Tíminn - 19.08.1995, Blaðsíða 1
Brautarhotti 1
SIMI 563 1600
STOFNAÐUR 1917
79. árgangur
Laugardagur 19. ágúst 1995
153. tölublaö 1995
Leigubílstjóri hjá BSR og
fyrrverandi starfsmaöur
SVR unir ekki brott-
rekstri úr starfi vegna
annarrar atvinnu:
Stefnir
forstjóra
SVR fyrir
Hérabsdóm
Gunnlaugur Óskarsson, leigu-
bílstjóri hjá BSR og fyrrver-
andi starfsmabur Strætis-
vagna Reykjavíkur, hefur
stefnt Lilju Ólafsdóttur for-
stjóra SVR fyrir hönd fyrir-
tæksins vegna meintrar ólög-
legrar uppsagnar í starfi og
verbur málib þingfest fyrir
Hérabsdómi seinnihluta
næsta mánabar.
Gunnlaugur krefst þess ab
uppsögnin verbi dæmd ólög-
mæt og fer auk þess fram á
skababætur frá SVR. Hann tel-
ur ab sér hafi verib sagt upp
störfum á röngum forsendum
en eins og kunnugt er þá voru
rökin fyrir uppsögninni þau ab
Gunnlaugur væri í tveimur
störfum, annarsvegar hjá SVR
og hinsvegar sem leyfishafi og
ökumabur leigubíls. Hann seg-
ir þab skjóta skökku vib ab vera
sagt upp störfum fyrir þab eitt
ab reyna ab sjá sér og sínum
farborba vegna þess ab laun sín
hjá SVR hefbu engan veginn
nægt til framfærslu. Þá neitabi
SVR ab greiba honum samn-
ingsbundinn uppsagnarfrest.
Gunnlaugur segir ab þrátt
fyrir ástæbuna fyrir brottrekstri
sínum væru enn ab störfum
hjá SVR vagnstjórar sem vinna
líka sem leigubílstjórar og
væru auk þess leyfishafar eins
og hann. Hann segist hafa
kynnt sér þrjú lögfræbiálit áb-
ur en hann tók ákvörbun um
ab höfba mál gegn SVR og tel-
ur ab röksemdir SVR fyrir upp-
sögninni standist ekki. Hins-
vegar væru málavextir kannski
abrir ef honum hefbi verib sagt
upp án ástæbu, eins og at-
vinnurekendur gera einatt. Þá
mun öbrum starfsmanni hafa
verib sagt upp störfum hjá SVR
af sömu ástæbu en sá fékk
hinsvegar ab vinna uppsagnar-
frestinn öndvert vib Gunn-
laug.
Hann telur jafnframt ekki
ólíklegt ab pólitískar ástæbur
séu fyrir sínum brottrekstri, en
hann var á sínum tíma hlynnt-
ur breytingum á rekstrarformi
SVR yfir í hlutafélag eins og
stefnt er ab meb ríkisbankana
en ekki einkavæbingu sem
slíkri.
Ekki nábist í Lilju Ólafsdótt-
ur forstjóra SVR sem mun vera
í sumarfríi. Arthur Morthens
stjórnarformabur SVR segir ab
þetta mál verbi ab hafa sinn
gang, en þarna sé um ab ræba
ákvörbun forstjóra fyrirtæksins
sem hefur meb málefni starfs-
manna ab gera. Hann segir ab
stjórn SVR sem slík taki ekki af-
stöbu til þessa máls. ■
... # / , S M f i • Timamynd CS
Eldgleypir a Ingolfstorgi
Sólin kom loks fram úr skýjunum íhöfuöborginni, á 209 ára afmœlisdegi hennar ígær. Miöborgin iöaöi af mannlífi og mikiö um aö vera.
Ljósmyndarinn hitti fyrir þennan eldspúandi unga mann á Ingólfstorgi.
Breskir reykingamenn þurfa aö borga um 30% hœrra iögjald af líftryggingum vegna meiri
áhœttu. Islensk tryggingafélög:
Til umræbu aö stromp-
ar greiöi hærri iögjöld
Stjórnendur stærstu lífeyris-
tryggingafélagaganna í Bret-
landi hugleiba nú hvort þau
eigi ab feta í fótspor Stalwart
Assurance, sem hefur ákveb-
ib ab borga reykingamönn-
um allt ab 9% hærri lífeyri á
ári, samkvæmt frétt The
Sunday Times. Ástæbu þess
ab félagib telur sér þetta fært
segir blabib þá, ab reykinga-
fólk deyi jafnabarlega mun
yngri ab árum en þeir sem
ekki reykja. Til ab hljóta
þessi vildarkjör verbur fólk
ab undirrita yfirlýsingu um
þab, ab hann/hún hafi reykt
ab minnsta kosti í 10 ár og
ekki færri en 10 sígarettur á
dag. Reykingamenn sleppa
hins vegar hreint ekki svo
vel, því þegar þeir kaupa sér
líftryggingu á ungum aldri
þurfa þeir ab borga kringum
30% hærra ibgjald en abrir —
vegna þess ab þeim er einnig
hættara vib daubsföllum á
unj^im aldri.
Ólafur Haukur Jónsson,
deildarstjóri hjá Sjóvá Almenn-
um, var spurbur hvort reyk-
ingavenjur fólks hefðu einnig
áhrif á iðgjöld við kaup á líf-
tryggingum hér íslandi, en
mjög lítið er um kaup á lífeyris-
tryggingumm hér enn sem
komiö er.
„Nei, líftryggingariðgjöld eru
óháð reykingum fólks hér á
landi. Hins vegar hefur þetta
oft komið til umræðu. Ég veit
að nokkur erlend tryggingafé-
lög hafa þetta á þennan veg, en
færri þó. Miklu fleiri eru meb
sama iðgjald fyrir þá sem ekki
reykja og hina," sagði Ólafur
Haukur. „Ég held ab það hafi
einna helst staðið í mönnum,
og kannski okkur líka, það er
spurningin: Hver reykir og
hver reykir ekki og hvenær eru
menn þá lausir undan þessu ef
þeir hafa reykt?" Ólafur Hauk-
ur segir það í sjálfu sér rökrétt
að reykingafólk þyrfti ab greiða
hærri ibgjöld. En að sama skapi
mætti þá segja með lífeyris-
tryggingar, að rökrétt væri ab
karlar fengju hærri árlegan líf-
eyri en konur, af því að þeir lifi
jafnaðarlega skemur en kon-
urnar. Þrátt fyrir 9% hækkun
lífeyrisgreiðslna fara líftrygg-
ingafélögin samt sem áður illa
með stórreikingamenn að mati
blaðsins. Geti félögin rökstutt
það að reykingafólki skuli gert
að greiöa 30% hærri iðgjöld af
dæmigerðum líftryggingum,
með meiri dánarlíkum, ættu
félögin með sömu rökum að
geta boðið betur þeim reyk-
ingamönnum sem lifa það að
komast á lífeyri. ■
KEA/NETTO að
koma í Mjóddina?
Svo kann ab fara ab breyt-
inga sé ab vænta á rekstri
Kjöts og fisks í Mjóddinni
vegna erfibleika sem munu
vera í rekstri verslunarinn-
ar.
Eftir því sem næst verður
komist munu einhverjar
þreifingar hafa átt sér stað á
milli eiganda Kjöts og fisks
og KEA/Nettó og Kaupfélags
Skagfirðinga um verslunina
sem er í leiguhúsnæði. Sömu-
leiðis munu Hagkaup og
Bónus hafa lýst yfir áhuga á
málinu, en ætlun þessara
verslunarrisa á höfuðborgar-
svæðinu er í þá veru að opna
verslun í Mjóddinni undir
öðru nafni en þeirra eigin.
Enn fleiri eru nefndir til sög-
unnar í þessu kapphlaupi um
eina vænlegustu verslunarað-
stöðu borgarinnar, meðal
annars Nóatúnsbúðirnar.