Tíminn - 04.08.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 04.08.1995, Blaðsíða 19
Föstudagur 4. júlí 1995 19 Halldór Þóróarson vélstjóri Áttunda dag ágústmánaðar næstkomandi verður góðvin- ur okkar og veiðifélagi um ára- tugaskeið sjötugur. Halldór Þórðarson vélstjóri, Vogatungu 35 í Kópavogi, er maðurinn sá, er við félagar viljum senda hugheilar árn- aðaróskir á þessum tímamót- um. Dóri, eins og við nefnum hann okkar í milli, sleit barns- skónum við Sogið, mestu bergvatnsá landsins að talið er. Hans æskuheimili var að Syðri-Brú. Ungur að aldri hóf hann að veiða í Soginu og naut þá tilsagnar sér eldri og reyndari manna svo sem Jóns heitins Ögmundssonar, sem var ótrúlega liðtækur veiði- maður hvort heldur var við skot- eða stangaveiði. í Soginu veiddu þeir, áður en að það var virkjað, stærstu urriða sem um getur á land- inu. Slíkir fiskar sjást ekki lengur á þessum slóðum, hverju sem um er að kenna. Þarna var Dóri kóngur í ríki sínu, og náði brátt afbragð- stökum á því að munda byssu eða stöng. Eftir þjálfun og reynslu við Sogið varð Halldór einn alfremsti fluguveiðimað- ur landsins og mjög eftirsóttur leiðsögumaður margra útlend- inga sem koma til landsins til veiða, enda þekkir hann flest- ar laxveiðiár okkar frábærlega vel. Það er ekki að undra, nú er við viljum senda afmælis- kveðjur til vinar okkar, að nefna stangveiðina fyrst á nafn, því þar höfum við allir notið kunnáttu hans og til- sagnar í svo ríkum mæli að það verður aldrei fullþakkað. Vinátta góðra veiðifélaga í amstri hversdagsleikans er svo dýrmæt og hefur svo margt og mikið sér til ágætis að ekkert kemst í hálfkvisti við hana. Veiðiskap og aðra tómstunda- iðju nefna margir dellu. Orða- tiltæki okkar er því: „Dauður er dellulaus maður". Hefði þessi árátta ekki verið til staðar hjá okkur, væru vináttubönd okkar örugglega óviss. Þegar vinir eru vammlausir ætti að ríkja samræmi í skoð- unum þeirra og tilhneiging- um. Stundum kastast þó í kekki milli félaganna, og þá er það venjulega Dóri sem ber fram sáttaorð, með sinni ágætu geðprýði og stóískri ró- semi. Halldór Þórbarson meb fallegan feng. ÁRNAÐ HEILLA Halldór hefur tekið virkan þátt í starfi Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Hann var í stjórn þess um langt skeið, sat í mörgum árnefndum, fræddi menn um vatnasvæði félags- ins á fundum í „Opnu húsi" og þannig mætti lengi telja. Oddfellowhreyfingin heáir notið starfskrafta hans í ára- tugi. íþróttir hefur hann stundað, svo sem skíðagöngu og sund, en þó sérstaklega hnit eða badminton og var meðal annars í fyrstu stjórn Badmintondeildar KR. Starfsvettvangur Dóra hefir verið við vélstjórastörf á far- skipum og við Sogsvirkjun. Um tíma rak hann eigið fyrir- tæki, Vélsmiðjuna Dynjanda. Verslunarstörf stundaði hann hjá G. Þorsteinsson og Jóns- son, svo og í 17 ár hjá bifreiða- fyrirtæki Egils Vilhjálmssonar. Síðastliðin 16 ár hefur hann unnið hjá Myllan — Brauð h.f. hjá þeim bræðrum Jóni Albert og Kolbeini Kristinssonum, þar sem hann unir hag sínum afar vel. Gömul vísa segir: Ellin herðir átök sín, enda sérðn litinn. DAGBÓK |Lf\JVAAJU\JUAJUVJV\J| Föstudaqur 4 ágúst 216. dagur ársins -149 dagar eftir. 31. vika Sólris kl. 04.42 sólarlag kl. 22.23 Dagurinn styttist um 7 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Göngu-Hrólfar fara frá Risinu, Hverfisgötu 105, kl. 10 laugardag. Létt ganga innan borgarmarkanna. Kaffi á eftir göngu. Félag eldri borgara, Kópavogi Spiluð verður félagsvist að Fann- borg 8 (Gjábakka) í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Húsið öllum opið. Hana-nú, Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana- nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað molakaffi. Líf og fjör nibri á höfn Um verslunarmannahelgina verður ýmislegt í boði niðri á Mið- bakka í Reykjavíkurhöfn. Eimreiðin, árabáturinn og sælífskerin verða á sínum stað og kynnt verður ný notkun leiktækjanna. Krabbagildrur verða teknar upp kl. 11 daglega og geta allir fylgst með því. Á Miðbakk- anum verður einnig standur fyrir tilkynningar þar sem kynnt verður hvað er skoðunarvert hverju sinni á Hafnarsvæðinu og fleira sem tengist sjónum og sævarbúum. Hallgrímskirkja Á morgun, laugardag, leikur Dou- glas A. Brotchie, organisti Krists- kirkju, á orgel Hallgrímskirkju. Að- gangur ókeypis. Á sunnudagskvöld kl. 20.30 eru kórtónleikar. Heidel- berger Madrigalchor syngur kórtón- list m.a. eftir Schútz, Brahms, Mendelssohn og Hjálmar H. Ragn- arsson. Stjórnandi er prófessor Ger- ald Kegelmann. Aðgangseyrir 800 kr. Holtskirkja í Önundarfiröi Helgistund verður í Holtskirkju sunnudaginn 6. ágúst kl. 14. Staðar- prestur, sr. Gunnar Björnsson, préd- ikar og þjónar fyrir altari. Á undan embætti, eða kl. 13, verður komið saman við kirkjuna, og þá 'mun prestskonan, frú Ágústa Ágústsdótt- ir, rifja upp brot úr sögu staðarins og ræða um umhverfið. Verslunarmannahelgin í Vibey Á laugardag kl. 14.15 verður farið í gönguferð um norðurströnd Við- eyjar. Á sunnudag messar sr. Jakob Á. Hjálmarsson kl. 14. Þá verður sér- stök bátsferð með kirkjugesti kl. 13.30. Eftir messu, kl. 15.15, verður staðarskoðun heima við. Hún tekur um þrjá stundarfjórðunga og er öll- um auðveld. Á mánudag verður svo gönguferð um Austureyna. Ljós- myndasýningin í skólahúsinu verð- ur opin frá kl. 13.15-17.15 um helg- ina. Hestaleigan er einnig opin alla daga, upplýsingar í símum 5666179 og 8929179. Viðeyjarstofa verður að sjálfsögðu opin alla dagana. Bátsferöir verða úr Sundahöfn á klukkustundarfresti frá kl. 13. Á þriðjudag verður svo venju- bundin kvöldganga. Þá verður gengið um Vestureyna. Farið verður úr Sundahöfn kl. 20.30. Listasumar '95 á Akureyri: Frönsk lúbrasveit í göngugötunni í dag, föstudag, kl. 16 leikur franska lúðrasveitin L’Harmonie des Enfants de bayard í göngugötunni á Akureyri. Þetta er lúðrasveit frá bænum Pontcharra í frönsku Ölp- unum sem er á ferð um ísland, en Æviferðafótin mín fara að verða slitin. Þetta á ekki við hann Dóra okkar. Hár hans er að vísu ör- lítið grátt, en keikur er hann og léttur í spori á bökkum ánna í leit að ævintýrum við strengi og hylji djúpa. Hann fer að öllu með gát, er athugull og án alls óðagots og fums og ber ómælda virðingu fyrir um- hverfinu og öllu lífi í kring. Hann er náttúrubarn að sönnu. Ungur að aldri gekk hann að eiga Ingibjörgu Þórólfsdóttur, hina ágætustu konu, frá Fagra- dal í Dalasýslu, sem bjó hon- um afar gott og fallegt heimili, sem yndislegt er að koma á. Hin mannvænlegu börn þeirra eru fjögur: Þórólfur, Guð- mundur, Ágústa og Auðbjörg. Við viljum sérstaklega þakka Ingu eiginkonu Dóra, hve oft hún hefur leyft okkur að ræna honum úr faðmi fjölskyld- unnar í veiðiferðir, um leið og við óskum þeim innilega til hamingju á þessum tímamót- um. Einnig sendum við börn- um þeirra, mökum, barna- börnum og öðru venslafólki ágætustu óskir. Halldór veiðimaður verður að sjálfsögðu við eina af sín- um uppáhaldsám á afmælis- daginn og býbur vinum og vandamönnum upp á veislu- föng og veiði að höfðingjasið. Vinur kær. Innilegustu ham- ingjuóskir færum viö þér með þessum fátæklegu orðum á þínum merka degi. Vitur mað- ur sagði: Án dyggðar er engin vinátta. Lifðu heill um ókomna framtíð og njóttu í ríkum mæli útivistar við vötnin ströng. Þess óska af alhug veiðifélag- arnir JóhannGuðmundsson, Ólafur Ólafsson, Friðleifur Stefánsson tónleikarnir á Akureyri eru í röð fernra tónleika. Norræna húsib Danski forsætisráöherrann Poul Nyrup Rasmussen og frú Lone Dybkjær koma í opinbera heimsókn til íslands 7. ágúst. í tilefni af heim- sókninni heldur Lone Dybkjær fyr- irlestur í Norræna húsinu þ. 8. ágúst kl. 16.30. Fyrirlesturinn fjallar um reynslu hennar sem þingmanns á þingi Evrópusambandsins. Ab fyrir- lestri loknum svarar hún spurning- um vibstaddra. Allir eru velkomnir og aögangur ókeypis. Ab öðru leyti er dagskrá Norræna hússins svipuð: Dagskrá fyrir nor- ræna ferðamenn á sunnudag kl. 17.30. Bjarni Sigtryggsson flytur er- indi. Torben Rasmussen, forstjóri Norræna hússins, kynnir húsib kl. 17.30 á mánudag og þá um kvöldið kl. 19 verður kvikmyndin „Kristni- hald undir jökli" sýnd. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Smetana, Janacék og Faure á þribjudagston- leikum Á tónleikum, sem hefjast í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar kl. 20.30 á þriðjudagskvöld, verður flutt tón- iist fyrir fiðlu og píanó eftir Bedrich Smetana, Leos Janácek og Gabriel Fauré. Hjörleifur Valsson leikur á fiölu en píanóleikarinn er Urania Menelau. APÓTEK Kvold-, nætur- og helgldagavarsla apóteka f Reykjavfk frá 4. tll 10. ágúst er f Borgar apótekl og Grafarvogs apótekl. Þaó apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar f sfma 18868-Hafnargönguhópurinn: Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátíóum. Símsvari 681041. Hafnarfjörðun Hafnarfjaróar apótek og Norðurbæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar í simsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort aó sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opió í því apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opió frákl. 11.00- 12.00 og 20.00- 21.00. Á öórum tímum er lyfjafræóingur á bakvakt. Upplýs- ingar eru gefnar í sima 22445. Apótek Keflavíkun Opió virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opió virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokaó í hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til ki. 18.30. Opið er á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opió virka daga til kl. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekió er opió rumhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR 1. ágúst 1995 Mánabargreíbslur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 12.921 1/2 hjónalífeyrir 11.629 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 28.528 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 29.327 Heimilisuppbót 9.697 Sérstök heimilisuppbót 6.671 Barnalífeyrir v/1 barns 10.794 Meðlag v/1 barns 10.794 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns 1.048 Mæöralaun/feðralaun v/ 2ja barna 5.240 Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eba fleiri 11.318 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaba 16.190 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða 12.139 Fullur ekkjulffeyrir 12.921 Dánarbætur í 8 ár (v/ slysa) 16.190 Fæðingarstyrkur 26.294 Vasapeningar vistmanna 10.658 Vasapeningar v/ sjúkratrygginga 10.658 Daggreibslur Fullir fæðingardagpeningar 1.102,00 Sjúkradagpeningar einstaklings 552,00 Sjúkradagp. fyrir hvert barn á framfæri 150,00 Slysadagpeningar einstaklings 698,00 Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri 150,00 í ágúst er greidd 20% orlofsuppbót á fjárhæðir tekju- tryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilis- uppbótar. Uppbótin skerðist vegna tekna ísama hiutfalli og þessir bótaflokkar skerðast. GENGISSKRÁNING 3. ágúst 1995 kl. 10,55 Opinb. Kaup vidm.gengi Sala Gengi skr.fundar Bandarfkjadollar 63,11 63,29 62,95 Sterlingspund 101,18 101,44 100,47 Kanadadollar 46,46 46,64 46,11 Dönsk króna 11,671 11,709 11,690 Norsk króna ... 10,255 10,289 10,254 Sænsk króna 8,921 8,951 8,876 Finnskt mark 15,019 15,069 14,981 Franskur franki ....13,128 13,172 13,160 Belgfskur franki ....2,2003 2,2079 2,2083 Svissneskur franki. 54,68 54,86 54,63 Hollenskt gyllini 40,40 40,54 40,55 Þýsktmark 45,27 45,39 45,42 ítölsk Ifra ..0,04001 0,04019 6,457 0,03953 6,457 Austurrískur sch ,...!.6,433 Portúg. escudo ....0,4356 0,4374 0,4361 Spánskur peseti ....0,5292 0,5314 0,5283 Japanskt yen ....0,6966 0,6988 0,7117 irsktpund ....103,63 104,05 103,36 Sérst. dráttarr 97,43 97,81 97,90 ECU-Evrópumynt 84,27 84,57 84,35 Grfsk drakma ,...0,2803 0,2813 0,2803 BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 568-6915 AKUREYRI 461-3000 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.