Tíminn - 04.08.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.08.1995, Blaðsíða 8
8 Föstudagur4. ágúst 1995 Mikio hatur ao baki bessu stríbi segir Gísli jóhannsson, sem starfar hjá hjálparsveitum Sameinubu þjóöanna á Balkanskaga og hefur tvisvar horft í gapandi byssukjaft í starfi sínu Stríösátök berast íslendingum sem fréttir úr fjarska; hörmulegar en gera engu aö síöur oft aöeins tak- markaöa grein fyrir aöstæöum og hvemig daglegu lífi almennings, sem býr viö stööugar ógnir frá byssukjöftum og sprengikúlum, er háttaö. Frásagnir fréttamanna móta skoöanir fólks á stríösátök- um og veröa oft þess valdandi aö almenningur í fjarlægum löndum og heimshlutum setur hina stríö- andi aöila í gamalkunnan búning ævintýrisins. Þann búning þegar hiö góöa tekst á viö þaö ilia án þess aö gera sér grein fyrir hverjir hinir raunverulegu stríösvaldar eru. Um þetta em mörg dæmi og hiö síöasta frá þeim átökum sem nú fara fram á milli þeirra þjóöa og þjóöarbrota er mynduöu fyrr- um Júgóslavíu. Af daglegum fréttaflutningi má einkum ráöa aö serbneska þjóöin eigi í landvinn- ingastríöi og svífist einskis viö aö berja á nágrönnum sínum í Kró- atíu og einnig múslímum til aö gera hugmyndina um Stór-Serbíu aö veruleika. Þótt aö baki þessum átökum búi flókiö mynstur ólíkra þjóöfélagshópa og oft ógreinilegra landamæra, þá hættir hinum al- menna hlustanda og lesanda til aö færa Serba í búning þess vonda á meöan misgjöröir annarra stríös- aöila eru litnar vorkunnaraugum. En hvernig horfa málin viö frá sjónarhóli manns sem kynnst hef- ur átökunum af eigin raun, dvaliö á viökomandi svæöum og tekiö þátt í daglegu lífi íbúanna meö störfum sínum? Gísli Jóhannsson hefur dvaliö í Split í Króatíu frá því í nóvember á síöasta ári þar sem hann starfar viö birgöaflutninga á vegum hjálparsveita Sameinuöu þjóö- anna. Á þeim tíma hefur hann far- iö margar feröir frá Króatíu inn í Bosníu þar sem stríösátökin eiga sér einkum staö. Aö þeirri reynslu fenginni kveöst hann telja aö fjöl- miölar dragi upp of einfalda mynd af þessum styrjaldarátökum og hætta sé á aö almenningur fái rangar hugmyndir um orsakir stríösins og gang mála. Hann segir Serba herskáa, en tæpast sé hægt aö tala um Króata og múslíma sem engla. Hatriö á milli þessara þjóöa sé ekki einungis mikiö, heldur eigi þaö sér mjög djúpar rætur í sög- unni. „Hver kynslóö innrætir bömum sínum þvílíkt hatur á nágranna- þjóöunum aö engu er líkara en aö tíminn hafi staöiö í stað í áratugi og jafnvel aldir. Um leiö og harö- stjórn kommúnismans lauk tók ný kynslóð stríösmanna í gikkina þar sem afar og langafar þeirra hættu." Þegar saga úr upphafi Bosníu- stríösins, um mann sem skaut eig- inkonu sína eftir langt hjónaband af því hún var af ööru þjóöerni og nú var hafiö stríö á milli þjóöar- brotanna, var borin undir Gísla kvað hann slíkt auöveldlega geta gerst. Svo ótrúlegir hlutir hafi orö- iö, því þetta rótgróna hatur viröist öllum öörum tilfinningum yfir- sterkara. Eflaust er það ævin- týraþráin En hvaö kemur manni ofan af friðsömu íslandi til aö ráöa sig til feröalaga um lönd þar sem stríö geisar? „Eflaust er þaö ævintýraþráin," segir Gísli, sem kvaöst hafa rekiö augun í auglýsingu á síöasta hausti þar sem auglýst var eftir starfsmönnum til hjálparstarfs á vegum Sameinuöu þjóöanna í Bo- sníu. Hann kvaöst þá hafa verið frá störfum um tíma vegna veik- inda og að þeim tíma loknum hafi hann ákveöið að breyta til frá skrifstofuvinnunni. „Þegar ég las auglýsinguna fannst mér ég fá ákveöiö tækifæri og sótti um. Nokkur tími leið áöur en ákveöið var aö ég kæmist út, en ég fór síö- an í nóvember og konan kom á eftir mér um áramótin. Ég var upphaflega ráðinn sem bílstjóri á flutningabíl, en starfa nú sem einskonar leiöangursstjóri. Það starf felst í aö fara fyrir bílalestum, kanna hvort leiöin sé greiö og láta vita af hættum. Ráðningarsamn- ingurinn gerir ráö fyrir aö skila venjulegri 40 stunda vinnuviku, en atvikin ráöa því nokkuð á hvaöa tíma unniö er. Feröirnar meö vistir frá Split, sem er á Adría- hafsströndinni, inn í Bosníu taka mislangan tima; allt eftir því hvaöa aöstæður mæta manni í hverri ferð." Keðjur í „skaðabæt- ury/ fyrir tjón „Umferöin er um flest öðruvísi en viö þekkjum. Mörg ökutæki innfæddra em í þannig ástandi aö þau yröu tekin úr umferö í lönd- um Vestur- Evrópu. Margir bílar em gamlir og viðhaldi flestra mjög ábótavant. Lítiö eftirlit virðist vera meö ökutækjum og jafnvel skrán- ingu þeirra og því flestu ekiö sem á annað borö fæst af stað. í öðru lagi er fátítt að umferðarlög eins og við þekkjum þau séu virt. Frumskógarlögmálin eru ríkjandi og innfæddir telja sig ætíö eiga réttinn gagnvart útlendingum, beri eitthvaö út af. Þetta skapar okkur sem vinnum að hjálpar- starfinu ákveðna erfiðleika. Oft þurfum viö aö semja við innfædda ökumenn og þótt þeir aki á bif- reiðar okkar, þá er yfirleitt ekkert þeim sjálfum að kenna. Vegakerfiö er einnig með allt öörum hætti en viö eigum aö venjast. Vegir eru mjóir og á mörgum vegarköflum er ekki hægt að mætast. Sé mikil umferö á móti, er oft ekki um annaö að ræöa en bíöa og biðin getur oröið löng fyrir bílalestir Sameinuöu þjóðanna, ef heima- menn ætla ekki aö víkja. Skammt frá Split þurfum viö að fara um fjallveg. Þrönga og erfiöa leið þar sem illt er aö athafna sig í mikilli umferö. Þaö skapar mikla erfiö- leika aö vetrinum, því talsvert snjóar á þessum slóðum. Einkum eftir aö kemur inn í landiö og einnig á fjallvegum. Innfæddir þekkja hinsvegar iítiö til þess bún- aðar sem viö teljum sjálfsagöan og nauösynlegan til vetraraksturs. Vetrarhjólbaröar og keðjur eru eitthvaö sem er þeim að mestu framandi og er ekki til. Ég minnist atviks frá liðnum vetri þegar inn- fæddur vörubílstjóri ók á einn af bílum okkar og olli verulegu tjóni á honum. Hann skeytti í fyrstu ekkert um áreksturinn, en kom síðan á eftir okkur og heimtaði há- ar skaðabætur fyrir að við hefðum skemmt bíl hans. Hann ætlaði hreinlega aö ráöast á okkur. Eftir samningaþóf með aöstoö túlks gekk hann þó að því aö fá einar keðjur í „skaöabætur" fyrir aö aka á okkar bíl og valda okkur tjóni, þótt hann slyppi sjálfur tiltölulega vel. Þannig þarf oft að gera út um mál af þessu tagi." Að selja sama drop- ann nógu oft Gísli viðurkennir að skortur hinna innfæddu valdi því að nokkru leyti að þeir vilja ná öllu sem unnt er aö komast yfir, en fleira komi þó til. „Aö mörgu leyti eru þessar þjóö- ir um þremur áratugum á eftir Vestur-Evrópu í allri þróun. Við þaö bætist stríösástandiö og á sumum svæöum er ekkert efna- hagslíf í gangi. Atvinnutækin eru lömuð, flest viöskipti fara fram á svörtum markaöi og þaö fólk, sem ekki er annaðhvort flúiö eöa látiö, leitar jafnvel ætis á ruslahaugun- um. Ég hef séð fólk efna til mark- aöa viö kertaljós, því víöa er ekkert rafmagn og borgir og bæir myrkv- uö um nætur. í Bosníu er eitt stærsta stáliöjuver í heimi. Þar unnu um 20 þúsund manns, en nú eru aðeins um 500 manns að störfum í verinu. Þetta ástand á við um stóran hluta Bosníu, en öðru máli gegnir um Króatíu. Stríðsreksturinn sjálfur hefur ekki náö þangað nema að litlu leyti og mannlífið gengur sinn vanagang, þótt merkja megi margvísleg áhrif frá átökunum í austri. í Króatíu birtist afleiöing stríösrekstursins meöal annars í taumlausri græðgi íbúanna. Króatar eru þjóöin sem reynir aö græöa á ástandinu. Hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna er að mestu staðsett í Króatíu og við finnum áþreifanlega fyrir þeim hugsunarhætti heimamanna að alþjóðasamtökin séu ekki of góð til að greiða vel fyrir alla þjónustu og helst margfalt verö. Sá tími, sem ég hef starfað hjá hjálpar- sveitum Sameinuöu þjóðanna, hefur fært mér þau sannindi aö mestu skúrkana sé að finna á meö- ai Króata." Gísli segir aö um leið og Króatar vilja aö gæslulið Sameinuðu þjóð- anna afvopni Serba og stöðvi stríðsrekstur þeirra og landvinn- inga, reyni þeir aö mergsjúga það sem mest þeir mega. „Ég get nefnt dæmi. Viö kaupum eldsneyti á bíl- ana af Króötum og í hvert skipti sem dælt er á bíl þá verðum viö að standa yfir starfsmönnum bensín- stöövanna. Að öörum kosti eru þeir vísir til þess að „gleyma" aö núll- stilla dælurnar eða falsa tölur með öðrum hætti til þess að geta selt sama dropann nógu oft. Og þetta er aðeins eitt dæmi um hugsunar- hátt þeirra. Skömmu eftir aö við komum út gisti kona hjá okkur í nokkrar nætur. Ekki ieib á löngu þar til húseigandinn kom til að rukka okkur um aukaleigu fyrir aö hafa leyft henni að sofa í íbúöinni með okkur í nokkrar nætur. Ég neitaði að borga hærri leigu af þessum sökum og bauðst til að flytja út, sem við gerðum. Þab varð okkur raunar til góðs, því nú erum viö mjög heppin með leigusala." Ab sumu leyti í okkar sporum „Króatarnir eru grimmir og þeir eru einnig í betri aöstööu til að fara fram með þessum hætti en aðrir íbúar fyrrum Júgóslavíu. Þeir eru aö sumu leyti í sambærilegri stöðu og Veríö aö lagfœra kœlibúnaö á gám meö hjálpargögn í Zagreb í júní. Gísli jóhannsson er lengst til hcegri, en meö honum á myndinni er einskonar þverskuröur af þeim mannskap sem sinnir hjálparstarfi Sameinuöu þjóöanna í ríkjum fyrrum júgóslavíu. Þar er aö finna Kanadamann, sem situr á flutningapallinum, Indverja standandi til hliö- ar, Portúgali og Breti bogra viö kœlibúnaöinn og til hliöar viö Gísla stendur Pakistani.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.