Tíminn - 21.09.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.09.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 21. september 1995 W'WfWWIlT UTLÖND .v . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Þýskir nýnasistar sem barist hafa í Bosníu e.t.v. ab búa sig undir hryöjuverkastarfsemi heima fyrir: „ Getum varla reiknað meö því að þeir verði aðgerðalausir" Ernst Uhrlau, sem er háttsettur embættisma&ur þýsku leyni- þjónustunnar, hefur bent á ab nokkur hætta sé á því að þýskir nýnasistar, sem barist hafa sem málalibar í Bosníu, snúi aftur til Þýskalands og hefji þar vopnaba hrybjuverkastarfsemi. „Þetta fólk er aö koma til baka með ný vibhorf til ofbeldis, með reynslu af hernaöarátökum, með víötæk sambönd erlendis við fólk sem er sama sinnis og aðgang að vopnum og sprengiefnum," segir Uhrlau. „Við getum varla reiknað með því að þeir verði aðgerða- lausir." Hann sagðist telja að „50 eða fleiri" þýskir nýnasistar og hægri- sinnaðir öfgamenn hafi starfað sem málaliðar hjá Króötum, sem þeir hafa haft samúð með um langa hríð. Þetta „vopnaða bræðralag", eins og hann kallaði það, á rætur allt aftur til upphafs- ára Ustasi-hreyfingarinnar, sem er hreyfing króatískra þjóðernis- sinna. Hún var þekkt fyrir hryðju- verk gagnvart Serbum og mús- limum á millistríðsárunum og í seinni heimsstyrjöldinni, og starfaði náið með Þjóðverjum í heimsstyrjöldinni. Ustasi-hreyf- ingin hefur verið starfandi allt fram á okkar daga. Austurrískur nýnasisti, sem snúið hefur aftur frá Bosníu, sagði að króatískir hermenn hefðu heilsað honum og hverjir öðrum með kveðju þýskra nasista frá Hitlerstímanum: „Heil Hitl- er!" Það var Eugen Kammerer, Þjóð- verji sem starfaði um skeið með frönsku útlendingaherdeildinni, sem kom umræðunni um nýnas- istana í Bosníu af stað þegar hann skýrbi frá því fyrr á árinu að hann hafi dvalið sem njósnari fyrir þýsku leyniþjónustuna meðal málaliða í Bosníu í eitt og hálft ár. „Það eru eitthvað á annaö þús- und útlendingar þarna, flestir Þjóðverjar, sem berjast hjá öllum aðilum stríðsins," sagbi hann. í síöasta mánubi komu síðan fram sannanir fyrir því ab hópar nýnasista, sem voru í Bosníu, séu að velta fyrir sér vopnuðum átök- um í Þýskalandi, en þá vísaði Pet- er Naumann, sem hefur verið of- arlega í hreyfingu þýskra nýnas- ista, lögreglunni á átta vopna- geymslur og afhenti þeim jarðsprengjur, sprengihettur, handsprengjur og sprengjuvörpu sem sérfræðingar segja að komi frá ríkjunum sem áður tilheyrðu Júgóslavíu. Ewen Southby-Tailyour, bresk- ur ofursti sem starfaði með eftir- litssveitum Sameinuðu þjóðanna í Króatíu frá nóvember 1993 til maí 1994, segir einnig frá því að hann hafi hitt þýska málaliða í króatíska hernum, og hafi sumir þeirra verið með armbönd sem voru skreytt hakakrossinum. Um það bil 12 af þýsku nýnas- istunum í Bosníu mynduöu eins konar „harðan kjarna" í her Kró- ata, ab því er þýskir leyniþjón- ustumenn segja. Talið er ab þessir 12 hafi starfað saman í sérstakri herdeild sem gekk undir nafninu „Baron von Trenck herdeildin" í suðurhluta Bosníu, nálægt bæn- um Mostar, en deildin var nefnd eftir austurrískum herforingja sem varð alræmdur fyrir ofsóknir gegn Ungverjum á 18. öld. Talið er að herdeildin hafi nú verið leyst upp en þýska leyniþjónustu- menn grunar ab meölimum hennar hafi tekist að koma vopn- um til Þýskalands og séu að und- irbúa árásir á stjórnmálamenn og gyöinga. Byggt á The Sunday Times Frakkland: • / Fjarlogin fyrir 1996 þykja ströng París — Reuter Franska ríkisstjórnin sam- þykkti í gær fjárlög fyrir áriö 1996 og eru þar ríkisútgjöld- um settar mjög þröngar skorb- ur, bæði til þess ab minnka fjárlagahallann og eins í því skyni aö fullnægja þeim skil- yrbum sem sett hafa verib til undirbúnings væntanlegum gjaldmiðilssamruna Evrópu- sambandsins. Jean Arthuis fjármálaráðherra sagbi að fjárlagahallinn yröi tæpir 290 milljarðar franka á ár- inu 1996 (nálægt 3.000 millj- örðum ísl. króna), sem er um 10% lægri halli en á þessu ári, en gert er ráð fyrir aö hann verði 322 milljarðar franka í ár. Stefnt er að því að fjármál franska ríkisins verði á svipuð- um nótum og fjármálin í Þýska- landi, þannig að þessi tvö ríki geti verið í fararbroddi þróunar- innar í átt að gjaldmiðilssam- runa ESB fyrir aldamótin. Alain Juppe forsætisráðherra stefnir að því að fjárlagahallinn verði ekki meira en 4% af vergri þjóð- arframleiðslu árið 1996 og 3% árið 1997, samkvæmt því sem ráö er fyrir gert í áætlun ESB um gjaldmiðilssamrunann. Alain Juppe sagði ennfremur að með því aö draga úr fjárlaga- hallanum væri stefnt að því að vextir haldi áfram að lækka. „Það hefur forgang hjá okkur," sagði hann. Með fjárlögunum fyrir 1996 er hnykkt á þeirri stefnu sem mörkub var í einskonar bráða- birgðafjárlögum sem gerð voru í júní, en þar var lögð áhersla á að skapa atvinnu og draga úr fjár- lagahallanum með því ab Alain Juppe kynnir fjárlögin á blaöamannafundi í gœr. hækka skatta. Alain Juppe hefur einnig ákveðiö ab stefnt veröi að því að dregið verbi úr hallanum á al- mannatryggingunum í Frakk- landi þannig að á árinu 1997 verði hann enginn, en í ár er reiknab með ab hann verði um 60 milljarðar franka. Almanna- tryggingarnar í Frakklandi eru utan vib fjárlögin og er sérstök- um almannatryggingarsjóði stjórnab af atvinnurekendum og verkalýðsfélögum í samein- ingu. Fundur utanríkisrábherra Arabaríkja: Reyna aö koma á fót milliríkjadómstóli Ilamhurgcr Abcndhlatt Bábum megin borbsins Eins og greint var frá í Tímanum í síbustu viku eru launamál þingmanna víbar til umrœbu en á íslandi og eiga sér nú stab töluverbar deilur um þau í Þýskalandi. í nýjasta hefti tímaritsins Der Spiegel birtist þessi mynd, sem raunar gœti alveg eins átt erindi í umrœbuna hér á landi. Kaíró — Reuter Nú stendur yfir tveggja daga fundur utanríkisráöherra Araba- bandalagsins þar sem leitaö er nýrra leiða til að koma í veg fyrir að ágreiningur milli Arabaríkja fari úr böndunum og leiði til of- beldis og vopnaðra átaka. Samkomulag um milliríkjadóm- stól Arabaríkja þykir nú vera í sjón- máli og enn fremur er búist við því að á fundinum verði samþykktar siða- eða samskiptareglur þar sem bannað verði að grípa til ofbeldis í milliríkjadeilum Araba. Esmat Abdel-Meguid er aðalritari Arababandalagsins. Hann hvatti ráðherrana til þess að samþykkja reglurnar og fundarmenn sögðust búast vib því að þær myndu hljóta samþykki án verulegra vandkvæða. Hins vegar hefur hugmyndin um milliríkjadómstól veriö á dagskrá Arababandalagsins í hálfa öld og Fares Bouez, utanríkisráðherra Líb- anons, sagði að lengri tíma þyrfti til þess ab skoða athugasemdir sem aðildarríkin hafa gert við þá út- færslu sem nú er í umræðunni. Abdel-Meguid sagöi að aðalskrif- stofa bandalagsins hefði nú loks sett saman drög að lögum um dómstólinn og hefði lagt þau fyrir rábherrana. „Hlutverk dómstólsins er að koma í veg fyrir átök og að jafna ágreining sem upp kann að koma ... á friðsamlegan hátt. Hann á ekki að vera í neinni andstööu við lögsögu Alþjóðadómstóls Sam- einubu þjóbanna heldur á hann að starfa jafnhliða honum," sagbi hann. Bouez sagði hins vegar að sum af ákvæðunum í drögunum gætu stangast á við lög og stjórnarskrár einhverra Arabaríkjanna. „Þess vegna er það mjög viðkvæmt mál að koma þessum dómstól á laggirn- ar. Við ættum ekki að hafa neinn dómstól, ef við leitum ekki til hans þegar vandamál koma upp eða komum okkur hjá því ab fara eftir úrskurðum hans," sagði hann. Arabískir stjórnarerindrekar sögðu að Arabaríkin væru miklu viðkvæmari fyrir því að skuldbinda sig til aö lúta arabískum dómstóli, frekar en alþjóblegum, í málefnum sem varða t.a.m. fullveldi ríkja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.