Tíminn - 29.03.1995, Side 17
Mibvikudagur 29. mars 1995
mminm
17
Göng und-
ir Suöur-
landsveg
Reiöleiðir og abstaða hesta-
manna til útreiða í nágrenni
við hesthúsahverfi var mikið í
umræðu á síöasta ári. Þessum
málum þokar hægt áfram og
framlag ríkisins til reiðvega er
enn mjög lítið. Það er hins
vegar skylt að geta þess sem
gerist í þeim málum. í haust
voru gerð göng undir Suður-
landsveg móts við Rauðhóla.
Þetta var talsverð framkvæmd,
en mjög brýn, því ríöandi um-
ferð yfir Suðurlandsveg var
hættuleg og mikil slysagildra.
í Fjárborgunum, sem eru
þarna í grenndinni, er orðið
mikið hestahald. Þeir, sem þar
hafa hross, þurftu leið til að
komast á veginn upp í Heið-
mörk og yfir á almennar út-
reiðarleiðir Fáksmanna. Fáks-
menn úr Víðidal og Faxabóli
ríða mikið svonefndan Rauð-
hólahring, þ.e. upp með
Rauðavatni og yfir í Rauðhóla
og síðan áfram í átt að Fáks-
svæðinu. Á góðviðrisdögum er
þarna mikil umferð hrossa og
bíla. Þessi framkvæmd eykur
mjög á öryggi vegfarenda,
hvort heldur þeir eru ríðandi
HEJTA-
MOT
KARI
ARNORS-
SON
haust, dróst að byggja brú yfir
Hólmsá, en yfir hana liggur
vegurinn frá göngunum. Nú
hefur sú framkvæmd séö dags-
ins ljós og hestamenn geta því
riðið þarna um án þess að vera
í verulegri hættu vegna bíl-
anna, og ökumenn þurfa ekki
að vera hræddir um að hestar
séu á fleygiferö yfir Suður-
landsveg. Góður áfangi það.
Það er nauðsynlegt að halda
því verki áfram hvar sem er á
landinu að aðskilja akandi og
ríðandi umferð sem mest. Nú
er sá tími að menn eru farnir
að hugsa til sumarferða. En
menn þurfa líka að koma
hrossum sínum í sumarbeitina
og þá gjarnan ríðandi þangað.
Þeir þurfa því að eiga greiðan
aðgang frá hesthúsahverfun-
um.
Sumarferðirnar hefjast oft
frá þeim stað þar sem hrossin
eru í sumarhögum. Þá er gott
að hafa það í huga að velja sér
leiðir sem liggja utan akvega,
þó því verði ekki alltaf við
komið. Það er vonandi að
ferðamenn sjái í einhverjum
stab framkvæmdir og lagfær-
ingar á reiðleiðum og gjarnan
mættu þeir láta frá sér heyra
um það, sem þeim finnst mest
þörf á að bæta í sínu nágrenni,
eða þar sem þeir verða á ferð í
sumar. Við þurfum öll að
herba róðurinn fyrir betri ab-
stöðu til ferðalaga á hestum og
fyrir bættri umferðarmenn-
ingu ríðandi fólks.
Vetraruppákoma
hjá Fáki 25. mars
Úrslit
Bamaflokkur, 9 þátttakendur
1. Sylvía Sigurbjörnsdóttir
2. Viöar Ingólfsson
3. Þórdís Erla Gunnarsdóttir
4. Árni B. Pálsson
5. Halldór Sturluson
Unglingar, 15 þátttakendur
1. Ævar Pálmason
2. Hulda Jónsdóttir
3. Davíö Matthíasson
4. Svanheiöur L. Rafnsdóttir
5. Lilja Jónsdóttir
Ungmenni, 13 þátttakendur
1. Edda Rún Ragnársdóttir
2. Saga Steinþórsdóttir
3. Hanna Stína Claessen
4. Sigurður V. Matthíasson
5. Alma Ólsen
Sýningarflokkur, 9 þátttakendur
1. Heimir Bragason
2. Hafliði Halldórsson
3. Sigurður Marínusson
4. Magnús Nordal
5. Alexander Hrafnkelsson
Karlar, 18 þátttakendur
1. Magnús Arngrímsson
2. Ingólfur Jónsson
3. Leifur Arason
4. Gísli Geir Gylfason
5. Þorgrímur Ölafsson
Konur, 6 þátttakendur
1. Ólöf Guðmundsdóttir
2. Hanna Bj. Siguröardóttir
3. Ragnhildur Matthíasdóttir
4. Þórunn Eyvindsdóttir
5. Kristbjörg Eyvindsdóttir
6. Maríanna Gunnarsdóttir
150 m skeið, 20 knapar
1. Bessi Hinrik Bragason
2. Hjalti Alexander Hrafnkelsson
3. Þytur Sveinn Ragnarsson
Samtals 90 keppendur
Glæsileg bók um hesta-
nöfn ab fornu og nýju
eða akandi. Nú er komin út fimmta bókin í
En þó göngin væru gerb í bókaflokknum HESTAR í
Hesturinn okkar og
Eiðfaxi komnir út
Tímaritið Hesturinn okkar, 1.
tölublað 1995, er komið út. í
blaðinu er að vanda margt for-
vitnilegt efni. Má þar nefna við-
töl við Sigurð Snæbjörnsson,
hrossabónda á Höskuldsstöðum
í Eyjafjarðarsveit, Kristin Huga-
son, hrossaræktarráðunaut
Bændasamtaka íslands, og
Hrafnkel Alexandersson tamn-
ingamann. ítarleg umfjöllun er
um svonefnt Litháenmál. í
DÓMI, sem er fastur þáttur í
blaöinu, er að þessu sinni Berg-
ur Pálsson, formaður Félags
hrossabænda. Margt annað efni
er í blaðinu. Ritstjóri Hestsins
okkar er Hjalti Jón Sveinsson.
Þá hefur 3. tölublab tímarits-
ins Eiðfaxa séö dagsins ljós. Þar
er fróðlegt viðtal við formann
Fáks, Svein Fjeldsted. Þá fjalla
þeir um kynbætur og dóma,
ráðunautarnir Kristinn Huga-
son og Jón Vilmundarson, en
Jón er ráðunautur hjá Búnaðar-
sambandi Suðurlands. Margt
fleira er í blaðinu. Við fráfall Er-
lings A. Jónssonar var Rafn
Jónsson ráðinn ritstjóri tíma-
bundið. Ráðningin stendur til 1.
september á þessu ári. ■
NORÐRI. Það er bókaútgáfan á
Hofi sem géfur þessar bækur út,
en eigandi hennar er Gísli Pálsson
á Hofi í Vatnsdal. Sú bók, sem nú
lítur dagsins ljós, ber nafnið
Hrímfaxi og innihéldur nöfn
hesta gegnum tíðina og merking-
ar þeirra. Sá, sem unnið hefur
þetta verk, er Hermann Pálsson,
háskólakennari í Edinborg, bróðir
Gísla. Hermann er þekktur fyrir
fræðistörf sín og ritverk, ekki síst
fyrir bók sína um íslensk manna-
nöfn. Þessi samvinna þeirra
bræðra hefur nú leitt af sér þetta
verk. Meginkostur verksins eru
skýringar Hermanns á uppruna
og merkingu hestanafnanna.
Nöfnunum er skipt í tvo flokka,
annars vegar nöfn á hryssum,
hins vegar á hestum.
Auðvitað er ekki um tæmandi
nafnaskrá að ræða, enda myndi
það æra óstöðugan að leita uppi
hvert einasta hestsnafn. Þetta er
hins vegar þarft verk til ab leið-
beina mönnum um nöfn og
hvetjandi til aö taka upp norræn
nöfn, sem fallið hafa niður. Mörg
nafnskrípi hafa því miður heyrst
og sést á hrossum og full ástæða
til þess að leggja þau niður.
Bókin er gefin út bæði á þýsku
og ensku og hlýtur að vera mjög
mikill fengur fyrir útlendinga að
geta lesið sér til um hvab einstök
nöfn merkja. Dæmi munu vera
um að erlendir eigendur íslenskra
hesta hafi gefið hestum sínum
nöfn, sem t.d. eru dregin af litar-
einkennum, en hafa alls ekki
passað vegna þess að eigandinn
vissi ekki um merkinguna. Þannig
munu vera dæmi um að albrúnn
hestur hafi fengið nafnið Blesi,
því eigandinn vissi það eitt ab það
var íslenskt nafn. Þessi bók er því
mjög þörf erlendis. Þab er til mik-
ils að vinna að útlendingar haldi
íslenskum nöfnum. Það vekur at-
hygli á íslenska hestinum og upp-
runa hans og er því bæði kynning
og gegnir viðskiptalegu hlutverki.
Þeir, sem stunda útflutning á ís-
lenskum hrossum, ættu ab benda
kaupendum sínum á þessa bók,
auk þess sem bókin er naubsynleg
handbók fyrir seljendur.
Auk nafnanna eru myndir af
litaafbrigðum hestsins. Þab er
gott mál að láta það fylgja meö,
bæði vegna þess að það skýrir bet-
ur en margt annaö heiti sem dreg-
in eru af litum, svo og vegna þess
að fjölbreytnin í lit gerir íslenska
hestinn verðmætari en ella.
Dugnaður Gísla Pálssonar í út-
gáfumálum er einstakur. Á tæpu
ári hefur hann gefið út þrjár bæk-
ur um hross og væri þó kannski
réttara að segja níu bækur, því
bækurnar eru allar þýddar á
þýsku og ensku. Fyrir landsmótib
kom út HESTAR í NORÐRI III o§
fyrir jólin síðustu HESTAR I
NORÐRI IV og svo nú HESTAR í
NORÐRI V, sem ber heitið Hrím-
faxi eins og áður segir.
Þeir bræður eiga þakkir skildar
fyrir þetta myndarlega framtak.
Hrossaræktar-
sambönd V
Hrossaræktarsamband Dalamanna var stofn-
að 1977. Áður höfðu Dalamenn verið í
Hrossaræktarsambandi Vesturlands. Sam-
bandiö næi
Girðingar si
öoiur
ytir
mbc
n sem er
ógum í La>
bessar nr
lasýslu og er i einm deild.
Isins eru á Svarfhóíi í Mið-
í eigu sambandsins, og í
um pessar mundir á sambandið hlut í
tveimur hestum, þeim Baldri frá Bakka, sem
sambandið á á móti Eyfirðingum og Þingey-
ingum, og svo Kolgrím frá Kjarnholtum, sem
er sameign með Austur-Húnvetningum.
Baldur, sem er undan Náttfara frá Ytra-
Daisgerði og Söndru frá Bakka, vérður í hús-
notkun, en Kolgrímur, sem er undan Hrann-
ari frá Sauðárkróki og Glókollu frá Kjarnholt-
KYNBOTAHORNIÐ
um, verður seinna tímabil hjá sambandinu.
Auk þess hefur sambandið leigt Hjört frá
Tjörn af Eyfirðingum og verður hann fyrra
tímabil, Hjörtur er undan Dreyra frá Álfsnesi
og Sneglu frá Tjörn í Svarfaðardal. Dreyri var
lengi í eigu Dalamanna.
Stóðhesturinn Otur frá Sauðárkróki verður
í húsnotkun á Sámsstöðum. Þar er um einka-
framtak Sigurjóns bónda Eyjólfssonar að
ræða.
Margt góðra hrossa hefur í gegnum tíðina
komið úr Dölum og er skemmst að minnast
sigurvegarans í A-flokki á landsmótinu, Dal-
vars frá Hrappsstöðum.
Formaður Hrossaræktarsambands Dala-
manna er Svavar jensson, bóndi á Hrapps-
stöðum.
Ath. Nú er að muna eftir því að láta aðeins
bestu^hryssurnar fá fyl.
Kynbótahross
á Landsmóti
Tvœr nýjar
myndbandsspólur.
Myndirnar eru af
hrossunum í
hœfileikadómi og fylgir
spólunum bœklingur
meö endanlegum
dómum hrossanna.
Hvor spóla er þrjár
klukkustundir að lengd
og eru hryssur á annarri
en stóðhestar á hinni.
Hœgt er að kaupa spólurnar
í sitt hvoru laai
nCAYI
Bne i
ÁPMMI A
REYKJAVÍK