Tíminn - 30.08.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.08.1995, Blaðsíða 4
4 Mi&vikudagur 30. ágúst 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Veró í lausasölu 150 kr. m/vsk. Stækkun álversins Útflutningur íslendinga hefur í ríkum mæli byggst á framleiðsluvörum sjávarútvegsins. Um tveir þriöju útflutningsins eru sjávarafurðir. Af iðnvarn- ingi er hlutur svokallaðrar stóriðju hæstur. Þetta gerir það að verkum að íslenskt efnahagslíf er mjög háð sveiflum í sjávarútveginum. Því hefur umræða um efnahags- og atvinnumál löngum hnigið að því að skjóta verði fleiri stoðum undir atvinnustarfsemina í landinu. Ein leið til þess sé að nýta þá auðlind sem við eigum í orku, og selja hana til orkufreks iðnaðar. Um þessar mundir stendur yfir alvarleg tilraun til þess að fá hingað erlenda fjárfestingu og auka orkusölu til stóriðju. Um nokkurt skeið hafa stað- ið yfir viðræður við Alusuisse-Lonza um stækkun álversins í Straumsvík, þannig að í stað 100 þús- und tonna ársframleiðslu verði hún 160 þúsund tonn. Reynslan kennir íslendingum að ekkert er víst um lyktir slíkra viðræðna fyrr en skrifað hefur ver- ið undir. Samningaviðræður um slíkar fram- kvæmdir eru bæði flóknar og erfiðar. Ekki skal því um það spáð hvort stækkun álversins gengur eftir. Álverð er háð sveiflum á heimsmarkaði, eins og íslendingar hafa fengið að kynnast. Viðræður um álver á Keilisnesi sigldu í strand eftir mikið verðfall á áli, sem átti meðal annars rætur að rekja til mik- ils framboðs frá Austur-Evrópu, einkum Rússlandi. Nú hefur verð hækkað á ný, og áhugi virðist fara vaxandi á uppbyggingu nýrra álvera. Fréttir berast nú af áhuga fleiri þjóða á því að fjárfesta í álverum hérlendis. Það er hins vegar var- hugavert að rjúka upp til handa og fóta, þótt heyr- ist af slíkum áhuga til dæmis Kínverja á aö reisa hér álver. Leiðin er löng frá hugmynd um slíkt til framkvæmdar. Eigi að síður sýnir þessi áhugi að markaöurinn þykir vænlegur nú um stundir og það ætti að styrkja stöðu okkar frekar en hitt. Hin almenna stefnumörkun gagnvart erlendri fjárfestingu í stóriðju hefur verið sú að fyrirtækin starfi í íslensku umhverfi og hlíti íslenskum lög- um. Einnig aö þau komi fyrir fullkomnum meng- unarvörnum í verksmiöjum sínum. Sú krafa hlýt- ur að vera uppi í þeim viðræöum sem nú fara fram. Þá ber mikil nauösyn til þess aö setja niður þær deilur sem hafa veriö viö verkafólk í álverinu. Stööugir árekstrar hafa slæm áhrif bæöi á þeim vinnustað og út í frá. Þessi mál geta orðið erfiö við- fangs. Mikilvægur áfangi náðist þó í síöustu samn- ingum í álverinu, um að samið verði við alla starfs- hópa þar í einu, en nú virðast forsvarsmenn þeirra vilja ganga enn lengra, og staöa samningamál- anna er dregin inn í viöræöur um stækkunina. Eitt af því sem gerir íslenskt efnahagslíf veikara en ella, er aö fjárfesting hefur veriö í lágmarki og erlendar fjárfestingar hér mælast vart. Með samn- ingum um stækkun álversins yrði nokkur breyting á, þótt varast skuli að líta á það mál eitt og afmark- að sem töfralausn í efnahagsmálum. Ysinn er fyrir „innan múrvegginn" Garri hefur alltaf komist í eitt- hvert annarlegt ástand á söfnum. Þá koma honum í hug ljóblínur Jóns Helgasonar: „Innan við múr- vegginn átti ég löngum mitt sæti / utan vib kvikabi borgin meb gný sinn og læti". Garri hefur haft þá tilfinningu að grafarró ætti að ríkja á söfnum og starfs- fólk jafnt og þeir sem koma þar í heimsókn ættu aö læðast um á tánum til þess að trufla ekki þegar gengið er á vit fortíðarinnar. Mannabein í Þjóö- minjasafni Þjóðminjasafn íslands er virðu- leg bygging vestur við Melatorg. Þar eru ýmsir góðir gripir varð- veittir, og nýlega hafa borist frétt- ir um að þar séu gömul manna- bein. Hins vegar berast nú fréttir af því að „gnýrinn og lætin" séu aðallega þar innan veggja, það er að segja að starfsfólkið á þessari stofnun sé eins og hundur og köttur og ekki dugi minna heldur en að skrifa menntamálaráðherra opib bréf og leita til umboðs- manns Alþingis til þess að fá að rannsaka þá hluti sem þar finn- ast. „Setið á beinunum" í Morgunblaðinu birtist um helgina hvorki meira né minna en heilsíðugrein — opið bréf til Björns Bjarnasonar menntamála- rábherra þar sem höfundur bréfs- ins, Margrét Hermanns-Auðar- dóttir, segir farir sínar ekki sléttar. Hún vilji fá aðgang að manna- og dýrabeinum úr gröfum í þágu vís- indanna. Með rannsóknum hyggst hún lengja íslandssöguna dálítiö. Hins vegar kvartar hún yfir ein- hverjum dularfullum manni, starfsmanni safnsins, „sem situr á beinunum" svo notuð séu hennar eigin orð. Þessi ákveðni maöur situr svo fast, að ráðstefnur Þórs Magnússonar og Sturlu Böðvars- sonar með henni um málið hafa ekkert að segja. Dularfullt Garri hefur ávallt litið með lotningu til Þjóðminjasafnsins, en aldrei hafði honum dottið í hug að svo mikil mýstík væri í GARRI þessu sakleysislega húsi, ab mab- ur sæti þar á mannabeinum og enginn mannlegur máttur gæti haggað honum þaðan. Hins vegar getur Garri tekið undir það, ab þaö er stórvarasamt að stunda rannsóknir sem lengja íslands- söguna. Stórafmæli eins og þegar haldið var upp á ellefu hundruð ára afmæli íslandsbyggðar eru þá bara plat, svo eitthvaö sé nefnt. Hins vegar er þarna vib mikinn vanda að stríða fyrir Þjóðminja- safnið og vísindamenn þess. Hér er ekki hægt að beita formúlunni, sem notuð var við silfursjóðinn fræga frá Miðhúsum, að „enginn sjóður sé eldri en yngsti hlutur- inn í honum". „Skollaleikur" Já, það er fjör á Þjóðminjasafn- inu og ysinn þar inni gefur ekkert eftir umferðargnýnum á Mela- torginu. Samkvæmt upplýsingum Margrétar Hermanns-Auðardótt- ur er þar stundaður „skollaleikur" af sumum starfsmönnum, meðan aðrir „sitja á mannabeinum" og verður ekki hnikað þaðan. Garri er ekki trúaður á yfirnáttúrlega hluti, en ætli beinagrindurnar fari ekki í skollaleik næst. Þá færi skörin að færast upp í bekkinn. Garri er svo jarðbundinn aö hann býst ekki við að svo verði í bráð. Nú er bara að bíða og sjá hvort bréf frá Birni Bjarnasyni fær þann sem situr á beinunum til þess að hreyfa sig. Ef svo verður, þá mun málið leysast. Hins vegar er seinlegt og viðurhlutamikið fyrir starfsmenn einnar stofnunar að þurfa að skrifa bréf til mennta- málaráðherra til þess að bibja vinnufélaga sína að færa sig. Gani Velferð og alvöruvelferb Þau stórmerku tíöindi gerðust um daginn ab verkalýösleiðtogi brá sér til útlanda til að kynnast af eigin raun hvernig vinnandi fólk hefur það í evrópsku velferðarríki. Hann kom nokkru fróbari heim. Björn Grétar Sveinsson, for- mabur Verkamannasambandsins, ræddi viö íslenskt fólk sem stund- ar vinnu í Danmörku og komst að því aö fjölskylda getur lifað áhyggjulitlu lífi af dagvinnu einni saman og fest kaup á sóma- samlegu húsnæði án þess ab reisa sér hurðarás um öxl. í vibtali vib Tímann furðar leið- toginn sig á því hvernig danskur fiskiönaður getur greitt fólki um 1150 krónur á klukkustund fyrir sömu störf og íslenskt verkafólk fær 300 krónur fyrir ab inna af hendi. Meb stórátökum og bónu- sum kemst íslenskt fólk í flsk- vinnu upp í 450 krónur á tímann þegar best lætur. Bætur ýmis konar gagnast fólki betur í Danmörku en hér og síb- ast en ekki síst virbist fólk eiga töluvert eftir af launum sínum eftir skatta. Allt er þetta í mótsögn vib þab sem búib er ab ljúga vel og lengi hér á landi um launakjör heima og heiman, skatta og húsnæbis- mál og velferb og lífsafkomu yfir- leitt. Jöfnubur og stéttleysi ísland er velferbarríki, ekki vantar þab, hér er gott ab vera, hér Iíbur öllum vel, skattapró- senta er alls staöar hærri, einka- eignastefnan í húsnæbismálum er sérlega vel lukkib, allir fá ókeypis menntun og heilbrigöis- þjónustu. Jöfnubur ríkir í stétt- lausu þjóbfélagi. Svona þula er vel þekkt úr ræb- um á tyllidögum þegar fyrirfólk er ab hæla sjálfu sér fyrir alþýbleg- heit og telja armingjunum trú um hve gott og göfugt sé ab vera ís- lendingur. Og rétt er þab ab hér ríkir vel- ferb. Þab er velferb nómenklatúr- unnar, velferb eigenda lands, hlunninda og kvóta, velferb fjár- magnseigenda og stóreignafólks, velferb stórfyrirtækja, háembætt- ismanna og forstjóra og allra þeirra ábyrgbarlausu sem fara meb fjármuni annarra. En þegar Björn Grétar Sveins- son, formabur Verkamannasam- bandsins, fór ab kynna sér málin í Danmörku komst hann ab ab því ab velferbin á Norburlöndum, sem er áþekk og víba gerist í norb- anverbri Vestur Evrópu, er af öbr- um toga en þeim sem íslending- um er talin trú um ab ríki í al- vöruvelferbarríkjum. Á víbavangi Veraldir Verblag, kaupmáttur og skatt- heimta og afkoma verkafólks sýn- ist meb öbrum hætti í þeirri ver- öld sem Björn Grétar heimsótti en á þeim vígvöllum kjarabarátt- unnar sem hann hefur alib aldur sinn á til þessa. Þar hefur hann notib leibsagnar Alþýbubanda- lags og annarra alþýbuvina til ab koma verkamannalaunum upp í 300 krónur á meban vestrænir velferbarsinnar geta státab af þre- faldri þeirri upphæb eba meira til sinna verkamanna. Um skattheimtu af skítalaun- um og þrúgandi húsnæbisbyrbar er rétt ab ræða ekki ab sinni. íslenska velferbarríkib er stað- reynd. Villubyggingar, bílakaup, utanlandsferbir, hlutabréfaeign, landeignir, kvótaeignir og hjarbir hálaunamanna og fólks meb gríb- arleg lífeyrisréttindi eru til vitnis um þab. íslendingar hafa þab gott. En hvaba íslendingar hafa þab gott og hverjir tilheyra velferb- inni? Varla umbjóbendur Björns Grétars Sveinssonar. Tæplega hundrabþúsundkrónafólkib sem borgar skattana og skuldar meira en þab fær nokkru sinni unnib fyrir. Atgervisflóttinn verbur ekki stöbvabur meb því ab guma af velferb og stéttleysi og ab láta nó- menklatúruna komast upp meb ab ljúga því upp endalaust ab hvergi ríki eins mikill jöfnubur og á ísiandi. Jöfnuburinn er nefni- lega eins og í dýraríki Orwells; sumir eru svo miklu jafnari en abrír. Þjóbarframleibsla og útflutn- ingur er óvíba eins mikill og á ís- landi. En hvar lendir afrakstur- inn? Ef þab tækist ab taka upp heib- arlega og hreinskilna umræbu um hvar þjóbaraubnum er gloprab nibur og hverjir njóta þess sem ekki fer til spillis er ef til vill ein- hver von til þess að vinnandi fólk staðnæmist á ættjörbinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.