Tíminn - 18.07.1995, Page 7

Tíminn - 18.07.1995, Page 7
Þriðjudagur 18. júlí 1995 íim 7 Mikið um ab vera í umferbinni um helgina: Umfer&aróhöpp og ölvunarakstur Um helgina var mikið um að vera hjá lögreglu víba um land vib eftirlit meb umferb- inni. Ökumenn áttu á stund- um erfitt meb ab hemja bens- ínfótinn og fyrir kom ab menn þábu abstob Bakkusar vib aksturinn. Lögreglan í Húnavatnssýslum hefur haft orð á sér fyrir ab hafa vökult auga fyrir ökumönnum sem ekki virða settan hámarks- hraða. Þar var engin undan- tekning á um helgina, en 40 ökumenn voru stöbvaðir í Húnavatnssýslum fyrir ab virða ekki hámarkshraða. í Reykjavík stöbvabi lögreglan 20 ökumenn um helgina sem grunaðir voru um ölvun við akstur. í Hafnarfirði stöðvaði lögreglan 5 ökumenn af sömu sökum. Bílvelta varð á Þrengslavegi árla á sunnudagsmorgun. Öku- maburinn slasaðist nokkuð, þó ekki alvarlega, en hann var einn í bílnum. Grunur leikur á að Bakkus hafi haft þar hönd á stýri. Víðar tók Bakkus þátt í óhöppum. í Vestmannaeyjum ók 19 ára ökumaður bíl sínum utan í húsvegg. Við athugun lögreglu kom í ljós að hann var ölvaöur. Bíll valt í Víkurskarði aðfaranótt sunnudags. Þar var á ferð maður sem hafði stolið bílnum nokkru áður frá Hösk- uldsstööum í Eyjafjarðarsveit. Hann flúði af vettvangi, en náð- ist skömmu síðar og játaði verknaðinn. Maðurinn er grun- aður um ölvun. Ekki þarf alltaf Bakkus til að óhöpp og slys verbi í umferð- inni. Snemma á laugardags- morgun varð bílvelta norban Hofsóss. Bíllinn fór fjórar veltur. Tveir menn voru í bílnum og köstuðust þeir út úr honum, enda voru þeir ekki í bílbeltum. Þeir voru fluttir á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Sex umferðaróhöpp urðu í Reykjavík um helgina. Ekki urðu alvarleg slys á fólki, en eignatjón töluvert. Jeppi valt við Hvamm í Norð- urárdal. Ökumaður, sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur, en bíllinn er talinn ónýtur. Bíll hafnaði inni í húsagaröi í Hafnarfirði seinnipart laugar- dagsins. Þetta gerðist við harðan árekstur á gatnamótum Álfa- skeiðs og Arnarhrauns. Öku- maður annars bílsins var fluttur á slysadeild, en reyndist ekki vera meb alvarlega áverka. Bíll valt á Álftanesvegi, vib af- leggjarann að Bessastöðum, að- faranótt sunnudags. Kona, sem var ein í bílnum, slasaðist lítil- lega, en bíllinn er töluvert skemmdur. Á Kjalvegi, skammt frá Grjótá, brann nýlegur húsbíll til kaldra kola seinnipart laugardags. Ökumaður var einn í bílnum og tókst honum að forða sér. -TÞ Þingmenn Sunnlendinga œtla ab þrýsta á um abgerbir til varnar landbroti vib Markarfljót. Cubni Ágústsson: „Þab vantar „Þetta er hrikaleg eybilegging sem þarna á sér stab á löndum bænda í Fljótshlíb, vib Merk- urbæina undir Eyjafjöllum og í Landeyjum. Þar nagar fljótib sig sífellt nær vatnsleibslunni til Vestmannaeyja og á þar ekki langt eftir." Þetta sagbi Guðni Ágústsson, þingmaður Sunnlendinga, í samtali vib Tímann um skoðun- arferð þá sem þingmenn kjör- dæmisins fóru austur að Mark- arfljóti fyrr í vikunni til að skoða það mikla landbrot sem þar á sér stað. Skjótra aðgerða er 100 m.kr." þörf eystra, að mati Guðna, ekki síst til að tryggja að vatnsöflun til hins mikla útgerðarbæjar, Vestmannaeyja, bregðist ekkki. „Það þarf 100 milljónir til að gera Markarfljót hættulaust, það er að koma farvegi þess í stokka. í bráðaaðgerðir þarf síð- an 25 til 30 milljónir, eins og leggja út straumbrjóta," sagði Guöni Ágústsson. Hann sagði ennfremur ab mál þetta yrði tekið upp af þingmönnum Suð- urlands við fjárlagagerbina nú í haust og þar þrýst á einhverja fjármuni til varnaraðgerða. ■ Borgarfjörbur eystri: Álfaborgin aftur á svið í tilefni af því ab Bakkagerbi í Borgarfirbi eystri á 100 ára verslunarafmæli nú lét leikfé- lagib Vaka á stabnum skrifa leikrit til ab gefa Borgfirbing- um í aftnælisgjöf. Leikurinn heitir „Álfaborgin — margt er þab í steininum sem mennirn- ir ekki sjá", en höfundar eru systumar Kristín og Sigríbur Eyjólfsdætur. Leikstjóri er Andrés Sigurvinsson. Álfaborgin var fmmsýnd í vor við frábærar undirtektir, að því er fram kemur í kynningu frá Vöku, en fer nú aftur á fjalirnar í tengslum vib afmælishátíð sem haldin veröur 20.- 23. júlí. Sýningarnar í félagsheimilinu Fjarbarborg verða fjórar: kl. 20.30 hinn 20. og 22. júlí, og kl. 17 hinn 21. júlí. Síöasta sýning verður um verslunarmanna- helgina, þ.e. föstudaginn 4. ág- úst kl. 20.30. Efniviður verksins er sóttur í sagnir um samskipti manna og álfa í Borgarfirði eystra. Þráður- inn tengist nútímanum með þeim hætti ab til stendur að reisa kirkju á álfaborginni og eru ekki allir á einu máli um að við hæfi sé að velja kirkju krist- inna manna stab á Álfaborg- inni, sem sögö er bústaður álfa- drottningar Islands. Fer svo að Borghildur álfa- drottning vitjar Stefáns nokkurs sóknarnefndarmanns í draumi til að telja hann á að hindra að byggingin rísi á þessum stab. Hún vísar honum á æskilegri stað og býðst til að halda vernd- arhendi sinni yfir honum. Segir síðan frá fjölskyldu Stefáns, nokkrum íbúum í Álfaborginni, Gellivör tröllskessu, Nadda og fleiri verum, þessa heims og annars. Arnar og Bjarki til IA Þjálfari kvennalandslibsins í knattspyrnu um stórar tölursem sjást í 1. deildarkeppninni: „Deildin ber ekki 8 liö" Skiptir miklu máli fyrir landslibskonurnar ab spila al- vöruleiki „Breiddin hjá okkur er einfald- lega ekki nógu mikil. Þess vegna erum við að sjá tölur eins og 12- 0. Það sýnir bara að þessi deild ber ekki þessi 8 lið. Það er eitt- hvað sem vib verðum að horfast í augu við," segir Kristinn Björnsson, þjálfari kvenna- landsliðsins í knattspyrnu, þeg- ar hann var spurður út í mikinn getumun sem virðist vera milli efri og neðri hluta 1. deildar kvenna en Breiðablik vann m.a. ÍBA á sunnudag 12-0. „Menn hafa verið ab tala um að hafa færri lið og þá fleiri umferðir og ég held að sú umræða eigi rétt á sér á meðan breiddin er ekki meiri en raunin er. Það eru hins vegar ab koma upp klúbbar meb mjög efnilega yngri flokka. Þeg- ar þeir flokkar skila sér þá eiga menn bara aö fjölga aftur í deildinni. Mér finnst það ekki þjóna neinum tilgangi að leggja í mikinn kostnað, eins og fyrir lib ab norðan, og borga í ferða- lög 1-2 miljónir og svo er verið að rasskella þessar stelpur tíu eða tólf núll í hverjum einasta leik. Þetta þjónar hvorki stelp- unum knattspyrnulega neinum tilgangi né félaginu fjárhags- lega. Þetta eykur heldur ekki vinsælir kvennaboltans. Fólk vill sjá jafna og spennandi leiki og það má orða það þannig að það hafi aldrei verið selt inn í sláturhús!, þ.e. fólk hefur ekki gaman af að sjá algera yfirburði og fer frekar að halda með þeim sem tapar. Ég held að menn veröi að skoða þetta svolítið upp á nýtt," segir Kristinn. Hann segir að með fækkun í 1. deild yrði 2. deildin einnig jafn- ari og betri uppeldisstöð fyrir góða knattspyrnu í stað þess að brjóta nibur ungviðið sem er ab koma upp í 1. deildinni. „Fyrir konurnar í landsliðinu skipti þetta líka miklu máli að þær séu alltaf að spila alvömleiki," sagbi Kristinn. ■ Tvíburarnir, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, ofan af Skaga eru gengnir á nýjan leik til IA og er líklegast að þeir spili með libinu gegn ÍBV í deildinni á fimmtudag. Feyenoord, sem þeir em samningsbundnir við, var ekki búið að samþykkja fé- lagsskiptin í gær, þegar Tíminn hafði samband við KSÍ, en það varð að gerast í gær ef tvíbur- arnir ætluðu sér að spila með IA í sumar. Ekki var sjáanleg ástæða fyrir því að það ætti ekki að ganga upp. Arnar og Bjarki gera aðeins samning fyrir einn leik í einu við ÍA þannig að ef gott tilboð bærist í þá væru þeir lausir strax. Þeir bræður fylgd- ust með leik ÍA og Vals á sunnu- dag og var þá þessi mynd tekin af þeim. ■ Tímamynd Pjetur Molar... ... Þróttur leikur viö Víking á Val- bjarnarvelli á mibvikudag og er ástæban sú að Þróttarvöllur er í mjög slæmu ástandi og ætla Þróttarar a& hvíla völlinn í ein- hvern tfm'a. ... Brann, lið Ágústar Gylfasonar, vann Bodö/Glimt 4-2 í norska boltanum um helgina og er í 3ja neðsta sæti deildarinnar með 14 stig eftir 14 leiki. ... Lilleström, liðið sem Teitur Þórðarson þjálfar, tapaði hins vegar fyrir VIF Fotball 1-3 á heimavelli og er í fjór&a sætinu með 25 stig. Rosenborg er efst með 33 stig. ... Diego Maradona hélt því fram í gær að FIFA hefði gert allt til að Brasilía ynni HM í fyrra. ... Maradona sagði einnig að það hefðu verið einhver mistök að lyf fundust í líkama hans í fyrra á HM. „Ég sver það við höfuð dætra minna a& ég var ekki dóp- aður," sagði Maradona. ... Ray Bonifacius, Fjölni, sigraði Atla Þorbjörnsson, Þrótti, 6-3 og 6- 1 í úrslitaleik í karlaflokki á stórmóti TFK um helgina. ... Hrafnhildur Hannesdóttir, Fjölni, vann kvennaflokkinn eftir 1-6, 6-2 og 6-4 sigurleik gegn Stefaníu Stefánsdóttur. Einkunnagjöf Tímans 1= mjöq lélegur 2= slakur 3= í méballagi 4= qóbur 5= mjög góbur 6= frábær Þórsarar frá Akureyri á fljúgandi siglingu í 2. deild- „Samstilltur og sterkur hópur" KR-Breiðablik 2-1 segir Nói Björnsson, þjálfari Þórs Einkunn leiksins: 3 Lib KR: Kristján Finnbogason 5, Steinar Adolfsson 3, Dabi Dervic 4, Þormóður Egilsson 3, Sigurður Örn Jónsson 1 (Heimir Porca (55) 4), Hilmar Björnsson 1 (Ásmundur Haraldsson (63) 1), Brynjar Gunnarsson 3, Einar Þór Daníelsson 2, Heimir Guðjóns- son 3, Mihajlo Bibercic 4, Guð- mundur Benediktsson 5. Lib Breibabliks: Cardaklija 2, Kjartan Antonsson 4, Ásgeir Hall- dórsson 3 (Gunnlaugur Einars- son (38) 3), Arnaldur Loftsson 3, Gústaf Dmarsson 4, Willum Þór Þórsson 3, Arnar Grétarsson 4, Jón Stefánsson 2, Guðmundur Gubmundsson 2, Lazorik 4, Ant- hony Karl Gregory 2. Dómari: Eyjólfur Ólafsson 3. ■ „Staðan var þannig í upphafi ab að- eins 4 leikmenn sem spilað hafa alla jafnan í sumar tóku þátt í und- irbúningnum fyrir tímabilið. Ég er að fá menn alveg fram í maí, t.d. Sveinbjörn Hákonarson, erlendu leikmennina, Ólaf Pétursson og Pál Gíslason auk meiðsla sem komu upp," segir Nói Björnsson, þjálfari Þórs, aðspurður um slakt gengi í byrjun móts.sem kostaði þá dýr- mæt stig en nú hefur leiðin legið upp á við og Þórsarar eru nú í stór- skemmtilegri toppbaráttu í 2. deild- inni. „Það má líka leita skýringa á taktík sem ég hafði áhuga á að koma í gegn, en menn voru ekki móttækilegir fyrir henni, sem var að spila kláran sóknarleik, þ.e. 4-3- 3," segir Nói. Hann segir góba frammistöbu ekki hafa spillt fyrir og menn séu nú mjög jákvæðir. „Yngri strákarnir hafa líka bankað hressilega á dyrnar þannig að hinir hafa heldur betur þurft ab hysja upp um sig buxurnar." Nói segir stöðuna í 2. deildinni ekki koma sérstaklega á óvart. „Mér sýnist að þau félög, sem eru í fjórum efstu sætunum núna, komi til með ab slást um þau tvö sæti sem gefa sæti í 1. deild," segir Nói. Þór á erfiða leiki á næstunni, gegn Fylki á morg- un og Þrótti á sunnudag. Nói segir að þaö sé plús ab vera á heimavelli. „Við þurfum að vinna þessa leiki og sérstaklega gegn Fylki en sigur gegn þeim getur þýtt toppsæti fyrir okk- ur," sagbi Nói sem taldi það vera nokkuð öruggt að Þór færi upp, þar sem „við erum komnir með þab samstilltan og sterkan hóp. Hverjir hinir verða skal ég ekkert segja um, en við förum upp," sagbi Nói. i'tsttMSOPXÍaissAUTiíi''.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.