Tíminn - 04.08.1995, Blaðsíða 18
18
ftMtiwt
Föstudagur 4. ágúst 1995
Neville Chamberlain, forsœtisrábherra Breta, rœbir vib Ribbentrop, utanríkisrábherra Þýskalands.
Neville Chamberlain var fjár-
málaráðherra Bretlands frá
1931, þegar mest kreppti aö at-
vinnulífi heimsins, fram * til
1937, aö hann varö forsætisráð-
herra. „Víst þótti, aö Cham-
berlain mundi glæsilega ljúka
stjórnmálaferli sínum. Niðr-
andi umfjöllun hefur síöan leitt
til falskrar útlagningar á stefnu
Bretlands gagnvart Hitler fyrir
sakir þess, aö áhugarriál Cham-
berlains og stefnumiö hafa ver-
ið misskilin. Sá ófarnaður, sem
beið hans, varö ekki rakinn til
grunnhyggni eöa fávisku. Niðr-
andi ummæli um Chamberlain
hafa eyðilagt oröstír hans og
leitt til falskrar sögulegrar út-
lagningar. ... Athafnir hans
verða ekki sagðar sprottnar af
þröngsýni og vanþekkingu á
meginlandi Evrópu. Áriö 1938
fór Chamberlain sennilega vill-
ur vegar og Churchill rataði
sennilega rétta leiö, en Cham-
berlain haföi gegnar ástæöur
fyrir skrefum sínum til ófarnað-
ar." (Bls. 9-10)
I
Fyrsta prófraun Þjóðabanda-
lagsins í milliríkjamálum var
innrás Japans í Mansjúríu 1931.
„Aö baki stefnu Bretlands voru
tvær forsendur; önnur var sú,
aö Bretland eitt sér gæti ekki
hætt á styrjöld við Japan; hin
var, aö Bandaríkin mundu ekki
hætta á styrjöld viö Japan. ...
Simon, breski utanríkisráðherr-
ann, spuröi Stimson, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, hvort
hann hygöi á aðrar aögeröir til
aö stööva framrás Japans en
mótmæli. Forsætisráðherran-
um, MacDonald, ritaði Simon,
að „Stimson hafi svaraö því til,
aö ekki gæti verið um annað aö
ræða en mótmæli." (Bls. 37) ...
Vandinn í Austurlöndum fjær
varö til þess, aö Neville Cham-
berlain vakti máls á endurskoð-
un á stefnu Bretlands í grund-
vallaratriðum. Hann kvað vin-
áttu Japans vera Bretlandi mik-
ilvægari en * vinátta
Bandaríkjanna og velviid Kína
og vina Þjóöabandalagsins."
(Bls. 43)
„Alþjóðleg ráðstefna um af-
vopnun kom saman í Genf 2.
febrúar 1932. í Versalasamn-
ingnum var kveöið á um af-
vopnun Þýskalands, „til aö
unnt yröi yfirleitt aö setja tak-
mörk viö vígbúnaði sérhverrar
þjóöar". ... I september 1932
kallaöi þýska ríkisstjórnin, und-
ir forsæti von Papens, fulltrúa
heim frá ráöstefnu um afvopn-
un. ... í desember 1932, mánuöi
áöur en Hitler varö þýskur ríkis-
kanslari, sendi þýska ríkis-
stjórnin, þá undir forsæti Schle-
ichers, þá aftur á ráðstefnuna.
... í október 1933 kvaddi Hitler
þá aftur heim og sagöi Þýska-
land úr Þjóöabandalaginu. ...
Eden, þá innsiglisvöröur kon-
ungs, fór til Berlínar og ræddi
viö Hitler 21. og 22. febrúar
1934. ... Eden varö þess vís,
hvers Hitler kraföist, og Bretar
felldu kröfur hans inn í breyttar
tillögur sínar um afvopnun,
upphaflega fram settar í janúar
1934. ... Þýskaland fengi að
þeim 300.000 manna her og
flugher til hálfs á við hinn
franska. ... Bretar báöu nú hina
nýju ríkisstjórn Doumergues að
fallast á þýskan endurvígbúnaö
án rammlegrar tryggingar ör-
yggis Frakklands. ... Hinn 17.
apríl 1934 ákvað ríkisstjórn
Doumergues aö hafna bresku
málaleitaninni um umburöar-
lyndi gagnvart Hitler og ólög-
mætum endurherbúnaði Þýska-
lands." (Bls. 16-18)
„Baldwin, eins og frásögn
hans síöar er til marks um, áleit
sem Chamberlain um þetta
leyti (1935), að endurvígbúnaö-
ur hefði dregist um of á lang-
inn. Þegar í árslok 1934 haföi
Baldwin reynt aö fella öryggi
ríkja að fjölþjóölegu samkomu-
lagi að hernaðarlegum styrk í
stað þess aö hafa yfir viðkvæðið
um Þjóðabandalag og afvopn-
un.... Breskum ráöherrum þótti
Þjóðabandalagið aödáunarvert
og ákjósanlegt, en óraunhæft í
ófullkomnum heimi." (Bls. 47)
II
„Áriö 1935, fram til október,
fór um 225.000 manna ítalskt
herliö suöur um Súezskurð. ...
ítalskar hersveitir hófu árás sína
á Eþíópíu 3. október 1935.
Fram til þess höföu Bretland og
Frakkland leitað friösamlegrar
lausnar, en það kom fyrir ekki.
Breska ríkisstjórnin komst að
þessari niöurstööu: Beinlínis
væri breskum hagsmunum í
Afríku norðaustanverðri ekki
ógnaö, þótt Ítalía legöi Eþíópíu
undir sig; almenningsálit knýöi
samt sem áöur fram stuðning
Bretlands við nokkrar aögeröir
Þjóðabandalagsins gegn Ítalíu."
(Bls. 47-48)
„Almenningsálitið krafðist
fjölþjóölegra aðgeröa. Herþjón-
ustan, einkum flotaforingjar,
lagöist gegn þeim. Flestir flota-
foringjar höfðu ímugust á
Þjóðabandalaginu og stuðn-
ingsmönnum þess. ... Þjóða-
bandalagiö kom þeim fyrir
sjónir sem ráðabrugg til aö
draga Bretland inn í deilur milli
ríkja hvar sem væri á hnettin-
um og til aö gera breska flotann
þannig aö alþjóölegu lögreglu-
liöi." (Bls. 49)
„Laval leysti þennan vanda
meö því aö heita Bretum ann-
ars vegar að fallast á refsiað-
gerðir eins og mestar mættu
veröa án þess aö knýja Ítalíu út
í stríð, en að segja Mussolini
hins vegar aö hann féllist ein-
ungis á hinar minnstu refsiað-
gerðir, sem á væri þörf til að
hindra almenna úthrópun
Frakklands á Bretlandi. (Bls. 51)
... Nefndir Þjóöabandalagsins
BÆKUR
skiluöu ekki áliti um gagnsleysi
skaðabóta, heldur mæltu þær
með banni við sölu vopna og
varnings til Ítalíu og viö lán-
veitingum til hennar og tók
þaö gildi í október." (Bls. 51)
„Um miðjan október neytti
Baldwin þess tækifæris, sem
nær allsherjar stuðningur viö
hin nýju stefnumið ríkisstjórn-
arinnar í utanríkismálum gaf
honum, til þess að efna til þing-
kosninga 14. nóvember. (Bls.
51- 52) ... Hoare og Vansittart
ræddu við Laval laugardaginn
og sunnudaginn 7. og 8. des-
ember 1935. Þeir töldu, aö
bann viö sölu á olíu til Italíu
kynni að egna Mussolini til aö
ráöast sem „óöur hundur" á
breskan herafla á Möltu og við
austanvert Miðjarðarhaf. ... Að
saman teknum tillögum Hoares
og Lavals yröi Ítalíu látinn eftir
sá hluti Eþíópíu, sem hún haföi
þegar hernumið, og á um þriöj-
ungi óhernumins hluta lands-
ins hlyti Ítalía einkaleyfi til at-
vinnulegra umsvifa og stjórn-
sýslu undir umsjá Þjóbabanda-
lagsins. Næstu tvær vikur kom
breska ríkisstjórnin fimm sinn-
um saman til aö ræöa tillögur
Hoares og Lavals. ... Til vand-
ræöa varö frönsk uppljóstrun
um tillögurnar í dagblööum aö
morgni 10. desember." (Bls. 53)
„í bresku ríkisstjórninni fóru
fram „mjög leynilegar umræö-
ur" 18. desember. ... Cham-
berlain skýröi svo frá, ab Hoare
hygöist tala fyrir tillögunum í
neöri málstofunni. í þrákelkni
sinni og sjálfsöryggi gekk
Chamberlain út frá því, aö ríkis-
stjórnin myndi styöja utanrík-
isráöherra sinn. Honum skjátl-
aðist. Hoare var gert aö segja af
sér eöa aö sjá sig um hönd. Af
minnisblaði í Beaverbrook-
skjölunum veröur ráöiö, aö
Baldwin hafi sent Neville
Chamberlain sem vinsamlegan
erindreka til enn eins fundar
viö Hoare og sagt Hoare, að
hann gæti treyst því, aö hann
yrði brátt skipaður í hátt emb-
ætti á ný, ef hann tæki á sig
ábyrgð á tillögum sínum og léti
í þagnargildi liggja fyrra sam-
þykki ríkisstjórnarinnar við
þær. ... Til aö rétta við orðstír
sinn sem stuöningsmanns
Þjóðabandalagsins skipaði
Baldwin loks Eden utanríkisráð-
herra 22. desember 1935." (Bls.
54-55)
„Þýskur her hélt inn í Rínar-
héruðin 7. mars 1936. Eftir þá
aögerö Hitlers voru engin lík-
indi á samþykki Frakka við
hertum refsiaögerðum gegn
Ítalíu. Fáeinum vikum síöar
lauk skipulagðri mótspyrnu í
Eþíópíu og keisarinn flýöi
land." (Bls. 56)
III
„Versalasamningurinn hafði
svipt Þýskaland öllum nýlend-
um sínum utan Evrópu.... Eden
setti fram (ath. í greinargerð)
hugsanlegar tilslakanir viö
Þýskaland: efnahagslega aöstoö
í formi lána og viðskiptalegar
ívilnanir; afhendingu ný-
lendna. ... Eden var samþykkur
þessari tilraun, þar eð breskur
almenningur féllist aðeins á, aö
brýn ástæöa væri til endurvíg-
búnaöar, ef slík tilraun hefði
veriö gerö og mistekist. (Bls. 59)
... Eden og Halifax lávarður,
sem skipaður haföi veriö inn-
siglisvöröur konungs, ráöherra
án ráðuneytis, héldu til Parísar.
Skýröu þeir 11. mars bresku rík-
isstjórninni frá vandkvæðum á
að róa frönsku ríkisstjórnina.
Frakkland æskti „haröra viö-
bragða". Við ögrun Þjóöverja
bæri að bregðast nú þegar, með-
an hætta á styrjöld væri „fjar-
læg". ... Þegar liöiö var fram til
15. mars viðurkenndi Flandin
utanríkisráöherra berum orö-
um, aö sér heföi mistekist ab
telja Breta á aögeröir." (Bls. 64)
„Eden sendi Baldwin rituö til-
mæli um uppsetningu nefndar
til aö fjalla um hugsanlegt
framsal nýlendna til Þýska-
lands. Forsætisráöherrann brást
þegar viö tilmælum hans og
setti upp Plymouth-nefndina 9.
mars. Aliti skilaði hún þremur
mánuöum síðar (Bls. 70). ...
Nefndin benti á, að hugmynd-
in um afhendingu nýlendna
væri fásinna. ... Síðan klykkti
hún út, aö Bretland ásamt
Frakklandi gæti einungis skilað
aftur Kamerún og Togolandi....
Skýrsla Plymouth- nefndarinn-
ar leiddi til töku ákvörðunar,
sem frá var skýrt í neðri mál-
stofunni 27. júlí 1936: „... á
framsali landsvæöa, stjórnaöra
í umboði Þjóðabandalagsins,
væru mikil vandkvæði — siö-
feröileg, stjórnmálaleg og laga-
leg — og hlyti ríkisstjórn hans
hátignar einarðlega aö játa, að á
þeim hefði hún enga lausn
fundiö." (Bls. 72)
„Þótt í London hefði breska
ríkisstjórnin falliö frá þeirri
hugmynd að semja um nýlend-
ur, átti Hjalmar Schacht, efna-
hagsmálaráöherra Þýskalands,
viöræöur viö Leon Blum, for-
sætisráðherra Frakklands, í Par-
ís um þær. ... Svo virðist sem
Blum hafi gefiö Schacht í skyn,
að hann kynni að vera reiðubú-
inn að ræöa um nýlendur og aö
hann mundi biðja Breta að
ganga til þeirra viöræðna. ...
Blum virðist hafa komið
Schacht á þá skoðun, aö Bretar
heföu beitt neitunarvaldi við
samningum, sem hann mundi
sjálfur hafa fagnaö. Sakir þess
kvartaöi Schacht reiður undan
fyrirstööu Breta. í árslok 1936
bárust þær umkvartanir til
eyrna Sir Frederick Leith-Ross,
en sem helsti efnahagslegi ráð-
gjafi ríkisstjórnarinnar var
hann embættismaöur í fjár-
málaráðuneytinu og ábyrgur
gagnvart Chamberlain fjár-
málaráöherra." (Bls. 72-73)
„í ítarlegri og vandlega sam-
inni orðsendingu var Sir Eric
Phipps (ath. þá sendiherra í Par-
ís) faliö að segja Blum, að „þess-
ara orðaskipta við dr. Schacht
bæri til fulls að neyta til aö
kanna horfur á allsherjar sam-
komulagi viö Þýskaland".
Breska ríkisstjórnin hefði þess
vegna hug á aö heyra, hvort
franska ríkisstjórnin væri reiðu-
búin aö taka til yfirvegunaT
framsal landsvæöa í Vestur-Afr-
íku í stjórnsýslu hennar í um-
boöi Þjóðabandalagsins. Phipps
átti mjög vinsamlegan „hádeg-
isveröar-fund" með Blum og
Delbos, franska utanríkisráð-
herranum. Þeir svöruöu skýrt
og kurteislega: „nei". ... Breska
ríkisstjórnin tók synjun Frakka
meö undraverðri rósemi." (Bls.
73;74)
Á ráðstefnu breska heims- og
samveldisins í júní 1937 „svar-
aöi Chamberlain, þá nýlega
oröinn forsætisráöherra, fyrir-
spurn frá forsætisráöherra Kan-
ada um stefnu Þýskalands: „...
þaö, sem þýska ríkisstjórnin
kysi helst, þótt hún skirröist við
aö segja þaö, væri nokkur að-
stoö af fjármálalegum og efna-
hagslegum toga. ... Sennilega
æskti hún einnig nokkurrar
stjórnmálalegrar friðþægingar,
sem geröi henni kleift að verða
dálítiö ágengt — þótt aö sjálf-
sögðu ekki aö valdbeitingu — í
grannlöndum meö allmarga
íbúa af þýsku þjóðerni." (Bls.
74)