Tíminn - 30.08.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.08.1995, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 30. ágúst 1995 7 Ibyijun níunda áratugarins fóru íslendingar að framleiöa bíómyndir í fullri lengd og tölubu menn um að vorið í ís- lenskri kvikmyndagerð væri komið. Byrjunin lofaði góðu, myndir eins og Land og synir og Hrafninn flýgur vöktu heimsat- hygli en nokkrar misheppnaðar myndir fylgdu í kjölfarið og fannst mörgum sem snemma haustaði það vor. Nú nýverið hafa íslenskar myndir aftur tekið framförum og frábær árangur Friðriks Þórs Frið- rikssonar og Hrafns Gunnlaugsson- ar nýverib á erlendri grundu gefur góð fyrirheit. Nýir markabir íslenskar myndir hafa margar hverjar hlotið fjölda viðurkenninga og verið lofaðar af gagnrýnendum en aðsókn og dreifing hefur verið lítil á heimsmælikvarða. Ekki fyrr en nú hyllir undir vinsældir á stærstu markaðssvæbunum og mun Cold Fever Friðriks Þórs ríða á vaðið á ábur ókunnum slóðum eins og Bretlandsmarkaði. Bretar eyða nú meira púðri í frumsýningu Cold Fever en dæmi eru um í mörg ár miðað við myndir frá Norðurlöndunum og áhugi ís- lenskra ráðamanna er að vakna á því, að vart sé hægt ab hugsa sér betri landkynningu og arövænlegri atvinnugrein en kvikmyndaiðnað- inn, svo vitnað sé til orða Bryndísar Schram, framkvæmdastjóra Kvik- myndasjóðs íslands. „Ekki nóg ab geta af sér barnib" Hlutverk Kvikmyndasjóðs hefur verib umdeilt í áranna rás og hefur framlag ríkisins rokkað nokkuð milli ára. Á seinasta ári var framlag- ið 100 milljónir. Með árunum hefur umfang sjóðs- ins aukist. Hlutverk hans er fyrst og fremst að annast úthlutun styrkja til kvikyndagerðar, sem fer fram einu sinni á ári. Auk þess ber sjóðnum samkvæmt lögum ab annast kynn- ingu á íslenskri kvikmyndagerð bæði heima og hérlendis. Það er sá þáttur starfsins sem hefur orðið víb- tækari eftir því sem framleiðslan hefur aukist og dafnað. „Okkar hlutverk er að koma myndinni á framfæri, fylgja henni eftir á löngu ferðalagi víðs vegar um heiminn og sjá til þess ab hún verði ekki munaðarlaus og lendi strax uppi á hillu í safni. Þetta kostar allt mikla fjármuni og er hluti framlags ríkisins lagöur til hliðar í byrjun árs. Eblilega eiga kvikmyndagerbar- menn ekki mikla peninga afgangs þegar mynd þeirra kemst loksins á tjaldið," segir Bryndís. Þátttaka á kvikmyndahá- tíbum naubsynleg Bryndís getur þess að íslendingar njóti mjög góðs af norrænu sam- starfi. „Vib erum meblimir í Scand- inavian Films, sem byggist á sam- starfi kvikmyndastofnana á Norð- urlöndum. Við borgum innan við 1% af rekstrakostnaði, en njótum hins vegar góbs af þessu bæði í Can- nes og Berlín sem eru mikilvægustu hátíðir Evrópu og þótt víðar væri leitaö." Hún segir lykilinn að velgengni íslenskra mynda á erlendri grund einmitt vera þessar kvikmyndahá- tíðir, þar sem íslenskar myndir hafa hvab eftir annab hlotib náð fyrir augum dómara, verið verðlaunaðar og þar með fengiö rauða passann um allan heim. Á seinasta ári var t.d. mynd Friðriks Þórs, „Bíódagar", kjörin besta mynd Noröurlanda í Haugasundi, verblaunub í Liibeck, Laon og Mamers. „Hin helgu vé" fékk aðalverðlaunin í Lúbeck, aðal- verblaunin í Troia og var auk þess valin til sýningar í Panorama á Beri- Císli Halldórsson, leikari í útbreiddustu bíómynd Islendinga til þessa, Börnum náttúrunnar. mynd Friðriks, Cold Fever, eða Á köldum klaka eins og hún heitir á íslensku, gæti hæglega orbið enn aðsóknarmeiri. Þá lofa Bíódagar mjög góðu. Eins og komið hefur fram sigrabi Cold Fever nýverið í keppninni um Rosebudverðíaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg og þykir það mikill heiður þar sem fjöldi þekktra kvikmyndagerðar- manna átti myndir á hátíðinni. í umsögn myndarinnar segir m.a. „mystísk vegamynd sem ber vitni um hreinræktaða kvikmyndalist". Viðtökur breskra dagblaða hafa einnig verið mjög góbar og standa vonir Friðriks til að myndin muni ganga vel í þeim þremur bíóhúsum í Lundúnum sem hún verður sýnd í, í september. Wajda og Kaurlsmaki létu í minni pokann „Þessi verblaun samsvara Cannes Friörik Þór og Bryndís Schram segja bjart framundan í íslenskum kvikmyndaheimi: Er íslenska kvikmynda- sumariö loks komiö? Friörik Þór Friöriksson. ínarhátíðinni. Nú í ár var mynd Þorsteins Jónssonar, „Skýjahöllin", í barnamyndakeppninni í Berlín og fyrir tveimur ámm komst Sódóma í keppni í Cannes. Á þessu ári má nefna velgengni „Á köldum klaka" sem fékk verðlaunin á Edinborgar- hátíðinni eins og áður er getib. Fimmföld ávöxtun -En er nógu vel að íslenskri kvik- myndagerð búið? „Á þessu ári voru lagðar til hliðar rúmar 100 milljónir til kvikmynda- gerðar. Ekki er óraunhæft að ætla, ab þeir peningar skili sér fimmfalt til samfélagsins. Fái menn 20 millj- ónir í styrk, sem er kannski einn fimmti af heildarkostnabi myndar, þá vantar enn um 80 milljónir til að endar náist saman. Þeir peningar koma næstum allir utanlands frá, frá einkaaðilum eða úr sjóðum. Ef framlag ríkisins yrbi 200 millj- ónir, þá fengjum við milljarð til baka. Islenskar kvikmyndir eru bein auglýsing á landinu. Ef myndir ná vinsældum erlendis þá eykst ferba- mannastraumurinn til landsins í kjölfarið. Þetta hefur verið sýnt fram á með rökum." Óendanleg orka og bjartsýni „Allir furba sig á þeirri bjartsýni, sem einkennir íslenska kvikmynda- gerðarmenn, þennan brennandi áhuga og óþr jótandi orku. Stór hóp- ur manna og kvenna eru að gera mjög góða hluti." Bryndís segir nýjustu fréttir af velgengni mynda Hrafns og Friðriks vera gífurlega lyftistöng fyrir landið og gefi fyrirheit um að við séum á réttri braut. Fimm eða sex frumsýn- ingar eru fyrirhugaðar fram að jól- um. Segir þab sitt um gerjunina. „Bara það eitt, hvað við eigum margt hæfileikafólk í þessu fá- menna þjóðfélagi vekur athygli um allan heim," segir Bryndís. Aðspurð um misgóða gagnrýni hérlendis þrátt fyrir að íslenskar myndir slái í gegn erlendis telur Bryndís að landinn sé kröfuharðari á íslenskar myndir en erlendar og það skýri að hluta til óvægna gagn- rýni. íslenskar myndir hafa margar hverjar hlotið fjölda viðurkenninga og verið lof- aðar af gagnrýnendum en aðsókn og dreifing hefur verið lítil á heimsmœli- kvarða. Ekki fyrr en nú hyliir undir vinsœldir á stcerstu markaðssvœðunum og mun Cold Fever Friðriks Þórs ríða á vaðið á áður ókunnum slóðum eins og Bretlandsmarkaði. Bretar eyða nú meira púðri í frum- sýningu Cold Fever en dcemi eru um í mörg ár miðað við mynd frá Norð- urlöndunum og áhugi ís- lenskra ráðamanna er að vakna á því, að vart sé hœgt að hugsa sér betri landkynningu og arðvœn- legri atvinnugrein en kvik- myndaiðnaðinn. „Hreinræktuö kvik- myndalist" Óskarsverölaunaútnefning Barna náttúrunnar ruddi brautina fyrir Friðrik Þór og er enn verib að sýna hana víða um heim, þremur árum eftir að hún var útnefnd. Engin ís- lensk kvikmynd hefur hlotib jafn- mikla dreifingu og hún en nýjasta d'Or í Frakklandi þannig að við er- um mjög ánægðir með þennan ár- angur. Þarna mátti finna myndir eftir menn eins og Andrzej Wajda og Mika Kaurismaki þannig að þetta er stórkostlegt," segir Friðrik. Hann segir fyrirhugaöa frumsýningu í London vera þá langstærstu af myndum frá Norðurlöndunum um langt skeið, enda sé erfitt að komast inn á breska markaðinn, nánast jafn erfitt og í Bandaríkjunum. Bret- ar taki ekki abrar myndir en þær sem eru líklegar til vinsælda. „Myst- ery Train, JimsJarmusch, gekk eink- ar vel í Bretlandi og aðalleikarinn í Cold Fever, Nagase, er sá sami og í þeirri mynd. Við munum tvímæla- laust njóta góðs af því." Jafnframt segir Friðrik ab hann sé með sama dreifingarabila og sá um Börn náttúrunnar og það starf sé að skila sér í auknum mæli. Fyrr í ár sagði Friðrik í viðtali við Tímann ab hann liti á frumsýningu Á köldum klaka hér í vetur sem n.k. prufusýningu. Það koma enda á daginn að hann lét breyta henni verulega eftir gagnrýni sem hann fékk á myndina. „Vib breyttum myndinni eftir „prufukeyrsluna", myndin fékk ekki þá aðsókn sem ég haðfi búist við og þess vegna hlust- aði ég á þá gagnrýni að eitthvað væri að. Það er því önnur mynd sem verið er að sýna nú, og vonandi betri. Hún fer a.m.k betur í fólk núna. Cold Fever er áhorfendavænni en t.d. Börn náttúrunnar. Hún er miklu líklegri til almennra vin- sælda, meira commercial," segir Friðrik Þór að lokum. „Börnin" eru nú sýnd í Danmörku og fá góða dóma. Segir m.a í Politiken að hún sé mjög falleg mynd en jafnframt laus við nokkra væmni. Ekki nábist í Hrafn Gunnlaugs- son í gær en Hin helgu vé hans hafa fengiö frábæra dóma í Noregi og er Hrafn dýrkabur víða um heim eftir víkingamyndir sínar. Af framan- sögbu má ljóst vera að Friðrik Þór og Hrafn Gunnlaugsson eru komnir á alþjóðlegt landakort kvikmynd- anna, e.t.v. aðeins fremstir á meðal jafningja, enda mætti telja upp á annan tug góðra og efnilegra kvik- myndagerðarmanna til viöbótar. Á tímum kreppu, kýlaveiki og fólks- flótta er því kærkopiö að horfa með bjartsýni til sumarsins í ís- lenskri kvikmyndagerð. Björn Þorláksson Bryndís Schram, framkvœmdastjóri Kvikmyndasjóös.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.