Tíminn - 26.08.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 26. ágúst 1995
9
legt, held ég núna og þó að
verkin séu dýr, þá eru þau ekki
nándar nærri eins dýr, vegna
þess að það er einn maður sem
heldur utan um þetta. Þar eru
þessar ritsmíbar langtímafrek-
astar. Svo eru náttúrulega gríð-
Guömundur Páll
Ólafsson er rithöf-
undur og Ijósmynd-
ari. Hann hefur
skrifaö bœkur, sem
óumdeilanlega eru
í flokki meö fallegri
og fróölegri nú-
tímaritverkum
þjóöarinnar, vinnur
sjálfstœtt og býr í
Stykkishólmi:
arlega mikil ferðalög og yfirleg-
ur. Svo er þriðji þátturinn sem
er að setja verkin saman, koma
þeim saman í heildarverk og
fylgja þessu eftir í prentsmiðj-
unni.
Ég er nú bara svo lánsamur
að ég hef gaman af þessu öllu
saman og hef alltaf verib svo
heppinn að eiga alveg afbragðs
samstarfsmenn á öllum stig-
um. Þess vegna hefur þetta
blessast.
-Hvernig skipulagðir þú
vinnuna við þetta?
Það er bara að vinna langan
vinnudag, sofa vel og borða
vel og lifa reglusömu iífi. Láta
hverjum degi nægja sína þján-
ingu. Þetta eru klassískar regl-
ur. Það þýbir ekkert að bíða
eftir því að einhver andi svífi
yfir vötnum. Hann kemur bara
í vinnunni og er samfara
henni.
Þótt þú komir að einhverjum
strembnum verkefnum eða
þáttum í svona verkum, sem er
alltaf, það úir og grúir af þeim,
þá leysast þau aldrei nema
með yfirlegu og enn meiri yfir-
legu. Það eru engar billegar
lausnir í svona. Náttúrulega er
gaman að vinna þetta líka
vegna þess ab þetta er ólíkt
öðrum verkum. Þab er alltaf
eitthvað nýtt, bæði að skoða,
vinna og semja. Já, þetta er
mikil barátta og ég held að
mjög fáir geri sér grein fyrir
þessari vinnu.
-Hvernig er að vinna bæk-
urnar hér í Stykkishólmi,
finnst þér það hafa skerpt
vinnuandann?
Vib að vinna hérna? Nei,
nei, ekkert endilega svoleiðis.
Ég hef að vísu aldrei haft eins
góba vinnuaðstöðu eins og
hérna. Og það útaf fyrir sig er
afar mikilvægt að vera með
þokkalega vinnuaðstöðu. Ég
var með þetta áður á hlaupum.
Þegar ég var á Stokkseyri þá
fékk ég inni hjá Hraðfrystihús-
inu á Stokkseyri og það er svo-
lítið gaman að segja frá því að
ef ég hefði ekki notið þeirrar
velvildar ab eiga þarna athvarf,
þá hefði nú kannski lítið orðið
úr Fuglum og Perlum. Því báð-
ar bækurnar voru unnar á
Stokkseyri, að mestu leyti.
Hraöfrystihúsið, bak-
hjarl menningarinnar
Við bjuggum í lítilli íbúð og
þab var engin vinnuabstaba þar
og tekjur af þessu hafa nú ekkert
verið þannig að ég hafi getað
leigt húsnæbi, dýrum dómum.
Þá eru það Sokkseyringar, eða
réttara sagt Hraðfrystihúsið, sem
lánar mér þarna herbergi. Ég
hugsa bara að ég hafi ekki notiö
meiri velvildar frá neinum opin-
berum aðila.
Ég fékk að vísu stuðning úr
Þjóðhátíðarsjóði fyrstu tvö árin
og hann skipti nú máli, þannig
að ég gat keypt mér tölvu. En að
öðru leyti hefur þessi bókagerb
ekki þótt styrkhæf í flestum sjóð-
um sem ég hef sótt í. Þannig ab
það er mjög gaman að því að
Hraðfrystihúsið á Stokkseyri skuli
vera menningarstofnunin sem
stóð á bak við þetta og það var
nú bara í fimm ár.
-Hvernig hefur verið með tekj-
urþessi ár?
Eg hef alltaf verið á mínum
eigin prósentum. Ég fæ náttúru-
lega ritlaun fyrir mínar bækur en
ég hef verið að hluta til á fyrir-
fram greiddum höfundarlaunum.
Það er að segja, ég fæ fyrirfram
upp í þessi verk til ab geta unnið
þau. Þetta er ákveöin fyrirgreiðsla
en þetta em allt saman tekjur af
bókunum. Þegar upp er staðið
hef ég einungis tekjur af þeim.
-Hefurðu náð sæmilegum tekj-
um út úr þessum bókum?
Kannski engar tekjur miðað við
þá vinnu sem þú ert búinn ab
leggja í þær?
Ég get náttúrulega ekkert dæmt
um það. Ég vonast nú til að þær
seljist áfram. Það er líka gífurleg-
ur kostnaður samfara því að
vinna svona verk. Maður er ekk-
ert heima hjá sér allar stundir.
Þaö er tölvudrasl og ljósmynda-
vélar, bíll og bátur og alls kyns
tæki og tól sem veröa alltaf að
vera í lagi og til staðar þegar farið
er út í svona. Ferðalög eru bara
gríðarlega dýr og það er ekki
einusinni hægt að draga þau frá
skatti nema að mjög litlu leyti.
Kennaralaunin
björguðu
máiunum
Svo náttúrulega kemur þarna,
eins og þjófur um nótt, ríkisvald-
ið og tekur virðisaukaskatt af
bókum, sem er miklu meira held-
ur en ég fæ fyrir mínar bækur.
Og þaö fyrir ekki neitt. Það hefur
frekar lagt stein í götu svona
verka heldur en að styðja þau og
situr svo uppi með trompið, aðal-
tekjurnar. Þetta er náttúrulega
blóðugt og, ab mér finnst, illa
fengið fé.
-Hefur þetta þá ekki verið bein-
línis erfitt fjárhagslega ab kljúfa
þessa vinnu?
Það hefur oft verið það og
hefði alls ekki tekist, fyrstu árin,
nema vegna þess að konan mín
er kennari. Þó að kennarar séu
nú ekki á feitum launum, þá
skipti það sköpum að hún var
meb einhverjar fastar tekjur. Það
bara bjargaði málum.
-Þú hefur haft einhver höfund-
arlaun af þessum kennslubókum
sem þú skrifaðir?
Það var nú sáralítið. Eiginlega
voru það svona sæmileg kennara-
laun á meðan ég var ab vinna
þær og búib. Þó að þær væru
prentaðar aftur og aftur, þá
fékkst ekkert fyrir þab.
Þetta gerbi mig nú óvinsælan
um tíma, að ég taldi þessa samn-
inga sem Skólarannsóknadeild og
Námsgagnastofnun væru með
mjög slæma, því þeir gerðu ráð
fyrir því ab fólk væri að vinna
þetta í hjáverkum. Það á að
vanda til kennslubóka.
Menn eiga ekki að vinna svona
í aukastörfum, heldur verða þeir
aö sökkva sér í námsgagnagerð-
ina, alveg hreint af heilum hug.
Þess vegna þýðir ekkert að greiða
eitthvað á blaðsíðu eöa eftir
fjölda orða. Það veröur að hafa
einhverjar aðrar viðmiðanir. Því
miður, þá held ég, þó þessi
samningar hafi nú kannski
breyst eitthvað núna á síðustu
árum, þá held ég að þetta sé al-
veg örugg leið til þess að drepa
námsgagnagerð.
Ég fékk ekkert fyrir þab þótt
bækurnar væru endurútgefnar.
Þetta átti nú sérstaklega vib
handbækurnar mínar sem ég var,
á sínum tíma, að vonast til að
gætu orðið mér svolítil féþúfa,
þannig að ég gæti haldið áfram
að vinna svona. En það var alls
ekki svo og bæði hefði mátt
vanda miklu meira til þeirra,
eyða meiri tíma í þær, ef ég hefði
bara haft tök á því.
Ég gat hins vegar ekki staðið
Gubmundur Páll Ólafsson á heib-
urinn af þremur glœsilegum rit-
verkum um náttúru Islands.
undir þessari útgáfu sjálfur og
mér finnst nú ansi dapurt ab
námsgagnagerö á vegum Náms-
gagnastofnunar skuli ekki vera
blómlegri heldur en hún er. Það
kannski eru bara komnir aðrir
tímar. Þessi tími er liðinn, náms-
gagnagerðin þarf að vera á ann-
arra vegum, hugsa ég.
-Hvað liggur fyrir hjá þér núna.
Ætlarðu að halda áfram í þessari
ritröð?
Ég er nú ekki búinn að marka
neina stefnu ennþá. Það verður
nú framhald, eitthvert. En hvert
það verður veit nú enginn, ég er
svo ágætlega heilsuhraustur. En
þetta er nú líka mitt lífsviðurværi
og áhugamál.
-Þú ert ekki búinn að velja
næsta viðfangsefni?
Nei, nei og þab síöasta sem ég
mundi gera væri að segja frá því í
blöðum.
-Ekki vill Guðmundur Páll
segja okkur frá því hvaða hluti ís-
lenskrar náttúru veröur hans
næsta viðfangsefni, þannig ab
enn um sinn verðum við að
kynda undir forvitninni og
spenningnum hvað þaö varðar.
En það fer að líða að því aö rétt
sé að kveðja og þakka fyrir sig og
spjallið og leyfa Guðmundi Páli
að halda áfram að slá garðinn, en
það leiðir hugann að frístundum.
Hvernig er það með Guömund
Pál, á hann nokkurn tíma frí-
stundir?
Ja, það er annað hvort þannig
að allar mínar sturidir eru frí-
stundir, eða engar. Ég hef nú
gaman af því ab vinna, eða
svona, ég hef yfirleitt gaman þeg-
ar ég er aö vinna og geri nú
stundum lítinn greinarmun á
vinnu og leik. Einhvern tíma
lýsti konan mín því þannig í
síma að ég væri yfirleitt alltaf í
sumarfríi, af því að vinnan væri
svo skemmtileg. Það er nú mik-
il blessun.
-TÞ, Borgamesi.
PRÓFANÁM Á HAUSTÖNN 1995
Öldungadeild
GRUNNSKÓLASTIG
(íslenska, stærðfræði, danska og enska)
Grunnnám: Samsvarar 8. og 9. bekk grunnskóla. Ætlað þeim sem
ekki hafa lokið grunnskólaprófi eða vilja upprifjun frá grunni.
Fornám: Samsvarar 10. bekk grunnskóla. Ætlað þeim sem ekki
hafa náð tilskildum árangri í 10. bekk. Undirbúningur fyrir nám
á framhaldsskólastig.
FRAMHALDSSKÓLASTIG
Menntakjarni: Fyrstu þríráfangar kjarnagreina: íslenska, danska,
enska og stærðfræði. Auk þess félagsfræði, saga, eðlisfræði, tján-
ing, þýska, hollenska, ítalska, stærðfræði 122 og 112, uppeldis-
fræði 103.
Sjúkraliðabraut
Verslunarbraut
NÝJAR NÁMSGREINAR
Sálfræði 113: Skynjunar- og auglýsingasálfræði. Efni áfangans
er skynjun, skynferli og auglýsingasálfræði. Auglýsingar verða
teknar fyrir, dæmigerð auglýsingatækni rædd og algengustu
auglýsingabrellur kannaðar.
Kennari: Oddur Albertsson
Kvikmyndafræði 102: Kvikmyndarýni. Efni áfangans er kvik-
myndin, saga hennar, eðlisþættir og áhrif.
Kennari: Oddur Albertsson
HoUenskar bókmenntir: Góð kunnátta í hollensku nauðsynleg.
Kennari: Ida Semey
Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla. »
Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda og er haldið í Iág-
marki.
Innritun fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, dagana 31.
ágúst og 1. september 1995 frá kl. 17.00 til 20.00.
Kennsla hefst 11. september.