Tíminn - 11.10.1995, Page 6

Tíminn - 11.10.1995, Page 6
6 Mi&vikudagur 11. október 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Vistvænir tómatar í tonnavís tii Evr- ópu? Grindavíkurbær, Hitaveita Subumesja og Markaös- og at- vinnumálanefnd Reykjanesbæj- ar hafa gert meö sér samkomu- lag um forathugun á rekstri yl- ræktarvers í landi Grindavíkur. Framleiösla ylræktarversins yröi lífrænt ræktaö grænmeti sem selt yröi aöallega til útflutnings. Aö sögn Friöjóns Einarssonar hjá Markaös- og atvinnumála- skrifstofu Reykjanesbæjar hefur einn starfsmaöur veriö ráöinn til aö vinna aö forathugun á rekstri og byggingu ylræktar- vers. Niöurstaða á aö liggja fyrir l.febrúar 1996. Aðalframleiöslan yrði lífrænt ræktaðir tómatar. Aö sögn Friö- jóns hefur eftirspurn eftir vist- vænu grænmeti aukist mikið í Vestur- Evrópu og söluverö hátt. Ylræktarverið myndi fá orku úr Svartsengi, gufu og raf- magn og byggingakostnaður er áætlaður milli 300 og 350 millj- ónir króna. í forathuguninni veröur at- hugaður áhugi fjárfesta og kaupenda í Evrópu. „Þaö er mikil vakning í Evrópu eftir öllu vistvænu og lífrænt rækt- uðu. Möguleikarnir í þeim efn- um eru vissulega fyrir hendi hér á íslandf," sagöi Friðjón. KEFLAVIK SR-mjöl í Helguvík: Mikil lyftistöng fyrir atvinnulífib Á hluthafafundi í SR-mjöli hf. sem haldinn verður ll.okt. nk. verður afgreidd tillaga þess efn- is að fyrirtækiö setji upp 700 tonna loðnubræðslu í Helguvík. Jafnframt mun fyrirtækiö gerast stór hluthafi í Helguvíkurmjöli. Kom þetta fram í máli Þorsteins Erlingssonar á fundi bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar síöasta þriöjudag. Tilefnið var að bæjarstjóri hafði fyrr á fundinum óskaö Þorsteini til hamingju meö mál- iö, sem hann sagöi veröa mikla lyftistöng fyrir atvinnulíf bæjar- félagsins og væri að komast til framkvæmda fyrir tilstuölan Þorsteins. Austurland NESKAUPSTAÐ íslandsflug flýgur á leibinni Höfn-Reykjavík íslandsflug hóf, í samvinnu viö Flugfélag Austurlands, áætl- unarflug mili Hornafjarðar og Reykjavíkur síöastliðinn föstu- dag. Fjórar áætlunarferðir veröa í viku og verbur flogiö ýmist á Dornier 228 eða Fairchild Metro III skrúfuþotum félags- ins. íslandsflug býður af þessu til- efni ódýrt kynningarfargjald, kr. 7.800, fram og til baka án skilmála og gildir kynningarfar- gjaldiö út nóvember. íslands- flug bauð einnig eidri borgur- um á Höfn í útsýnisflug yfir bæ- inn á föstudaginn en þá komu fyrstu farþegarnir frá Reykjavík með félaginu. í spjalli viö Magna Kristjáns- son, framkvæmdastjóra Flugfé- lags Austurlands, kom fram að félögin binda talsveröar vonir viö þessa flugleið og að horft er til ýmissa tengimöguleika á Eg- ilsstöðum. FnÉTTnnmnin SELFOSSI Aöeins 6 nemendur í grunn- skólanum í Vestur-Landeyj- um, Jón Hjartarson, fræösíu- stjóri Suöurlands segir: „Hrein og klár vit- leysa ab reka þarna skóla" — Góöur skóli sem á rétt á sér, segir form. skólanefndar Aöeins 6 nemendur stunda nám í vetur í grunnskóla Vest- ur-Landeyja í Njálsbúö. Jón Hjartarson, fræðslustjóri Suöur- lands, segir aö rekstur skóla meb svo fáum nemendum, þeg- ar aðrir skólar eru í næsta ná- grenni, sé hrein og klár vitleysa fjárhagslega og orki auk þess tvímælis með tillit til kennslu- fræðilegra og félagslegra hags- muna nemendanna. Formaður skólanefndar segir að rekstur skólans eigi fullan rétt á sér. í vetur er einn kennari viö skólann og er hún í senn skóla- stjóri. Kennt er í einni bekkjar- deild, 6 börnum á aldrinum 6-9 ára. Alls eru 12 börn á þeim aldri í hreppnum en hinum sex er ekið á Hvolsvöll svo og eldri börnum. „Þab sér hver heilvita maöur ab þaö er erfitt aö halda uppi starfi í svo fámennum skóla þegar nemendurnir eru á svo ólíkum aldri. Meö tilliti til kostnaðar er það hrein vitleysa og gagnvart félagslegum og kennslufræðilegum hagsmun- um orkar það mjög tvímælis. Ég get fært löng rök fyrir því aö þarna séu félagslegir hagmsunir fyrir borð bornir, en um þab má aö vísu deila," segir Jón Hjartar- son. Þórir Ólafsson, formaður skólanefndar, segir aö það gangi einfaldlega ekki að rífa upp sex ára börn klukkan hálf sjö til að keyra þau í skóla á Hvolsvelli. Börnin sem fari þangað úr V-Landeyjum séu þau sem næst búi þorpinu. „Viö höfum ekki fengið út- hlutað nægilega mörgum kennslustundum en þetta er góöur skóli sem á fullan rétt á sér," segir Þórir og telur aö fræösluyfirvöld á Suðurlandi hafi ekki veriö hliðholl skólan- um. Sjá má á myndinni oð þaö stórsér á skálinni í krihgum hverinn. Goshverinn Geysir í Haukadal: Ferbamenn valda skemmdum í kringum hverinn Þaö er talað um aö það komi um 250.000 ferðamenn til aö skoða hverasvæðið í Haukadal á hverju ári og allir skoða gos- hverinn Geysi, sem er einn þekktasti goshver í hieminum. Þaö vakti athygli blabamanns Dagskrárinnar í vikunni þegar hann skoðaði sig um í kringum Geysi, hvað þaö er búiö aö brjóta mikið kísilinn, sem bygg- ir upp skálina í kringum gos- hverinn en ástæðuna má rekja til þess að feröamenn brjóta stykki úr kísilnum til ab taka meö sér heim til minningar um Geysi. Eldri borgarar brugbu sér í útsýnisflug íbobi íslandsflugs. Nýja brúin. Myndin er tekin úr austurátt. Tímamyndir Siguröur Bogi Ný brú yfír Vesturós Héraösvatna formlega tekin í notkun: Stór áfangi í samgöngubótum á Tröllaskaga Ný brú yfir Vesturós Hérabs- vatna var formlega tekin í notkun á dögunum. Halldór Blöndal samgöngurábherra klippti á borba, sem strengdur hafbi verib yfir brúna, og þannig var opnab fyrir umferb meb formleg- um hætti. Um eitt ár er síðan opnab var fyrst fyrir umferð um brúna. Samanlagður kostnað- ur við framkvæmdir eru 108 milljónir króna, en þess má geta að fari kostnaður yfir 100 milljónir eru mannvirki sem þessi vígð og tekin í notkun með formlegri athöfn. „Með þessum áfanga er stigið skref til þess áfanga að byggja upp varanlegan veg til Siglufjarðar og þeim áfanga ættum við að ná innan þriggja ára. Jafn- framt ætti brú þessi að geta styrkt allar samgöngur um svæðið sem kennt er við Tröllaskaga," sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra í ræðu sem hann flutti við þetta tilefni. Fram kom jafnframt í máli samgönguráðherra að brú þessi væri meðal vitna um þau mál, sem þingmenn landsbyggðarkjördæma berð- ust fyrir við fjárveitingavaldið — og næðu í gegn. Þá lét hann þess jafnframt getiö að næstu framkvæmdir í vega- málum á Norðurlandi vestra væri gerð varanlegs vegar yfir Skaga, milli Sauðárkróks og Blönduóss um Laxárdalsheiði, og sömuleiðis þyrfti að huga að vegaframkvæmdum á Lág- heiði, sem skilur að Fljót og Ólafsfjörð. Vesturós Héraðsvatna var um aldir erfiður farartálmi. Dragferja yfir ósinn kom árið 1852 og um svipað leyti var byggt skýli ferjumanns. Rústir þess sjást ennþá og eru nú uppi hugmyndir um að end- urreisa það. Gamla brúin yfir Vesturósinn var byggð árið 1926 og hefur henni nú verið breytt í sitt upprunalega form og mun í framtíðinni þjóna umferð gangandi vegfarenda og hestamanna. „Það má segja að gamla brúin eigi nú nýja æskudaga og hafi fengið afmælisgjöf, þegar henni er árs vant í sjötugt," sagði Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri við vígsluathöfnina. Framkvæmdir við nýju brúna hófust síðla árs 1993. í fyrsta áfanga voru gerðar fyll- ingar að brúnni og í þeim næsta var brúin smíðuð, á þurru. Sá verkþáttur hófst í apríl á síðasta ári og lauk um haustið. Þá var byrjað á veg- tengingum að henni og um- ferb var hleypt á fáum dögum fyrir jól í fyrra. Nýr vegur samfara brúnni er 1,9 km og nú er kominn klæddur vegur allt frá Sauðárkróki til Hofs- óss. -SBS Margir forystumenn Skagfirbinga voru vib vígsluathöfnina, enda var meb henni stigib stórt skref í samgöngumálum hérabsins. Hér má sjá Pál Péturs- son, 1. þingmann Norburlands vestra, og lengst til hœgri á myndinni er Hall- dór Þ. jónsson, sýslumabur á Saubárkróki.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.