Tíminn - 21.09.1995, Síða 6

Tíminn - 21.09.1995, Síða 6
6 Fimmtudagur 21. september 1995 UR HERAÐSERETTABLOÐUM r EY! óháð fréttabla< K ) i Nordui 1 i«nd R li vcstra SAUÐARKROKI Hundar drepa tugi kinda í Fljótum Fyrir síbustu helgi voru tveir hundar á bæ einum í Austur- Fljótum aflífaðir, þar sem sýnt þótti aö þeir höföu höggviö talsvert skarö í fjárstofn Fljóta- manna í sumar. Fundist hafa hátt á annan tug dauöra lamba og óttast er aö hundarnir hafi fargaö mun fleiri, auk þess aö hafa mariö eöa sært skepnur þannig aö þær falli í mati viö slátrun í haust. Taliö er aö eigendur fjárins í Fljótunum fái tjón sitt bætt, þar sem trygging eiganda hund- anna sé meö þeim hætti aö hún eigi aö bæta tjóniö. Sveitasetrib á Blönduósi „Eftirlíking," segir Hallbjörn Hjartarson í Kántríbæ „Við erum aö búa til nýja þjónustuímynd fyrir staöinn og ætlum okkur að skapa notalegt og þægilegt yfirbragð. Það er ekki síður aukin og bætt þjón- usta sem viö leggjum áherslu á frekar en breytingarnar á hús- næðinu. Hingaö eru komnir til starfa topp fagmenn, bæöi kokkur og þjónn, og áöur en langt um líður veröur hafist handa viö breytingar á anddyri og sal. Sú hönnun mun verða í anda nafns staðarins," segir Óskar Húnfjörð á Blönduósi, en Óskar og frú keyptu sl. vor Hót- el Blönduós og hafa nú breytt nafni staöarins í Sveitasetrið. Opnunarkvöld undir nafni Sveitasetursins var um síðustu helgi. Fjölmenni var á staðnum, en á sama tíma var fámennt í Kántríbæ á Skagaströnd. Hall- björn Hjartarson, veitingamað- ur þar, er ekki hress yfir því að nýir eigendur Hótel Blönduóss hafi tekiö upp Sveitasetursnafn- ið. Hann segir greinilegt aö þeir ætli sér aö höfða til þeirra strauma sem legið hafi í Kántr- íbæ og Óskar og frú hafi í fyrsta skipti komið í Kántríbæ fyrir skömmu, greinilega í njósna- leiðangri, til aö fá hugmyndir varðandi útlit nýja staöarins á Blönduósi. „Ég er ákaflega hneykslaöur á þessari framkomu þeirra og það hafa margir sagt við mig að þau heföu alveg eins getað kallaö staöinn Sveitasetrið-Kántríbær. Ég var ákaflega ánægöur þegar ég sá Óskar og frú í fyrsta skipti hér í Kántríbæ og þakkaði þeim innilega fyrir komuna. Mig grunaöi þá ekki hver tilgangur feröar þeirra var. En ég er sann- færöur um að gestir mínir sjá í gegnum þetta og kunna aö meta þá þjónustu sem þeir hafa fengiö í Kántríbæ," segir Hall- björn. Óskar segist undrandi á þess- Hreindýraveibitímabilinu er ab Ijúka. Dagur jónsson og Gunnar johnsen hafa verib hér síbastlibnar 3 vikur og fellt 18 hreindýr. Hér sjást Dagur og Ágúst Ólafsson á göngu í Hvannadal íLóni meb þarfasta þjóninn klyfjab- an eftir vel heppnaba veibiferb. Mynd úr Eystrahorni. um viðbrögðum Hallbjarnar. „Ég á ekkert svar við minni- máttarkennd annarra, en ég hygg að fólk muni sjá þegar fram líða stundir að þessi staður ber ekki neinn andblæ af Kántríbæ. Með fullri virðingu fyrir því sem Hallbjörn hefur veriö aö gera. Varðandi heim- sókn mína í Kántríbæ um versl- unarmannahelgina, þá fór ég þangað með vinafólki og spurn- ingin var að fara á kántríhátíð- ina eða Síldarævintýrið. Ég skemmti mér ágætlega hjá Hall- birni og á ábyggilega eftir að fara í Kántríbæ aftur," sagði Óskar Húnfjörð- Mm EGILSSTÖÐUM Mikib ab gera hjá Jöklaferb- um hf. í sumar: Bretar skoba hvali vib Hrollaugseyjar Að sögn Tryggva Árnasonar, framkvæmdastjóra hjá Jökla- ferðum hf., Hornafirði, hefur verið mikið aö gera hjá fyrir- tækinu í sumar. Núna standa yfir hvalaskoð- unarferðir á vegum fyrirtækis- ins. Hægt hefur veriö að komast í slíkar ferðir undanfarin haust. Tryggvi segir að þessar ferðir séu vinsælar hjá breskum ferða- mönnum, sem komi sérstaklega til íslands til að sjá hvali í sínu rétta umhverfi. Siglt er suður undir Hrollaugseyjar til að sjá dýrin. Skipiö, sem notað er í ferðirnar, heitir Sigurður Ólafs- son SF-44. Síðasta ferðin í haust er ráðgerð helgina 23.-24. sept. nk. Um 7 þúsund manns voru búnir að koma í fjallahóteliö Jöklasel, sem Jöklaferðir hf. rek- ur í 840 metra hæð á Skálafells- jökli. Opnað var 24. apríl sl. í sumar hafa 18 manns starfað hjá fyrirtækinu og 4 til viðbótar þegar mikið hefur verið að gera. Það er alltaf ab aukast ab erlend fyrirtæki umbuni starfsfólki sínu fyrir gott starf og sendi það í ævintýraferðir og eru feröir upp á jökul vinsælar. Slmrttm /riltm- mm§lfiln$mhlmilb i Smdyrnttjmm KEFLAVIK Bæjarfulltrúar ánægöir með hugmyndir um skólamálaskrif- stofu í Reykjanesbæ, en Anna M. Gubmundsdóttir spurbi: Hvenær verbur loforö um nýjan grunnskóla efnt? „Hvenær verður loforð allra flokka fyrir síðustu kosningar um byggingu nýs grunnskóla efnt?" spurði Ánna Margrét Gubmunds- dóttir bæjarfulltrúi (A) á síðasta bæjarstjórnarfundi í umræðum um þá tillögu skólanefndar, að Reykjanesbær stofni og reki skóla- málaskrifstofu. Þessi skrifstofa á að fara með málefni grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla. Jó- hann Geirdal bæjarfulltrúi (G) sagbist fagna þessari tillögu og sagði ab bæjarfélagið ætti ab vera með skólaskrifstofu. Jóhann sagð- ist sjá ab rekstur hennar gæti ver- ið svipaður og Markaðs- og at- vinnumálaskrifstofunnar og ab hún gæti selt faglega þjónustu sína. Ellert Eiríksson bæjarstjóri sagði þetta gott mál og ræddi um þab hvernig nágrannasveitarfé- lögin gætu komið nálægt því. Fátt varb hins vegar um svör viö spurningu Önnu Margrétar um nýja skólabyggingu. KEFLAVIK D-álman: Fyrirætlunum ráb- herra harblega mótmælt Sveitarstjórnarmenn, stjórn Sjúkrahúss Suðurnesja og starfs- fólk þess hafa mótmælt harðlega þeim áformum heilbrigbisráð- herra að minnka fyrirhugaöa D- álmu Sjúkrahússins. Tillaga heil- brigðisrábuneytisins um D-álm- una byggist á því ab í stað þess að byggja kjallara, 1. hæð og 2. hæb, rísi ein hæð. Kjallara verði sleppt og sett verbi á einnar hæbar byggingu brábabirgðaþak. Með þessari ráðstöfun telur ráöuneytið að megi taka bygginguna fyrr í notkun eða 1997. Þeir stjórnarmenn SHS, sem blaðið hefur rætt við, telja að þessi hugmynd komi ekki til greina. Búið sé ab gera samkomu- lag um byggingu D- álmunnar og sá samningur eigi ab standa. Nú þegar sé búið ab eyba í teikningar vegna D-álmunnar 18 milljónum króna og enn sé verið aö tala um að fá nýjan aðila til að gera nýja tillögu að byggingunni. Jóhannes Ólafsson, formaöur knattspyrnurábs ÍBV, vegna fréttar á íþróttasíöu blaösins: Engin óánægja með persónu Atla Á íþróttasíðu á þriðjudag kom fram í dálkinum Molar, ab óvíst væri meb framhald Atla Eðvalds- sonar sem þjálfara ÍBV-liösins í knattspyrnu, þar sem óánægja væri með Atla og ab sú óánægja tengdist persónu hans. Fréttamoli þessi hefur vakib sterk viðbrögð meðal stuðningsmanna ÍBV og fleiri og því greinilegt að fjölmargir eru á annarri skoðun. Jó- hannes Ólafsson, formaður knatt- spyrnuráðs ÍBV, segir þetta út í hött. Menn séu mjög ánægðir meö störf Atla í Eyjum og þegar hafi verið rætt við hann um áframhald- andi störf með liöið. Það skal ítrekað, sem stóð í fréttamolanum, að eins og allir vita, þá hefur Atli náð frábærum árangri með liðið og komið því í Evrópukeppni. Liðib hefur leikið mjög skemmtilega knattspyrnu og Atli og leikmenn hans sýnt það og sannað að þeir verðskulda það sæti sem þeir eru í nú. ■ jan Garbarek og The Hilliard Ensemble. Afmœlistónleikar RúRek 95 í Hallgrímskirkju: Hraunbreiður og saxófónn „Þar sem hann ók um hraun- breiður landsins fannst honum allt í einu eins og Jan Garbarek birtist með saxófóninn og spynni kringum hina fornu tónlist," seg- ir í fréttatilkynningu frá RúRek um tilefni þess ab norski djass- saxófónjöfurinn, Jan Garbarek, og renisanssöngkvartettinn, The Hilliard Ensemble, tóku upp samvinnu. Það er þýski hljómplötuútgef- andinn Manfred Eicher sem fékk þá hugmynd að leiba saman ís- lenskt hraun, Garbarek og forna tónlist, en hann vann hér á landi við kvikmyndun. Saman halda Garbarek og Hilliard Ensemble að- eins örfáa tónleika á ári, en gátu ekki staðist boð um að koma til upphafslands samvinnu sinnar og munu því halda afmælistónleika RúRek 95 nk. laugardag í Hall- grímskirkju ki. 20.30. Á efnis- skránni verður tónlist frá endur- reisnartímanum, svipuð þeirri sem tekin var upp á geisladiski þeirra fé- laga, Officium, sem hefur selst mjög vel hér á landi sem annars staðar. Ekki tókst að hafa tónleik- ana í hátíðarviku RúRek, vegna anna Hilliard-sönghópsins. ■ A köldum klaka vel tekiö á alþjóölegu kvikmyndahátíö- inni í Toronto: Líkt vib Jarmusch og Kaurismaki-bræður Kvikmynd Fribriks Þórs Frib- rikssonar, Á köldum klaka, var afar vel tekib á alþjóölegu kvikmyndahátíðinni í Tor- onto í Kanada. Torontohátíðin er næststærsta kvikmyndahá- tíb í heimi og uppselt var á bábar sýningar Á köldum klaka. Myndin fékk lofsamlega um- fjöllun í kanadískum fjölmiðl- um og fær hún m.a. þrjár og hálfa stjörnu af fjómm möguleg- um í stærsta dagblaði Kanada, The Globe and Mail. Gagnrýn- andi myndarinnar segir hana „rakna til vinsælda" og ab hún sé „kyndug vegamynd sem smakkist eins og mynd eftir Jim Jarmusch með skvettu frá Kau- rismakibræðrum — en með kröftugu, kaldhæðnu gosi sem hlýtur að vera séríslenskt... Heildarútkoman er oft bráðfynd- in, einatt súrrealísk og að lokum mjög heillandi." í framhaldi af góðum viðtök- um myndarinnar verður senn gengið frá samningum um dreif- ingu hennar í kvikmyndahúsum í Kanada og Bandaríkjunum. ■ Nýr fjárreibu- stjóri Reykja- vikurborgar Borgarráð samþykkti á fundi sín- um í gær að ráða Önnu Skúla- dóttur viðskiptafræðing í stöbu fjárreiðustjóra Reykjavíkurborga r. Alls bárust 14 umsóknir um stöð- una. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.