Tíminn - 24.06.1995, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.06.1995, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 24. júní 1995 Haavrðinaaþáttur I Hafharfirði var samin sátt, nú sest hann Jóhann í stól þann brátt þars eflaust skortir hann afl og mátt áfram að vefa sinn fyrri þátt. Vísu þessa orti ÓÞ í tilefni blaðafréttar um að Jóhann Bergþórsson yrði forstjóri Aðalverktaka. En þótt vísan sé oröin nokkuð gömul, heldur Jóhann áfram að vefa hafn- firskan örlagavef og sér hvergi fyrir endann á þeim hann- yrðum. ÓÞ dró fleiri pólitískar vísur upp úr pússi sínu og sendi þættinum. Eru þær ortar af ýmsu tilefni og fara hér á eftir nokkrar, sem tengjast síðustu kosningum og stjórnarmynd- un. Af pólitískum fréttum og prófkjörum í þorrabyrjun 1995. Fyrir austan var rót nokkurt hjá alþýöubandalagsmönn- um. Á Austurlandi er órói og andskotagangur í mannfólki. Þeir hafa það móti Hjörleifi að hann hafi verið þar ofiengi. Á Norðurlandi vestra var barist hart. Á Norðurlandi var hopp og hí og haldið að Stefán sé fyrir bí. A Höllustöðum er dirrindí og dæmist því rétt að kyngja því. Og í Reykjaneskjördæmi: Þegar Rannveig var orðin í efsta sceti varð ofsakæti og vitfirring. Þar brutust út þessi böivuð læti, en bara að hún komist á þing. Stjórnarmyndun Ilia var Jónsa ýtt úr leið, enda hafður að spotti. Hinumegin við hornið beið Halldór úr Framsókn — og giotti. Huggunarorð til alþýöubandalagsmanna: Þó í hópinn höggvist skörð, sem hlýst afnokkur bagi, skiptir kannski minna um Mörð og menn afslíku tagi. í kosningum í Reykjaneskjördæmi var Ólafur ráðherra strikaður út allhressilega. í viötali kvað hann það sig einu gilda. Ólafur sínar geiflar granir oggerir ei neitt með fólksins vilja. A öðru þúsundi útstrikana er honum varia fært að skilja. Og úr kosningabaráttunni: Ógn er dauft hjá íhaldi, óvœnt skrefað miðjunni. Heyrist ekki í Hólmsteini. Hvað er nú á ferðinni? Villi sá, er flutti frumvarp á Alþingi um að flýta klukk- unni, svo landsmönnum yrði auðveldara að grilla sitt kjöt, var kaffærður af Þorsteini stjörnufræðingi. Fáum sögum fer nú af Villa, þó fréttum við afhonum afog til. Varla getur hann verið að grilia með vitlausa klukku í sorta og byl? í þættinum 10. júní skrapp ljóðlína á milli vísna og var tvítekin, en síðasta lína í síðari vísu lenti í glatkistunni. Vís- an, sem brenglaðist, er eftir Aðalstein Sigurðsson og á að vera rétt svona: Ég veit ei hvort hún vinnur tjón, en vænti góðs afhinu, að í henni er enginn Jón, sem ógnar sjálfstæðinu. Til að halda kurteisisreglum í heiðri er beðist afsökunar. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Bólur á andliti eru mörgum ungmennum áhyggjuefni, enda eru þær lýti á útliti þegar vöxtur þeirra er mikill. Bólurn- ar og roðinn, sem þeim fylgir, myndast oftast á gelgjuskeiðinu og gengur misjafnlega vel að losna við þær. Sumir bera örin eftir æskubólurnar ævilangt. Að öllu jöfnu munu svona bólur á andliti ekki vera hættu- legar, en þeim geta fylgt sálræn vandamál. Nú á dögum sýnist vera minna um andlitsbóíur á unglíngum en áður fyrr, sem stafar að öllum líkindum af því að leitað er læknis, þegar þær fara að gera vart við sig, og ein- hver ráb munu vera til að minnka bólurnar eða koma í veg fyrir að þær steypist út um allt, þegar þeirra verður vart. Heiðar Jónsson var spurður hvað hann ráðlegbi við þessum leiða kvilla. Svar: Það er rétt að það þjást margir unglingar af andlitsból- um, en hægt er aö gera ýmislegt til ab draga úr þeim. Þegar þeirra verður vart, ráðlegg ég öllum sem til mín leita að fyrsta skrefið sé heimsókn til húb- læknis, sem ákveður hvort við- komandi þarf læknismeðferð eða hvort hægt sé að fara á snyrtistofu til meðferðar þar. Heiðar Jónsson, snyrtir' svarar \\á&) spumingum lesenda Hvernig á ég ab vera? í nokkrum tilfellum dugir kannski aö fara á snyrtistofu, því þar er hægt að uppiýsa hvort viðkomandi þarf að gangast undir læknismeðferð eba hvort hægt sé að lækna bólurnar með smyrslum og öðrum þeim rábum sem þar eru notuð til að bæta og fegra húð- ina. Framfarir Miklar framfarir hafa oröið á þessum sviðum og nú er hægt að notast vib þær margumtöi- Einar Már í Tímariti MM Tímarit Máls og menningar, 2. hefti 1995, er komib út. Heftiö er að stórum hluta helgað skáld- skap Einars Más Guðmundsson- ar, en hann hlaut eins og kunn- ugt er Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráös fyrr á þessu ári. Birt er þakkarræða' Einars Más við afhendingu verðiaunanna, viðtal Silju Abalsteinsdóttur viö Einar Má, sem er ítarlegasta við- tal sem tekið hefur verib viö hann, og loks er vandabur rit- dómur Páls Valssonar um verð- launabókina, Engla alheimsins. Að vanda frumbirtir TMM skáldskap eftir þekkt og óþekkt skáld á ýmsum aldri: ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, Geröi Kristnýju, Þórodd Bjarnason, Kristján Þórö Hrafnsson, Guð- jón Sveinsson og Andra Snæ Magnason og sögur eftir Thor Vilhjálmsson, Stefaníu Þor- grímsdóttur og þýska íslands- vininn Wolfgang Schiffer. Auk þess stutt útvarpsleikrit eftir austurríska rithöfundinn Peter Handkt. Meðal greina í nýjasta TMM má nefna „Söngvari lífsfagnað- arins, hugleiðing um skáldskap Davíös Stefánssonar á aldaraf- mæli hans", eftir Svein Skorra Einar Már Gubmundsson. Höskuldsson prófessor, og tvær greinar um myndlist: Ólafur Gíslason listfræðingur ritar grein um verk Errós og Haraldur TIMARIT Jónsson myndlistarmaður veltir fyrir sér spurningunni um það hvernig myndlistarmenn hafa reynt ab fanga mannssálina í verkum sínum í aldanna rás. Tímarit Máls og menningar, 2. hefti 1995, er 120 bls. TMM kemur út fjórum sinnum á ári og kostar ársáskrift 3300 kr. Rit- stjóri er Friðrik Rafnsson. ■ uðu ávaxtasýrur AHA, alfa hy- droxid acid, sem eiga að vera sykurreyr- eða glycolicsýrur. Þetta er orðin bylting í snyrti- vöruheiminum. Þessi nýju efni vinna á aldri og fleiru og líka á bóluhúð. Ef unglingar eru ekki með miklar bólur, geta þeir farið í snyrtivörubúð eða apótek og keypt sér meðferð snyrtivara með ávaxtasýrum. Ef vandamálið er verra, er hægt að fara í þyngri mebferð með þessu á snyrtistofu. Ef vandamálið er mjög stórt, þá eru húblæknar með þessa meö- ferð og þeir ráöa yfir hærri pró- sentum en eru í þeim efnum sem seld eru á almennum markabi. Fyrst Ijót húb og svo falleg Efnin í þessum nýju snyrti- vörum, eba formúlum, byrja á því að þynna húðina og veikja hana og allt kemur fram og út. Ef þab eru óhreinindi, verður húðin náttúrlega skelfileg eftir byrjunarnotkun. Og þar sem húðin er þunn þarf fólk að passa sig á sól og öðrum utan- aðkomandi áhrifum. Síðan fer húöin að þéttast og lagast, en meðferðin tekur frá tveimur og upp í fjóra mánuði. Húbin hressist og fer að vinna betur sjálf. Þab, sem gleymist oft að segja fólki sem fer í svona meðferö — en nú eru mjög margir farnir að nota snyrtivörur með ávaxta- sýrum — er að þegar því eru seldar snyrtivörurnar eða þaö fer í meðferð, að segja því að verja sig miklu betur. í meðferðinni verður að verja húðina fyrir sól, fyrir ryki og fyrir roki. Jafnvel fyrir tölvu- skermunum, sem setiö er fram- an við. Húðin þynnist, eins og fyrr er sagt, og þaö verður alltaf að hafa í huga, en svona snyrtivör- ur eru auglýstar sem aldursfyrir- bygging og yngjandi fyrir útlit- ið. Oft gleymist líka að segja frá því að þetta er alveg eins með- ferð fyrir þá sem hafa óhreina húð, bólótta húð, opna húö og örótta húð eftir bólur. Ávaxtasýruvörurnar eru fyrir nánast allt. Ég segi fyrir mig að ég hef þurra húð og er kominn á aldur og meðhöndla því mína húb meb þessu. Fólk er nokkurn veginn ör- uggt ab fá fullnægjandi upplýs- ingar um notkun nýju snyrti- varanna í snyrtivöruverslunum og snyrtistofum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.