Tíminn - 28.06.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.06.1995, Blaðsíða 8
8 WÍMlWtU Mibvikudagur 28. júní 1995 Lionel jospin (hér meb konu sinni), frambjóbandi sósíalista í forsetakosningunum fyrir skömmu. Hann er einn þeirra sem telja ab Frakkland geti haldib vib atómherstyrk sínum án frekari tilraunasprenginga. „Okkar franska þjóöarstolt" Chirac: annarskonar fœling. Horfur á aö endur- uppteknar tilraunir Frakka meö kjarna- vopn dragi úr mögu- leikum á því aö hefta frekari útbreiöslu kjarnavopna ann 13. febrúar 1960 er Charles de Gaulle, þáver- andi Frakklandsforseti, hafði frétt að fyrsta kjarnorku- sprenging Frakka hefði gengið að óskum, varð honum aö orði: „Húrra fyrir Frakklandi. Síðan í morgun er það sterkara og ber höfuðið hærra en fyrr." í blöðum víða um heim er lík- legt talið að lærisveini de Gaulle og nýkjörnum Frakklandsforseta, Jacques Chirac (sem í leiðara í danska Information er sagður hafa svipaða afstöðu til hins „mikla" fýrirrennara síns og sum- ir drengir til Leburblökumanns- insj, sé eitthvað svipaö í hug með hliðsjón af athygli þeirri, sem hann hefur vakib á sjálfum sér og Frakklandi meb því ab ákveða að Frakkar hefji ab nýju að sprengja kjarnasprengjur í tilraunaskyni á eynni Mururoa í Suður-Kyrrahafi. Pólitískar ástæbur Þessi ákvörðun Chiracs hefur vakið undrun, hneykslun, kvíba og reiði víða um heim. Mitterr- and ákvað 1992 að umræddum sprengingum yrði hætt „til bráöa- birgða", en á alþjóðavettvangi var yfirleitt út frá því gengiö ab þær yrbu ekki hafnar aftur. Nú hefur Chirac snarbreytt um stefnu í því efni og virðist þaö hafa komiö flestum öörum ráöa- mönnum heims á óvart. And- mæli við ákvörðun þessari heyr- ast að vísu frá vinstrisinnaða hluta frönsku stjórnarandstöb- unnar, en fréttaskýrendur virðast hinsvegar telja að Chirac hafi mikinn þorra Frakka á bak viö sig í þessu máli. Margra mál er að ástæðurnar til þessarar ákvöröunar Chiracs séu fyrst og fremst pólitískar. Tölvu- tæknin og þab allt er nú komib á það stig að talið er sennilegt að Frakkar gætu meb því aö nýta þá tækni viöhaldið krafti atómher- styrks síns án tilraunasprenginga. Ákvörðunin um sprengingar á ný, tekin án samráðs við alþjóða- samfélagið, er hins vegar í Frakka augum áminning til heimsins um að Frakkland sé ekki einungis stórveldi ennþá, heldur og „óháb" stórveldi, þess megnugt að taka hverskyns ákvarðanir án þess að þurfa ab hafa við það hliö- sjón af vilja annarra. í samræmi viö þetta harma margir Frakkar ekki mótmæli og óánægjuraddir utan frá vegna fyr- irhugaðra sprenginga. Þvert á móti yljar þetta þjóðarstolti þeirra. Óánægjuraddirnar og mótmælin og hundsun frönsku stjórnarinnar á þeim eru í augum margra Frakka gleðilegur vottur þess, að Frakkland geti farið sínu fram ef því sýnist svo, hvab sem heimurinn aö öðru leyti segi. Ab hressa upp á þjóöarsál Einkar skýrt þótti „franski hrokinn" (Information) gagnvart gagnrýni erlendis frá koma í ljós hjá Juppé forsætisrábherra, er hann sagöi ab „sennilega yrðu einhverjir erfiðleikar" í samskipt- um viö Ástralíu og Nýja-Sjáland á næstunni, en bætti viö af lítillæti ab Frakkland vildi samt halda áfram samstarfi við ríki þessi „þegar fram í sækir". Vera kann að Chirac hafi talib sig knúinn til tilþrifa af þessu tagi til að hressa upp á þjóðarsál landa sinna, sem margir eru óhressir út af ýmsum erfiðleikum heima fyrir og því að staða Frakklands sem forysturíkis Evrópusamrunans er úr sögunni. Ennfremur má vera að tilgangur Chiracs meb þessu sé öðrum þræði að hækka sjálfan sig í áliti innanlands, en við upphaf forsetatíbar sinnar hafði hann minna fylgi en nokkur annar af forsetum Fimmta lýöveldisins. Jean-Luc Thierry, franskur grænfriðungur, segir aö meö ákvörðun Chiracs um tilrauna- sprengingar á ný sé „vonin um niöurskurð vopnabúnaðar [lík- lega á Thierry fyrst og fremst við kjarnavopn] í heiminum að engu BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON orbin." Sumir fréttaskýrendur, sem taka ekki svo djúpt í árinni, telja eigi að síður að með um- ræddri ákvörðun Chiracs sé brot- ið blað í kjarnorkuvígbúnabar- málum. Þeir benda á viss ummæli Chiracs og fleiri háttsettra gaul- leista, sem fréttaskýrendurnir telja vísbendingu um að fyrirhug- aðar sprengingar eigi m.a. að þjóna jáeim tilgangi að þróa fram „lítilvirk" kjarnavopn, er . ota megi til að berja niöur minnihátt- ar og/eða „geggjaöa" valdhafa er ógni stöðugleika í heiminum og hagsmunum Frakklands. Kjarna- vopn Frakklands, skrifa frétta- skýrendur, hafi upphaflega átt ab vera fæling hins máttarminni (Frakklands) gagnvart þeim sterka (Sovétríkjunum), nú séu menn í franska hernum hins vegar farnir að ganga út frá því að þau veröi fæling hins sterka (Frakklands) gegn máttarminni aðilum. Hernabarleyndarmál Segja má að þessi meinta breyt- ing á afstöðu Frakklands til kjarnavopna þess þurfi ekki ab koma með öllu á óvart, með hlið- sjón af breytingum þeim miklum sem á síðustu árum hafa orðið á vettvangi alþjóðastjórnmála. Sú hætta er að líkindum fyrir hendi ab enduruppteknar kjarn- orkusprengingar Frakka og horfur á nýnefndri stefnubreytingu af þeirra hálfu um hlutverk kjarna- vopna þeirra dragi úr möguleik- unum á því að hindra útbreiðslu kjarnavopna. Ekki er ólíklegt ab valdhafar ýmissa ríkja, sem sum eru kannski komin nálægt því að eignast kjarnavopn, muni láta hvetjast til þess er þeir sjá Frakka hafa mótmælin gegn endurupp- teknum kjarnorkusprengingum að engu. Ummæli franskra ráöa- manna á þá leið, að Frakkland hyggist þróa fram „lítilvirk" kjarnavopn eru og líkleg til þess að koma ýmsum valdhöfum til ab hugsa sem svo, ab þeir verði sjálf- ir að væðast kjarnavopnum til aö beina frá sér hættu frá slíkum vopnum. Hugarfar á þá leið, að í heiminum eins og hann er nú geti ekkert ríki verið fullkomlega „óháð" nema það eigi kjarna- vopn, er og líklegt til að breiöast út í framhaldi af umræddum ráð- stöfunum Frakklandsforseta og ummælum franskra ráöamanna viðvíkjandi kjarnavopnavígbún- aði þeirra fyrr og síöar. Og þjóðar- stoltið er mikiö atriði víöar en í Frakklandi. Óttast er að sprengingarnar leiöi til geislunarmengunar í sjó og því er haldið fram að fyrri sprengingar á Mururoa (sem alls eru orðnar 131) hafi haft hroða- leg áhrif á heilsufar íbúa á eyjum þar í grennd. Þær hafi t.d. leitt til mikillar fjölgunar fæðinga van- skapaðra barna og fósturláta og stóraukinnar tíðni blindu og krabbameins. Franska stjórnin bannar að óháðir geislunarfræð- ingar og læknar rannsaki heil- brigðisástandið á eyjunum, franska heilbrigbiskerfið hætti að birta skýrslur um heilsu íbúa þar 1966 og með daubsföll, sem grun- að er að rekja megi til sprenging- anna á Mururoa, er fariö sem hernaðarleyndarmál. ■ juppé (til vinstri): tímabundnir erfibleikar í samskiptum vib Kyrrahafsríki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.