Tíminn - 30.08.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.08.1995, Blaðsíða 6
6 9tmkmt Miövikudagur 30. ágúst 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Handverkshús opnar á Breibdalsvík Fyrir skömmu var opnaö á Breiðdalsvík Ás — handverks- hús. Að handverkshúsinu standa þrjár konur, þær Guð- laug Gunnlaugsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir og Helle Las- sen. Handverkshúsið verður sölu- og vinnustaður í senn. Þar verða á boðstólum listmunir, minjagripir og handverk af ýmsum toga, auk þess sem þar verða haldnar myndlistarsýn- ingar og efnt til námskeiöa þeg- ar vetur gengur í garð. Nú stendur yfir sölusýning fjögurra myndlistarmanna, þeirra Péturs Behrens, Mariettu Maissen, Rík- harðs Valtingojer og Willem La- bey. Atvinnuleysi á Suöurlandi var 3,5% í síöasta mánuöi: Atvinnulausir á skrá koma tregt til starfa „Þaö hefur lítið gengið hjá okkur að fá til starfa þetta fólk sem er á atvinnuleysisskrá. Það hefur kannski komið og haldist við í vikutíma eða svo. En þeir sem koma og sækja um vinnu eru þeir sem vilja vinna," sagði Pétur Þorleifsson, yfirverkstjóri hjá Árnesi hf. í Þorlákshöfn, í samtali við blaöið. SÍMÉMÉm f n i nn n l nn i n SELFOSSI Hverageröi: Bærinn sparar 2 millj. meb því ab hverfa frá útbobi ræstinga Hveragerðisbær hefur sagt upp verktakasamningi við Secu- ritas um ræstingar á stofnunum bæjarins og ætlar í stað þess aö ráða fólk til þessara starfa. Gert er ráð fyrir að með þessu móti spari bærinn 2,1 milljón á ári. Galtalækjarskógur: Bindindismenn reisa gistiheimili Bindindishreyfingin er um þessar mundir að reisa nýtt hús í Galtalækjarskógi, sem að mati forsvarsmanna Sumarheimilis templara í skóginum eykur mjög möguleikana með útleigu á svæðinu. Um er að ræða hús sem er á annað hundrað fer- metrar að stærö og hreyfingin fékk gefins frá Skálatúni. „Þetta er draumur sem er að byrja að fæðast. Við fengum þetta hús uppi í Skálatúni, en bindindishreyfingin hefur stutt þá starfsemi sem þar er. Húsið kom þangað ofan úr virkjun- um, en fullnægði ekki lengur Abstandendur Ás — handverkshúss: jóhanna, Cublaug og Helle. þörfum þeirra í Skálatúni, svo okkur bauðst að fjarlægja það og fengum það þannig ókeypis. Það er komið austur í Galtalæk, á þann stað sem þaö verður reist, og það er búið að grafa fyrir grunni," segir Jón Guð- bergsson, formaöur stjórnar Sumarheimilis templara í Galta- læk. „Þab hefur aukist síðustu ár að fólk er þarna með ættarmót og eldra fólk veigrar sér við ab vera í tjöldum. Eins er um versl- unarmannahelgar. Þarna eru 10 tveggja manna herbergi, eldhús og stofa," segir Jón. Jón segir ab draumurinn sé aö reisa húsið fyrir veturinn, en þar sem ekki er ráðið meb slíkar framkvæmdir enn, er búib að pakka því inn þar sem það ligg- ur í flekum á svæðinu. Kristín Erna og Bergþóra reka Fossbúann á Skógum: Kom í Ijós ab þörf- in var til stabar „Þaö hefur komið í ljós í sum- ar að það er þörf fyrir þjónustu eins og við erum að veita hér á Skógum. Upplýsingaþjónustan hefur til dæmis veriö mikið notuð og hér kemur mikið af fólki sem er að ganga á Fimm- vörðuháls og vantar ódýra gist- ingu, svo dæmi sé tekið," segja Kristín Erna Arnardóttir og Bergþóra Arnarsdóttir, sem reka Fossbúann að Skógum undir Eyjafjöllum. Þetta er fyrsta starfssumar Fossbúans í núverandi mynd, en hann er rekinn í félagsheim- ilinu á Skógum. Tvö undanfarin sumur hefur verib boðib upp á gistiþjónustu í félagsheimilinu, en þær stöllur hófu í sumar að selja mat og abra þjónustu til ferðafólks. Áöur haföi aðeins verið bobiö upp á gistiþjónustu Edduhótelsins á staðnum og er sú þjónusta mjög umfangsmik- il. Kristín Erna býr á bænum Steinum, sem er skammt vestan við Skóga, en Bergþóra býr í Reykjavík. Þær segja að það hafi verið ævintýramennska ab hella sér útí reksturinn á Skógum, þær hafi langað til ab prófa að takast á við svona verkefni. Þær bjóða upp á gistingu í uppá- búnum rúmum, tjaldstæði og veitingasölu með fjölbreyttum matseöli, auk lítillar sjoppu, minjagripasölu með íslensku handverki og upplýsingaþjón- ustu fyrir ferðamenn. I sumar hafa verið haldin nokkur stór ættarmót á staðnum og í nógu hefur verið að snúast varðandi þau og aðra þjónustu. Kristín Erna kveðst ákveðin í að stefna að áframhaldandi rekstri á Skógum næsta sumar, en Bergþóra ætlar að snúa sér ab öðrum verkefnum. Þær segja sumarið hafa verið góða reynslu, sem unnt verði að byggja á við áframhaldandi rekstur. í því sambandi benda þær einnig á að heita vatniö, sem nú streymir upp úr jörð- inni á Skógum, veiti möguleika á stóraukinni sókn í feröaþjón- ustu á staðnum. Irskir listamenn til Akureyrar Þann 13. október n.k. hefst á Akureyri írsk menningarhátíð. Enginn einn aðili hefur yfirum- sjón með hátíöinni, heldur felst hún í því að nokkrir abilar í listalífinu hafa tekið höndum saman um ab bjóða upp á írska dagskrá á sama tíma. Föstudaginn 13. október opn- ar í Listasafninu á Akureyri mál- verkasýning fjögurra írskra mál- ara, sem allir eru frá Dublin. Um kvöldib frumsýnir Leikfélag Akureyrar leikritið Drakúla, en höfundur bókarinnar um Drak- úla var einmitt frá Dublin. Leik- stjóri sýningarinnar og sá sem sér um leikgerð og búninga á sýningunni eru einnig frá ír- landi. Auk sýningarinnar í Lista- safninu og leikritsins mun írsk tónlist hljóma á veitingahúsum og öldurhúsum bæjarins og ver- ið er að vinna í því að fá írska hljómsveit til Akureyrar á þess- um tíma. Kvikmyndaklúbbur Akureyrar ætlar líka að taka þátt í hátíðinni og vonast til að fá til sýningar írskar kvikmyndir. Kristín Erna og Bergþóra, sem reka Fossbúann á Skógum. Séb heim ab Foss- búanum á Skóg- um. Stórbreytingar í stjórn Alusuisse. Rannveig Rist, Isal: „Vitum ekki hvort þetta breytir neinu" „Þetta kemur okkur á óvart, en Henk van der Meent, fram- við vitum ekki hvort þetta kvæmdastjóri umbúðadeildar. breytir neinu fyrir okkur," sagði Rannveig Rist, blabafull- trúi íslenska álfélagsins hf., í samtali vib Tímann í gær um breytingu sem gerb hefur verib í æbstu stjórn Aiusuisse-Lonza. Breytingarnar eru þær að Dom- inique Damon, aðalfram- kvæmdastjóri rekstrarsviös A-L og stjórnandi umbúöadeildar fyr- irtækisins, lætur af störfum frá 1. september og er ekki fyrirhugað að ráða nýjan framkvæmda- stjóra. Þessar breytingar munu til komnar vegna ágreinings um stjórnun og stefnu. Dominique Damon var þeirrar skoðunar að færa fyrirtækiö frá fmmframleiðslu á áli. Ekki er vit- að um afstöðu þeirra manna sem nú skipa framkvæmdastjórnina og ekki útilokað að breytingar verði á afstöðu þeirra til stækk- unarinnar. í æðstu framkvæmdastjórn A-L taka sæti Kurt Wolfenberger, framkvæmdastjóri áldeildar, og Auk þeirra sitja í stjórninni Dr. Theodor M. Tschopp aðalfor- stjóri, Sergio Marchionne, fram- kvæmdastjóri fjármálasvibs, og Dr. Peter Kalantzis, fram- kvæmdastjóri efnadeildar. Rannveig Rist sagði í gær að stækkun álversins í 160 þúsund tonna ársframleiðslu væri enn inni í myndinni. Fundurinn á mánudag ákvað að halda áfram að vinna að lausn mála sem enn eru ókláruð. Rannveig sagbi að ófrágenginn kjarasamningur væri eitt þeirra atriða sem ganga þyrfti frá áður en hægt væri að taka ákvörbun um stækkun. Það atribi væri þó aöeins eitt af nokkrum sem ófrágengin væru. Rannveig sagði að umræban um kínverskt álver á íslandi hefði engin áhrif á ákvörðun Alusuisse og sagði ab þaö væri ekki annaö en jákvætt að fleiri aðilar kæmu hingab og stofnuðu til álfram- leiðslu. Alusuisse: Rekstur í góbu lagi Hreinn hagnabur Alusuisse- Lonza samsteypunnar fyrstu 6 mánubi ársins jókst um 107%, mibab vib sama tímabil árib í fyrra. Hagnaburinn í ár nemur 10,6 milljörbum íslenskra króna, en var 5,1 milljarbur. Samkvæmt fréttum sem blab- inu bárust í gær eru horfur fyrir árib í heild góðar. Hin góða rekstrarafkoma skýrir A-L meb hagstæðum markaðsskilyrðum og dreifingu áhættu meb skipt- ingu fyrirtækisins í þrjár megin rekstrardeildir. Rekstrarafkoma áldeildar og efnadeildar var umtalsvert betri en fyrstu 6 mánuðina í fyrra, en afkoma umbúöadeildar heldur lakari en á umræddu tímabili. ■ Breyttir útgeröarhœttir hafa áhrif á ísafiröi: Engin fiskbúb og erfitt að fá í sobib Engin hefbbundin fiskbúb er lengur starfrækt á ísafirbi og hef- ur svo verib um nokkurt skeib, eba frá því Norburtanginn hf. ákvab ab hætta rekstri sinnar búbar. Ábur hafbi íshúsfélag ís- firbinga lagt nibur sína fiskbúb vib Sólgötu. En þessi tvö fyrir- tæki ráku sitt hvora fiskbúbina í áratugi. Ástæða þess að engin sérverslun er lengur með fisk þar vestra er m.a. þær breytingar sem orðið hafa í útgerðarmunstri á ísafirði, en þar er t.d. ekki lengur gerbur út neinn línubátur. Þaö hefur torveldaö ab- drætti á neyslufiski til sölu, auk þess sem menn hafa orðið að leita í nærliggjandi pláss eftir sobningu. Þetta hefur m.a. gert það að verk- um að ekki þykir lengur hagkvæmt ab reka fiskbúð í höfuðstað Vest- fjarða. Þrátt fyrir það geta heima- menn keypt sér í soðið í Kaupfélag- inu og í versluninni Vöruvali inni á Skeibi, eða nálgast fiskmeti með abstob kunningja og vina í sjó- mannastétt. Engu að síður eru það töluverb viðbrigbi fyrir ísfirðinga að hafa ekki lengur aðgang aö venjulegri fiskbúð. Ingimar Halldórsson, formaður Útvegsmannafélags Vestfjarða og framkvæmdastjóri Frosta hf. í Súðavík, segir ab það hefði ein- hvern tíma þótt saga til næsta bæj- ar að enginn línubátur skuli vera gerður út frá ísafirði. Aftur á móti mun einhver línuútgerð enn vera stundub frá Bolungarvík af einstök- um sjávarplássum við Djúp. Sem dæmi um aðrar breytingar í útgerbarmunstrinu þar vestra þá hefur bolfiskvinnslan hjá Frosta verib lokuð frá því í júní í fyrra. Þess í stað hefur fyrirtækið unnið þeim mun meira af rækju og m.a. er skuttogari þeirra, Bessi ÍS, gerður út á rækju meirihluta ársins vegna skertra veiðiheimilda í bolfiski. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.