Tíminn - 25.05.1995, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 25. maí 1995
17
Gaui og Ölli voru eiginiega í megrun, en hver stenst kvenfélagskaffiö ÍMosó?
Hljómsveit Aubuns Valdimarssonar þandi nikkurnar, gestum til óblandinn-
ar ánægju.
<------
Einstaklega vel fór um gesti í tjaldinu. Frá vinstri: Rúnar Sigurpálsson formabur hestamannafélagsins Harbar,
Þröstur Karlsson forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, og jón Albert Sigurbjörnsson formabur HÍS.
Hann er aö
hlýna og hlána
Kvenfélag Mosfellsbæjar er
kraftmikil samtök með einstak-
lega myndarlegum einstakling-
um. Um síðustu helgi tjölduðu
þær við nýtt félagsheimili sitt
og auglýstu sitt fræga hlaðborð.
Dreif að fjölda manna af höfuð-
borgarsvæðinu og margir komu
ríðandi. Af því tilefni rifjaðist
upp vísa frægs hestamanns úr
Borgarfirði, sem lenti í yfirhaln-
ingu á versta stað á spítala. Þeg-
ar hann vaknaði og horfði niður
á sig allan reifaðan, með
hjúkkuskarann stumrandi yfir
sér, varð honum að orði:
Sjúkrahúsmeyjunum síst muti ég
gleyma,
mig svolítið langaði með þeim í
geim.
Þœr tjóðruðu Grána í túninu heima
Gubmundur á Reykjum og Birgir
Rafn voru sérstaklega ánægbir
meb braubterturnar.
til þess hann fær' ekki í blettinn hjá
þeim.
Allt fór þó vel og því orti þjáning-
arbróðir skáldsins:
Hann er að hlýna og hlána,
það hlakkar í mér og þér.
Úr túninu taka þœr Grána
og teym’ hann íblettinn hjá sér. ■
Sauðburbur hafinn
Þeir, sem á unga aldri skund-
uðu í sveitina sína snemma í
maí til þess að vera klárir í
sauðburðinn, fá alltaf fiðring
um sig, þegar lömbin birtast á
vorin. í þá daga þurfti að bólu-
setja hvert lamb gegn blóð-
kreppusótt og gátu því hlaup-
in um túnin orðið mjög
skemmtileg og svo þurfti nátt-
úrlega að skila hverju lambi til
réttrar móður. Sauðkindin
nam land á íslandi með vík-
ingunum og er hún ættuð úr
Færeyjum (Fjáreyjum). Hún
gekk sjálfala og hefur sjálfsagt
átt sinn þátt í fyrstu sveitarfé-
lagaskipan landsins vegna
samstarfs um smalamennsku,
auk þess sem sveitarfélögin
voru nokkurskonar trygginga-
félög. Á hinum köldu miðöld-
um hrundi búfé landsmanna
niður, en harka sauðkindar-
innar hélt lífinu í þjóðinni.
Þess vegna tók líf íslendinga
og talsmáti mið af þörfum
sauðkindarinnar, eins og segir
í Innansveitarkróníku Hall-
dórs Laxness.
Myndin er af stoltum sauð-
fjárbónda í Fjárborginni, Guð-
mundi Valda Einarssyni, sem
leggur sig sérstaklega eftir mis-
litu fé, „þaö er svo fallegt í
haganum". ■
Hjalti Pálsson og Katrín Briem voru mjög ánœgb meb veitingarnar.
Alþjóbaskrifstofa H.l. flytur
Alþjóbaskrifstofa Háskólans hefur nú fengib rúmgott húsnœbi ab Nes-
haga 16, og sameinast þá Upplýsingaskrifstofu um nám erlendis. Mikib
annríki er á skrífstofunni, en sjö manns starfa þar. Frá vinstri, sitjandi:
Björg Eysteinsdóttir, Þóra Magnúsdóttir framkvœmdastjóri, og Hanna
Birna Kristjánsdóttir. Standandi frá vinstri: Droplaug Jóhannsdóttir, Grím-
hildur Bragadóttir, Gunnhildur Manfrebsdóttir og Karítas Kvaran.