Tíminn - 28.06.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.06.1995, Blaðsíða 11
Mibvikudagur 28. júní 1995 11 Sumartónleikar í Skál- holtskirkju 20 ára ■>.. ■ Nokkrir aöstandendur Sumartónleikanna í ár fyrir framan Skálholtskirkju. Laugardaginn 1. júlí næstkom- andi mun hefjast í Skálholti 20 ára afmælishátíf) Sumartónleik- anna í Skálholtskirkju. Bobib veröur upp á tónleika fimm helg- ar í júlí- og ágústmánubi og verb- ur tónleikadagskráin sérlega glæsileg í tilefni afmælisins, en eins og ábur verbur ókeypis ab- gangur ab öllum tónleikunum. Frumflutt verba verk eftir þrjú ís- lensk tónskáld og munu verk barokkmeistaranna hljóma á upprunaleg hljóbfæri. Enska tón- skáldib Henry Purcell hlýtur og veglegan sess á efnisskrá sumars- ins, en nú í ár er minnst 300 ára ártíbar hans. 20 ár em iiöin síöan Helga Ing- ólfsdóttir semballeikari og Manu- ela Wiesler flautuleikari hófu leik sinn í Skálholtskirkju og hafa Sum- artónleikarnir vaxið og dafnað æ síðan. Fjölmargir hljóöfæraleikar- Leiðtogar helstu iönveldanna sjö (Bandaríkjanna, Japans, Þýska- lands, Bretlands, Frakklands, ítal- íu, Kanada) áttu með sér fund í Halifax 16.-18. júní 1995, sem for- seti Rússlands, Boris Jeltsín, sat einnig. Frá fundi þeirra sagði Inter- national Herald Tríbune, 19. júní, svo: „Á föstudaginn ræddu leiðtog- arnir alþjóðleg efnahagsmál í nokkrar klukkustundir. Og þótt þeir muni hafa fjallað um hættu á nokkrum atvinnulegum afturkipp í Bandaríkjunum og á banka- kreppu í Japan, var rétt vikið að slíkum vandamálum í fréttatil- kynningu fundarins ... Önnur ábending um, að áhrifavaldi þeirra séu takmörk sett, var umfjöllun fundarins um þaö viðkvæma mál, sem er veikleiki dollars gagnvart japönsku jeni og þýsku marki. Flestir leiðtoganna litu svo á, að þeir gætu lítiö annað að gert en aö ar, íslenskir og erlendir, hafa komiö í Skálhoit síðan þá, til að leika nýja íslenska tónlist og barokktónlist. Frumflutningar á íslenskum tón- verkum í Skálholtskirkju nálgast nú fimmta tuginn og Bachsveitin í Skálholti, sem stofnuö var til að flytja barokktónlist á upprunaleg- an máta, á hljóðfæri þess tíma, heldur nú upp á tíunda starfsár sitt. Átta erlendir gestir sækja Skál- holt heim í sumar: franski semball- eikarinn Francoise Lengellé, norski organistinn Ann Toril Lindstad, hollenski fiðlusnillingurinn Jaap Schröder og félagar í gömbusveit- inni Phantasm undir stjórn Laur- ence Dreyfus gömbuleikara. Mun Jaap Schröder, auk þess aö leiða Bachsveitina í Skálholti fjórðu tón- leikahelgina, einnig leiðbeina á sér- stöku námskeiði í barokkfiðluleik 24.-26. júlí. Staðartónskáld sumars- ins verða þrjú, þeir Jón Nordal, Þor- VIÐSKIPTI fylgja fr’am hyggilegri stefnu í efna- hagsmálum heima fyrir." „Hinn nýkjörni forseti Frakk- lands, Jacques Chirac, sagði í einni hinna snörpu ræða sinna, sem ein- kenndu þessa fyrstu þrákelknislegu hljóðkvaðningu hans á alþjóðleg- um vettvangi, að brask með gjald- eyri „væri eyðni heimsbúskapar- ins." — Major játti hvað berustum orðum, að ríkisstjómir iðnveld- anna sjö mættu sín tiltölulega lítils í gjaldeyrismálum: „Þótt gjaldeyris- varasjóðir allra iðnveldanna sjö væru saman lagðir, næmu þeir ein- ungis Iitlum hluta af daglegri um- setningu á markaðnum í New York. Eg segi samt ekki aö ekkert verði að- hafst, en þab yrðu jaðar-athafnir." „Clinton tókst að telja hina leið- togana á tillögu um uppsetningu steinn Hauksson og Atli Heimir Sveinsson, og verða frumflutt eftir þá verk fyrstu þrjár tónleikahelgar sumarsins. Dagskrá 20 ára afmælishátíðar Sumartónleikanna verður annars sem hér segir: Laugardaginn 1. júlí kl. 14. Setning tónlistarhátíöarinn- ar með konsertum fyrir 3 og 4 sem- bala eftirJ.S. Bach í flutningi Bach- sveitarinnar í Skálholti. Herra Ólaf- ur Skúlason biskup flytur ávarp og sr. Guðmundur Óli Ólafsson stað- arprestur flytur ræðu. Kl. 15 sama dag verða sembaltónleikar þar sem franski semballeikarinn Francoise Lengellé leikur verk eftir Couperin- fjölskylduna. Kl. 17 hljóma kórverk eftir Jón Nordal, m.a. verður frum- flutt eftir hann Requiem. Flytjend- ur verða sönghópurinn Hljómeyki undir stjórn Bemharðs Wilkinson- ar. Sunnudaginn 2. júlí kl. 15 verða kórverk Jóns Nordals endurflutt og viðlagasjóðs, sem alls næmi um 54 milljöröum dollara og Alþjóðlegi gjaldeyrissjóöurinn gæti gripiö til, þegar aftur kæmi til alþjóðlegrar peningakreppu sem mexíkönsku gjaldmiðils-kreppunnar... Clinton kann sjálfum að reynast erfitt að fá þjóðþingið, sem Repúblíkanar hafa nú meirihluta á, til að veita fé til viðlagasjóðsins, jafnvel þótt utan fjárlaga falli. En líklegt virðist nú að sjóðir Alþjóðlega gjaldeyris- sjóðsins verði auknir..." „Einnig gekk fundurinn frá áætl- un um breytingar á nokkrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna, sem eiga 50 ára afmæli á þessu ári, ... svo sem niðurlögn Ráöstefnu Sameinuöu þjóðanna um vibskipti og framfarir, en sú stofnun þykir nú ónauösynleg, jafnvel í sumum þróunarlöndum, vegna uppsetn- ingar Alþjóðlegu viðskiptastofnun- arinnar. ■ við messu kl. 17 verða fluttir þættir úr tónverkum helgarinnar. Laugardaginn 8. júlí kl. 14 flytur Bjarki Sveinbjörnsson erindi um tónsköpun Þorsteins Haukssonar. Kl. 15 flytur Bachsveitin í Skálholti ýmis kammerverk eftir Henry Purc- ell í tilefni 300 ára ártíðar hans. Kl. 17 verður svo frumflutningur óra- tóríunnar Psychomachia fyrir sópr- an, kór og strengjasveit eftir Þor- stein Hauksson. Flytjendur eru m.a. sönghópurinn Hljómeyki undir stjórn Árna Harbarsonar. Sunnudaginn 9. júlí kl. 15 verður endurtekin óratórían Psychomac- hia og kl. 17 verður messa meb þáttum úr tónverkum helgarinnar. Laugardaginn 15.júlí kl. 14 flytur Greta Guðnadóttir erindi með tón- dæmum um íslensk fiðluverk og kl. 15 leikur norski orgelleikarinn Ann Toril Lindstad orgelverk eftir J.S. Bach. Kl. 17 hljómar trúarleg tón- list eftir Atla Heimi Sveinsson, m.a. frumflutningur verks fyrir tvo sem- bala og tvö orgel. Sunnudaginn 16. júlí kl. 15 verður endurflutt efnis- skrá Atla Heimis Sveinssonar og kl. 17 verður messa með þáttum úr tónverkum helgarinnar. Helgina 23.-24. júlí verður Skál- holtsnátíð haldin. Laugardaginn 29. júlí kl. 14 flytur Svava Bernharðsdóttir erindi um fiðlu- og lágfiöluleik á íslandi og kl. 15 flytur Bachsveitin í Skálholti ásamt Rannveigu Sif Sigurðardótt- ur sópran, trúarleg verk eftir Henry Purcell undir stjórn hins fræga bar- okktúlkanda og fiðluleikara, Jaaps Schröder. Kl. 17 flytur Bachsveitin í Skálholti undir stjórn Jaaps Schröder, kammerverk eftir Hándel og Telemann. Sunnudaginn 30. júlí kl. 15 mun Bachsveitin og Jaap Schröder flytja úrval úr efnisskrám laugardagsins og kl. 17 verður messa með flutningi söngverka eft- ir Purcell. Laugardaginn 5. ágúst kl. 14 flytur Anna M. Magnúsdóttir erindi í minningu 300 ára ártíðar Henrys Purcell. Kl. 15 mun gömbusveitin Phantasm ásamt Sverri Guðjóns- syni kontratenór flytja fantasíur, In nomine og söngverk eftir William Byrd. Sunnudaginn 6. ágúst kl. 15 mun gömbusveitin Phantasm unc'- ir stjórn Laurence Dreyfus flytja úr- val úr efnisskrám laugardagsins og kl. 17 verður messa með þáttum úr tónverkum helgarinnar. Boðið veröur upp á barnagæslu meðan á tónleikunum stendur og áætlunarferðir veröa frá Umferöar- miöstööinni í Reykjavík kl. 11.30 tónleikadagana og til baka kl. 18 frá Skálholti. Brask meb gjaldeyri er eybni heimsbúskaparins Hanan Ashrawi. Palestínsk forystukona This Side of Peace: A Personal Acco- unt, eftir Hanan Ashrawi. Simon & Schuster, 318 bls., $ 25. í ritdómi í Guardian Weekly 28. maí 1995 sagöi: „Ashrawi fæddist í þann mund sem ísra- elsríki var stofnab, á þeim tímamótum í palestínskri samtíö. Var hún yngst fimm dætra læknis, Davids Mikhail, kristins manns, og eiginkonu hans, þróttmikillar líbanskrar konu, Wadia. ... Eftir að ísrael yfirtók vesturbakkann 1967, gekk hún án hiks til virkrar andspyrnu. Ashrawi var á Am- eríska háskólanum í Beirut aö búa sig undir meistaragráöu, þegar Sex daga stríðiö var háð. Atti hún þá ekki kost á að snúa aftur heim, en hlaut styrk til doktorsnáms viö Háskólann í Virginíu í enskum bókmennt- um." „Þegar ísrael lýsti yfir sakar- uppgjöf 1973, sneri hún aftur til ísraels og hóf kennslu við Birzeit-háskólann (noröan Jerúsalem). Hún giftist tónlist- armanni, Emile. Síðar á árinu átti hún hlut aö mótmælum stúdenta og var gert að greiöa Fréttir af bókum sekt, sem Birzeit-háskóli greiddi fyrir hana. — Næstu ár varö ekki vænst breyttra markalína á milli landsvæða, og vann þá Ashrawi í leynd meö ísraelskum friðarsinnum aö samningu eins konar sam- búðar-sáttmála. Það var þó ekki fyrr en intifada ól á efa- semdum í ísrael um varanlega hersetu, aö forystumenn Pal- estínu áttuðu sig á, hver styrk- ur gæti aö henni veriö. Hún varö fulltrúi þjóðar sinnar á al- þjóölegum ráðstefnum, eink- um kvennaráðstefnum, og hún talaði máli hennar í sjón- varpi og útvarpi, í sendingum, sem bárust víða um heim." „Eftir sigur Bandaríkjanna í Flóastríðinu, þegar James Bak- er, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hóf fribarumleitanir í löndum fyrir botni Miðjarð- arhafs, varð Ashrawi fulltrúi í palestínsku samninganefnd- inni. Allt frá upphafi kváðust Palestínumenn, sem fund áttu með Baker, vera armur Þjóð- frelsishreyfingar Palestínu, PLO. ... Ur PLO-flækjunni var ekki greitt fyrr en í Ósló.... As- hrawi lætur engan vafa leika á, að Yasser Arafat átti síðasta orðiö í viðræðunum, en hún ber blendnar tilfinningar til hans. ... Vandinn var sá, að sendinefnd hennar, fulltrúi „heimafólks" ... hafði á mál- um aðra forgangsröð en for- ysta PLO í Túnis. ... Palest- ínska samninganefndin krafb- ist þess að ræða Jerúsalem, landnám ísraela (á vesturbakk- anum) og ... þúsundir Palest- ínumanna í fangelsum í ísra- el." „Þegar ísrael gaf ekki eftir í þessum efnum, setti Arafat traust sitt á leynilegu viðræð- urnar í Ósló. í stab formlegrar viðurkenningar Bandaríkj- anna og ísraels á Þjóðfrelsis- hreyfingu Palestínu, PLO, gaf hann eftir í málum „heima- manna". ... Með Óslóar-sam- komulaginu var hlutverk samninganefndar þeirra að engu gert og formleg tengsl Ashrawi og PLO rofnuðu." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.