Tíminn - 28.06.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.06.1995, Blaðsíða 4
4 WÍWÍMVl Mi&vikudagur 28. júní 1995 itelim STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Hvar eru vandamálin? Fasteignasalar hafa meira vit á húsnæðismálum en annað fólk. Til þeirra leita allir fjölmiðlar til að fá fréttir af íbúðamarkaði og hve mikið fjörið er í kaup- um og sölu á atvinnuhúsnæði. Forstöðumenn bygg- ingafyrirtækja eru einnig vel marktækir til að gefa áreiðanlegar upplýsingar um hvers vegna mikil þörf er ávallt á nýbyggingum. Sérfræðingar félagsmála- ráðuneytis og Húsnæðisstofnunar ríkisins eru einnig með á þessum nótum. Nokkrar eru samt þær spurningar sem enginn þess- ara aðila reynir að svara, og eru kannski aldrei spurð- ir. Ein er sú hvers vegna er sífellt verið að skipuleggja heilu hverfin fyrir atvinnustarfsemi og byggja at- vinnuhúsnæði á sama tíma og mikið offramboð er á því á markaði. Svipað gildir um íbúðarhúsnæði. Nýjustu fréttir frá þeim vígstöðvum eru að verið sé að hækka og lengja húsbréfalánin til að auðvelda fólki kaupin. Samtímis er verið að gera ráðstafanir til að greiða úr gífurlegum fjárhagsvanda, sem lántakendur fyrri ára eru flæktir í. Talsmenn fasteignasala lýsa yfir mikilli ánægju með nýju aðgerðirnar, sem stuðla eiga að aukirtni^ sölu fasteigna, og byggingafélög gera áætlanir sem* aldrei fyrr. Að hinu leytinu fást engar upplýsingar um hve mik- ið af íbúðarhúsnæði er til sölu. Það er samt vitað mál að mikill fjöldi íbúða af öllum stærðum og gerðum er á söluskrám. Margir eru þeir sem ekki losna við eign- ir sínar, og sögur ganga um hús og íbúðir sem verið hafa til sölu árum saman án þess aö kaupendur gefi sig fram. Bersýnilegt er að offramboð er á íbúðamarkaði og gildir hið sama um flest eða öll byggðarlög landsins. Samt er furðuhljótt um þessa erfiðu stöðu og lítið um það rætt hvernig á henni stendur. Leiða má getum að því að verðlagið sé of hátt, eöa hitt að alltof mikið af húsnæði sé til í landinu miðað við þörfina. Forystumenn fasteignasala minnast lítið á þessa hlið markaðarins, en tala í síbylju um hvort salan er að glæðast eða minnka og er greinilegt að þeir miða allt við eigin bransa og afkomu, sem ekki er óeðlilegt. Byggingafélög gera hið sama. Þau þurfa lóðaúthlut- anir og opinber lán til að viðhalda sjálfum sér, og bera við að ávallt sé mikil þörf á nýju húsnæði. Hiö opinbera tekur þátt í leiknum með því að veita hærri lán til nýbygginga en til kaupa á íbúðum, sem reist- ar voru fyrir nokkrum árum og eiga að standa í ár- hundruð, ef marka má það sem byggingameistarar segja um gæði þeirra. Of stór hús og of dýrar íbúðir og offramboð á þessu öllu saman eru vandamál sem reynt er að horfa framhjá af flestum eða öllum þeim aðilum sem með húsnæðismál fara. Fleiri byggingar, hærri lán og til lengri tíma og greiðsluerfiðleikalán og áfallaráðgjöf eru ávallt sömu úrræðin í húsnæðismálum. Um raunverulega þörf á íbúðum og öðru húsnæði er sjaldan minnst. Það er tími til köminn að farið veröi að skoða öll þessi mál í samhengi og athuga hvar hagsmunirnir liggja og hvers vegna er verið að byggja einhver ósköp á sama tíma og offramboð er á húsnæði. Það er ekki einleikið hve óleysanleg húsnæðisvanda- málin eru ávallt. Grunsamleg kyrrb Grunsamlega kyrrt hefur verib í Alþýbubandalaginu upp á síb- kastib, svo kyrrt ab þögnin í flokknum er beinlínis orbin æp- andi. Alþýbubandalagib er þekkt fyrir flest annab en róleg- heit í flokksstarfinu og stjórn- málaskýrendur, sem Garri treystir, telja þessa miklu yfir- borbsþögn tvímælalaust merki um ab stórstyrjöld sé í absigi. Sem kunnugt er fer fram um þessar mundir formannsslagur milli Margrétar Frímannsdóttur og Steingríms J. Sigfússonar, en um svo mikinn kafbátahernab er ab ræba ab hans veröur ekki vart á yfirboröinu. Kunnugir segja ab Margrét hafi byr, en Steingrímur eigi á brattann ab sækja. Abrir forustumenn hafa ekki viljab blanda sér meö áber- andi hætti í slaginn. Ólafur Ragnar einbeitir sér aö því aö vera leiösögumaöur fyrir víet- namska bisnessmenn á meöan hann sleikir sárin eftir þaö áfall ab komast ekki í stjórn meb íhaldinu. Svavar Gestsson, kenndur vib hinn kínverska „Deng", gengur hins vegar um Elliöaárdalinn meb Hafnar- gönguhópnum í tilefni sumar- sólstabna og hefur aldrei verib heimspekilegri í framan. Tvenns konar slagur Þessir tveir forustumenn tak- ast þó ekki síbur á um forustuna en formannskandídatarnir, og bábir vilja þeir verba hinir hug- myndafræbilegu leiötogar sem hafnir eru yfir innanflokks dæg- urþras eins og formennsku og Márgrét. Steingrímur. varaformennsku. Þaö eru því í raun í gangi tvenns konar for- ustuátök í flokknum, þó þessi átök tengist mikið innbyrðis. Auk formannsslags Margrétar og Steingríms eru það leiðtoga- átökin milli Svavars og Ólafs. GARRI En til vara vilja þeir þó bábir — Ólafur og Svavar — halda opnum möguleikanum á aö verða formenn ef tækifæri gæf- ist til síöar. Þess vegna hefur hvorugur þeirra tekiö opinbera afstöðu meö ö&rum hvorum frambjóbandanum, enda erfitt að átta sig á styrkleikahlutföll- um fyrr en deilan kemur úr kafi. Því lengur sem kafbátahern- aöurinn geisar og því lengra sem líður fram á sumarið, því brýnna verður þaö fyrir abra forustumenn ab fá slaginn upp úr undirdjúpunum til þess aö geta skipað sér í fylkingar meb opinberari hætti en verið hefur. Djúpsprengjur falla Þannig á það eftir aö skipta miklu máli hvort þeirra Skalla- gríms eöa Margrétar verbur taliö sigurstranglegra þegar hinn op- inberi slagur hefst. Sannleikur- inn er nefnilega sá, aö það eru ekki einvörðungu stjórnmála- áhugamenn úti í bæ sem velta fyrir sér hvab þessi mikla for- mannsþögn merki. Innvígöir al- þýðubandalagsmenn velta þessu ekki síður fyrir sér, og for- mannsefnin sjálf og stuðnings- menn þeirra vita ekki hvab hinn hefur verið að gera og velta því þess vegna fyrir sér hver staba þeirra sé í raun og veru. Þessi óvissa er erfiö í pólit- íkinni, eins og Allaballar vita manna best eftir ab hafa árum saman sungib úr Sóleyjarkvæði um pólitíska andstæðinga sína: „óvissan kvelur Tóra Þóra, erum vib þrjátíuogtveir? Þeir ruglast í sinni eigin tölu alltaf meir og meir." Svíar hafa langa reynslu af því aö fást vib óvissu vegna kafbáta- hernabar, en árum og áratugum saman hefur herinn varpað djúpsprengjum í sænska skerja- garðinum vegna gruns um aö þar lægju kafbátar í leyni. Svip-- aö á eftir að gerast fljótlega í Al- þýöubandalaginu líka. Pólitísk- ar djúpsprengjur fara ab falla hvaö úr hverju til ab rjúfa hina æpandi þögn og fá skýrari línur í formannsslaginn annars vegar og leibtogaslaginn milli þeirra Svavars og Ólafs Ragnars hins vegar. Kyrrðin, sem mönnum finnst nú svo grunsamleg í Al- þýðubandalaginu, verbskuldar þess vegna allar þessar grun- semdir, þetta er lognið á undan storminum. Garri Verkföll margborga sig Sú skobun að verkföll borgi sig ekki á greiða leið inn í alla fjöl- mibla. Enn og aftur er sú tugga endurjöplub aö allir tapi á verk- föllum og ab launþegalýðurinn verði ab finna abrar leibir til að bæta kjör sín. Reiknaö er út og suöur og norður og niður til að sýna fram á að það séu fyrst og fremst þeir sem verkföllin gera sem mestu tapa. Samt þarf miklu einfaldara dæmi til að sýna aö verkföll og jafnvel verkfallshótanir marg- borga sig. Þeir sem fyrstir semja, eins og verkalýðurinn í ASÍ og önnur fórnarlömb þjóðarsáttar og bullukolla vaxtaxtamálastefn- unnar, eru þeir sem tapa. Samn- ingarnir í febrúar síðast liðnum eru ömurlegir láglaunasamn- ingar. Því var logið aö þeir væru fyrirmynd annarra kjarasamn- inga sem síðar yrðu samþykktir. Eins og venjulega lá verkalýð- urinn kylliflatur fyrir skjaliinu um að hann væri brjóstvörn launafólksins og ryddi brautina til bættra lífskjara. Sjóðagreif- arnir í forystunni settu upp gáfumannasvipinn og ræddu um vexti og jöfnuð. Vopnin bíta Þegar leið að vori fóru þeir sem betri hafa launin og trygg- ari afkomu ab fara ab láta á sér kræla. Verkföll og verkfallshót- anir báru góðan ávöxt. Og dansinn kringum kjara- bótakálfinn heldur áfram og þeir sem bestar hafa tekjurnar og fríðindin fara í hvert verkfall- ib af öbru og sýna með ákveðn- inni ab lengi má kjörin bæta. Sum launþegafélög þurfa ekki einu sinni ab tefja sig á verkföll- um, hótunin ein dugir til að bera helmingi meira úr býtum en þjóðarsáttarvesalingarnir. Þeim mun hærri sem tekjurnar og fríðindin betri voru fyrir því betur gengur að bæta kjörin enn meira. Ein verkfallshetjan gumaði af því ab hafa náð fram göfugri jafnlaunasamningum en nokk- ur annar. En viðmiðunin er heldur óljós. Til hvers var verið Á víbavangi að jafna? Ab minnsta kosti ekki til þeirra sem samið var fyrir í febrúar. Nú er líka skolliö á verkfall þeirra sem telja að launamis- munurinn á þeirra vinnustöð- um sé óþolandi lítill. Yfirmenn á kaupskipum geta engan veg- inn sætt sig við hve laun undir- mannanna eru nærri þeirra eig- in. Þeirra réttlætismál er að auka launabiliö og þab mega yfir- menn á kaupskipum eiga að þeir em ekki aö fela skobun sína og ætlan. Færi betur ab fleiri kjaraþras- arar væru svo heiðarlegir. Lofsvert sibleysi Það sýnir sig á þessu vori aö verkföll borga sig og þau marg- borga sig. Það sýnir sig að ekkert vit er í öðru en að segja upp samningum og hóta vinnu- stöðvun og standa við hana til að ná fram kjarabótum. Það þarf ekki einu sinni bola- brögð af hálfu ríkistjórnar til að leysa málin, eins og svo oft áð- ur. Má nefna siðlausa gjörninga eins og þá ab veita tilteknum stéttum skattaívilnanir eða nið- urgreidda vexti og sitthvað af því taginu. Var þetta kallað að liðka fyrir samningum og þótti stundum lofsvert. Nú þarf engar svona ráðstaf- anir til að verkfallsmenn nái sínu fram. Þegar forysta laun- þega beitir hörku og ákvebni eru vinnuveitendur, opinberir sem í einkageira, reibubúnir að koma verulega til móts við kröf- ur sem fram eru settar. Kjarabaráttan á þessu vori hlýtur að koma vitinu fyrir þá sem gleypa við þeirri höfuðlygi aö verkföll borgi sig ekki. Stað- reyndin er allt önnur eins og hvert dæmið af öbru sýnir. Eitt af því sem japlað er á er að það fari illa með álit innlendra samkeppnisfyrirtækja erlendis ab uppi séu vinnudeilur og verkföll. Er sífellt verið að minna á þab í fjölmiðlum ab markaðir glatist og viðskiptavild tapist og að íslendingar verði settir á bekk með vanþróubum þjóbum sem sé í engu treyst- andi til ab eiga samneyti vib. En sömu menn sem svona tala semja helst ekki nema undir hótunum og í verkfalli og þá upp á miklu betri býti fyrir vib- semjendur sína en þegar verib er ab skammta þeim stilltu og hógværu skít úr hnefa. Þaö er þjóðarsáttin. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.