Tíminn - 30.08.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.08.1995, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 30. ágúst 1995 5 Ásgeir Leifsson: Gagnsemi leirbaöa Leirböðin viö Laugardalslaugina voru opnuð í febrúar á síðasta ári. í júlí í fyrra var farið að kynna andlitsleir. Töluverð reynsla hefur fengist og nokkrar athuganir hafa verið gerðar af vísindamönnum. í greinargerð frá Verkfræöi- deild Háskóla íslands er gerður samanburður á varmaburði í heitum potti og leirbaði til hlutar (líkama) á kafi í vatni og hlutar á kafi í leir. Gert var ráð fyrir sama hitastigi í vatninu og leirnum (42°C). Heita vatnið í pottinum nær einungis í brjósthæð og fólk getur ekki verið í svo heitum potti nema stuttan tíma. Niður- staða rannsóknarinnar er ótví- ræð. Hitinn við yfirborð húðar- innar er lægri og varmastreymið er verulega meira í leirbaði en heitum potti. Þetta segir að fólk getur verið mun lengur í leirbaði og líður vel, en í heitum potti, og varmaáhrifin eru miklu meiri. Leirbaðið slakar því mun betur á stífum vöðvum og hefur því betri áhrif á ýmsa verki, s.s. bak- verk, en heitur pottur. Þá eru ónefnd sálfræðilegu áhrifin sem fylgja því að vera umlukinn heit- um leirhjúpi í rólegu umhverfi. Tilgangurinn meb stofnun Leirbaðanna var fyrst og fremst að geta hjálpað fólki sem var með margskonar verki, einkum í baki og öxlum, og svo með tauga- spennu og kvíða. I leirbaöi i sundlauginni i Laugardal. Vilhjálmur G. Skúlason, pró- fessor í lyfjaefnafræði, segir svo í umfjöllun sinni um líffræðilega verkun hveraleirs: „Af þeim tíu efnasamböndum, sem eru í hveraleir, er langlíkleg- ast að Fe^S^ (ferrósúlfíð) sé virkt innihaldsefni að því er varðar verkun á húðsjúkdóma." VETTVANGUR „Sé brennisteinn borinn á húð, hefur það í för með sér hæga um- myndun, en við hana myndast brennisteinsvetni, alkalísúlfíð og tvísúlfíð, en það eru virku efnin þegar brennisteinn er notaður gegn húðsjúkdómum, en brenni- steinninn sem slíkur er óvirkur. Þessar breytingar eru þeim mun hraðari sem kornastærð brenni- steinsins er minni. Þegar alkalísúlfíð eru borin á húð hafa þau mýkjandi eða leys- andi áhrif á hornefnið." „Útvortis er brennisteinn milt sótthreinsandi efni, sem hefur einnig áhrif á sníkla. Hann er notaður í formi áburðar eða smyrsla við meðferð á gelgjuból- um (acne vulgaris) og maurakl- áða (scabies)." Hveraleirinn hefur þannig mýkjandi og sótthreinsandi áhrif, en einnig er hann þurrk- andi og hreinsandi. Virkni hans við bólumeðferð (gelgjubólur) er mikil. Hjá Leirböðunum við Laugar- dalslaug gengur leirbað fyrir sig á eftirfarandi hátt: Gestir mæta í sundfötum í hús- næði Leirbabanna, fara í baðklefa þar sem er babkar meö heitum hveraleir. Dregib er fyrir forhengi og gestirnir fara úr baðfötunum og koma sér fyrir í baðkarinu. Starfsmaður kemur, þegar gestur- inn er tilbúinn. Hann ber á gest- inn andlitsleir og mokar heitum leir á gestinn, sérstaklega vel á axlir. Starfsmaðurinn kemur svo tvisvar eða þrisvar til að moka. Þar sem rúmþyngd leirsins er meiri en mannslíkamans, flýtur fólk á leirnum. Gesturinn er 15-20 mínútur í Tímamynd CS leirbaðinu, en stígur þá úr því og þvær sér. Það er einnig gott að fara svo í gufubað til að hreinsa leirinn alveg úr líkamanum. Þá fær gesturinn slopp og hand- klæði og fer inn í sérstakt hvíldar- hérbergi. Þar leggst hann á hvíld- arbekk, þar sem vafið er um hann laki'og teppi. Þar er gesturinn í a.m.k. 30 mínútur, en flestir sofna og eru mun lengur. Eins og ábur sagði, voru Leir- böðin fyrst og fremst hugsuð sem þjónusta fyrir gigtveikt fólk. Það kemur vissulega, en áberandi er sá fjöldi kvenna sem kemur til að slaka á og bæta útlitið. Aðaláhrif leirbaðanna eru þrenns konar: 1. Hitaáhrifin, sem eru gagnleg við ýmsum verkjum. 2. Efnaáhrifin, en hveraleirinn er mýkjandi og hreinsandi fyrir húðina. 3. Slökunaráhrif, en gestir slappa mjög vel af bæði í leirböb- unum og svo á eftir í hvíldarher- berginu. Alls tekur meðferðin um klukkutíma. Það borgar sig að gefa sér rúman tíma til ab njóta slökunaráhrifanna. Höfundur er verkfræbingur. Myndin sýnir orkustreymi til iíkamans, annarsvegar íheitu leirbabi (heil lína) og hinsvegar íheitum potti (brotin lína). • / Að morgni s.l. sunnudags hóf Ríkisútvarpið, Rás 1, flutning þáttarabar um ljóðaþýbingar á ís- lensku. Eru þættirnir undir stjórn Gunnars Stefánssonar og verba alls fimm talsins. í hverjum þætti verða tekin til flutnings og um- ræðu verk tveggja þýðenda og var byrjab á þeim Jóhannesi úr Kötl- um og Halldóru B. Björnsson. Þættir þessix munu með óbeinum hætti vera framhald dagskrár Kristjáns Árnasónar um Helga Hálfdanarson og þáttar Hjartar Pálssonar um Magnús Ásgeirsson, en þeir voru fluttir í Ríkisútvarp- inu fyrir nokkrum árum. Af augljósum ástáeöum eru bók- menntaþýbingar og þá ekki síst þýðingar ljóða, mikill akkur fyrir þá sem áhuga hafa á skáldskap. Hitt dylst mörgum, að slíkar þýðingar, sé vel að verki staöið, geta gagnast fleirum. Góöur skáldskapur dregur ekki aðeins fram mynd skapara síns, heldur einnig þjóðar hans og þess þjóð- félags sem hann lifir í. Og þó lifi frá kynslób til kynslóbar, og hver þeirra leggi í hann sinn skilning, þá endurspeglar hann eigi ab síð- ur sköpunartíma sinn. Því er það svo, ab á umbrota- tímum sem nú getur fátt, ef þá nokkuö, aukið meiru við skilning fólks á hugsunarhætti erlendra þjóða en einmitt skáldskapur. Stjórnmálamenn eða aðrir, sem láta sig alþjóbamál einhverju varða, eru því eins og fiskar á þurru landi, þekki þeir ekki til skáldskapar þeirra þjóða, sem þeir leiða hugann að hverju sinni. Þegar hrikta tók í járntjaldinu í lok síðasta áratugar, bjó ég í Sví- þjóð. Þar í landi brugðust menn m.a. við með því, að hefja mark- vissa útgáfu á þýðingum bók- — gluggi til allra átta SPJALL PjETUR HAFSTEIN LÁRUSSON menntaverka frá austantjalds- löndum og voru ljóðaþýöingar þar í öndvegi. Var það að vonum, því meb fullri virðingu fyrir öðr- um bókmenntagreinum, þá er það nú svo ab hvergi í bók- menntasköpuninni er nektin slík sem í góðri ljóðlist. Þar stendur kjarninn einn, nakinn andspænis hverri skynjandi sál. Nokkub hefur útgáfa ljóðaþýð- inga færst í vöxt hérlendis á síð- ustu árum. Þó er hún enn bæði sorglega fátíð og ómarkviss. Má vera að þar valdi nokkru um, að margir líta á bókmenntaþýðingar sem eftiröpun á erlendum verk- um. Auðvitað er slík skoðun fjarri öllum sanni. Góð þýðing er end- ursköpun skáldskapar. Hún er upprisa. Þar af leiðir, að ekki er öðrum treystandi til ljóbaþýbinga en þeim sem hafa gott vald á skáldskap. Fráleitt nægir ab hafa ágætt vald á því tungumáli sem þýtt skal úr, og hinu sem þýtt er á. Að lesa lélega þýðingu góðs ljóbs er eins og ab horfa á flösku eðal- víns, en mega ekki á veigunum bergja. Nú hefur hópur ljóðaþýðenda hafið útgáfu tímarits, sem ber nafn séra Jóns á Bægisá. Þýðingar hans höfðu mikil og góð áhrif á íslenskan skáldskap síðustu aldar og jafnvel fram á þessa. Vonandi mun þessu tímariti endast langir lífdagar og ritstjórn þess og efnis- val verða markviss og óháð þeim klíkuskap og smásálarhætti, sem oft einkennir listalífib, bæði hér- lendis og í hinum stóra heimi. Skólakerfið mætti gjarnan fara að taka vib sér varðandi ljóðaþýð- ingar. Þær eru, aö ég hygg, óþekkt fyrirbæri í skyldunámi og kennsla í þeim er bæbi lítil og ómarkviss, þegar ofar dregur í hátimbruðum skólastofnunum. Því ekki aö draga ljóðaþýðingar fram í dags- ljósib í sögukennslu? Um leiö og ég hvet fólk til að leggja við hlustirnar næstu sunnudagsmorgna og fylgjast með þáttum Gunnars Stefánsson- ar um ljóðaþýöingar, skora ég á Ríkisútvarpið að endurflytja þátt þeirra Kristjáns Árnasonar og Hjartar Pálssonar um þýðingar Helga Hálfdanarsonar og Magn- úsar Ásgeirssonar. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.