Tíminn - 28.06.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.06.1995, Blaðsíða 16
Veörib (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Ve&urhorfur á landinu í dag: Búast má viö vestan og nor&vestan golu e&a kalda meö bjartviöri um austanvert landiö en smásúld á vest- ur- og norövesturlandi. Hiti verður 9 til 20 stig, hlýjast austan og norb- austan lands. sums sta&ar dálítil súld vib vesturströndina og á annesjum nor&anlands en léttskýjaö víbast hvar í ö&rum landshlutum. Hiti veröur á bilinu 7 til 20 stig, kaldast á Vestfjörðum en hlýjast í innsveitum austanlands. Mi&vikudagur 28. júní 1995 • Horfur á fimmtudag, föstudag, laugardag, sunnudaq, mánudag og þriöjudag: Fremur hæg norðvestlæg átt. Skýjaö meo köflum og Cunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri á Raufarhöfn: Er a& undirbúa meibyrbamál „Eg er búinn ab setja mig í samband við lögfræðing og vinn nú að jrví ab safna öllum ummælum og öðrum gögnum saman til þess að ganga end- anlega úr skugga um hvort ekki sé forsenda fyrir máls- höfbun," sagði Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri á Rauf- arhöfn, í samtali við Tímann í gær. Gunnlaug- ur segist harð- ákveðinn í því ab fara í meiö- yrðamál vib S t e i n g r í m Þorsteinsson, bónda á Hóli, fyrir aö hafa sakað sig op- Gunnlaugur inberlega um að hafa stolið kjálkum af búrhvölum sem rak á fjörur í landi Hóla í síðustu viku. Gunnlaugur segist fara fram á miskabætur og að ekki komi annað til mála en fá þessi ummæli dæmd ómerk því þrátt fyrir að engir frekari eftirmálar hafi orðið af þessu núna sé ljóst ab í framtíðinni geti þetta spillt fyrir sér. „Hver veit nema ég þurfi að sækja um sveitarstjóra- starf einhvers staöar annars staðar í framtíbinni og menn fara að velta fyrir sér hvaba maður þetta sé nú eiginlega. Þá á ég á hættu aö menn muni segja: „Já, þetta er þessi sem stal hvalnum." Slíkt er vitaskuld óþolandi og gæti spillt fyrir möguleikum mínum," segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir að þeim íbúum á Raufarhöfn, sem borð- ab hafi búhvalskjötið, hafi ekki orðið meint af, en sem kunnugt er sagði hvalasérfræöingur Haf- rannsóknarstofnunar að það hafi ekki tíðkast að borða búr- hval þar sem hann væri ómeti. Gunnlaugur segist hafa fengiö upphringingar víða aö af land- inu eftir þessa yfirlýsingu hvala- sérfræöingsins, frá fólki sem kannaðist vel við búrhvalsát, ekki síst át á spikinu. „Menn hafa sagt mér að þeir hafi tekið spik af búrhval, súrsað þab og etið mánubum saman. T.d. sagbi mér einn vestan af Barba- strönd að fyrir nokkub löngu síðan hafi rekið þar búrhval sem var búinn að vera lengi í fjör- unni og kjötib oröið grænt. Spi- kið var skorið af honum og lagt í súr og menn hafi borðað þetta í heilli sveit næsta árið án þess að kenna sér meins. Þetta var nú á þeim árum þegar allt var nýtt sem hægt var. Vissulega mun búrhvalurinn vera lífeðlisfræði- lega öðru vísi en aðrir hvalir því hann getur kafað mun dýpra og hraðar en aörir hvalir. Hann fær ekki köfunarveiki þó hann komi skart upp af miklu dýpi og kjöt- ið er öðru vísi og eitthvaö tor- meltara," segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segist ekki þekkja til þess eða hafa heyrt á það minnst ab búrhveli væri ómeti. Hann sagði aö menn heföu raunar rifjað það upp vib sig í tenglsum við þessa umræðu að Stefán heitinn Jónsson segi frá því í bók sinni „Að breyta fjalli" að á Djúpavogi hafi einhverju sinni rekið andanefju. Faðir Stefáns muni hafa haft pata af því að ekki þætti hollt fyrir fólk ab borba mikið af andanefju- kjöti. Karlinn frétti þetta eitt- hvað seint og menn í plássinu voru búnir að skera þetta og taka heim. Hann ætlar þó ab vara fólk vib og fer af stab og ber upp á í nokkrum húsum en það kom hvergi neinn til dyra, enda mun heimafólk hafa haft öðr- um hnöppum að hneppa! Gunnlaugur Júlíusson sveitar- stjóri sagði ekkert slíkt þó hafa komið upp á Raufarhöfn og hann vissi ekki betur en þar kæmu allir til dyra ef bankað væri, líka þeir sem hefðu fengiö sér búrhval að borða. ■ Hœttir hjá RÚV Atli Rúnar Halldórsson, fréttamaöur á RÚV, er hœttur í frétta- mennsku og snýr sér ab kynningar- og auglýsingaskrifum hjá fyr- irtœkinu Athygli hf. Atli Rúnar er 42 ára gamall og hefur starfab vib fréttamennsku undanfarin 19 ár. Á myndinni er Atli Rúnar lengst til vinstri, síban koma Valþór Hlöbversson, blabamabur og bcejarfulltrúi í Kópavogi, Ómar Valdimarsson og Gubjón Arngrímsson. jóhann Gunnar Bergþórsson, verkfrœbingur og bœjarfulltrúi annars sjálfstœbisarmsins í Hafnarfirbi, mcetir til stutts fundar meb fimm bcejarfuiitrúum Alþýbuflokksins í Hafnarborg ígcer. Ingvar Viktorsson, oddviti kratanna, er iengst til vinstri á myndinni. Tímamynd cs. Eins kaffibolla fundur í Hafnarborg eftir hádegiö í gœr: Kratar nánast búnir ab mynda meirihluta Annar armur bæjarfulltrúa Sjálfstæöisflokksins í Hafnar- firbi mætti upp úr hádeginu í gær til viðræbna við bæjar- fulltrúa Alþýöuflokksins í listamiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði, þeir Jóhann Gunnar Bergþórsson og Ell- ert Borgar Þorvaldsson. Þetta var eins kaffibolla fundur, stóð stutt og gekk mest út á þab að þeir félagar sam- þykktu fúslega aö ganga til samninga vib krata. Reiknað var meb fyrsta alvöru fundi Alþýbuflokksmanna og Jó- hanns og Ellerts í gær, þar sem menn munu leggja fram kröfur sínar og áherslur. Al- mennt er reiknab með að þarna sé nýr meirihluti ab fæbast. Tíminn náði tali af nokkrum bæjarfulltrúum í Hafnarfirði í gær: Jóhann G. Bergþórsson, Sjálf- stæöisflokknum: „Þab var óskað eftir svari við þeirra formlegu beiðni, sem við svör- uðum játandi. Ég reikna með að viðræður hefjist á þessum sólarhring." Tryggvi Harðarson, Alþýðu- flokknum: „Menn eru ákveðnir í að tala saman og hefja alvöru viðræður. Svo er að sjá til hvort af þessu veröur einhver árang- ur, fyrr verður nú ekki mikið að frétta af okkur." Ellert Borgar Þorvaldsson, Sjálfstæðisflokknum: „Við munum ræða vib Alþýbuflokk- inn. Um annað en að hefja þessa vinnu var ekki rætt á fundinum. Ég tjái mig ekkert um þetta mál að svo komnu máli, það er gjörsamlega ótíma- bært. Við ætlum að finna okkur tíma á næsta sólarhring — er þetta ekki nógu loðið svar?" Magnús Jón Árnason, bæjar- stjóri, Alþýðubandalagi: „Þeir sem fylgjast gjörla með pólitík í Hafnarfirði bíða spenntir eftir því að sjá hverju þeír ná fram í samningum við Alþýðuflokk- inn sem þeir ná ekki fram vib Alþýðubandalagið og hvernig þeir ætla að tryggja framgang sjálfstæðisstefnunnar þar. Ég hef alltaf sagt að það sé skylda mín að skipa starfhæfan meiri- hluta hér í bænum. Við erum greinilega ekki inni í myndinni núna. Ég skal ekki segja um hvort þab getur breyst." ■ Ný flugvél í flota íslandsflugs Nýlega tók íslandsflug í notkun þriðju Dornierflug- vél sína. Félagib keypti flugvélina í byrjun ársins og hefur flugvélin verib á leigu í Svíþjób. Vegna mik- illa verkefna sá svo félagib sig knúið að taka flugvélina til Iandsins í sumar. í fréttatilkynningu kemur fram að Dorniervélar henti mjög vel fyrir íslenskar að- stæður, flughæfni slíkra véla sé mikil og hún henti vel í fjarðarlandslagi og á stuttum flugbrautum. Fé- lagið flutti á síöasta ári 44 þúsund farþega. ■ Sérstakur póststimpill í tilefni af 7 00 ára afmœii Seybisfjarbarkaupstabar: Myndir af merk- um húsum í tilefni af 100 ára afmæli Seyb- isfjarðarkaupstaðar hefur Póst- og símamálastofnunin látiö út- búa sérstaka póststimpla fyrir þá fjóra daga sem afmælishátíö- in stendur. Á stimplunum eru auk dagsetn- ingar myndir af fjórum merkum húsum í bænum. Auk þess hefur verið ákveðið að opna póstaf- greiðslu í Gömlu símstöðinni þar sem pósthús Seyðfirðinga var á ár- unum 1935-1973. Þess má geta að Seyðisfjörður var einn af þremur stöðum í danska konungdæminu, þar sem póstafgreiðslur voru stofn- aðar þann 1. mars árið 1870. Hinar afgreiðslurnar voru í Reykjavík og í Þórshöfn í Færeyjum. ■ Svona líta afmcelisstimplarnir út.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.