Tíminn - 19.08.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.08.1995, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 19. ágúst 1995 Kristilegur skóii hjá „hverfinu milli lífs og dauöa". Jón Karlsson skólastjóri í viötali: Óttast yfirtöku borgar á skólunum á næsta ári jón Karlsson, skólastjóri, meö Suöurhlíbarskóla íbaksýn. Eins og sést er skólinn óvenju vel tölvum búinn miöaö viö almenna grunnskóla. Þareru 12 tölvur en nemendur ekki nema 45. Rétt fyrir neöan Fossvogskirkju- garö er starfræktur grunnskóli sjö- unda dags aöventista. Skólinn er nýlegur og það er fátt sem vekur grun um aö hér sé ekki almennur grunnskóli á ferð, jafnt utan- sem innandyra. Nema þá helst að skól- inn státar af tölvustofu sem hefur áreiðanlega flestar tölvur miöaö viö nemendafjölda á landinu. í skólanum er rekiö mötuneyti sem notaö er m.a. í heimilisfræði- kennslunni en þaö eru nemendur sem elda og smyrja brauð ofan í jafnaldra sína á veturna meö aö- stoö matráðskonu. Aöbúnaður í skólanum viröist ágætur og þar er veitt aðstoö til heimanáms. Hins vegar er bókasafniö og aðstaða kennara ófrágengin og leikfimi- kennslu þurfa nemendur að sækja til annarra skóla, sem er svo sem ekkert einsdæmi. Starfræktur síban 1928 Barnaskóli aöventista er einn af eldri einkaskólum landsins og var stofnaður af söfnuði Sjöunda dags aöventista í Reykjavík árið 1928. Fyrstu árin var skólahald nokkuö stopult en skólinn var starfræktur óslitiö frá 1942 til 1967 í safnaðar- heimili Aðventukirkjunnar í Ing- ólfsstræti. Árið 1976 fór skólinn • ftur af staö í húsnæöi safnaðarins í Skerjafirði og starfaði þar þangaö til flutt var í nýja byggingu við Suöurhlíð 36 áriö 1990. I>ar er skólinn nú til húsa og hef- ur tekið upp nafnið Suðurhlíöar- skóli enda er nemendum nú gef- inn kostur á að ljúka 10. bekk úr skólanum. 45 nemendur voru í skólanum á síðasta ári og búist er við svipuðum fjölda í vetur. Samkennsla er því í yngri bekkjum, tveir árgangar sam- an, en 10. bekkur er hafður sér. Jón Karlsson, skólastjóri, sagði í viðtali við Tímann að ekki væru allir nemendur aðventistar. „Ætli þaö hafi ekki veriö svona um helmingur nemenda í fyrra." Eitt- hvað af nemendum hefur komið úr hverfinu milli lífs og dauða en Suðurhlíöarskóli er mun nær hverfinu en Hlíðaskóli sem tekur við flestum nemendum þaðan, einnig koma nemendur úr ná- grannabæjum Reykjavíkur. Suðurhlíöarskóli er helst frá- brugðinn öðrum skólum að því leyti að þar er lögð meiri áhersla á kennslu kristinna fræða en í al- mennum grunnskólum. Auk þess er bænastund á hverjum morgni. „Við leggjum áherslu á að kenna bömunum kristna siðfræði." Nem- endur fá því fleiri kennslustundir í kristnifræði en að öðm leyti er kennt eftir aðalnámsskrá. Athyglis- vert er að í kynningarbæklingi frá skólanum er þaö tekiö sérstaklega fram að nemendum er „kennt eftir námsskrá eins og í öðrum skól- um." Svo virðist sem einkaskólinn sé því í raun að keppa við „gæði" menntunar í almennu grunnskól- unum en ekki öfugt eins og oft hef- ur verib talið. Aö sögn Jóns er ekki endilega aubveldara aö fá kennara til starfa við einkaskóla sem þennan. Hann segir þab ekki rétt í þeirra tilviki að kennaralaunin séu hærri, en það er eitt af þeim atriöum sem menn hafa bent á sem orsök betri kennslu í einkaskólum. Þar af leið- andi standa þeir heldur ekki betur að vígi en almennir grunnskólar að því er varðar kennara meö kennsluréttindi en Jón segir að all- ir kennarar séu meb tilhlýbiiega menntun í viðkomandi fagi. Hann segir þab ekki skilyrði að kennar- arnir séu í söfnuöi aöventista en ef þeir eru það ekki þá þurfi þeir að vera kristnir. Leggjast einkaskól- arnir nibur 1. ágúst 1996? Suðurhlíöaskólinn er rekinn með styrk frá ríkinu og Reykjavík- urborg sem og skólagjöldum. „Styrkurinn frá ríkinu dekkar um helming kennaralauna þannig að við verðum aö hafa skólagjöld. Þau eru núna 12.500 á mánuði fyrir yngri nemendur og 14.500 fyrir eldri. Ef fleiri en eitt bam er í skól- anum frá sama heimili þá er veittur afsláttur." Jón Karlsson segist nokkuð ugg- andi um hvab veröi um einkaskóla sem þessa þegar grunnskólinn flyst frá ríki til sveitarfélaga en flutning- urinn er ráðgerður þann 1. ágúst 1996. Það fer þá eftir vilja borgaryf- irvalda hvort cinkaskólarnir í Reykjavík haldi göngu sinni. Segir Jón að núverandi meirihluti í borg- arstjórn hafi fremur gefið sig út fyr- ir að vera mótfallinn einkarekstri í skólakerfinu. „Og ef sá styrkur sem hefur komið frá ríkinu veröur tek- inn af þá verður erfitt aö halda uppi rekstri, enda er þetta mjög óhagkvæm rekstrareining því hér eru svo fáir nemendur." Hann bendir á ab í Danmörku greiði rík- ið um 85% af rekstri einkaskóla." Aöspurbur um hvab rébi upphæb styrkja til einkaskóla hér á landi segir hann að forsendur yfirvalda hafi virst dálítið handahófskennd- ar. „Á síöasta ári tók Reykjavíkur- borg þá stefnu að greiða 25% af þeim kostnaði sem borgin hefur af hverjum almennum grunnskóla- nema." Svipabur kostnaður á haus Þó að skólinn sé óhagkvæm rekstrareining eins og Jón bendir á þá er kostnaöur viö hvern nem- enda í einkaskóla eins og Suður- hlíöarskóla mjög svipaður þeim kostnaði sem er við að reka hvern nemanda í almennum gmnnskól- um á Reykjavíkursvæðinu, en þess- ar'niðurstööur hafbi Jón frá saman- buröi sem var geröur á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurum- dæmis fyrir fáum árum. „Á móti kemur að við verðum að halda kostnaði í lágmarki, hér er t.d. eng- inn húsvöröur eða gangavöröur. Við þurfum því að taka á okkur ýmisleg störf sem vib fáum ekki greitt sérstaklega fyrir." Einkaskólar naubsyn- legur valkostur Jón segist almennt hlynntur rekstri einkaskóla og telur það nauösynlegan valkost fyrir for- eldra. Hann álítur það alls ekki leiða til frekari stéttaskiptingar. „Það er nefnilega mesti misskiln- ingur ab það sé eingöngu ríka fólk- ið sem sendi börn sín hingað. Það er bara misjafnt hvað fólk setur í forgangsröðina hjá sér. Ég veit ab hér eru t.d. börn einstæðra mæbra. Börnum virðist líöa vel hérna. Þetta eru litlar einingar og það týn- ist enginn í fjöldanum." Skólinn er í nýju húsnæði sem er reyndar ekki fullklárað enn. Það voru samtök aðventista sem kost- uðu byggingu hússins og þar eru m.a. skrifstofur samtakanna og húsnæðið er enn fremur notað til að halda námskeið og annaö þess háttar á þeirra vegum. Þess má geta aö Suðurhlíðarskóli er einn af rúmlega 5000 skólum sem aðventistar starfrækja víða um heim. Hér á íslandi er einnig Hlíð- ardalsskóli á vegum safnaðarins. Sagt var... Betra seint en aldrei „Ríkisstjórnir víba um heim urðu í gær ókvæða við kjarnorkuspreng- ingu Kínverja í tilraunaskyni í af- skekktri eyðimörk í vesturhluta Kína." Kínverjar komu í veg fyrlr ýmls konar óþægindi af völdum græningja og þess konar pakks meb því þegja yfir sprengjutilraunum þar til þær voru af- stabnar. Mogginn í gær. Ofdekrub ungmenni „Það er óneitanlega sérkennilegt að fólk skuli vera tilbúib ab borga 4.500 krónur fyrir ab hoppa úr tuttugu metra hæð með teygju bundna vib fótleggina, en vilja ekki greiba 15 krónur fyrir verkjatöflu vib höfub- verknum sem hlýst af stökkinu." Læknir og hjúkrunarforstjóri á Kirkju- bæjarklaustri ræöa um myndarlega arf- taka okkar á Uxanum sem hafa tvo galla, þau eru löt til gangs og vilja ókeypis abhlynningu og hjúkrun. Mogginn. Óumflýjanlegur strekkingur og stjórn „Þessi ríkisstjórn erekki hundrab daga gömul heldur hundrab ára. Hún er eins og hún hafi alltaf ríkt hér. Þetta er hin eilífa Ríkisstjórn ís- lands sem við búum alltaf viö hvab sem vib kjósum, rétt eins og subvest- an strekkingurinn er alltaf í fangib hvernig sem vib snúum okkur". Gubmundur Andri skrifar um „Davíb Steingrím Ásgrímsson Oddsson Thors frá Hriflu" í Alþýbublabinu í gær. ídolib hans Dabba „Davíb virbist upplifa þrákelkni Chir- acs í atómsprengjumálum eins og sín eigin rábhús- og perlumál: ab mæli- kvarbi á mikilhæfni stjórnmálamanns sé stabfesta hans fremur en dóm- greind, ab mikilhæfur stjórnmála- mabur sé sá sem aldrei hvikar frá ákvörbun sinni, hversu heimskuleg og skableg sem hún er." G. Andri heldur áfram í Alþýbublabinu. Svona erum vib „Öll félagsstörf eru hvort sem er svo leibinleg ab ekkert venjulegt fólk nennir ab sinna þeim. Þess vegna eru flestar íþróttaferbir ein samfelld fyll- eríis- og ríðingaveisla. Cildir þá einu hvort menn eru hjá Ólympíuhreyf- ingunni, eða íþróttafélagi ísafjarbar." Lalli Jones í Helgarpóstinum um kampavínsgengib hjá FIFA. Aumingjans sportistarnir eru útundan „Á meban íþróttamennirnir eru látnir púla eru fararstjórarnir á barnum ab veiba píur. Svona á þetta aubvitab ab vera, en þab er helst ab menn efist þegar veislulibib er orbib svo drukkib að þab gleymir allri varkárni og send- ir heillaóskaskeyti út og suður í tómri glebi. Aubvitab hefbu þeir átt ab senda íslendingum skeyti líka, þá hefbi öllum verib andskotans sama." Þessi sami Lalli Jones. Fyndnasta frétt ársins birtist á Stöb 2 í fyrradag. Kristján Már Unnarsson lagbi leib sína ab Laugum í leit ab grænhærbu fólki. Sjálfur gerbi hann til- raun til ab gerast grænhöfbi án árang- urs. Vel unnin og spennandi frétt hjá Kristjáni... • Laxinn úr Ellibaánum er í brennidepli vegna kýlapestar sem herjar á lífríki ár- innar. Óneitanlega dregur þetta úr gildi ánna. En fleira hefur verib ab ger- ast í ánni. Fyrr í vikunni önglabi 6 ára stelpa í stærsta laxinn á sumrinu, 13 punda bolta. Laxveibigúrúarnir meb fínu græjurnar eru grænir af öfund og meb öngulinn í rassinum. Stærsti lax- inn sem veibst hefur hér á landi er 40 pund. Hann veiddi á sínum tíma óvan- ur mabur sem keypti eitthvab veibidót í næsta kaupfélagi... •»- Glerhýsib vib Ibnó virbist eiga ab fá ab vera. Jafnvel þrátt fyrir mótmæli borg- arbúa flestra hverra. Eitt amar menn mjög í Ibnó, mávarnir drita í sífellu á glerib, sem kostar ab þrífa þarf fínheitin oftaren ella...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.