Tíminn - 11.10.1995, Síða 8

Tíminn - 11.10.1995, Síða 8
8 Miðvikudagur 11. október 1995 Þekktur sagnfrœö- ingur segist sjá horfur á ab gyöing- ar í Bandaríkjunum og ísrael hverfi inn í umhverfi sitt Um langan aldur voru gyðingar í dreifingu um mestallan heim kristinna manna og músl- íma, en á þessari öld hefur orðiö á því allmikil breyt- ing. Sárafáir gyðingar eru nú eftir í íslamska heimin- um. Frá því ab ísrael var stofnað hafa flestir gyðingar íslamslanda flust til Israels og Vesturlanda, enda var þeim yfirleitt ekki vært í ís- lamska heiminum frá því að illindi tóku ab aukast með gyðingum og múslímum út af Palestínu. í Evrópu hefur gyðingum stórfækkað á öldinni af völd- um fjöldamorða þýskra nas- ista og bandamanna þeirra og einnig vegna fólksflutn- ings/fólksflótta. í Póllandi voru þannig um þrjár milljón- ir gyðinga fyrir heimsstyrjöld- ina síðari; nú eru þeir að mestu horfnir þaðan. Eigi að síður kann að vera að gyðingar hafi aldrei í sögunni verið áhrifameiri en á síðari hluta þessarar aldar, og þá lík- lega fyrst og fremst á grund- velli sterkrar stöðu sinnar í engilsaxneska heiminum. Blönduð hjóna- bönd Tvö fjölmennustu gyðinga- samfélög heims eru nú í Bandaríkjunum og ísrael. Þaö ríki er fyrsta sjálfstæða gyð- ingaríkið, sem hefur verið við lýði síðan ríki Makkabea leið undir lok á síðustu öldinni f.Kr. (Gyðingar höfðu að vísu um skeið síðar völd í Jemen og valdhafar ríkis Kasara í núver- andi Suðaustur-Rússlandi voru lengi gyðingatrúar, en sagn- fræðinga greinir á um hvort hægt sé að tala um „eiginleg" gyðingaríki í því samhengi.) Með hliösjón af því, sem gerst hefur í sögu gyðinga á þessari öld, hefur nýtt rit um sögu þeirra, eftir þekktan sagnfræöiprófessor í New York sem Norman Cantor heitir, vakið mikla athygli. í bók þessari, sem hefur titil- inn The Sacred Chain, og skrif- um í blöð í engilsaxneska heiminum, er Cantor, sem mun sjálfur vera af gyðinga- ættum, ekki einhliða bjart- sýnn fyrir hönd gyðingdóms- ins sem trúarbragða og menn- ingarheildar. Að hans sögn eru nú í heiminum um 14-15 milljónir manna, sem telja má til gyðinga, þar af um fimm milljónir í Bandaríkjunum. En Cantor telur líklegt að eftir svo sem 30 ár verði þeir orðnir helmingi færri þarlendis. Þetta stafar að sögn sagnfræðingsins sumpart af því að sífellt fleiri gyðingar snúi baki við gyðing- dómi, en öðrum þræði af því að í hjónaböndum, sem bandarískir gyðingar stofna til um þessar mundir, sé hinn að- ilinn gyöingur í aðeins um helmingi tilfella. Aðeins um fimmtungur ekki-gyðinga, sem kvænist/giftist gyðingum, snúist til gyöingasiöar, og álíka sjaldgæft sé að börn í slíkum blönduðum hjóna- Cantor telur líklegt ab rétttrúnabargybingar fceli fólk frá gybingdómnum. 300.000 (og fer fækkandi, að sögn Cantors, af sömu ástæð- um og í Bandaríkjunum), en í bresku blaði var því nýlega haldið fram að fyrir skömmu hefði fjórðungur ráðherra í ríkisstjórninni þar verið gyð- ingaættar. Að sögn Cantors kveður nú opinberlega meira að gyðingum þar en nokkru sinni fyrr. Enn meiri eru áhrif þeirra að líkindum í Banda- ríkjunum. Cantor skrifar að þar séu þeir „auðugri en nokk- ur annar trúflokkur eða þjóð- arhópur". Skýringar á þessum árangri eru efalítið margar. Undanfar- ið hefur því heyrst haldið fram, og ekki í fyrsta sinn, að gyðingar fái betri útkomu úr greindarprófum en nokkrir aðrir, að meðaltali. Cantor skrifar að hvorki sé sannað né afsannað að einn kynþáttur sé betur eða verr gerður en ann- ar, en bætir því við að gyðing- ar séu „afburðafólk hvað við- víki vitsmunum og mennt- um", með „arfbera sem eru af- bragö og það afbragð er eðlislægt. Þetta er komið til af ræktun sem grundvallast á úr- vali." Vaxandi gyðinga- andúb vestra Cantor: Hætta er á að ríkj- andi staða gyðinga í kvik- myndaiðnaði og sjónvarps- stöðvum, sem og það hve áhrifamiklir og áberandi þeir eru í útgáfustarfsemi, leiði til aukinnar andúð á gyðingum. (Þeirrar andúðar hefur yfirleitt gætt stórum minna í Norður- Ameríku en Evrópu.) Hið sama er að segja um stöðuga spákaupmennsku gyðinga með eignir og hóflítið líferni sumra ungra peningafursta af gyðingaættum. Að þetta ýti undir andúð á gyðingum er með líklegra móti nú, þegar dregur úr afkomuöryggi milli- stétta og faglærðra verka- manna. I Bandaríkjunum tók andúðar á gyðingum að gæta meðal blökkumanna fyrir 20 árum, og síðan hefur þetta breiðst út meðal hvítra manna í Miðvestrinu og Suðurríkjun- um. „Getur verið að ríkir vest- urgyðingar hafi ekkert lært af reynslunni frá Þýskalandi fyrr á öldinni?" (í Bandaríkjunum er um þessar mundir mikil gróska í allrahanda samsæriskenning- Líður að lokum gyðingasögu? BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON böndum séu alin upp í gyð- ingatrú. „Arabíserast" Israel? Sumra spár eru nú á þá leið, að sættir ísraels og araba muni leiða til stofnunar efnahags- bandalags í Austurlöndum nær undir forystu ísraels. Fari svo, skrifar Cantor, verður niðurstaðan „ekki sigur síon- ismans, heldur að hann verði að engu". Forystukjarni ísraela muni fyrst dragast inn í sam- vinnu í efnahagsmálum við „300 milljónir araba sem um- kringja þá, og því næst færast í kaf í rísandi arabíska menn- ingu". Sjálfsímynd gyðinga- samfélagsins í ísrael sé í hættu, hliðstætt sjálfsímynd banda- rískra gyðinga. Fram kemur að Cantor telur sögu gyðinga með afbrigðum glæsilega, en hann tekur kenningar um ýmislegt í henni til endurskoðunar og leggur í því samhengi fram skoðanir, sem ljóst er að verða umdeildar. Svo er að sjá að áhrif gyð- inga á Vesturlöndum, sérstak- lega í engilsaxneskum lönd- um, séu drjúgum meiri en sem svarar fjölda þeirra þar. í Bret- landi eru gyðingar um um. Ein þeirra er á þá leið að landinu sé stjórnað af „leyni- stjórn" gyðinga.) Síðan 1948, heldur Cantor áfram, hefur grundvöllur sjálfsímyndar gyðinga verið hollusta við síonismann. En veik hliö á ísrael sé að það sé ekki sjálfbjarga efnahagslega og hafi aldrei verið; það hafi alltaf þurft að reiða sig á fjár- magn utan frá. Allmiklar líkur eru á að það fjármagn hafi að miklu leyti komið frá gyðing- um eða fyrir tilstilli þeirra. Cantor er gagnrýninn á rétt- trúnaðargrein gyðingdómsins og telur að fastheldni hennar við forna siði muni hraða frá- falli frá sjálfsímynd gyðinga, sem svo sterk hefur reynst í aldaraðir. Ýmsir, sem skrifa um bók Cantors, telja umsvif rétttrúnaðargyðinga litlu skipta í því samhengi; hér sé frekar um að ræða áhrif frá veraldarhyggju, er grafi undan trúarbrögbum yfirleitt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.