Tíminn - 26.08.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 26.08.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 26. ágúst 1995 19 SMnti Gróska í myndlistarlífi á Akureyri: Þrír sýna í Grófargili og högg- myndir á ýmsum stöbum Stöðug gróska er í myndlistarlífi á Akureyri og þessa dagana eru þrjár myndlistarsýningar í Gró- fargili þar sem fjölþættari lista- starfsemi hefur veriö komið fyrir á sama svæði. í Grófargili hefur mebal annars Myndlistaskólinn og Listasafnið á Akureyri aðsetur sitt, Gallerí AllraHanda er í sama húsi og listasafnið og Deiglan, sem er fjölnota sýningarsalur og rekinn af Gilfélaginu, er handan götunnar. Þar er einnig ab finna Cafe Karólínu, lítib kaffihús í frönskum stíl þar sem listafólk kemur gjarnan saman. Lista- mannsíbúð er í gilinu auk þess sem nokkrir listamenn hafa vinnustofur sínar á þessum slóð- um. Neðar við götuna stendur Ketilhúsiö, gamallt kyndihús fyr- ir það iðnaðarumhverfi sem áður var á þessum slóðum en ákvebib hefur verið að breyta því í fjöl- nota sýninga- og tónleikahús í framtíðinni. Fyrsti vísirinn að listastarfsemi í Ketilhúsinu var verkstæði fyrir myndhöggvara sem starfrækt var í sumar í tengslum viö Listasumar '95 á Akureyri og gefur að líta afrakst- ur þeirrar starfsemi á nokkrum stöðum í bænum þar sem á ann- an tug myndhöggvara sýna verk sem unnin voru á verkstæðinu fyrr í sumar. Listasumar '95 er dagskrá margvíslegra listvið- burða sem stendur yfir frá miðj- um júní og fram í ágúst en þetta er þriðja sumarið sem slíkri starf- semi er komið á fót á Akureyri þar sem allar listgreinar eiga full- trúa. Þrjár myndlistarsýningar standa yfir í Grófargili þessa dag- ana auk höggmyndanna sem komið hefur verið fyrir á ýmsum stöðum í bænum. Bragi Asgeirs- son, myndlistarmaður og gagn- rýnandi, sýnir 24 myndir í Deigl- unni og Hafliði Hallgrímsson, mynd- og tónlistarmaður, sýnir 32 teikningar í vestursal Lista- safnsins. í austur- og miðsal safnsins er yfirlitssýning á verk- um Jóns Gunnars Árnasonar. Bragi Ásgeirsson sýnir stein- þrykk, olíumyndir og teikningar og hefst sýningin með tveimur myndum sem unnar em við ljóð Matthíasar Jóhannessen; Stúlka með brún augu og Vor í skafli þar sem handrit ljóðanna er hluti myndbyggingarinnar en Bragi yrkir myndræn stef við ljóöin líkt og tónsmiburinn semur til- brigði við verk annars höfundar. Samvinna af þessu tagi er vand- meðfarin en í þessum myndum tekst höfundi forms og lita að gæba boðskap ljóðsins mynd- rænu lífi. í myndinni Eggið fjall- ar Bragi um upphaf lífsins á afar einfaldan en jafnframt táknræn- an hátt en segja má að sýningin sé í heild mjög táknræn og lista- maðurinn krefjist þess af áhorf- endum að þeir lesi ekki síður í hina minnstu drætti þar sem hvert strik og stroka hefur sína merkingu en myndirnar sem heild. Manneskjan er í fyrirrúmi í mörgum myndum Braga þar sem hann ýmist dregur fram svipbrigði andlitsins eða að hann fæst við þau margbreytilegu form sem mannslíkaminn gefur færi á ab skapa. Myndir Braga hafa orðið til á löngu tímabili og gefa því nokkurt yfirlit yfir störf hans sem myndlistarmanns þótt mikið skorti á að sögu hans sé þar alla að finna. Hafliði Hallgrímsson sýnir teikningar sem ýmist eiga sér myndræn upptök í því umhverfi sem á vegi listamannsins hefur orðið eða ab hann útfærir hug- renningar meö blýantsoddinum óháð því sem hann sér í kringum sig. Hafliði hefur sagt að þögn sé tónlistarmanninum mikilvæg og Frá Akureyri. því ekki óeblilegt að hann leiti til myndlistarinnar. Á þessari sýn- ingu er Hafliði samkvæmur þeim ummælum því þögnin er ríkj- andi í flestum mynda hans. Þögnin er ef til vill það þema sem sameinar þessa sýningu Hafliða því hann bregður fyrir sig marg- víslegum stílbrigðum. í myndum hans er að finna tilbrigði við landslag og búsvæði manneskj- unnar en einnig má sjá kyrralífs- uppstillingar og jafnvel súrreal- ískar útfærslur myndefnis. í bók sem er til sölu á sýningunni og hefur að geyma 60 teikningar listamannsins er ab finna mun betri heimild um hann sem myndlistarmann en sýningin sjálf gefur til kynna. Þar kemur betur fram næmi hans fyrir hinu fínlega og tenging myndlistar- mannsins við sellóistann og tón- smiðinn sem hverfur inn í þögn- ina þegar hann tekur sér blýant- inn í hönd. Sýning á verkum Jóns Gunnars Árnasonar er ákveðinn hvalreki fyrir unnendur skúlptúra og myndlistar norðan heiða svo frumlegur sem myndsmiðurinn með logsuðutækin var oft á tíð- um. Á sýningunni í Listasafninu á Akureyri gefur að líta gott yfir- lit yfir þann hugarheim sem birt- ist í verkum hans og þau átök er oft einkenndu listsköpun þessa listamanns sem nýtti kunnáttu sína í vélsmíöi til þess að skapa myndverk sem fyrir löngu hafa hlotið viðurkenningu sem hluti af sögu höggmyndalistar hér á landi. Á sýningu þeirra myndhöggv- ara sem tóku þátt í starfsemi Listasumars '95 á Akureyri gefur ab líta margvíslegar tilraunir með myndverk; sumar frumlegar en aðrar í hefðbundnara formi. Þátttakendur í sýningunni eru bæði ungir listamenn, sem enn eru að þreifa fyrir sér, finna sér form og skapa sér stöðu en einn- ig reyndari myndsmiðir sem meö hugmyndinni að baki þessari sýningu fá tækifæri til þess að gefa hugarfluginu lausan taum- inn. Sýning myndhöggvaranna er fjölbreytileg og gefur umhverf- inu hressilegan blæ. ÞI. DACBÓK Lauqardaqur luqardaqi lé ágúst 238. dagur ársins -127 dagur eftir. 34.vika Sólris kl. 05.50 sólarlag kl. 21.07 Dagurinn styttist um 6 mínutur Dagskrá Þingvalla um helgina í dag: Gönguferð kl. 13.30 sem lýk- ur í Kór á tónleikum Rutar Ingólfs- dóttur fiðluleikara. 15.00: Rut Ingólfs- dóttir fiðluleikari spilar verk eftir J.S. Bach í Kór milli Hestagjár og Lamba- gjár. Gengið Hallveg suðvestur með vatninu og þaðan er auögengið upp í Kórinn. Sunnudagur 27. ágúst: Guðsþjón- usta í Þingvallakirkju kl. 14.00. Dag- skráin öllum opin og aðgangur ókeyp- is. Frá Félagi eldri borgara Brids á sunnudag, tvímenningur kl. 13.00. Félagsvist kl. 14.00 í Ris- inu. Dansað í Goðheimum kl. 20.00. Þeir sem eiga pantað far í Nesja- valla/Básinn ferðina 31. ágúst, vin- samlegast sækjið miðana mánudag eða þriðjudag. Haustmarkaöur alla daga í Kolaportinu Um helgina hefst haustmarkaður í Kolaportinu sem verður opinn alla daga til 17. september. Boðið verður uppá frjölbreytt vöruúrval og heilu gámarnir af margvíslegum varningi eru sérlega fluttir frá Bandaríkjunum og Evrópu fyrir þennan haustmarkað. Á virkum dögum verður haust- markaðurinn opinn 12-19 en um helgar er venjulegur opnunartími Kolaportsins. Reykjavíkurhöfn — Fjöl- skyldudagar um helgina I dag og á morgun verður ýmislegt um að vera fyrir fjölskyldur sem leggja leið sína niður á Reykjavíkurhöfn. Á Hvalnum, útivistarsvæði Miðbakkans, veröur árabáturinn, eimreiðin, og leiktækin til afnota og sælífskerin og grunni sælífsbakkinn til skoðunar á botndýrum, fiskum og gróðri hafnar- innar. Á sunnudag veröur sérstök kynning á jrörungum hafnarinnar frá þeim smásæju og upp í stóru þörungana og vöxt þeirra í kerunum frá því að gróin komu í þau síðla vetrar. Leiktækjun- um hefur verið breytt þannig að notk- un þeirra minnir á hreyfingar botn- dýranna í kerunum. Miðbakkatjaldið sem verður stað- sett vestan við hvalinn opnar á sunnudag kl. 11.00. Ýmsir þekktir ab- ilar standa þar að fiskmarkaði og sölu á lífrænu grænmeti auk þess sem kaffiveitingar upp á gamla mátann verða til staðar.. Frá Hallgrímskirkju: Guösþjónustur á ensku Síðasta sunnudag hvers mánaðar kl. 14 verða í Hallgrímskirkju haldnar guðsþjónustur á ensku. Eru þær ætl- aðar enskumælandi íbúum höfuð- borgarsvæðisins sem og ferðafólki. Séra Karl Sigurbjörnsson annast guðs- þjónusturnar. Hörður Áskelsson org- anisti leikur undir og stýrir safnaðar- söng. Að guösþjónustunni lokinni eru veitingar á boðstólum í safnaðarheim- ili kirkjunnar. Frá Óhá&ri listahátíÖ Sunnudaginn 27. ágúst: Iðnó kl. 20.30. Vefur-Seiður- Spuni Ljóða- og tónlistarkvöld. Mebal flytjenda eru Margrét Örnólfsdóttir, Heiða, Didda, Margrét Lóa, Gerður Kristný, Birgitta Jónsdóttir, Linda Vil- hjálmsdóttir, Ósk Óskarsdóttir og Mike Pollock. Mánudaginn 28. ágúst kl. 20.30: Pí- anótónleikar í Iðnó. Helga Bryndís Magnúsdóttir spilar. Kammersveit frá Lúx- emborg í Ráöhúsinu Á morgun, sunnudaginn 27. ágúst kl. 17.00, mun kammersveit frá Lúx- emborg halda tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Á efnisskrá verða verk eftir Schubert, Fenigsetin, Yun, Lenn- er, Berlo og Schumann. Tónleikar í Hallgríms- kirkju á sunnudag Níundu og síðustu tónleikar sum- arsins í tónleikaröbinni „Sumarkvöld viö orgelið" verba haldnir í Hallgríms- kirkju sunnudagskvöldið 27. ágúst og hefjast kl. 20.30. Það eru trompett- leikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson og Hörður Áskels- son orgelleikari sem koma fram á tón- leikunum. Þeir flytja tónlist frá bar- okktímabililnu. Frá Spaugstofunni Spaugstofan er nú stödd á Norður- landi og mun skemmta í Ólafsfirði í dag kl. 14.00. og á Siglufiröi kl. 21.00. Á morgun verða tvær sýningar á Ak- ureyri, önnur kl. 14.,00 en hin kl. 21.00. Á mánudag verður enn skemmt á Akureyri kl. 21.00 og þriöjudaginn 29. ágúst kl. 21.00 kem- ur Spaugstofan svo fram í Ýdölum kl. 21.00. Síöustu þriöjudagstón- leikar sumarsins Síðustu þribjudagstónleikar sum- arsins í Listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar verða þriðjudaginn 29. ágúst nk. kl.20.30. Þá flytja Margrét Kristjáns- dóttir fiðluleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari eftirtalin verk: Sónötu fyrir fiðlu og píanó op. 30 nr. 3 eftir Beethoven, þrjár Róm- önsur op. 22 eftir Clöru Schumann og sónötu fyrir fiðlu og píanó eftir L. Ja- nácek. TIL HAMINGJU Gefin voru saman í Garðakirkju 08.07.95 þau Sigurbjörg Lilja Farrow og Gunnar Haraldsson af séra Val- geiri Ástráðssyni. Þau eru til heimilis að Lyngási 6, Garðabæ. Ljósmyndastofa Kópavogs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.