Tíminn - 20.07.1995, Qupperneq 5

Tíminn - 20.07.1995, Qupperneq 5
Fimmtudagur 20. júlí 1995 ________________________ ^ Handverk á Hólmavík: Markaður í elsta húsi staðarins Stikkfrí" lögregla Allt frá því aö ég var embættis- maður hef ég haft áhuga á og fylgst með störfum lögreglunnar. Síðustu ár hefur mér fundist löggæsla slappast frá því sem áð- ur var og læt ég nægja að nefna eitt dæmi: Er það eðlilegt, að í Reykjavík skuli ekki lengur vera amast við bílum sem lagt er vit- laust, t.d. við brunahana, nema á vinnutíma stööuvarða? Að undanförnu hafa nokkur atriði sem varða löggæslu veriö til umfjöllunar í fjölmiðlum og verða þau mér að umtalsefni í dag. Eftir þjóðhátíðardaginn kom það fram í fréttum, að yfirgengil- ega frekir hundaeigendur hefðu brotið reglur um hundahald í miðbæ Reykjavíkur á meöan há- tíbarhöldin stóðu. Par heföi verið kvartab við lögregluþjóna og þeim bent á brotið. Ekkert höfðu þeir aðhafst þrátt fyrir það. Um svipað leyti var í öllum fjölmiblum sagt frá umferðar- slysi suður með sjó, þar sem fest- ing tengivagns hafbi gefið sig meb þeim afleiðingum að vagn- inn olli skemmdum á vegg og fleiru, en sem betur fer ekki lík- amstjóni. Það kom í ljós að mörgum mánuðum ábur hafði bifreiðaskoðun gert athugasemd við ástand vagnsins og gefið frest til viðgerða. Nokkru síðar hafði lögregla stöövab ökutækið og aft- ur gefib frest, nú í tvo daga. Ekki hafði umráöamabur ökutækisins sinnt því og ekki skipti lögreglan sér frekar af honum eba fylgdist Frá mínum bæjar- dyrum LEO E. LOVE meb að hann sínnti boði hennar. í síðustu viku var hluti ung- lingavandans til umfjöllunar í Þjóðarsál Rásar 2. Þar hafði verið sagt frá ásókn unglinga í búðir fjöllistafólks og forsvarsmaður þess lýst frati á uppeldi og eftirlit foreldranna. Móðir eins hinna óstýrilátu unglinga hringdi líka og þá kom fram ab meira ab segja lögregla hefði verið kölluð til að- stoðar, enda um að ræða brot á reglum um útivist barna. Slíkum málum taldi lögreglan sig ekki geta sinnt. Vitandi það hversu mikilvægt er að allir beri virðingu fyrir lög- um og löggæslu, en einkum vegna reynslu minnar um að virk, skilningsrík löggæsla getur haft undraverö áhrif á allsherjar- reglu og framferði borgaranna, hef ég rábþrota velt þessum mál- um fyrir mér. Um síðustu helgi kom svo ljós í myrkrinu: Lögreglan í Vest- mannaeyjum framfylgdi lögun- um um veiðikort „meb stæl". Lundaveiöimenn höfðu af ein- hverjum ástæðum látib undir höfub leggjast ab ná sér í veiði- kort, sjálfsagt talið lögin um þau heimskuleg og reiknað með að lögreglan í Vestmannaeyjum væri „stikkfrí", eins og svo víða annars staðar. Geðþekkur lögreglufulltrúi svaraði fyrirspurnum frétta- manna sjónvarps, og mikið gladdi mig að heyra hann ein- falda málib og segja eitthvab á þessa Ieið: „Við erum bara að framfylgja þessum lögum, eins og öllum öbrum lögum." Já, þeir létu ekki á sig fá þótt lögreglustöðin, jafnt úti sem inni, og lögreglubílarnir væru ið- andi af lundalús. Þeir létu heldur ekki á sig fá þótt bæjarbúar teldu ósanngjarnt að sér fariö. Lögun- um skyldi framfylgt. Frá Stefáni Gíslasyni, fréttaritara Tímans á Hólmavík: Félagsmenn í Strandakúnst, sem er fé- lag handverksfólks á Ströndum, hafa opnab markab í elsta húsinu á Hólma- vík, svonefndu Riis-húsi. Á dögunum flutti Strandakúnst aðset- ur sitt í Riis-húsið á Hólmavík, en hópur- inn hefur verið í húsnæðishraki fram til þessa. í fyrstu er handverksfólkið með Riis-húsið á leigu, en uppi eru hug- myndir um að kaupa húsið undir starf- semina meb aðstoð sveitarfélaga í sýsl- unni og fleiri aðila. Þá er jafnframt ætl- unin að gera húsið upp í upprunalegri mynd, en það verk er umfangsmikið og þarf að vinnast í áföngum. Riis-húsið er elsta húsið á Hólmavík, byggt 1897. Þar var lengst af rekin versl- un, en húsið hefur verið notað til íbúð- ar. Síðast var þar saumastofa, knatt- borðsstofa og myndbandaleiga, en síð- ustu ár hefur húsib staðið autt. Félagar í Strandakúnst eru nú um 40, og eru framleiðsluvörurnar margvísleg- ar. Þar gefur m.a. ab líta prjónavörur, skartgripi úr steinum, fléttaðar körfur, hárspennur úr rekaviði, örsmáa fugla úr korki, gólfmottur og margt fleira. Gallerí Strandakúnst í Riis-húsinu á Hólmavík verður opið alla daga í sumar milli kl. 3 og 10 síðdegis. Þar er ævinlega kaffi á könnunni, og á sunnudögum verður kaffihlaðborb til ágóða fyrir end- urbætur á húsinu. Formaður handverkshópsins Stranda- kúnstar er Anna Margrét Valgeirsdóttir á Hólmavík. ■ Anna Margrét Vatgeirsdóttir, formabur Strandakúnstar, ab störfum í Riis-húsinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.