Tíminn - 19.08.1995, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.08.1995, Blaðsíða 15
15 Laugardágur 19. ágúst 1995 Herra og frú Willis voru þab sem kallab er gubhrætt og gott fólk. Þau voru ætíb tilbúin ab rétta ná- grönnum hjálparhönd í sínu litla samfélagi, Cherryville í Norbur Karólínu. Þab var mánudagsmorguninn 9. september 1991 ab dóttir hjón- anna gekk, eins og oft ábur, upp ab tvílyftu húsinu sem var umkringt fallegum og velhirtum garbi. Hún fór inn bakdyramegin og virtist allt meb kyrrum kjörum. Henni fannst þó eins og óeölilega kyrrt væri í húsinu því hún heyröi ekki í hvers- dagslegum samræöum foreldra sinna sem iðulega yfirgnæfðu sí- byljuna í sjónvarpinu. Dyrnar .voru ólæstar líkt og venjulega í þessari friðsælu sveit þar sem kornakrarnir teygja úr sér svo langt sem augað eygir. En þegar dyrnar opnuöust blasti við henni hryllileg sjón. Pabbi hennar, 71 árs gamall, lá með andlitiö niður í blóðpoll á eld- húsgólfinu. Hann var enn í nátt- fötunum og við hlið hans lá göngustafurinn hans. Þegar dóttir hans hafði náö sér eftir fyrsta áfall- ið hljóp hún úr blóðugu eldhúsinu inn í þetta gamalkunnuga hús til þess eins að finna móður sína, 67 ára, blóðuga á náttfötunum í bað- herberginu. Dóttirin fór að öskra og síðar mundi hún ekki eftir sér fyrr en hún var komin heim til sín, en hún bjó rétt hjá heimili foreldra sinna, þar sem hún hringdi í lög- regluna. Þegar lögregla og hjúkrunarfólk kom nokkrum mínútum seinna á Verjendur Ingles reyndu í fyrstu ab fá kvibdóminn til ab samþykkja hann ósakhœfan vegna persónuleikatruflana og misnotkunar í œsku. Eldri hjón finnast myrt á heimili sínu: Eg nýt þess að sjá fólk E.Z. og Sarah Willis fundust lemstrub og blóbug á sveitaheimili sínu þar sem þau höfbu búib öll sín 45 hjónabandsár. Þegar fréttir af morbunum fjórum fóru ab berast um bœjarfélagib greip um sig mikil hrcebsla mebal bæjarbúa. Aldrabar konur og abrir þeir sem töldu sig varnarlausa keyptu sér vopn og margir íbúar fóru ab ganga meb byssur á sér. heimili Willys hjónanna kom í ljós að þau voru bæði látin. Og höfðu veriö þaö í nokkrar klukkustundir eftir líkamshitanum að dæma. Við rannsókn og leit í húsinu kom ekk- ert fram sem bent gæti til morö- ingjans. Hann hafði engu stoliö og allt húsið var meö eölilegum hætti nema rúða hafði verið skorin úr glugga í einu bakherberginu. En þegar rannsóknarlögreglan mætti á svæðið fundu þeir slóð af blóði sem benti til þess aö Sarah Willis hefði verið dregin frá eld- húsinu og inn í baöherbergiö þar sem hún fannst. Bæöi fórnarlömb- in virtust hafa veriö barin til dauöa. Vinstra lófafar fannst á einni gluggakistunni en kanna þurfti hvort það væri ekki af ein- hverjum úr fjölskyldunni. Lögregl- an fínkembdi svæðið í kring í leit að sönnunargögnum en það var án árangurs. Bæjarbúum þótti máliö enn óhugnanlegra fyrir þá sök aö önn- ur eldri hjón voru myrt við svipað- ar aðstæður aðeins tveimur mán- uðum áður í nærliggjandi bæjarfé- lagi. Þaö mál var óleyst og lögregl- an hafbi í hvorugu morömálinu nokkra glóru um hvaða ástæðu morðinginn hefði getaö haft til verksins. Á þriöjudagsmorgun var staðfest af réttarlækni aö hjónin hefbu ver- ið barin til dauöa. E.Z. hafði verið barinn 13 sinnum í hausinn og einu sinni á framhandlegg en Sarah fékk 11 högg á höfuðiö. Rannsókn var nú hafin að fullu með sameiginlegum liðsafla úr báðum morðmálum enda kom í ljós aö morðinginn heföi bóriö sig afar líkt að. Jafnvel sjónvarpið var á fullu á báöum heimilum. En ekkert virtist annars geta tengt þessi tvenn hjón saman. Þannig aö eina sjáanlega sönnun- argagnið var lófafarið sem var rannsakað af sérfræðingum. Það kom upp úr dúrnum að fariö pass- aði ekki við Willis- hjónin og hlaut því að vera af morðingjanum. Tíu dögum eftir morðin barst lögreglunni loks ábending frá bæj- arbúa aö nafni Wick Farley. Þetta var 19. september og maöurinn benti þeim á aö tala viö kunningja sinn, Philip Lee Ingle, þrítugan starfsmann í verksmiðju. í ágúst hafði Philip sagt Farley aö hann heföi barið eldri hjón til bana með axarskafti. „Vá, maður, ég drap tvær manneskjur í einu, ég baröi þau til bana." Þetta samtal átti sér stað ábur en lík Willisanna hafði fundist en eft- ir að Davis-hjónin fundust látin. SAKAMÁL Farley hélt hins vegar aö Ingle væri að fíflast. En nokkrum klukku- stundum seinna kom Ingle heim til Farleys og sagði honum frá því með æstum róm og gljáandi augu aö hann hefði notiö þess aö sjá fórnarlömbin deyja. „Ég nýt þess að horfa á fólk deyja í kvölum, pínu og þjáningu," sagði Ingle. Hann sagðist einnig þrá blóð, þab geröi hann á einhvern hátt ofurmannlegan. Sakavottorð Ingles var ekki hvít- þvegið en hann haföi einungis ver- ið kæröur fyrir smáafbrot. í kjölfar- iö kom í ljós að Ingle var í þrot- lausri drykkju og hafði verið í með- ferðum hjá geölæknum frá því hann var barn aö aldri. Reyndar komst lögreglan aö því ab Ingle hefði veriö sleppt af geðsjúkrahúsi abeins nokkrum dögum fyrir morðið á Willis- hjónunum. Hann hafði ekki farið inn fyrr en 17. ág- úst og var því laus þegar Davis- hjónin voru myrt. Þegar lófafariö úr húsi Willisanna var borið saman við handarför Ingles sem voru í fómm lögreglunnar kom í Ijós að þau pössuðu. Daginn eftir, föstudaginn 20. september, kom lögreglan að hjól- hýsi Ingles og hann samþykkti að koma í.yfirheyrslur. Viö leit í hjól- hýsinu kom ekkert sönnunargagn fram en lögreglan hafði heppnina með sér í bílnum hans, þar sem hún fann felgulykil sem talið var ab hefði veriö notað til morðanna. Við yfirheyrslur byrjaöi Ingle að tala um hörmulega æsku sína og sjálfsmoröstilraunir en sneri talinu loks aö moröunum. Hann sagbist hafa farið inn um gluggann á húsi Willis- hjónanna að kvöldi sunnu- dagsins 8. september. Þar hefði E.Z. Willis komið á móti honum og barið hann í hausinn með göngu- stafinum. Þá tók Ingle upp fel- gulykilinn og sló til E.Z. með hon- um. Síðan sneri hann sér að Söruh Willis og sló hana líka til dauöa. Hann viðurkenndi einnig aö hafa myrt Davis-hjónin. Hann var ekki viss um hvers vegna hann hefði framið þessi fjögur morb en bar við ab hann hefði verið að drekka á þessum tíma. Áfengi vekti alltaf með honum minningar um æsku sína og þá misnotkun sem hann hefbi orðiö fyrir barðinu á. „Ég er feginn að þið náðub mér!" Sagði Ingle við lögguna. „Ég hefbi örugglega gert þetta aftur." Philip Lee Ingle var síöar fund- inn sekur um fjögur morð að yfir- lögðu ráði og var hann dæmdur til dauöa. Hann bíður þess nú ab þeim dómi veröi fullnægt. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.