Tíminn - 11.10.1995, Page 3

Tíminn - 11.10.1995, Page 3
Miðvikudagur 11. október 1995 imríim 3 Guömundur Bjarnason landbúnabarráðherra viö setningu Búnaöarþings: Laun sauðfjárbænda heföu lækkab um 500 þús. á 3 árum í upphafi ræ&u sinnar á Bún- a&arþingi í gærmorgun vitn- a&i Guömundur Bjamason, landbúnaöarrá&herra, í ástandslýsingu sem samn- inganefnd ríkisins og bænda lét gera um málefni sau&fjár- ræktarinnar viö upphaf samn- ingsgeröar nýs búvörasamn- ing. Hann sag&i a& þótt Ijóst hafi veriö a& alvarlega horföi me& fjárhagslega afkomu sauöfjárbænda þá hef&i ni&ur- sta&a könnunarinnar veriö enn alvarlegri en nokkum hafi órað fyrir. Guðmundur Bjarnason sagði að komið hefði fram í könnun- inni aö í stab þess að úthluta 8.150 tonna greiðslumarki til bænda samkvæmt áætlun bú- vörusamningsins frá 1991 yr&i aðeins hægt aö úthluta þeim 5.700 tonna greiöslumarki á verðlagsárinu frá 1. september 1997 til 31. ágúst 1998. Af því myndi leiða 30% samdrátt í brúttótekjum af sau&fjárrækt frá forsendum fyrri búvörusamn- ings og miklu alvarlegri samdrátt á launalið búsins. Guðmundur sagði niðurstöður könnunarinn- ar einfaldlega hafa gefið til kynna að til greiðslu launa af sauðfjárbúskap árið 1993 hafi verið 770 þúsund krónur að mebaltali hjá sauðfjárbændum með bú á bilinu 300 til 400 kind- ur sem ætti ein og sér að vera óá- sættanleg fyrir bændur. Hins- vegar hafi komið í ljós að af- komumat þessara sömu bænda fyrir árið 1996 hefði orðið enn lakara með óbreyttum búvöru- samningi því þá hefðu laun lækkað um allt að hálfa milljón eða niður í 270 þúsund krónur á ári. Af þeim ástæðum kvaðst landbúnaðarráðherra hafa lagt fram frumvarp á Alþingi í júní um breytingu á lögum um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum til þess að fresta ákvörðunartöku um greiðslu- mark í sauðfjárrækt og fengið það samþykkt en að öðrum kosti hefði þurft að ákvarða greiðslu- markið fyrir 15. september eða hálfum mánuði ábur en að Al- þingi komi saman. Hefði þessi lagabreyting ekki verið gerð hefbi orðib að lækka greiðslu- mark allra sauðfjárbænda um 17% haustið 1996. ÞI. Flugleiöir meo lægri Saga Class fargjöld Flugleiðir og SAS hafa kynnt ný fargjöld á mark- aði hér á íslandi, sem hlot- ið hafa nafnið Saga Class 2. Þau eru 10-40% lægri en hefðbundin Saga Class fargjöld. Hægt er að kaupa miða á þessu gjaldi allt að 4 dögum fyrir brottför og gera breyt- ingar á ferðatilhögun með a.m.k. 4 daga fyrirvara. Sem dæmi má nefna ab Saga Class 2 fargjald til Kaup- mannahafnar er 65.000 kr. sem er 33% lægra en fullt Saga Class verð. -BÞ Endurskoöun á starfsemi Atvinnuleysistryggingasjóös skammt á veg komin. Á aö lœkka útgjöld sjóösins um 300 miljónir kr. ASÍ: Ekkert áþreifan- legt uppi á borði Hervar Gunnarsson, fulltrúi ASÍ í nefnd sem vinnur að endurskoðun á starfsemi At- vinnuleysistryggingasjóðs, býst ekki við að nefndin ljúki störfum fyrr en fyrsta lagi í byrjun desember. Hann segir að þótt gagnasöfnun nefndar- innar sé lokiö, þá séu engar áþreifanlegar hugmyndir komnar upp á borðið. Hann telur jafnframt a& virkni sjóðsins skipti meira máli en hvað hann heitir, en eins og kunnugt er stendur til að breyta nafni hans í Atvinnu- tryggingasjóð. Hervar, sem jafnframt er ann- ar af tveimur varaforsetum ASÍ, segir að það sé ávallt háð mati úthlutunarnefnda hverju sinni hvort atvinnulaus einstaklingur falli af bótum ef hann þiggur ekki starf sem honum er boðið. Af þeim sökum sé ómögulegt að fullyrða eitt eða neitt um þab hvort hægt sé að ná einhverjum sparnaði á þessu sviði. Það verð- ur reynslan að skera úr um. í frumvarpi til fjárlaga 1996 kemur fram ab við endurskoð- un á starfsemi sjóðsins og vin- numiðlana eigi að geta lækkað útgjöld sjóðsins um 300 millj- ónir króna. Þá er einnig gert ráð fyrir því að afnema tengingu bótafjárhæðar vib breytingu á launum, auk þess sem endur- skoða á reglur um launabætur til fiskvinnslufólks. Útgjöld sjóðsins eru áætluð um 3.760 milljónir 1996 á móti 3.770 milljónum samkvæmt núgildandi fjárlögum. Þá er reiknab meb því ab atvinnuleysi á næsta ári minnki örlítið á milli ára, eða úr 5% í 4,8%. Á þessum forsendum er reiknað með að 3.328 milljónir króna fari til greibslu atvinnuleysis- bóta og til að hrinda átaksverk- efnum í framkvæmd. Þá er búist við ab kostnaöur við úthlutun bóta og þóknun til stéttarfélaga nemi 61 milljón kr. og 250 milljónum verði varið til eftir- launasjóbs aldraða. En á síðasta ári var úthlutunarnefndum fækkað úr 140 í 35-40 auk þess sem þóknun nefnda var minnk- uð úr 4,5% í 3%. Eins og kunnugt er þá eru lög- boöin framlög til Atvinnuleysis- tryggingasjóbs 0,5% af stofni tryggingagjalds, sem er framlag atvinnurekenda gegn jafnháu framlagi úr ríkissjóöi. Reiknab er með að þessi framlög muni nema um 2.150 milljónum 1996 auk þess sem ríkissjóður hyggst leggja sjóðnum til 1.290 milljónir kr. í fjárlagafrumvarp- inu er gert ráð fyrir að sjóburinn innheimti 170 milljónir kr. í af- borganir og vexti af verðbréfa- eign og fái 20 milljónir kr. í aðr- ar tekjur. Þessu til viðbótar er sjóbnum gert að ganga á eignir sínar og selja verðbréf fyrir 130 milljónir kr. Ennfremur er í ráði að treysta fjármögnun sjóðsins með því að breyta hluta trygg- ingagjalds í sérstakt atvinnu- leysistryggingagjald. -grh Þeir sem hafa átt leiö um Mjóddina aö undanförnu hafa tekiö eftir einkennilegum og misháum járnvegg meöfram Reykjanesbraut viö Mjódd. Nokkur sjónmengun er aö fyrirbœrinu og leitaöi Tíminn til Siguröar Skarphéöinssonar gatnamálastjóra til aö fá frekari upplýsingar. Siguröur segir aö á sínum tíma hafi veriö gengiö algjörlega frá þessum undirgöngum Kópavogsmeg- in en Reykjavíkurmegin hafi átt aö framlengja göngin undir Álfabakkann og koma síöan upp á Mjóddarsvceöinu. Kostnaöur viö þaö heföi oröiö hár og því hafi veriö ákveöiö aö búa til rampa upp frá göngunum til "noröurs til aö göngin yröu aögengileg fyrír hjólreiöafólk og fatlaöa. Þess vegna hafi veriö geröur stoöveggur meöfram Reykja- nesbrautinni. Til aö halda kostnaöi í skefjum segir gatnamálastjóri aö gömul stálþil í eigu borgarinnar hafi veríö sett niöur í staö þess aö reisa dýran steinvegg. Plöturnar séu misháar og standi fulllangt upp, en þaö veröi lagaö á nœstunni. „Þetta er svolítiö ryögaö og ósjálegt en þetta veröur jafnaö á nœstunni, veggurinn slípaöur og mál- aöur í huggulegum litum," segir Siguröur. Skv. útboöi á verkinu aö Ijúka í byrjun nóvember. -BÞ Nefnd um tilvísanir komst ekki aö niöurstööu. Heilbrigöisráöherra: Tilvísanakerfið er ekki í deiglunni Nefnd sem fjallaði um tilvísanir í heilbrigðiskerfinu komst ekki a& samkomuiagi um málib. í stað þess skilaði nefndin af sér tillög- um um aðrar úrbætur í kerfinu sem mi&a m.a. a& bættum bo&skiptum og upplýsingaflæði milli lækna. Fulltrúi heimilis- lækna í nefndinni skila&i séráliti þar sem hann telur a& nefndin hafi ekki hafi ekki ná& megin- markmiði sínu og ni&ursta&a hennar sé því ekki hjálpleg fyrir rá&herra. Heilbrig&isrá&herra seg- ir a& tilvísunarkerfi& ver&i ekki tekið upp. Nefndarmenn voru sammála um þá meginstefnu ab æskilegast væri að samskipti sjúklings og læknis hefjist hjá heimilislækni. Þeir náðu hins vegar ekki samkomulagi um hvaöa leið væri vænlegust til þess. Fulltrúi heimilislækna í nefnd- inni mælti með tilvísanakerfi en fulltrúar sérfræbinga lögðust gegn því. Niðurstaðan var& sú að nefnd- armenn urðu „sammála um að vera ósammála" eins og segir í áliti nefndarinnar. í stabinn einbeitti nefndin sér a& því a& ná samkomu- lagi um önnur atri&i, þ.á m. breyt- ingar sem gera þurfi á samningum vib sérfræðinga og heilsugæslu- lækna. í því sambandi lagði nefndin til að í samningum séu ákvæði um að læknabréf (þ.e. bréf frá heimilis- lækni til sérfræðings og öfugt með upplýsingum um sjúklinginn) verði send. Nefndin leggur áherslu á að fyrirkomulag greiðslna fyrir lækna- bréf verði endurskoðað og kostnaði verði mætt. Ef læknabréf eru ekki send verbi dregiö frá greibslu og beitt uppsögn samnings ef um al- varleg frávik er ab ræða. Nefndin leggur einnig til ákvæði um staðgengil sérfræbings og ákvæbi um þjónsutu sérfræ&inga úti á landsbyggðinni. Aðrar tillögur nefndarinnar eru um stofnun fagráðs og gæðaráðs og um skipan nefndar um nýtingu töivu- og myndtækni vib samskipti á milli heimilis- og heilsugæslu- lækna og sérfræbinga. Lúðvík Ólafsson, fulltrúi Félags íslenskra heimilislækna í nefndinni skrifaði ekki undir nefndarálitib. Hann segir ástæbu þess vera þá ab nefndin hafi ekki skilað hlutverki sínu með því að fjalla ekki um til- vísunarkerfi eða eitthvað sem geti komið í stað þess, eins og henni hafi verið ætlað. Hann segir álit nefndarinnar ekki hjálpa heilbrigð- isráðherra við að taka afstöðu til þess hvort taka beri upp tilvísana- kerfið. Lúðvík segir málið snerta grund- vallarspurningar í heilbrigðisþjón- ustunni utan sjúkrahúsa. Hann bendir á ab menntun heimilis- lækna annars vegar og sérgreina- lækna hins vegar miðist engan veg- inn við að þessir hópar starfi í sam- keppni hvor við annan. Sé hins vegar litiö á að svo sé megi spyrja hvort tilverugrundvöllur heimilis- lækninga byggi eingöngu á því að engir aðrir séu tilbúnir til að sinna verkefnum þeirra? Lúðvík segir mikilvægt að fá svör yfirvalda við þessum spurningum enda sé hætta á að starfsgrundvöllur heimilis- lækna á höfuðborgarsvæðinu muni smám saman fjara út við óbreyttar aðstæður. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra segir ab tilvísanakerfið verði ekki tekið upp, svo framarlega sem samningar náist við sérfræð- inga. Hún bendir á að samningur sem undirritaður var í ágúst sl. skili sama sparnaði og tilvísunarkerfinu hafi verið ætlað. Tillögur nefndar- innar miði einnig að bættum bobskiptum milli lækna sem hafi verið önnur röksemd fyrir því að taka upp tilvísunarkerfi. -GBK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.