Tíminn - 19.08.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 19. ágúst 1995
Hftttí'ttw
n
IMttWW HEIMSÆKIR PALVIK
Feröaþjónusta á Hauganesi:
Fiskibáturinn nýttur til hvalaskoöun-
arferöa þegar
kvótinn er
veiddur
„Vi& byrjuðum á þessum ferð-
um í fyrrasumar og í sumar
höfum viö fariö á fjórða tug
ferba með fólk til hvalaskob-
unar," segir Árni Halldórsson,
útgerbarmaöur á Hauganesi,
en á síðasta sumri hóf hann þá
nýbreytni ab bjóba ferðafólki
upp á hvalaskoðunarferðir út í
munna Eyjafjarðar. Hann segir
að hvalaskoðun njóti mikilla
vinsælda á meðal erlendra
ferðamanna og fólki finnist
næstum ótrúlegt að unnt sé að
komast á hvalaslóðir með um
eins og hálfrar klukkustundar
siglingu.
Sjóstangveiði hefur einnig ver-
ið stunduð frá Hauganesi um
nokkurt skeið og hefur Ferða-
þjónustan í Ytri-Vík, sem er í
eigu Sveins Jónssonar, bónda á
Kálfskinni á Árskógsströnd, ann-
ast ferðaþjónustu tengda henni.
Segja má að hvalaskoðunin sé
hliðarbúgrein við sjóstangveið-
ina en Árni Halldórsson hefur
undanfarin ár farið með ferða-
menn til veiða á báti sínum Níels
Jónssyni. Nú annast hann bæði
sjóferðir meb stangveiðifólk og
einnig ferðamenn sem koma til
þess að líta augum hvali í sínu
náttúrulega umhverfi.
Fólk trúir tæpast aö
þaö geti séö hvali
inni á firöi
Árni segir að mikið sé um hval
og ekki þurfi að sigla lengra en út
í fjarðarmunnann til þess að sjá
nóg af þeim. Þótt nokkuð sé mis-
jafnt frá einni ferð til annarrar
hversu margir hvalir sjáist þá
hafi engin ferð misheppnast
þannig að ferðafólkið hafi misst
af að sjá hin stóm spendýr. Hann
segir útlendingana mjög áhuga-
sama um hvalaskoðunina og
Arni Halldórsson í dyrum stýrishússins á Níels jónssyni. Fiskibáturinn er hluti af upplifun ferbafólksins, segir hann
kvaðst einnig hafa oröib var við
áhuga ferðamannanna á að
skoða sjófugla. Hann segir feröa-
fólkið á öllum aldri og sé eldra
fólk ekkert síður áberandi í þess-
um hópum en þaö yngra - eink-
Trausti hf. á Hauganesi
íslenskur gæðasaltfiskur
í verslunum í Madrid
Trausti hf. á Hauganesi hefur
framleitt sérpakkaðan saltfisk
á þribja ár undir heitinu „Ekta
fiskur - sælgæti úr sjónum."
Fiskurinn er útvatnabur, bein-
laus og tilbúinn til matreiðslu
hvort sem menn vilja matbúa
hann með hefðbundinni ís-
lenskri aöferð, að sjóða hann í
vatni og snæða meö hvítum
kartöflum og ef til vill floti,
eða fara að hætti Subur-Evr-
ópubúa þar sem saltfiskur er
uppistaðan í ýmsum samsett-
um og gómsætum réttum.
Ektafiskurinn er án efa mat-
reiddur með margvíslegu móti
þegar hann kemur á borð neyt-
enda því auk þess aö vera seld-
ur í verslunum víba um land
hefur hann munib land í borg
Carlosar Spánarkonungs þar
sem hann fæst í að minnsta
kosti 10 verslunum og er nú
einnig komin á matseðil veit-
ingahúsa í Madrid.
„Þab er rétt - þetta er þriðja ár-
ið sem viö framleiðum Ektafisk-
inn og ég get ekki kvartaö yfir
viötökunum. Salan jókst um allt
að 60 til 70% á milli áranna 1993
og 1994 og hefur enn aukist það
sem af er þessu ári. Ég get ímynd-
að mér að salan muni tvöfaldast
nú á milli ára ef fram fer sem
horfir varðandi sölustarfið," seg-
ir Elvar Reykjalín, framkvæmda-
stjóri Trausta hf. á Hauganesi, en
hann hefur ásamt samstarfsfólki
sínu þróab þessa nýjung í salt-
fiskframleiðslu. „Ég get ekki sagt
að við höfum farið inn á nýjar
eða óþekktar brautir í þessari
framleiðslu. Það sem viö höfum
fyrst og fremst .gert er að nota
besta fáanlegt hráefni til fram-
leiðslunnar og vinna það sam-
kvæmt ströngustu kröfum í
neytendapakkningar. Ég tel aö
galdurinn að baki þessari fram-
leiðslu liggi fyrst og fremst í gæð-
um vörunnar - það eru þau sem
selja hana."
Ektafiskurinn kom-
inn til aö vera
Elvar segir fiskinn, sem notað-
ur er vib saltfisksframleiösluna,
ýmist veiddan af heimabátum á
Hauganesi eða keyptan á fisk-
mörkuðum. Fyrirtæki Elvars og
fjölskyldu, Trausti hf., gerir út
einn bát, Víði-Trausta, en kvóti
hans dugar hvergi til þess að afla
fyrirtækinu nægilegs hráefnis og
stundar báturinn rækjuveiðar
þegar bolfiskkvótinn hefur verið
veiddur. Vöxturinn í starfsemi
þess byggist því fyrst og fremst á
þeim nýjungum í matvælafram-
leiðslu sem unniö er aö. Elvar
segir allar vibtökur með þeim
hætti að Ektafiskurinn sé kom-
inn til að vera - framundan sé aö-
eins að auka framleibsluna og
vinna nýja markabi.
Elvar segir að þar sem þeir hafi
unnið einir að þessu verkefni
hafi ekki verið um mikla fjár-
muni að ræða til ab leggja mark-
aðs- og sölustarf. „Af þeim ástæö-
um höfum við farið rólega af
stað hvaö útflutninginn varðar
og einbeitt okkur fyrst og fremst
að einu útflutningssvæði sem er
Madrid á Spáni. í fyrstu fengum
við meö aðstoð umboðsmanns
okkar nokkrar verslanir í borg-
inni til þess að taka Ektafiskinn í
sölu og einnig var farið aö kynna
hann á nokkrum veitingahús-
um. Salan er meiri en við þorð-
um að vona og viðtökur þeirra
veitingahúsa sem hann hefur
verið kynntur fyrir lofa mjög
góðu."
Elvar segir aö í framtíðinni
verði hugab að auknum land-
vinningum Ektafisksins á Spáni
og trúlega verði Barscelona næst
fyrir valinu þar sem meiri hefb sé
fyrir neyslu á saltfiski á Katalón-
íusvæðinu en í Madrid og því
muni ef til vill veröa auðveldara
að ná inn á markaöinn þar.
Elvar sagbi frá Spánverja sem
nýlega var á ferð á Árskógströnd
og kvaðst hafa sýnt honum Ekta-
fiskinn í neytendapakkningum
með áletrunum á íslensku og
spænsku. Spánverjinn hafi ekki
viljað trúa því ab lítið fjölskyldu-
fyrirtæki á norburströnd íslands
væri fariö ab selja saltfisk í neyt-
endaumbúðum beint í verslanir
og veitingahús á Spáni. Hann
kvaðst einnig hafa verið varaður
við Madrid af heimamanni þegar
hann hafi verib að byrja vegna
þess að verslanir á því svæöi
greiddu ekki nægilega hátt verb
fyrir saltfisk. Reynsla sín sé þó
allt önnur en þessi Spánverji hafi
búist við. Verð fyrir saltfiskinn sé
mjög gott þar sem Spánverjarnir
líti fyrst og fremst á hann sem
lúxusvöru líkt og við gerum
hvað lambakjötið varðar.
Erum ab sprengja
húsnæbið
Auknum umsvifum fylgir
gjarnan þörf fyrir aukiö húsrými.
Svo er einníg hjá Trausta hf. á
Hauganesi. Elvar Reykjalín segir
aö innan tíðar verði ekki um
annaö að gera en auka húspláss-
iö. Hann kveðst ekki viss um
hvort ráðist verbi í ab byggja við-
bótarhúsnæði eða taka það á
leigu. Auöheyrt er að honum líst
ekki síður á þann kost sem leiga
býður upp á, fáist hentugt hús-
næði. Á bilinu 15 til 20 manns
starfa ab staðaldri hjá Trausta hf.
og er þá bæði um ab ræða áhöfn
á bátnum Víði-Trausta og þá sem
starfa að matvælaiðnabi í landi.
Menn ganga í öll störf hjá litlu
fjölskyldufyrirtæki og þegar
klukkan tók að ganga átta um
kvöld tók Elvar að ókyrrast á
kaffistofu fyrirtækisins þar sem
spjall okkar fór fram. Hann ætl-
abi sjálfur með bátinn Víði-
Trausta til veiða síðar um kvöld-
ið.
ÞI.
um hvað sjóstangveiöina varbar.
„Sumir koma hingað ár eftir ár til
þess að renna fyrir fisk hér úti á
firðinum og svo virðist sem sjó-
stangveiðiferðin til íslands sé
orðinn hluti af lífi þess. Þarna er
oft um að ræða fólk á bilinu 50
til 70 ára og jafnvel eldra sem láti
ekki falla ár úr ferðum sínum
hingað.
Gamli fiskibáturinn
hluti af ferbinni
Árni notar gamlan fiskibát eins
og hann sjálfur kemst að orði til
hvalaskoðunar- og sjóstangveiði-
ferðanna. Þetta er trébátur smíð-
aöur á Akureyri á árunum 1972
og 1973 og er byggöur meö hinu
hefðbundna lagi fiskibáta. Hann
segir að ferðamönnunum finnist
það vera hluti af ferðinni að sigla
með „ekta fiskibát" þar sem engu
hefur verið breytt öðru en að
fjölga björgunarbátum í sam-
ræmi við reglur uni þann fjölda
sem er um borð í skipinu á hverj-
um tíma. Báturinn er enn notað-
ur til veiða en vegna kvótasam-
dráttaj. er ekkert fyrir hann að
gera nema hluta ársins. Ferða-
þjónustan er því kærkomin vib-
bót til þess ab geta nýtt þetta at-
vinnutæki á þeim tíma þegar
ekki má veiða.
Gott innlegg í ferba-
þjónustuna
Arni Halldórsson segir að ef-
laust megi auka þennan atvinnu-
veg meb meira markaðsstarfi, til
dæmis nieð aukinni samvinnu
við ferðaskrifstofur sem bjóbi
þessar ferðir á erlendum vett-
vangi. Hvalaáhugi útlendinga
hafi komiö mönnum nokkub á
óvart en þessi starfsemi sé mjög
áhugaverð og ágætis innlegg I
ferðaþjónustu sem verib hafl ab
þróast á Árskógsströnd á undan-
förnum árum. Það eru því fleiri
en bændur sem nýta atvinnu-
tæki sín til ferðaþjónustu þegar
hið hefðbundna hlutverk þeirra
minnkar vegna samdráttar i vib-
komandi atvinnuvegum.
ÞI.