Tíminn - 04.08.1995, Blaðsíða 13
Föstudagur4. ágúst 1995
Hfwwfiut
„Hvað gerirðu annars?"
„Helst ekki neitt. Ég saumaöi
mikiö hér áöur fyrr en er nú hætt
því. Ég er í Thorvaldsensfélaginu
og tók þátt í sjálfboöavinnu þar í
mörg ár. Einkum var þaö nú þegar
erlendu skemmtiferöaskipin komu
hingaö á sumrin. Þá var nauösyn-
legt aö hafa konur viö afgreiöslu
sem gátu talaö viö útlendingana.
Traustur batiki
HEIMILISLÍNAN
- Einfaldar fjármálin
Frú Dóra meö forláta armband sem henni var gefiö er hún gaf varöskipinu Tý nafn í Árósum 1974. Aö athöfninni lokinni bauö skipasmiöjan Aarhus Flydedok til veistu þar sem heiöursgestin-
um var afhent aö gjöf þungt og mikiö armband úr 18 karata gulli.
aö ræöa um þann mun sem orö-
inn er á kjörum fjölskyldunnar og
stööu heimilisins sem áöur var
sagt aö væri hornsteinn þjóöfé-
lagsins.
„Ég hef áhyggjur af börnum
sem enginn er til aö tala viö," seg-
ir hún. „Hvernig eiga þau aö læra
aö gera greinarmun á réttu og
röngu? Óhugnaöurinn blasir víöa
viö. Þaö er skelfilegt aö fylgjast
meö fréttum af því aö unglingar
séu aö ráöast á gamalt fólk og mis-
þyrma því. Slíkar fréttir eru ekki
sjaldgæfar, en rótleysiö í þjóöfé-
laginu á eflaust sinn þátt í þessu
ástandi."
Sjálf er hún rótföst á sínum
staö, í húsinu sem hefur veriö
heimili fjölskyldunnar í hartnær
hálfa öld, og um hana veröur meö
sanni sagt aö hún hafi „búiö
manni sínum fagurt heimili."
„Ég ætla ekki aö breyta neitt til
með þaö. Ég flyt ekki héöan fyrr
en ég fer í mína síðustu för. Ekki
gæti ég hugsað mér aö vera á
stofnun eöa- í einhverri íbúð sem
er sérstaklega ætluð öldruðum."
„Nei, þú yrðir nú varla eins og
drottning í ríki þínu annars staðar en
hér."
Hún kinkar kolli en segir síðan:
„Ég er ekki aö gera lítið úr því
sem gert er fyrir gamalt fólk en
mér finnst bara aö það eigi að vera
heima hjá sér svo lengi sem
mögulegt er. Það er vel búið aö
gömlu fólki og ég er ekki yfir þaö
hafin að notfæra mér þaö. Ég fer í
Múlabæ tvisvar í viku og kann vel
aö meta þá dægrastyttingu og
þjónustu sem þar er í boði."
Les helst ævisögur
Ég talaði nokkur tungumál og
haföi mjög gaman af þessu. Svo
hef ég alltaf lesiö mikiö, en er far-
in að draga dálítiö úr því á síöari
árum."
„Hvað viltu helst lesa?"
„Ævisogur," svarar hún aö
bragði. „Vel skrifaðar ævisögur em
þaö sem vekur mestan áhuga hjá
mér, en svo hef ég líka haft gaman
af aö lesa rómana og léttmeti af
ýmsu tagi."
„Ferðu til útlanda?"
„Ég er hætt aö fara til útlanda.
Ég er búin að lýsa því yfir. Ég er
búin aö fara nóg, til Kanada og
meira að segja til Kína og um allt.
Síðast fór ég áriö 1991. Þá fórum
viö, öll fjölskyldan, í sumarhús í
Hollandi og það var mjög
skemmtilegt."
í fjölskyldunni eru, auk þeirra
Dóru yngri, Kristrún, sem er eist,
maöur hennar Einar G. Pétursson
magister í Árnastofnun, og synir
þeirra tveir. Ólafur Jóhannes og-
Guöbjartur.
Ólafur Jóhannes er mikið líkur
afa sínum og nafna. Hún sýnir
mér nýlega mynd af honum þar
sem hann er uppáklæddur í
„sjakket" sem áöur var formlegur
dagklæönaöur heldri manna.
„Þaö er ekki bara andlitsfalliö
sem er líkt með þeim," segir hún,
„heldur einnig vaxtarlagiö. Fötin
af afa hans eru honum alveg
mátuleg, nema hvaö þaö þurfti
aðeins aö þrengja buxurnar."
Guöbjartur, yngri dóttursonur-
inn, heitir í höfuðiö á syni þeirra
Ólafs Jóhannessonar og Dóru
Guðbjartsdóttur. Hann dó úr hvít-
blæði árið 1967, þá aöeins nítján
ára að aldri. Mynd er af honum á
borði í stofunni og yfir henni mál-
uö mynd.
„Já, Guöbjartur málaði þessa
mynd," segir hún og fær mér bók.
„Þetta eru ljóðin hans og mynd-
irnar eru líka eftir hann. Síðustu
ljóöin fann ég í skrifborðsskúff-
unni þegar hann var látinn og af
þeim má ráöa aö hann geröi sér
glögglega grein fyrir því sem að
dró."
Texti: Áslaug Ragnars
Mynd: Pjetur Sigurösson
Fjárfestu
í sparnaði og
þú ert á grænni
grein til
frambúðar!
SFVURIASKRiFT