Tíminn - 04.08.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.08.1995, Blaðsíða 5
Föstudagur 4. ágúst 1995 5 jón Kristjánsson: Heilbrigðisþjónustan: markmið og leiöir íslendingar hafa sett sér það markmið aö allir eigi kost á fullkominni heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags eða þjóðfélagsstöðu. í þess- um anda hefur verið unnið að uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar á undanförnum ár- um, og ekki verður annað sagt með sanngirni en að þetta markmið hafi náðst í öllum meg- indráttum. Starfsfólk hennar er vel menntað, jafnt læknar sem annað starfsfólk. Hins vegar hefur kostnaðarþáttaka notenda aukist nokk- uð síðustu árin. Það kostar hins vegar mikla fjármuni að ná þessu markmiði og ekki síður að halda því undir þeim breytingum sem stöðugt verða í læknavísindum og lyfjameðferð. Hvaö kostar heilbrigöis- og tryggingakerfið? Fjárframlög ríkissjóðs til heilbrigðis- og tryggingarmála námu á árinu 46,2 milljörðum króna af 119,5 milljón króna heildarútgjöld- um. Þessi upphæb skiptist þannig að í rekstur fara 45 milljarðar króna, í viðhald 213 millj- ónir og í stofnkostnaö liðlega 1 milljarður króna. Þess má geta ab sértekjur sem notendur borga eru 2,5 milljarðar króna, þannig að heildarútgjöldin eru 48.7 milljarðar króna. Tryggingakerfið tekur til sín stærsta hlutann af þessum 46.2 milljörðum króna, eða 26.8 milljarða, en næst koma sjúkrahúsin í land- inu, en á fjárlögum ársins 1995 er veitt til þeirra 18.7 milljörðum króna. Þarna er um gífurlegar fjárhæðir að ræða, en þrátt fyrir þetta hafa mörg sjúkrahús átt viö rekstrarvanda að stríða og farið fram úr fjár- lögum. I skýrslu ríkisendurskoðunar um fram- kvæmd fjárlaga sem út kom nú í vikunni kem- ur fram að framlög til sjúkrahúsa hækkuðu að raungildi árið 1994 um 290 milljónir króna frá árinu áður, en gert var ráð fyrir að framlögin lækkuðu í ár um 352 milljónir frá síðasta ári. Gert er ráð fyrir því í skýrsíunni aö fjárvöntun sjúkrahúsanna á þessu ári verði 651 milljón króna. Breyttar aöferöir? í skýrslu ríkisendurskoðunar segir svo orð- rétt um þessi mál: „Ekki verður lengur fram hjá því litið að breyta þarf aðferðum við niðurskurð ef ná á fram sparnaði í rekstri sjúkrahúsanna. Reynsl- an sýnir að þó svo að spamaðúr náist fram á tilteknum sviðum eða hjá einstöku sjúkrahús- um hefur það ekki dugab til að mæta útgjalda- aukningu hjá kerfinu í heild". Það er hárrétt að víða hafa verið uppi til- raunir til þess að spara. Allir þekkja umræðuna sum sumarlokun deilda á sjúkrahúsum sem sumpart eru tilkomnar vegna sumarleyfa starfsfólks en eru að öðru leyti þáttur í þessari viðleitni. Það er þó staðreynd sem aldrei verð- ur umflúin að málið snýst um sjúklinga. Lok- un á einum stað getur valdið vandræðum og kostnaðarauka annars staðar í kerfinu. Ný markmiö í skýrslu Ríkisendurskoðunar er ennfremur rætt um markmið með rekstri sjúkrahúsanna og þar segir svo: „Telja verbur að nú sé komiö að þeim tíma- punkti að stjórnvöld þurfi að taka ákvarðanir um þjónustustig og gæði þeirrar þjónustu sem sjúkrahúsunum er ætlað að veita og að fram- lög verði ákveðin í samræmi við það". Með öðrum orðum þýðir þetta að endur- skipuleggja þurfi markmið heilbrigðisþjónust- unnar. 1 þessu sambandi vil ég segja að mér er þab óljúft sem stjórnmálamanni að hverfa frá Menn og málefni því markmiði að landsmenn eigi kost á full- kominni heilbrigðisþjónustu án tillits til efna- hags. Ég vil láta reyna enn betur á það hvort hægt er að nýta þá fjármuni betur sem fara til heilbrigðismála. Þar er um háar fjárhæðir að ræða, eins og fram kemur hér aö framan. Nýting mannvirkja Landlæknir skrifaði á dögunum grein í Morgunblaðið þar sem hann deilir á stjórn- málamenn fyrir framkvæmdagleði og ofgnótt steinsteypu í heilbrigðisgeiranum. Við stjórn- málamenn verðum að axla þá ábyrgð og ég tek undir það með honum að það er brýnna nú að skoða skipulag þjónustunnar í heild og nýtingu þeirra mannvirkja sem fyrir hendi eru heldur en að ráðast í nýjar stórframkvæmdir. Innan heilbrigðisráðuneytisins er nú unnið að athugun þessara mála og meöal annars er það skoðað hvort svæðisbundnar yfirstjórnir heil- brigðismála eru til bóta. Satt að segja hefur aldrei fullkomlega verið unnið úr þeim breyt- ingum sem urðu með nýrri verkaskiptingu sveitarfélaga árið 1989 þar sem ríkið tók við öllum rekstri heilbrigðiskerfisins. Þessi mál eru viðkvæm, og skýrsla um skipulag og verkaskiptingu sjúkrahúsanna sem sá dagsins ljós veturinn 1994 hlaut hinar verstu viðtök- ur, ekki síst vegna þess að hún gerði ráð fyrir að bráðaþjónusta yrði lögð niður í heilum landshlutum. Þessar viðtökur breyta ekki þörf- inni á því að huga ab frekari verkaskiptingu sjúkrahúsa en verið hefur ef það má leiða til sparnabar. Þær tillögur verða hins vegar að vera þannig undirbyggðar að einhverjar líkur séu á því að ná sátt um þær. Sjúkrahúsin á höfuöborgar- svæöinu Til Ríkisspítalanna er varið 6,5 milljöröum króna og 3,7 til sjúkrahúsa Reykjavíkur, Borg- arspítalans og Landakots, samkvæmt fjárlög- um 1995. Þarna er um gífurlega mikla starf- semi að ræða. Skipulagsmál þessara stofnana eru því afar mikilvæg og hafa verið til með- ferðar á undanförnum árum, en ekki er að sjá að sú endurskipulagning hafi leyst þann stöð- uga fjárhagsvanda sem viö er að etja. Landa- kotsspítali var sameinaður Borgarspítalanum og hófst sá ferill í árslok 1991 og var unnið að málum í miklum flýti. Reyndar höfðu erlend- ir sérfræðingar varað við þeirri leið að byggja upp tvö jafnstór sjúkrahús í samkeppni á höfbuborgarsvæðinu, sem væri ætlað að leysa af hendi hátæknilækningar og vera háskóla- sjúkrahús. Á þetta var ekki hlustað. Ábyrgð fagfólks og stjórn- málamanna Ég hef áður sagt að ég vil láta reyna á það hvort skipulagsbreytingar í stjórnun og verka- skiptingu sjúkrahúsanna geta skilaö sparnaði. Ef svo er ekki þá er ekki önnur leið heldur en setja ný markmið. Reynslan hefur verið sú að kostnaöurinn við heilbrigðisþjónustuna vex með ári hverju. Hins vegar verbur fagfólk aö leggja fram tillögur um hvað á að hafa for- gang. Stjórnmálamenn verða síðan að koma til og vinna þeim fylgi meðal þjóðarinnar. Þessi vinna er afar erfið því málaflokkurinn er ofurviðkvæmur. Tæknin við lækningar vex hröðum skrefum, og spurningarnar sem vakna geta varðað mörk lífs og dauða og varð- aö bæði heilbrigðismál og siðfræði. Þab má ekki ske að stjórnmálamenn og fagfólk kasti á milli sín ábyrgð í þessu efni. Skyldur beggja eru mjög alvarlegs eðlis svo ekki sé meira sagt. FOSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES FERÐAMENN í FLÖSKUHÁLSI Nú ersjálf verslunarmannahelgin að hefjast með meiri vinnu versl- unarmanna um allt land og eink- um og sérílagi á frídegi verslunar- manna. Helgin er með hefð- bundnu sniði en sérstök ástæba er til að lofa áræðni nokkurra ungra Uxa sem bjóða upp á alþjóölega dagskrá meb Björk okkar í broddi • fylkingar. Kirkjubæjarklaustur er aftur komið á kortið eftir eldmessu jóns prófasts Steingrímssonar í Síðueldum. Ferðaútvegur landsmanna vex hratt meb ári hverju og er oröin fjörug atvinnugrein. Hvert hérabið á fætur öðru er að vakna til lífsins og gerir út á sérkenni sín í túnfæt- inum. Erlendum ferðamönnum fjölgar stöbugt og tekjur nálgast tuttugu milljarða króna á ári. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið: í Morgunblaðsfrétt á fimmtudag segir Magnús Oddsson ferðqmála- stjóri að flutningar á fólki til lands- ins hafi farib um flöskuháls í júlf- mánuði. Fyrir bragðið hafi færri er- lendir ferbamenn komist en vildu og þrátt fyrir ab þeim hafi fjölgað á milli ára. Sú var tíbin að flutning- ar á fólki voru til fyrirmyndar en misjafnlega tekið á móti gestum. Áratugum saman voru bæði Flugfélag íslands og Loftleiðir á markabnum. Flutningar jukust þá stöbugt til íslands og einkum frá um 1960 til 1973. Þá voru félögin tvö sameinuö í Flugleibir og tala ferbamanna stóð í stað til ársins 1982 þegar Arnarflug hóf ferðir á milli landa. Erlendum ferbamönn- um fjölgabi þá aftur og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast síban. Til skamms tíma var Ijósvakinn yfir íslandi heftur í bak og fyrir og stjórnvöld nutu þess að úthluta honum eftir geðþótta. Svo var slakab á útvarpsrekstri og öllum leyft að reka bæði hljóðvarp og sjónvarp. í dag er Ijósvakinn orð- inn umtalsverð atvinnugrein fyrir Ijósvíkinga og neytendur hafa úr nógu að moða allan sólarhringinn. Sama máli gildir um hinn helm- ing Ijósvakans. Meb opnum Evr- ópumarkaði er landið galopib fyrir flugfélögum álfunnar og Bandarík- in opnast brátt á sama hátt. íslensk stjórnvöld ráða ekki yfir Ijósvakan- um til eilífbarnóns og landið verð- ur senn hluti af heimsmarkabnum. Margháttub reynslan sýnir ab frelsið er skárri kostur en skömmt- un þegar öllu er á botninn hvolft. Það hleypir nýju lífi í ferbaútveginn hvort sem Flugleibir eða gistibóndi eiga í hlut. En frelsið er ekki bara fyrir ferðaútveginn og engin þjób er jafn háb flugferðum og íslend- ingar sjálfir. Frjáls Ijósvaki þýðir líka fleiri kosti fyrir heimamenn og lægra verð á milli landa jafnt sem innan lands. En um verslunarmannahelgina halda flestir íslendingar sig við bíl- inn og spenna beltin. Muna vel að umferðarskyldan er jafn snar þátt- ur í umferðarlögunum og umferð- arrétturinn. Sýna aðgát í nærveru sálar og gang hægt um gleðinnar dyr. Góða ferð!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.