Tíminn - 01.06.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.06.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. júní 1995 7 Veitingahús hafa oröiö uppvís aö mikilli sölu á smygluöu áfengi og bruggi undanfariö. Afnám einkasölu greiöir leiö slíkra viöskipta til muna. Eftirlitsmaöur ÁTVR: Brugg og smygl finnst í mörgum veitingahúsum Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, segir ab ærin ástæba sé til ab gera úttekt á því hvab menn finna af áfengi hjá veit- ingahúsunum, þó ekki megi alhæfa um þau, því mörg eru vönd ab virbingu sinni. Hann segir ljóst ab í sumum þeirra fari fram sala sem fer framhjá ríkisfjárhirslunum, smyglab áfengi og brugg. Framundan er aukib frjálsræbi í innflutn- ingi og sölu áfengis. Þá verba vínflöskur ekki lengur merkt- ar ÁTVR og eftirlit meb smygli mun verba erfibara en nú er. „Fyrir liggja skýrslur því til stabfestingar ab veitingahús þar sem sjá má ab bjór og viskí hefur selst í eblilegu hlutfalli, hafa á þriggja til fjögurra mán- aba tímabili keypt kannski eina vodkaflösku," sagbi Höskuldur. Þann 1. ágúst mun einkasal- an hverfa úr höndum ÁTVR, gjaldtaka í tolli hefst 1. júlí. Höskuldur segir ab þetta bobi miklar breytingar hjá fyrirtæk- inu. Innkaup og heildsala hverfur þá frá ÁTVR til fjöl- margra umboösmanna og inn- flytjenda. Alexander Alexandersson er víneftirlitsmabur ÁTVR. Alex- ander hefur séb um aö hella nibur brugginu sem lögreglan hefur náb í og hefur eftirlit meö vínveitingastöbum ásamt eftirlitsmönnum fógetaemb- ætta. Alexander kom á veitinga- stab í Hafnarfiröi á mibviku- daginn var, ásamt eftirlits- manni frá fógeta, í reglubund- ib eftirlit. Þar fundu þeir mikiö magn af bruggi, sem veitinga- menn voru ab traktera fólk á. „Veitingamaöurinn játaöi brotiö frammi fyrir okkur báb- um og heldur því fram ab þarna hafi veriö einkasam- kvæmi. Hann viti hver komiö hafi meö þetta inn í sam- kvæmiö, en auövitaö er hann eftir sem áöur ábyrgur fyrir þessum ólöglegu veitingum," sagbi Alexander. Málið er til umfjöllunar hjá Guðmundi Sophussyni sýslumanni í Hafnarfirði, bróður fjármála- ráðherrans. Guðmundur sagði í gær að málið væri í rann- sókn. Þá segir Alexander að nýlega hafi víneftirlitsmenn heimsótt 9 veitingastaði á Akureyri sem leyfi hafa til að hafa vín á boð- stólum. „Á fimm eða sex stað- anna þurftum við að taka ómerkt vín, sem ekki hefur verið flutt inn eftir löglegum leiðum," sagði Alexander. Hann sagði að framundan væru erfiðir tímar við eftirlit, þegar vínflöskur verða ekki lengur merktar. Það muni greiða leiðina fyrir sölu á smygli. Akureyri: Flotkvíin heim um hvítasunnuna Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tímans á Akureyri: Flotkvíin, sem Akureyrarbær gerbi samninga um kaup á, er væntanleg til heimahafn- ar á Akureyri um hvítasunn- una. Kvíin var dregin af stab frá hafnarborginni Klaipeda í Litháen, þar sem smíbi hennar fór fram, á þribjudag í síöustu viku og áætlaö er aö ferbin til Akureyrar taki minnst 12 daga vib gób veb- urskilyrbi. Leið flotkvíarinnar liggur frá Klaipeda til Skagen í Dan- mörku, þaðan til Stavanger í Noregi, þá til Hjaltlandseyja, en síðasti viðkomustaður hennar verður í Færeyjum, þaöan sem siglt verður upp að austurströnd íslands og áfram norður fyrir landið til Akureyr- ar. Framkvæmdir við væntan- legt lægi flotkvíarinnar á Odd- eyrartanga ganga samkvæmt áætlun og er dælingu sands og útgreftri úr flotkvíarstæðinu að Ijúka. Alls hefur þurft að fjarlægja um 144 þúsund rúm- metra af jarðvegi og grafa nið- ur á um 13 metra dýpi. Með tilkomu flotkvíarinnar opnast möguleikar til að taka allt að fimm þúsund tonna skip með 7,6 metra djúpristu til við- gerða á Akureyri. ■ Umsögn um verölaunatillögu aö Engjaskóla: Svíþjóö-Ísland leika í dag í Evrópukeppni landsliöa: Byrjunarlið íslands Ásgeir Elíasson landslibsþjálf- ari hefur valiö þá ellefu leik- menn sem verba í byrjunarliöi íslands, en íslenska landsliöiö mætir Svíum í dag í Evrópu- keppni landsliba í knatt- spyrnu. Hefst leikurinn kl. 17 og veröur bein útsending í Ríkissjónvarpinu frá honum. íslenska liðið mun stilla upp kerfinu 4-5-1 í dag. Birkir Krist- insson stendur í markinu og bakveröir verða þeir Kristján Jónsson, hægra megin, og Rún- ar Kristinsson, vinstra megin. Miðverðir verða þeir Ólafur Ad- olfsson og Guöni Bergsson. Á hægri kanti verður Arnór Guð- johnsen og á vinstri kanti verð- ur Arnar Gunnlaugsson. Á miðj- unni verða þeir Hlynur Stefáns- son, Sigurður Jónsson og Þor- valdur Örlygsson og Eyjólfur Sverrisson verbur einn í fram- línunni. Varamenn em þeir Friðrik Friðriksson, Izudin Dabi Dervic, Sigursteinn Gíslason, Arnar Grétarsson, Haraldur Ingólfs- son, Bjarki Gunnlaugsson og Ólafur Þórbarson. Tveir þessara leikmanna munu ekki verma varamannabekkinn í kvöld, en þab verður tilkynnt í dag hverjir tveir detta út. Leyst á einfaldan og skýran hátt „Vibfangsefnib leyst á ein- faldan og skýran hátt, býöur upp á sveigjanleika varbandi innra fyrirkomulag og starfs- hætti, hvetjandi og gefur tækifæri til ab þróa fjölbreyti- legt innra starf." A þessa leið er umsögn dóm- nefndar sem setti tillögu arki- tektanna Baldurs Ó. Svavars- sonar, Jóns Þórs Þorvaldssonar og Ara Más Lúðvígssonar um þann fyrsta af þremur grunn- skólum, sem byggbir verba í Vífilfell hf.: Viburkenning fyrir gæbi Verksmibjan Vífilfell hefur hlotiö viöurkenningu fyrir gæbamál. í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir m.a. ab viburkenningin felist í glæsi- legri frammistöbu í gæbum frá upphafi vinnslu vörunnar þar til hún kemst í hendur neytandans og aö þetta sé stærsta viburkenning sem Coca-Cola verksmibja geti áunnib sér. Einnig segir að þessi sérstöku gullverðlaun, sem Vífilfelli hf. hefur hlotnast, færi ekki aðeins starfsfólki þess heiður og ánægju, heldur beini þau einnig athygli erlendra þjóöa að land- inu og skapi þannig íslenskum iðnaöi aukna möguleika til út- flutnings. . TÞ Borgarholtshverfi, í fyrsta sæti í samkeppni sem fram fór á veg- um Reykjavíkurborgar. í öðru sæti varð tillaga arkitektanna Árna Kjartanssonar, Sigurbjörns Kjartanssonar, Jóhannesar Þóröarsonar, Sigurbar Halldórs- sonar og Hans-Olofs Andersen, en í því þribja tillaga arkitekt- anna Siguröar Gústafssonar og Páls Björgvinssonar. Alls bámst 54 tillögur í keppnina, sem fram fór í tveim- ur lotum og lauk með því aö þrjár tillögur voru valdar úr öll- um þeim sem bárust, og þeim síðan raöað í 1., 2. og 3. sæti. Verðlaunafé aö upphæb 6.6 millj. króna skiptist jafnt á milli höfunda verðlaunatillagnanna Þnggl'a- Verður nú gengib til samn- inga við höfunda tillögunnar í 1. sæti um áframhaldandi hönnun Engjaskóla, en dóm- nefnd keppninnar mæli jafn- framt með því ab höfundar til- lagna í 2. og 3. sæti verði fengn- ir til ab hanna skóla þá sem byggðir verða í Borga- og Víkur- hverfi. Forsendur þessarar viðamiklu samkeppni taka sérstaklega meö nýjum sjónarmiðum í skólamálum þar sem m.a. er gert ráb fyrir ab skólar veröi ein- setnir og börn verji þar lengri tíma en verið hefur. Sérstök áhersla var lögb á hagkvæmni fyrirhugaöra fram- kvæmda, án þess ab slakað væri á kröfum um fagleg markmib, sveigjanleika og tæknilegar lausnir. í því skyni var ákvebið kostnaöarþak, en þab er 500 milljónir króna. Dómnefnd skipubu: Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi sem var formaður, Steinunn Ár- mannsdóttir skólastjóri og Vikt- or A. Gublaugsson, forstöbu- maður Skólaskrifstofu Reykja- víkur. Þau þrjú voru tilnefnd af borgarráöi, en Arkitektafélag ís- lands tilnefndi tvo fulltrúa í dómnefndina, arkitektana Guðmund Kr. Gubmundsson og Jakob Líndal. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.