Tíminn - 28.06.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.06.1995, Blaðsíða 6
6 Mibvikudagur 28. júní 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Bjarni Þorsteinsson íóskíröa galleríinu, en umsjónin eríhans höndum. BOSOFiRDINGIIR BORGARNESI Eyja- og Miklaholtshreppur: Nafnlausa galleríib Á Vegamótum hefur um langa hríb verib starfrækt verslun og bensínsala. Á síb- asta ári komu eigendurnir Þor- steinn Þorleifsson og Snjólaug Dagsdóttir þar upp galleríi sem líkab hefur afar vel. Draumurinn var ab setja einn- ig upp krá, en þab mál hefur ekki gengib fram. Ab sögn Þorsteins var galler- íib mjög vinsælt á síbasta ári. Þar gefur m.a. ab líta margar tegundir úr steinaríkinu, lopa- peysur, hrybjur í garbinn og handskorna muni úr rekavibi. í tengslum vib þessa starfsemi var síban hugmyndin ab setja upp. krá og selja léttar veiting- ar. Af þessu hefur ekki orbib, þar sem sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps hefur ekki enn gefib grænt ljós á vínveit- ingaleyfi. Þorsteinn segist hálfgramur yfir þessari afstöbu sveitar- stjórnarinnar. Ekki veitti af ab reyna ab stoppa ferðamann- inn og hafa af honum ein- hverjar tekjur. „Hér er margt fólk sem er ab berjast í ferba- þjónustu," sagði hann, „og þessi viðbót myndi auka fjöl- breytnina. Hér er kjörinn kjarni til ab byggja á og vib sem störfum i þessu gætum þá unnið saman." Símon Sigurmonsson, ferða- þjónustubóndi ab Görbum í Stabarsveit, segist fagna því ef krá risi vib Vegamótin. Hann mætti ekki selja neitt slíkt, en erlendir ferbamenn sæktu í þjónustu af þessum toga, enda vanir henni frá heimalöndun- um. Hvanneyri: Nýting sauba- mjólkur Á Hvanneyri er nýlokib námskeibi þar sem kennd var mjöltun áa og að búa til osta Líneik A. Sœvarsdóttir mjólkar eina ána á Hvanneyri og börnin horfa hugfangin á. úr saubamjólk. Þátttakendur komu víba ab og voru á öllum stigum. Sumir höföu prófab að vinna úr sauðamjólk, en aðrir voru forvitnir. Fráfærur hafa almennt ekki verib vibhafbar í fslenskum fjárbúskap um langa hríö, en margar sögur hafa verið skrif- aðar þar sem sagt er frá slíku. Þegar lömbin voru tekin frá ánum var það gert til að nýta mjólkina til annarra hluta, m.a. að búa til úr henni ost. Hleyping osta er ævaforn og þá ekki aðeins úr kúamjólk, heldur einnig úr sauðamjólk og geitamjólk. Á námskeiðinu var farið yfir mjöltun og sauðaostagerð í heiminum, en sauðaostur er framleiddur í nær öllum lönd- um Evrópu og fer framleiðslan vaxandi. Þær rannsóknir, sem gerðar hafa veriö á efnainni- haldi sauðamjólkur, benda til að hún innihaldi rúmlega 50% meira af kalsíumi og orku en kúamjólk, en sé hlut- fallslega lægri hvab fosfór varðar. Hjónin Steinunn G. Sveins- dóttir og Sigurður Jónsson, bændur á Kastalabrekku, hafa í nokkurn tíma verið aö prófa sig áfram með nýtingu á sauðamjólk. Tilraunirnar hóf- ust árið 1982 þegar páska- lömbum hafði verið slátrað. Þá var mjólkað í höndunum. Um haustið 1983 komu mjaltavélar til landsins og reyndust þær gefa góðan ár- angur. Aðaltilraunin var síðan gerð árið 1984. Ostarnir voru gerðir á búinu, en flestir send- ir til pökkunar í Osta- og smjörsölunni. Á búvörusýn- ingunni sama ár var gestum boðiö að smakka saubaost, hvítan skorpulausan. Þótti flestum hann mjög góður og 82,11% aðspurðra vildu að samskonar ostur væri fram- leiddur hér. Borgarnes: Nýr Bjössaróló Allir þekkja Bjössaróló, sem völundurinn Björn Guö- mundsson hefur verið ab byggja upp undanfarin ár úr afgöngum og efni sem til hef- ur fallið. í fyrra fluttist Bjössi búferl- um og afhenti sveitarfélaginu rólóinn til umsjónar. Ekki var við því aö búast að Bjössi sæti lengi auðum höndum. Nú er að fæðast nýr Bjössaróló. Sá er staðsettur í grennd við hið nýja heimili Bjössa milli Borg- arbrúar og Kveldúlfsgötu. Þegar Borgfiröingur leit þar við, var ekki annað aö sjá en yngri kynslóöin kynni jafnvel við sig á hinum nýrri, þótt hann sé ekki fullbúinn. Úrkomumet á 17. juni Gífurleg úrkoma var á Reyö- arfirði aðfaranótt 17. júní og allan þjóðhátíöardaginn. Sam- kvæmt upplýsingum frá Veb- urstofunni mældist úrkoma mest á Kollaleiru, 66 milli- metrar frá klukkan níu á föstudagskvöldi til klukkan sex á laugardagsmorgun. Á sjálfan þjóbhátíðardaginn var úrfellið enn meira, eða 71 millimetri frá klukkan sex að morgni til klukkan níu um kvöldib, og mun sú tala jafn- gilda mebalúrkomu á Reyðar- firbi í júnímánubi. Mikib flób var í ám og lækj- um og á tímabili flæddi vatn yfir veginn vib Andapollinn þar sem ræsi hafbi ekki und- an. Einnig var mikill vöxtur í Búbará og mátti litlu muna ab hún flæddi yfir bakka sína neðan við brúna. Mikil rigning var víðar á Austurlandi. T.d. mældist sól- arhringsúrkoman á Skjald- þingsstöbum í Vopnafirði 61 millimetri. Börn aö leik á nýja Bjössaróló. Þórshöfn: Rólegt í Smugunni Aflabrögb íslensku skipanna í Smugunni í Barentsahafi hafa verib í rólegri kantinum ab undanförnu ef undanskilið er smá þorskskot hjá einu skip- anna í lok síbustu viku. Sævaldur Gunnarsson, útgerð- arstjóri frystiskipsins Stakfells frá Þórshöfn, segir að mibað vib afla- brögðin í Smugunni í fyrra, þá sé þess ekki að vænta ab þorskurinn fari ekki ab gefa sig ab einhverju marki fyrr en um mibjan næsta mánub. Ef þab gengur eftir má búast vib ab íslensku skipunum fari ab fjölga þar nyrbra um þab leyti, þar sem kvótastaba margra útgerba er mun rýmri en ella hefði verið á þessum árstíma vegna sjómannaverkfallsins. Samfara fleiri skipum má reikna með að aðstoðarskip verði sent á svæðib eins og í fyrra. Þá fór varbskipib Óðinn fallbyssúlaus en með lækni í Smuguna sem mæltist afar vel fyrir meðal sjó- manna og aðstandenda þeirra. Fyrir utan Stakfellið hafa verið þar nyrðra Samherjaskipib Margrét, Sólbergið frá Ólafsfirði og Már frá Ólafsvík. Hólmanesib frá Eskifirbi var þar einnig um tíma en hætti veiðum vegna afla- tregðu. Þá hætti togarinn Runólf- ur frá Grundarfirði við fyrirhug- aöan grálúðutúr á Svalbarða- svæbib eftir að Norðmenn gáfu út reglugerð um þær veiðar í lok síðustu viku. Nokkur skipanna í Smugunni eru einnig útbúin rækjutrolli og því viðbúið að þau muni bleyta eitthvað í því veiðarfæri á Sval- barðasvæðinu. Rækjan þar þykir að vísu nokkuð smá, en vænn rækjuafli mundi án efa verða vel þeginn ef ekkert lát verbur á ró- legheitunum í Smugunni. ■ Veiöihúsiö á hœrra plan Nýlega flutti Veibihúsib á milli hœba í Nóatúni 7 7 í stcerra og rýmra hús- nœbi. Þar er kappkostab ab veita sem besta þjónustu á öllum svibum veibimennskunnar, hvort sem þab er fyrir hunda eba menn. Þarna rába ríkjum Einar Páll og félagar. Stabsetningin er sú sama, Nóatúni 17, og síminn er 581 4085. íslensk bókaskrá Nýkomin er út íslensk bóka- skrá fyrir árið 1992, sem er skrá um alla bókaútgáfu þess árs. Skráin er nú I fyrsta sinn gefin út af hinu nýja sameinaba safni, Landsbókasafni íslands — Háskólabókasafni. Breyting hefur orðið á vinnsluhætti skrárinnar, en hún er nú unnin í hinu nýja tölvu- kerfi, Gegni. íslensk bóka- skrá fyrir 1993 kemur út eft- ir fáeinar vikur og skráin fyrir 1994 í ágúst. Vonast er til ab íslensk bókaskrá fyrir 1995 birtist síðan snemma á árinu 1996. íslensk bókaskrá 1992 er rúmlega 220 blaðsíður að lengd. Alls komu út á árinu 1992 1695 rit, eða 1093 bæk- ur (49 blaðsíður að stærb og þar yfir) og 602 bækiingar (5- 48 blaðsíður). Frumútgáfur eru 1250 alls. Barnabækur eru 243 ab tölu og kennslubækur 319. Um 455 rit voru þýdd á íslensku úr öðrum tungumál- um, aðallega ensku, eða 263 rit, en 54 úr sænsku, 39 úr dönsku og 30 úr norsku. Um 28 rit voru þýdd úr íslensku á önnur tungumál, þegar mið- að er við rit er tengjast ís- lenskum bókaútgefendum og/eða prentsmiðjum á ís- landi. Einnig er í íslenskri bókaskrá skrá um blöð og tímarit sem hófu útkomu hér á landi árið 1992, svo og skrá um landakort. íslenskri bókaskrá fylgir enn fremur íslensk hljóðritaskrá 1992, rúmlega 50 blaðsíður, þar sem skráð er meb ná- kvæmum hætti allt efni gefið út á hljómplötum, geisladisk- um og snældum. Fjöldi slíkra útgáfna var 139 á árinu 1992, mibað við 130 á árinu 1991. Ritstjóri ofangreindra skráa er Hildur G. Eyþórsdóttir. Skrárnar eru m.a. til sölu í afgreiðslu safnsins í Þjóðar- bókhlöðu, auk þess sem þar eru fáanleg önnur útgáfurit safnsins og eldri árgangar ís- lenskrar bókaskrár, þar á með- al samsteypuskrár, sem ná yfir fimm ár hver. Ritin er einnig hægt að panta í safninu, bréf- lega eða símleiðis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.