Tíminn - 14.03.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.03.1995, Blaðsíða 11
Þri&judagur 14. mars 1995 imre—t..- WWIMmw 11 Cuömundur Gunnarsson: Af reikningskúnst- um vinnuveitenda Undanfarið hafa margir velt því fyrir sér hvað um hafi verið samið í almennum kjarasamn- ingum. Þegar samninganefnd Rafiðnaðarsambandsins hefur nú undanfarnar vikur mætt á samningafundi hjá ríki, orku- dreififyrirtækjunum og Reykja- víkurborg, hafa samninga- nefndir þessara stofnana haft eftir þau ummæli framkvæmda- stjóra Vinnuveitendasambands- ins, að RSÍ hafi samið um eitt stórt 0 í síðustu samningum. Á fundi með BSRB í gær heldur fjármálaráðherra því fram, ab ÁSÍ-félögin hafi samið um 0,25% kostnaðarauka vegna sér- samninga í síbustu kjarasamn- ingum. Samninganefnd RSÍ hefur ekki lagt það í vana sinn að skipta sér af samningum ann- arra eða þá að svara kostulegum yfirlýsingum frá félögum okkar í verkalýðshreyfingunni, sem fjölmiðlamenn hafa síðan nýtt sér til neikvæðrar umfjöllunar, þegar rætt er um síðustu kjara- samninga. Að okkar mati verður ekki lengur undan því vikist að svara röngum fullyrðingum vinnuveitenda og fjármálaráð- herra. Því verbur hér upplýst hvað almennur samningur RSI innihélt. Hér er stuðst vib út- reikninga hagdeildar VSÍ, sem ég hef einnig stabfesta af hag- deild okkar. Kostnaður, sem bætist við vegna launabreytinga rafibnab- armanna í febrúar, er ab meðal- tali 6,18%, að auki bætist við 3% launahækkun þann 1.1. 1996 og hækkun desemberupp- bótar 1996. Þetta viktar í heild á samningstímanum 9,62%, af því er umsamin launahækkun 6,73%. Þannig að sérkröfur vikta beint um tæp 3%. Áð auki náðum við í gegn við- urkenningu á tilvist launakerfis okkar, sem hefur verið okkar að- albaráttumál frá 1988. Þetta VETTVANCUR „Oft hefurþað valdið mér hugarangri, þegar ég sé starfsmenn fjölmiðla fjalla um menn og mál- efni affullkomnu skiln- ings- og þekkingarleysi. Einhvemveginn finnst mér að það aetti að vera hcegt að œtlast til þess, að starfsmenn fjölmiðla kynni sér hvað þeir fjalla um, í stað þess að grípa á lofti fullyrðingar, gera þœr að staðhœfingum og leggja síðan út afþeim." þýðir að VSÍ viðurkennir tilvist 5 hærri launaflokka en hingað til. Þetta veldur ekki beinni launahækkun hjá flestum okkar manna, en sú afstaða VSÍ að vilja ekki kannast við tilvist þessara Iaunaflokka hefur vald- ið verulegum vandræðum þeim rafiðnaðarmönnum, sem starfa hjá fyrirtækjum sem em innan VSÍ en utan meistarasamtak- anna. Auk þessa viðurkennir VSÍ að greiða eigi álag fyrir þá sem eru utan meistarasamtak- anna. Auk þessa viburkennir VSÍ ab greiöa eigi álag fyrir þá, sem eru faglega ábyrgir gagn- vart rafveitum og fjarskiptaeftir- liti. Þetta er erfitt að verbleggja í prósentum, en er að okkar mati mun verðmeira en atriðin sem talin eru hér að framan. Einnig náöum við fram kjara- samningi fyrir rafibnaðarnema, sem hefur verið mikið baráttu- mál frá 1991. Þetta þýbir launa- hækkun hjá starfsþjálfunar- nemum í rafiðnaði upp á 19,3%. Auk þessa náðust fram nokkur atriöi í sérkröfum, sem eru okkur verðmæt en ekki hægt að meta beint til kjarabóta í krónum og aurum. Steininn skal hola Oft hefur það valdið mér hug- arangri, þegar ég sé starfsmenn fjölmiðla fjalla um menn og málefni af fullkomnu skilnings- og þekkingarleysi. Einhvernveg- inn finnst mér að það ætti að vera hægt að ætlast til þess, að starfsmenn fjölmiðla kynni sér hvað þeir fjalla um, í stab þess að grípa á lofti fullyrðingar, gera þær ab stabhæfingum og leggja síðan út af þeim. Oft virðist manni að hjá sumum fjölmiðl- um ríki sú stefna ein, að hvab sem verkalýðshreyfingin geri sé það af hinu slæma. Þegar kröfu- gerð hreyfingarinnar er birt, þá eru fjölmiðlar uppfullir af vand- lætingu yfir ábyrgðarlausri kröfugerð, hreyfingin ætli sér nú að kollkeyra þjóðfélagib. Þegar svo menn standa upp frá samningum, þá er málum stillt upp á þann veg, að það hafi ver- ið samib um eitthvað allt annað en lagt var af stab með og niður- staðan sé til hins verra fyrir launamenn. Þegar svo þeirri umfjöllun lýkur, þá er tekin upp umfjöllun um þróttlausa og steinrunna verkalýbshreyfingu, sem aðgerðalaus horfi upp á at- vinnurekendur græða á tá og fingri, meban launamenn fái lítið sem ekkert í sinn hlut. Þetta ferli höfum vib horft upp á allan þjóðarsáttartímann. Afnám tvísköttunar lífeyris- greiöslna hefur verið ein mikil- vægasta krafa verkalýöshreyf- ingarinnar gagnvart stjórnvöld- um í mörg ár. Mikið óréttlæti hefur verið í framkvæmd skatta- laga frá því að launamenn gátu ekki lengur dregið frá tekjum sinn hluta lífeyrisgreiöslna. Þeir, sem em með tekjur undir skattleysismörkum, greiða ekki skatta. Það ætti öllum að vera ljóst. Launamenn fá greiðslur úr líf- eyriskerfinu í réttu hlutfalli við inngreiðslur, þannig að þeir sem greiða mikið inn borga af því skatta. Þeir hinir sömu fá einnig mikið út og greiða því einnig skatta af sömu pening- um þá, auk þess að glata ýmis- konar félagslegum réttindum eins og t.d. tekjutryggingu. Jað- arskattar af útgreiðslum úr líf- eyrissjóði geta því numið allt að 80%. Þessu óréttlæti hafa sam- tök launamanna barist gegn. Með síðustu kjarasamningum náði hún því mikilvægu og langþráðu skrefi. Þessi barátta ætti í raun að hafa verið lands- mönnum öll ljós, að maður tali nú ekki um fjölmiðlamönnum. Sú umfjöllun kemur flatt upp á mann, þegar þessu er snúið upp í að forysta verkalýðshreyf- ingarinnar hafi nú enn einu sinni svikið láglaunafólkið. En ef maður hefur ferlib, sem ég lýsti hér ofar, í huga, þá er til- gangurinn ljós, steininn skal hola. Ekki er minnst á það, sem verið er að gera í húsnæöismál- um og greiðsluvanda heimila, eða þá lækkun afskrifta í félags- lega íbúðakerfinu. Ekki er fjallað um hvaða launahópar hafa orð- ið fyrir mestu rábstöfunartekju- tapi undanfarin ár og hverjir hafa haldið kaupmætti. Ekki er fjallað um hvernig samnings- greinin um afnám tvísköttunar lífeyrisgreibslna nýtist gegn svartri atvinnustarfsemi. Ekki er fjallað um hið gífurlega menntastarf sem verkalýðs- hreyfingin rekur, félagslega að- stob við atvinnulausa, uppbygg- ingu forvarnarstarfs og líkams- ræktar. Ekki er fjallaö um þá fé- lagslegu jöfnun, sem rekin er í orlofs- og styrktarsjóðakerfinu. Þab er einungis fjallað um gífur- lega sjóöamyndun, sem verka- lýðsforystan svo nýti sér til eig- in valdabaráttu. Steininn skal hola. Höfundur er formabur Rafibnabarsam- bands íslands. Loksins, loksins? Mér er í barnsminni að hér var frægur strokkvartett, sem bæði spilabi heima og erlendis — hann skipuðu Björn Ólafsson, Jón Sen, Ingvar. jónasson og Einar Vigfússon. Síðan hefur ekki verið starfandi hér strok- kvartett svo vitab sé, heldur hafa menn hóað sig saman vegna einstakra tónleika. Enda hafa þær þjóðfélagsbreytingar oröið að „til þess aö geta lifað mannsæmandi lífi" (sem þýðir einbýlishús og torfærutröll með meiru) verða menn að stunda púlsvinnu myrkranna á milli og geta ekki leyft sér neina léttúð eins og þá að ala upp krakkana sína eða spila kammertónlist. En nú virðist semsagt vera orð- inn til strokkvartett sem gæti átt framtíð fyrir sér. Bernardel- kvartettinn nefnist hann og er skipaður fjórum félögum úr Sin- fóníuhljómsveitinni, þeim Zbigniew Dubik og Gretu Guðnadóttur á fiblur, Gub- mundi Kristmundssyni á lág- fiðlu og Guðrúnu Th. Sigurðar- dóttur á knéfiðlu. Þessi hópur flutti á lokatónleikum þessa starfsárs Kammermúsíkklúbbs- ins þrjá kvartetta jafnmargra stórmeistara þessa háleitasta listforms stofutónlistarinnar, kvartett op. 18 nr. 4 í c-moll eft- ir Beethoven, nr. 8 í c-moll op. 110 eftir Sjostakóvits, og nr. 15 í d-moll K.421 eftir Mozart. Og með hliðsjón af þeim tónleik- um ber ab vona ab þessi fjögur beri gæfu til að spila saman um ókomin ár og takast á við þau viðamiklu verkefni sem bíða. Þar er ekki síst átt við seinni kvartetta Beethovens, sem þykja hápunktur þessa tónlistarforms, en jafnframt mýmarga aðra kvartetta frá 18., 19. og 20. öld. Því strokkvartettinn lifir góðu lífi sem áhugavert tjáningar- form kunnáttufullum tónskáld- um allra tíma — meistari strok- kvartettsins á þessari öld var téður Sjostakóvits. í upphafi tónleikanna í Bú- stabaWrkju sunnudaginn 5. mars lék Bernardel-kvartettinn næturljóð úr kvartett eftir Borodin í minningu Þórarins Guðnasonar læknis, þess góba og mikilvæga manns sem m.a. var mjög virkur í stjórn Kamm- TÓNLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ermúsíkklúbbsins til dauðadags nýlega. Þennan Borodin-kvar- tett flutti hópurinn á vegum Kammermúsíkklúbbsins í fyrra. Eiginleg efnisskrá hófst meb Beethoven op. 18 nr. 4. Eins og segir í tónleikaskránni, þá mat Beethoven Mozart mest allra tónskálda — Mozart hafði legib í gröf sinni í 9 ár þegar op. 18 var saminn — en var þó fremur arftaki Haydns. Samt var Beet- hoven „hann sjálfur" frá ung- um aldri, enda tel ég ab flutn- ingurinn hefði mátt vera ögn átakameiri á köflum. Sjostakóvits-kvartettinn fluttu þau með feikilegum brag, svo leitun kann að vera að öðru eins, eða svo sagði mér a.m.k. kunnáttumaður sem hefur hlustað á marga frægðarmenn flytja þennan kvartett á hljóm- píötum. Verkiö er afar átaka- mikið og dramatískt, og jafnast að því leyti á vib síbari kvartetta Beethovens. Síbastur á efnisskránni var Mozart, og hefðu Bernardel- . kvartettinn og áheyrendur haft tíma til að taka einn af 82 kvar- tettum Haydns með á tónleik- unum, hefðu heimsmeistarar þessa listforms í rúmar tvær ald- ir komib þarna fram. Um Moz- art- kvartettinn, sem er einn af sex sem Mozart tileinkaði Haydn, segir svo í skránni: „Hann [d-moll kvartettinn] var áður prófaður á heimili Mozarts í Vínarborg. Leopold Mozart og Joseph Haydn léku á fiðlur, Wolfgang Ámadeus á víólu og Michael Haydn á selló. Á eftir dró Joseph Haydn, sem þá var frægasta tónskáld sem uppi var, Leopold Mozart afsíðis og sór við nafn Drottins almáttugs, að sonur hans væri mesta tón- skáld, sem hann vissi um." Flutningur Bernardel-kvartetts- ins var sem fyrr afar vandabur og jafnvægisfullur, og með fögr- um tóni. Þegar þau hafa „spilað sig ennþá betur saman" leyfa þau sér sennilega að flytja Moz- art ögn fjörlegar og e.t.v. með meiri tilfinningahita. En samt var þetta afar vel gert. í lokin skal þab ítrekað, ab hér er á ferð tónlistarfólk sem unn- endur kammertónlistar hljóta ab binda miklar vonir við að eigi eftir að spila saman strengjakvartetta um mörg ókomin ár. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.