Tíminn - 26.08.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 26. ágúst 1995
11
Starfsmaöur austurr-
ískrar feröaskrifstofu
á Islandi segir aö
bœta þurfi upplýs-
ingastreymi til er-
lendra feröamanna:
Á hverju sumri koma um eitt
þúsund manns til íslands á
vegum austurrísku fer&askrif-
stofunar Kneissl Touristik.
Kneissl sérhæfir sig í ævintýr-
arferbum sem eru farnar til
allra heimsálfna. Starfsmaöur
Kneissl, sem starfab hefur á ís-
landi í fjögur sumur, telur aö
bæta þurfi upplýsingastreymi
til ferðamanna sem ferðast á
eigin vegum um landið.
Irmi Hartmann er starfsmað-
ur Kneissl Touristik. Hún kom
fyrst til íslands árið 1990, þá
sem ferðamaður. Irmi hreifst
svo af landinu í feröinni að eftir
hana sóttist hún eftir starfi við
íslandsferðir Kneissl. Henni
varð að ósk sinni og undanfarin
fjögur sumur hefur hún dvalið í
Reykjavík og séð um feröafólkið
á meðan það dvelur í borginni.
Mörgum bregöur viö
rigninguna
Um þriðjungur þeirra ferða-
manna sem koma til íslands á
vegum Kneissl, dvelur á hótel-
um á feröum um landið en tveir
þriðju þeirra kjósa heldur að
dvelja í tjöldum. Nú er blaða-
maður Tímans einn þeirra ís-
lendinga sem veigra sér við að
ferðast um með tjald af ótta við
að vökna og því spyr hann Irmi
hvernig fólk það sé eiginlega
sem komi úr sólinni í Austurríki
til aö liggja í tjaldi í rigningunni
á íslandi.
„Tjaldfólkiö er flest yngra en
þeir sem kjósa hótelferðirnar.
Þetta er fólk sem vill upplifa æv-
intýri, framkvæma hlutina og
skynja náttúruna á annan hátt
en hægt er þegar dvalið er á hót-
elum. Það er ekki endilega fólk
sem hefur ekki efni á hótelferö-
unum heldur vill það frekar
vera í tjaldi og upplifa þessa
stemmningu."
Irmi Hartmann starfsmaöur Kneissl Touristik á íslandi.
spá fyrir hálendið. Fólk sem er
vant því að feröast um landið
eigi að vita hversu skyndilega
veðrið getur breyst á hálendinu.
„Helsti vandinn varðandi ör-
yggi ferðamanna á íslandi er
skortur á upplýsingum til þeirra
sem ferðast á eigin vegum. Þeir
telja sig gjarnan vera færa í flest-
an sjó en átta sig ekki á þeim
hættum sem felast í ferðum um
landið eða því hvað veðrið getur
breyst skyndilega. Austurríkis-
menn eiga við sama vandamál
að stríða gagnvart ferðamönn-
um sem koma til að skoða Alp-
ana en átta sig oft ekki á aðstæö-
um.
Það er mikilvægt að ná til
fólks áður en það fer á stað inn á
hálendið. Þeir sem koma með
eigin bíla þyrtu því að hafa ab-
gang að ítarlegum upplýsingum
í ferjunni, á þeirra eigin tungu-
máli. Eitt vandamálið er að víða
er eingöngu hægt að fá upplýs-
ingar á ensku. Ég hef t.d. orbið
vör við að víða er erfitt ab fá
Upplýsingar oft
eingöngu á ensku
Irmi segir aö margir ferða-
langanna geri sér þó ekki grein
fyrir íslenskri veðráttu fyrr en
þeir koma til landsins.
„Fólkið kemur frá Austurríki
þar sem meðalhitinn á sumrin
er um 30 gráður. Mörgum
bregður því í brún að koma í 10
stiga hita, sérstaklega ef það
rignir líka. Margir byrja því á að
dúða sig í öll sín hlýjustu föt,"
segir Irmi og hlær. „Stundum er
þessu öfugt háttað og ég þarf að
sannfæra fólk um að það rigni
ekki alltaf á íslandi. Ánnars er
ísland líka yndislegt í rigningu!"
Irmi bætir því við aö allt að
helmingur þeirra sem komi í
tjaldferöalögin hafi aldrei gist í
tjaldi áður og margir þeirra hafi
aldrei svo mikið sem séð tjald að
innan.
Ekki notalegt í snjónum
Ferbamenn á vegum Kneissl
dvelja yfirleitt í tvær nætur í
Reykjavík en eftir þær taka við
ferðir um landið. Irmi segir að
reynt sé að upplýsa fólkiö um
naubsynlegan búnab áður en
það leggur af stað frá Austurríki.
„Þegar fólk kemur hingað för-
um við yfir búnað þess. Hann
getur verið mjög misjafn og
stundum þurfum við aö benda
fólki á að kaupa eða leigja við-
bótarbúnað. Fólk kemur t.d.
með gamla og lélega svefnpoka
og með lélega gönguskó."
Ferðamenn á vegum Kneissl
hafa aldrei lent í alvarlegum
hrakningum á íslandi, að sögn
Irmi. Hún segir þó að fólk hafi
lent í snjókomu og slæmu veðri
í Herðubreiðarlindum og við
Öskju í sumar. „Fólki fannst þab
ekki mjög notalegt!" segir hún.
„Til að tryggja öryggi ferða-
manna er aðalatriðið að fólk fái
nægar upplýsingar áður en lagt
er af stab og tryggt sé að það sé
meb réttan búnað. Það verður
líka ab ítreka fyrir fólki aö fara
ekki út fyrir þær slóðir sem ör-
uggt er aö ganga á. Við segjum
við fólk að það verði að hafa
hugann viö tvennt: í fyrsta lagi
að gæta að sjálfu sér og í öbru
lagi að gæta að náttúrunni."
Vantar upplýsingar á
þýsku
Irmi segist ekki taka undir þá
gagnrýni að Veðurstofan gefi
ekki út nógu nákvæma veöur-
upplýsingar á þýsku en þýsku-
mælandi feröamenn eru margir
á íslandi. Bílaleigur ættu líka að
veita fólki nánari upplýsingar
en eftir því sem ég best veit fær
fólk afhentan einn lítinn bæk-
ling þegar það leigir bíl. Áður en
fólk leggur af stað í ferð um
landið þarf að segja því hvaða
leið er öruggt að fara og hvaö
það á að gera ef það verður leng-
ur í ferðinni en ætlað var," segir
Irmi.
Eftir sumardvalir sínar á ís-
landi er Irmi farin að skilja og
tala nokkra íslensku sem hún
viðurkennir þó ab sé nokkuð
erfið. Hún yfirgefur landið í
byrjun næsta mánaöar en eins
og farfuglarnir á hún von á ab
koma fljúgandi aftur yfir hafið
næsta vor. ■
Feröaþjónusta á Vestfjöröum fer ört vaxandi. Sigríöur Kristjánsdóttir
er framkvœmdastjóri Vesturferöa:
Fólk sækist eftir kyrrö
og náttúrufegurb
Ferðamannastraumur um Vest-
firbi fer ört vaxandi og fjölmargir
aðilar í fjórðungnum byggja af-
komu sína nú að verulegu leyti á
þjónustu við ferðamenn. Vestur-
ferbir hf. á ísafirði, sem er í eigu
margra ferðaþjónustuaðila vestra,
eru ört vaxandi fyrirtæki og ab
sögn Sigríðar Kristjánsdóttur
framkvæmdastjóra þess skipta
ferðamenn sem koma vestur þús-
undum á ári hverju. íslendingar
eru þar í meirihluta.
„Þeir ferðamenn sem hingað
koma eru að sækjast eftir kyrrð og
náttúrufegurð. Er alltaf afar stór
hópur sem fer á Hornstrandir með
þau atriði í huga," sagði Sigríður
Kristjánsdóttir. Vesturferðir eru
með starfsemi sína í húsnæði Fram-
haldsskóla Vestfjarða á ísafirði.
Eðlilega er starfsemin mest yfir
sumartímann, en þó alltaf einhver á
vetrum.
Meðal þess sem er í boði eru ferð-
ir á Hornstrandir. Siglt er á ýmsa
staði þar og síðan farið í lengri og
skemmri gönguferðir, sem geta tek-
ib nokkra daga ef því er að skipta.
Þá eru skipulagðar ferðir út ágúst í
eyjuna í Vigur á ísafjarðardjúpi og
fleira mætti nefna. Hvað Hom-
strandir varðar var í sumar þangað
boðið uppá unglingaferðir fyrir
krakka á aldrinum 13 til 16 ára. Var
í þeirri ferð gengið á fimm dögum
úr Hornvík á Hesteyri og var gang-
an sérstaklega miðuð við þarfir og
getu þessa aldurshóps. „Margir
krakkar fá svefnpoka, bakpoka og
Sigríöur Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Vesturferöa hf.
Tímamynd: Sigurbur Bogi.
Frá menningardagskránni Sumarkvöld í Neöstakaupstaö.
tjald og reyndu hann í þessari
Hornstrandaferð. Síðan hefur
myndast keppni í þessum um að
þekkja flestar plöntur, fugla og fjöll
og þetta var afar skemmtilegt," seg-
ir Sigríöur. Þá stóðu Vesturferðir í
sumar fyrir kvöldvökum í elstu
byggðinni á ísafirði undir yfirskrift-
inni Sumarkvöld í Neðstakaupstað.
Var þetta menningardagskrá þar
sem tekin voru fyrir á léttan máta
ýmis menningarleg efni.
Víða er um þessar mundir unniö
að uppbyggingu ferðaþjónustu á
Vestfjörðum. Það er gert á grund-
velli könnunar sem gerð var meðal
ferðamanna en þar voru þeir spurö-
ir meðal annars hvaö þeir teldu
helst vanta í þjónustunetið. Margir
töldu aö fleiri tjaldsvæöi vantaði og
aukið gistirými, meðal annars á
suðurfjörðunum. Þá sögðu margir
að greiöari almenningssamgöngur
þyrfti. Úr þessu hefur verið reynt að
bæta. Jafnframt kom fram í könnun
þessari að meirihluti ferðamanna
vestra eru íslendingar, eða um 60%,
og þeir útlendingar sem sækja þetta
landssvæði heim hafa áður komiö
til íslands. „Þeir eru þá búnir aö
skoða Gullfoss, Geysi og Mývatn og
vilja nú sjá fleiri staði á landinu,"
sagði Sigríður Kristjánsdóttir ab lok-
um. ■