Tíminn - 12.04.1995, Síða 4

Tíminn - 12.04.1995, Síða 4
4 Mi&vikudagur 12. apríl 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík Sími: 5631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð f lausasölu 150 kr. m/vsk. Stjórnarmyndun- arviöræður Nú er ljóst að alþýðuflokksmenn og sjálfstæðis- menn munu freista þess að endurnýja stjórnar- samstarf sitt að kosningum loknum. Líkur eru nokkrar til þess að það takist, því ljóst er að tregðu- lögmál gildir þegar ráðherrar geta setið í stólunum sínum, jafnvel þótt með naumum meirihluta sé. Það er hins vegar ekki ljóst hvort þetta verður raunin. Ef flokkarnir eru trúir því sem þeir settu fram í kosningunum ættu að verða langar og strangar umræður um málefnasamning. Flokkana greinir á í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmál- um og utanríkismálum. Sjávarútvegsráðherra orö- aði það svo að gjárnar væru dýpstar milli sam- starfsflokkanna í ríkisstjórn. Allt eins er þó líklegt að þessi málefnaágreiningur verði þynntur út og lagt upp í nýja vegferð. Átök um ráðuneyti og fjölda ráðherra geta þó sett strik í reikninginn því ljóst er að vilji er hjá sjálfstæöismönnum til þess að fá utanríkisráðu- neytið til sín fyrir Björn Bjarnason, sem hefur ver- ið ósammála Jóni Baldvin um margt. Þessi ágrein- ingur gæti orðið Davíð Oddssyni erfiður því vand- séð er sú skiptimynt sem gæti komið í stað utan- ríkisráðuneytisins yfir til Alþýðuflokksins. Krafa Vestfirðinga um breytingar á sjávarútvegs- stefnunni gæti orðið erfiður þröskuldur. Ef látið verður undan þeim eða Alþýðuflokknum sem einnig hefur sett fram stefnu um breytingar getur það valdið illvígum deilum innan Sjálfstæðis- flokksins, sem Davíð Oddsson á áreiðanlega í erf- iðleikum með að leysa. Það getur því gengið á ýmsu í viðræðum stjórn- arflokkanna og forsætisráðherra hefur nóg að sýsla þann tíma sem hann ætlar sér til þess að leiða þá spurningu til lykta hvort Alþýðuflokkur og Sjálf- stæðisflokkur leggja upp í áframhaldandi vegferð saman. Páskahátíbin framundan Páskahátíðin, þessi önnur mesta stórhátíð kirkj- unnar, er nú framundan. Mörgum er hvíldin kær- komin yfir hátíðina, aðrir leita til fjalla eða leggja land undir fót heima og heiman. Páskarnir eru orðnir hátíð ferðalaga í vaxandi mæli. Ekki síst nýtir fólk sér hina frábæru skíðaaðstöðu sem risið hefur um land allt. Páskahátíðin er hátíð upprisu og gleði, og á að minna fólk á gildi kirkjunnar og kristindómsins í daglegu lífi. Kennningar hans um frið og kærleika ættu að vera sem flestum til eftirbreytni. Tíminn óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar, og óskar þess að hver megi með ein- um hætti njóta hennar sem best. Stjórn gegn Steina? Jón Baldvin Hannibalsson lýsir því yfir í Alþýöublaöinu í gær að sjávarútvegsmál verði aðalmál stjórnarmyndunarviðræðnanna sem nú eru hafnar milli stjórn- arflokkanna. Bendir formaður Alþýðuflokksins á að Alþýðu- flokkurinn komi til þings með mjög ákveðnar skoðanir á þess- um málum og vilji kvótakerfið feigt. Sama megi segja um Vest- fjarðaþingmenn Sjálfstæðis- flokksins, þeir hafi lýst því yfir ab fyrra bragði að þeir styðji ekki ríkisstjórn nema hún tæki upp sóknarstýringu í stað afla- markskerfis. Þessa athugasemd Jóns Bald- 'vins ber að skoða í Ijósi þess að núverandi sjávarútvegsráð- herra, með fulltingi forsætisráð- herrans sjálfs, hefur talab um nauðsyn þess að festa í sessi kvótakerfi sem byggist á afla- marki, þ.e. að viðhalda í abalat- riðum því kerfi sem hér er til staðar. Sjálfstæðisflokknum. Eitt sinn var talað um „stól fyrir Steina" en nú er boðorðið „stjórn gegn Steina". Boðleibir ættu líka að vera greibar milli uppreisnarafl- anna í Sjálfstæðisflokknum og forustu Alþýðuflokksins, þar sem þeir Ólafur Hannibalsson varaþingmaður og Jón Baldvin geta rætt málið í fjölskylduboð- Uppbobsmarkaður Augljóst er því að formaður Alþýðuflokksins lítur á niður- stööur kosninganna sem eitt allsherjar tækifæri til að efna til pólitísks uppboðsmarkabar á fiskveiðistefnunni. í síðustu rík- isstjórn voru ágreiningsmálin í rauninni sett í frystigeymslur tvíhöfðanefndarinnar og þegar sá deilumálapakki var tekinn út var hann beingaddaður. Hann hefur verið að þiðna síðan og ágreiningsmálin eru nú enn á ný komin á hreyfingu - tilbúin á uppbobsmarkab Jóns Baldvins. Greinilegt er að kratarnir og vestfirskir sjálstæðismenn sjá sér leik á borði um að gera bandalag gegn kvótaarminum í GARRI um. Enda skrifar Ólafur Hanni- balsson mikla hvatningargrein í Morgunblaðið í gær, þar sem samstarfi Sjálfstæðisflokks við Framsóknarflokk eöa Alþýðu- bandalag, sérstaklega þó Fram- sóknarflokk, er fundið allt til foráttu en dásamað hugsanlegt samstarf vib Alþýðuflokkinn. Ólafur umskiptingur? Þessi framganga Ólafs Hanni- balssonar til stubnings sam- starfi með litla bróður er athygl- isverð í ljósi þess að nánast sam- hljóba leiðari birtist í Moggan- ym líka. Ónotin út í Fram- ' ' • » • *■ > Húmorinn í bænum Heitavatnsgeymarnir á Öskjuhlíð voru endurnýjaðir fyrir nokkrum árum með ærnum tilkostnaði. Geymarnir sex tóku margfalt meira vatnsmagn en þeir úr sér gengnu sem fyrir voru. Endurnýj- un geymanna þótti hið mesta bruðl og kostaði jafnvel meira en hin arðgefandi Vestfjarðagöng sem breyta allri ásýnd íslenskra byggba. Glerhjálmur var reistur yfir geymana og inn í hann sett veitingahús sem reikningsglöggir menn halda ab þjóðinni að hafi kostaö 3.5 milljaröa króna. Hita- veitan hefur aldrei haft döngun í sér til að mótmæla reiknings- kúnstinni og skilja á milli kostn- aðar við veitingaabstöðu og hita- veitumannvirkja. Fyrrverandi borgarstjórn sem lét reisa Perluna vissi aldrei að hún var byggð yfir gríðarlega stóra vatnsgeyma til að tryggja borgarbúum og öörum íbúum Innnesja nægilegt heitt vatn í vetrarhörkum, en mikill misbrest- ur var orðinn á því þegar birgða- rýmið annaði ekki þörfinni. Leyndardómurinn undir Perlunni Þegar borgarbúar ruddu núver- andi meirihluta leiðina inn í Ráð- húsið var hann svo trúaður á eig- in áróður að hann hafði enga hugmynd um að heitavatns- geymar leyndust undir Perlunni. Þegar félagshyggjan komst loks ab því að holrúm var inni í veggj- um Perlunnar lagði hún saman tvo og tvo og fékk út sjö. Þar sem ekki hefur fundist samhengi milli Hitaveitu Reykjavíkur (og ná- grannabyggða) og Perlunar á Oskjuhlíð er sjálfsagt að nýta Perluna til gagnlegra hluta. Eru nú uppi rábagerðir um að innrétta firnastóran ráðstefnusal í einum geymanna og í öðrum snoturt gamanleikjahús á neðri hæb og spilavíti á hinni efri. Engum sögum fer af því hvort haft hafi verið samband við Hita- veituna um hvort geymslurými fyrir heitt vatn er svo yfirfljótandi að meiri nauðsyn sé á spilavítum Á víbavangi og viðbótarhúsnæbi fyrir fundar- höld en einhver hin þörfustu mannvirki í þágu íbúa Reykjavík- ur og nágrannabyggða. En hver veit nema borgarstjórn og Hitaveitan nái saman og það upplýsist hvab Perlan hefur að geyma áður en farið verður að kaupa rúllettur og innréttingar inn í heitavatnsgeymana á Öskju- hlíö. Plokka, plokka peninga Tillögusmiður borgarstjórnar- innar um spilavíti og ráðstefnu- hald í innvibum Hitaveitunar færir þau rök fyrir frumlegum hugdettum sínum að sá gífurlegi fjöldi ferðamenna sem leggur leið sína í Perluna skoði útsýnið fyrir sóknarflokkinn koma ekki á óvart. Það er þó óneitanlega hlálegt að sjá Ólaf Hannibals- son skjalla formann sinn Davíð Oddsson en augljóslega hefur Ólafur skipt um skoðun frá því fyrir noklaum misserum þegar Davíð var gjörsamlega óalandi og óferjandi vegna Ráðhúsmála og Hrafnsmála. Aðalatriðið í þeim uppboðs- markaöi um sjávarútvegsstefnu sem verib er að hrinda af stað með stjórnarmyndunarviðræb- um krata og íhalds, hefur hins vegar ekkert með andstöðu við Framsóknarflokkinn að gera, þótt bæði Vestfjarðaþingmenn og kratar séu að gefa slíkt í skyn. Kjarni málsins er að vestfirskir sjálfstæöismenn og Morgun- blaðið eru í krossferð gegn Þor- steinsarmi Sjálfstæðisflokksins og kratarnir ætla að nýta sér þau átök til að knýja fram breyting- ar á sjávarútvegsstefnunni. Samloðunarkraftarnir sem eru að verki vib stjórnarmyndunar- viðræður Sjálfstæöisflokksins og Alþýðuflokksins eru því nei- kvæðir og byggja á klofningi og ágreiningi, frekar en því að heil- steypt og uppbyggileg stefnu- mib dragi flokkana saman. Það sem heillar kratana er mögu- leikinn á að kljúfa sjálfstæðis- menn og það sem heillar sjálf- stæðismenn er smæð og veik- leiki krataflokks sem hægt er að snúa út og suður og láta gelta þegar honum er sigað. Forsend- ur samvinnunnar eru því ekki gæfulegri en þær forSendur sem einkennt hafa samstarfið síð- ustu misseri. Þar af leiðandi má líka búast viö að þessi stjóm verði skammlíf, nái hún að fæð- ast. Garri ekki neitt. Hann vill reka túrist- ana inn í spilavíti og rábstefnu fyrir að stíga fæti inn í mannvirk- ið. Með það í huga er sjálfsagt að innrétta þá fjóra geyma sem eftir veröa með tilliti til hvernig plokka eigi peninga af ferðamön- um. Hugmyndaríkum borgarfull- trúum verður ekki skotaskuld úr því að komast aö hverjar séu helstu tekjulindir í ferðamanna- bransa og innrétta geymana með tilliti til þess. Heimsmenn gætu leitt borgina í allan sannleika um hvaða fyrirtæki þrífast til dæmis best í námunda vib spilavíti og rábstefnusali. Útsýni frá Perlunni er líklega hiö tilkomumesta í nokkurri höf- uðborg nema ef til vill ef jafnað er við Sykurtoppinn í Ríó, sem raun- ar er ekki lengur höfuðborg. Fjöl- mennasti ferðamannastaður á ís- landi er því Perlan. Þar eru upp- lýsingar á mörgum tungumálum um að þar standi ferðalangar ofan á hitaveitugeymum. En sú vitn- eskja hefur ekki komist í Ráðhús- ið og ætti borgarstjórnin að fara í útsýnisferð í Perluna til að frétta af tilgangi mannvirkisins áöur en því verður breytt í eitthvaö allt annað en geymslu- og dreifingar- miðstöð fyrir milljónir tonna af sjóðheitu vatni. Þarna er mikils- verður hluti af langstærsta orku- veri landsins sem hvergi á sinn líka á öðrum stöðum í veröldinni. Þessu á að fara að breyta í lág- kúrulegt spilavíti og enn einn ráð- stefnusalinn sem heimurinn á miklu meira en nóg af. Maður getur sagt eins og Jón í Hlíö þegar róninn reyndi að slá hann um peninga: „Það vantar ekki húmorinn í þennan bæ." OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.