselt," segir Stefán Jó- hannsson, starfsmaður Ratvís, sem er umbobsmaður miða- sölunnar. Laugardalshöll er heimavöllur íslands í keppn- inni og verða í boði u.þ.b. 3400 miðar í sæti og 900 í stæði. Miöaverð í sæti í riðla- keppninni almennt er 3100 krónur en 1800 í sæti en Höll- in er eini leikstaðurinn sem boðib er upp á sæti. Stefán sagði að verðið á miðunum myndi hækka eftir því sem liði á mótið. 3900 krónur kostar í sæti í 16 og 8 liða úr- slitum og 2200 í stæði. Þegar í undanúrslit væri komið þá væri verðiö fyrir sæti 5500 krónur og 3500 í stæöi. Á úr- slitaleikinn sjálfan kostar 7900 krónur í sæti og 3900 í Mótanefnd HSÍ hefur dæmt handknattleiksdeild Stjörn- unnar í 25000 króna sekt og auk þess þarf liðið að Ieik sinn fyrsta heimaleik næsta vetur fyrir tómu húsi. Ástæðan fyrir þessum viðurlögum er sú að veist var að dómurum eftir leik Stjörnunar og KA fyrir skemmstu í úrslitakeppninni. Forsvarsmenn Stjörnunnar hafa ákveðið að áfrýja þessum dómi til framkvæmdastjórnar HSÍ, en af hverju? „Við teljum of ströngum viðurlögum beitt í þessu máli. Þetta er í fyrsta skipti sem svona lagað kemur upp hjá okkur og því ekki um neina endurtekningu að ræða. í þessu atviki eru ekki heldur slagsmál og engir af forsvars- mönnum félagsins eiga að hlut að máli," segir Bergþóra Sigmundsdóttir, formabur handknattleiksdeildar Stjörn- unnar. „Auk þess vekur at- hygli að þeir beita tvennum viðurlögum, annars vegar ab leika fyrir tómu húsi og hins vegar refsisekt. Mér finnst vera spuming hvort hægt sé ab gera slíkt, hvort annar flokkurinn útiloki ekki hinn. Þab verður líka að taka fram aö við getum aðeins kært þab að leika fýrir tómu húsi en sektin stendur. Þannig ab ef framkvæmdarstjórnin telur refsinguna of þunga þá getur hún ekki hækkaö fjársektina og fellt nibur ákvörðun móta- nefndar ab Stjarnan leiki fyrir tómu húsi," segir Bergþóra. „Ég verð samt að segja að mótanefnd vann vel ab þessu stæði en þá verður einnig spil- að um 3ja sætið og lokahátíð mótsins fer fram eftir leikina. ísland leikur opnunarleik- inn á mótinu sunnudaginn 7. maí viö Bandaríkjamenn kl. 20, á eftir opnunarhátíðinni sem hefst kl. 19. Áður leikur Sviss við Túnis (kl. 15) og Ungverjar við S. Kóreu (kl. 17) en þau lið eru í riðli með ís- lendingum í A-riðli. ísland leikur næst viö Túnis þriðju- daginn 9. maí kl. 20 en þar á undan leika Bandaríkin vib Ungverjaland (kl. 15) og S. Kórea við Sviss (kl. 17). Dag- inn eftir leikur ísland vib Ung- verja kl. 20 en kl. 15 spilar Sviss við Bandaríkin og kl. 17 Túnis við S. Kóreu. Föstudag- inn 12. maí er næsti leikdagur hjá íslandi og þá veröur leikib við S. Kóreu kl. 17 en Ungverj- ar spila við Sviss kl. 15 og Bandaríkin við Túnis kl. 20. A laugardeginum 13. maí leikur ísland við Sviss kl. 16 en ábur leika í Laugardalshöll Þýska- land og Alsír kl. 14 en þau lið leika í C-riðli. ■ máli. Hún lét mesta æsingin líða hjá og ég get því ekki kvartab yfir hennar störfum þótt ég sé ekki sátt við niður- stöðuna." Bergþóra sagði að fjárhags- legt tap Stjörnunnar væri miklu meira en einungis sem sektinni næmi, því ekki yrðu tekjur af áhorfendunum í fyrsta heimaleiknum. „Tapið gæti numið vel á annað hundrað þúsund króna. Mað- ur spyr sig líka hvers áhang- endur hins libsins eigi að gjalda. Það vekur athygli að fyrst mótanefnd telur þetta svo alvarlegan atburð, af hverju hún lætur leikinn ekki fara fram í öðru íþróttahúsi," sagði Bergþóra. Bikarkeppni BTÍ: Víkingur vann lib Víkings Úrslitaleikurinn í bikar- keppni borðtennissam- bandsins var leikinn um helgina og sigraði A-lib Vík- ings B- lið Víkings, 4-1. Lið bikarmeistaranna var skipað Evu Jósteinsdóttur, Guð- mundi E. Stephenssyni og Ingólfi Ingólfssyni. Islands- mótinu í flokkakeppni ung- linga fór einnig fram um helgina og þar vann A-lið Víkings. ■ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Staða skólameistara Laus er til umsóknar staða skólameistara við nýjan fram- haldsskóla í Borgarholtshverfi í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 5. apríl 1995. Menntamálaráðuneytið, 1B. mars 1995. Stjarnan áfrýjar dómi mótanefndar í kjölfar sekt- ar og þess ab þurfa ab leika nœsta heimaleik fyrir tómu húsi: Fjárhagslegt tap meira en sem sektinni nemur Segir formabur handknattleiksdeildar Stjörnunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.