Tíminn - 12.10.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.10.1995, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 12. október 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Glæpir gegn samfélaginu Viöurlög við skattsvikum hafa verið hert til muna og endurspeglast sá vilji löggjafans í nýuppkveðnum dómi þar sem maður var ákærður fyrir að draga verulega und- an skatti. Dómurinn hljóðar upp á fjögurra mánaöa óskilorðsbundna fangelsisvist, fjórar milljónir í sekt og átta mánaða fangelsi til viðbótar, verði sektin ekki greidd. Dæmda ber að endurgreiða sex milljónir króna af vantöldum tekjum, en þær námu samtals níu millj- ónum á þriggja ára tímabili. Ákæröi bar að hluti þeirrar upphæðar, sem skotið var undan skatti, hafi verið laun til starfsmanna, en maður- inn starfaði við byggingariðnað. Ekki var tekið tillit Til þess í dómnum, þar sem skýr ákvæði eru um að at- vinnurekendum ber að telja fram launagreiðslur starfs- manna. Hins vegar var dómurinn mildaður vegna þess að ákærði játaði brot sín og dró ekkert undan. En þrátt fyrir þær mildandi aðstæður, er þessi dómur 'yfir skattsvikara mjög harður miðað við hve mildum höndum hefur verið farið um slík afbrot til þessa. Enda hefur löngum verið sagt að fremur sé iitið á skattsvik sem sjálfsbjargarviðleitni en afbrot. Fyrirtæki og einstaklingar hafa lítils misst af virðingu sinni og góðu áliti, þótt upp hafi komist um gróf skatt- svik og viðurlög verið allt önnur og vægari en þegar um annars konar fjármálamisferli er að ræða. Þetta kann að breytast ef skattsvikarar verða dregnir fram í dagsljósið og dæmdir eins og hverjir aðrir óbóta- menn. Skattsvik eru ekki annað en þjófnaður frá ríki og sveitarfélögum og þar með brot gegn samfélaginu. Ein afleiðing þeirra er að svikararnir létta eigin byrðar og varpa þeim á bak samborgara sinna. Það eitt ætti að duga til að gera skattsvik fyrirlitleg og er engin ástæða til að umbera og sýna þeim linkind, sem brjóta gegn samfélagi sínu. Það er á allra vitorði að skattsvik eru plága, og enn og aftur tala ráðamenn þjóðarinnar opinskátt um að þjóð- félagið sé svikið um milljarða og tugmilljarða með und- andrætti frá skatti. Samt gera þeir lítið í málunum nema með hangandi hendi og máttleysislegum úrræðum. En strangari löggjöf og harðari refsingar eru ef til vill spor í þá átt að vekja fólk til vitundar um að skattsvik eru afbrot eins og hver annar þjófnaður, og ber dóm- stólum að taka á þeim sem slíkum. Umburðarlyndið gegn afbrotum sem tengjast framtölum og skattalögum er á þrotum. En betur má ef duga skal. Eftirlit er lítið og er fjár- skorti kennt um að ekki sé hægt að ráða nema takmark- aðan fjölda manna til skatteftirlits. Samt mundi fátt skila sér betur í opinbera sjóði en virkt skatteftirlit. Undanskot frá skatti er glæpur, sem nú er litinn al- varlegri augum en áður fyrr af dómstólum. En tæpast teljast þetta alvarleg afbrot samkvæmt almenningsáliti og mætti sú afstaða breytast. Þá eru ótalin öll þau undanskot sem kunnáttumenn nota til að draga tekjur undan skatti með löglegum hætti. Þab stingur síður í augu hve stóreignafólk og margir þeir, sem berast mikið á og hafa greinilega yfir miklum fj^rmunum og eignum að ráða, greiða lítið sem ekkert til samfélagsins. Þarna er mikið verk fyrir höndum að gera bragarbót á og ætti ekki að dragast úr hömlu. En hert viðurlög eru spor í rétta átt og svo má athuga siðgæðiö síðar. (Eld)virkni í A-flokkunum Mikil virkni er í A-flokkunum um þessar mundir og hafa menn það fyrir satt að sameining jafnaðar- manna sé þar á dagskrá af engu minni krafti en ábur. I Alþýðu- bandalaginu munu menn kjósa sér nýjan formann á morgun og er nú heldur að lifna yfir svívirðingum og klögumálum eftir heldur dauflega kosningabaráttu, enda ekki seinna vænna, því kjörstaðir eru rétt í þann mund að loka. Sameining jafnaðarmanna er að sjálfsögðu á dagskrá, þó að Steingrímsmenn séu farnir að saka Margréti um ódrengi- legheit og svindl í kosningabarátt- unni. Sameining jafnaðarmanna er líka á dagskrá hjá Margréti, sem vís- ar slíkum rógburði út í hafsauga. Það hefur ekki verið jafn mikið líf í flokksstarfinu lengi í Alþýðubanda- laginu. Sameining jafnabar- manna í Alþýðuflokknum eru menn líka í sameiningarhugleibingum, þó þeir sitji áfram uppi með sama gamla karlinn í brúnni, sem er orð- in slík fiskifæla að flokkurinn hefur ekki einu sinni orðið var við kjós- endur í marga mánuði. Það láta menn ekki koma niður á virkninni í flokksstarfinu og sameiningarum- ræðunni. Fyrrum framkvæmda- stjóri flokksins hefur stabið í óskilj- anlegri baráttu við þá Guömund Oddsson, formann framkvæmda- stjórnar, og Sigurð Arnórsson, gjaldkera flokksins. Sú deila hefur farið mörg heljarstökk og er ekki nema fyrir útförnustu kratasérfræð- inga að fylgjast með henni. Þó er upplýst að á einhverju stigi snerist hún um að koma Össuri í for- mannsstólinn hans Jóns Baldvins. Með sérkratískum hætti varð plott- ið aftur á móti svo flókið að kratar eru sjálfir löngu hættir að vera viss- ir um hver er í þeirra liði hver með hinum. „Óvissan kvelur Tóra Þóra; erum við þrjátíu og tveir? / Þeir ruglast í sinni eigin tölu alltaf meir og meir", eins og sagði í Sóleyjar- kvæði Jóhannesar úr Kötlum. En vert er að minna á að þetta minnkar ekkert áhugann á samein- GARRI ingu jafnaðarmanna. Gubmundur Árni Stefánsson, varaformaður Alþýðuflokksins, seg- ir að vísu í viðtali í Tímanum í gær ab það sé ekki nógu gott að forustu- menn flokksins skuli vera að níöa skóinn af persónum hvors annars og gefa í skyn ab annar hver ebal- krati sé í raun skítakarakter. En eins og alþjóð veit, á Guðmundur lítinn hljómgrunn í sínum eigin flokki eftir rábherradómshremmingar sín- ar í fyrra, enda kemur hann með furöulegar tillögur í þessu viðtali, hluti eins og að í stað þess að Al- þýðuflokksforingjar standi á götu- hornum og hrópi ókvæðisorð hver að öbrum ættu þeir að reyna að fara að gagnrýna ríkisstjórnina! Er néma von að flokksmenn Guðmundar Árna hafi beitt sér í undirróðrinum gegn honum þegar hann sat sem ráðherra? Þessi maður skilur aug- ljóslega hvorki flokkinn né samein- ingu jafnaðarmanna! Guðmundur ein- angrabur En sem betur fer virbist Guð- mundur Árni einangrabur í flokkn- um með þá skoðun sína að menn eigi að sameinast gegn ríkisstjórn- inni. Þorrinn hefur mestan áhuga á að sameina jafnaðarmenn í einn flokk, samhliða því að viðhalda borgarastyrjöldinni í flokknum. Þannig kvartar fráfarandi fram- kvæmdastjóri yfir því í Tímanum í gær að málgagn flokksins sé farið að birta einkabréf sín til Jóns Baldvins og gefur í skyn að hann kunni að birta þau einkabréf, sem hann hefur fengið frá Jóni, einhvers staðar, þó þab eigi nú ekki að gerast í f jölmiðl- um. Raunar verður Garri ab gera þá játningu að hann hefur mestan áhuga á að fá einhver af einkabréf- um Jóns Baldvins til Bryndísar birt í Alþýbublaðinu, enda er ábyggilega meiri hiti í þeim en í bréfum hans til fyrrverandi framkvæmdastjóra flokksins. Það er því nokkuö ljóst að sam- eining jafnaðarmanna er rétt hand- an viö hornið, ekki síst ef mikil sprenging verður á landsfundi Al- þýðubandalagsins, svo ekki sé talað um ef kosningin verður kærð og ve- fengd vegna hinna óprúttnu vinnu- bragöa sem viðhöfð hafa verið síð- ustu daga. Það hefur enda komið á daginn, að A-flokkarnir eiga mikilvæga hluti sameiginlega, ekki síst það að bábir flókkarnir þrífast á innbyrðis rifrildi. Slíkt innbyrðis rifrildi gæti allt eins farið fram í einum stórum flokki og í tveimur litlum. Garri Upplýsingabyltingin ríður yfir Upplýsingaflæbib í Internetinu er nær ótakmarkað og daglega bætist við meira magn en svo að manns- ævi dygbi til að fara yfir þab allt. Þarna er sú blómlega upplýsingaöld runnin upp sem búið er ab telja manni trú um að leysa muni flestan mannlegan vanda það sem þekk- ingin er öðrum auðlindum dýr- mætari. Þegar fáfróðir spurðu hvaö það væri sem Internetið veitti fróðleik um og hvernig ætti ab nýta hann voru svörin svo margbrotinn að það voru ekki nema háþróub tæknifrík sem voru fær um að melta þau og skilja. Smám saman er að renna upp ljós fyrir þeim sem ekki skiljá tækni eba kunna skil á margþættri grein þekkingarinnar hvaða gagn má hafa af Internetinu. Þar er hægt að galdra fram óteljandi þekkingarat- riði og flestar þær hégiljur sem mannsandinn hefur upphugsað sér til dægrastyttingar. Þarna hefur maður aðgang að milljón síðna al- fræðibókum og morgunhugleiðing- um Björns Bjarnasonar, mennta- málarábherra. Og svo mörgu fleiru sem kannski er minni veigur í. Metnabarfullar stofnanlr Fyrir nokkrum dögum sendi öfl- ug fréttastofa út þau boð að eftir gaumgæfilega rannsókn á innihaldi Internetsins var niöurstaban sú ab helmingur af öllu því gífurlega efn- ismagni sem þar er samankomið væri klám eba einhvers konar órar um kynferðismál. Þau samslungnu kerfi sem kölluð eru Internet eru þeirrar náttúru að þar er hægt að ná í hreyfimyndir og skoða þær eins og í sjónvarpi. Það gerir klámmyndasýningar miklu líf- legri en hægt er að ná fram eftir öðrum leiðum. Hverjir setja svona þekkingaratriði inn í Internetið og í hvaða tilgangi fylgdi ekki fréttinni. Enginn stofnun sem útdeilir þekkingu og hefur einhvern metn- að til að bera getur verið þekkt fyrir að geta ekki boðib upp á aðgang ab Internetinu. Menntastofnanir og bókasöfn eru því tengd við alheim- skúltúrinn gegnum tölvuskjái. Á víbavangi Fyrir nokkrum mánuðum var gert nokkuð vebur út af því ab nem- endur væru að skoða dónaskap í Háskólatölvunni. Eftirlitskonur köllubu athæfiö býsn mikið og fuss- ubu og sveiuðu og sóru að stöðva ósómann. Ekki fer fleiri sögum af margvíslegu notagildi öflugustu tölvu landsins og þekkingarþorsta þeirra sem hafa aðgang að henni. Tæknivæddir krakkar Hins vegar eru mæður í Breið- holtinu felmtri slegnar eftir að upp komst aö synirnir eru farnir að sýna tölvunni í Menningarmiðstöbinni í Gerðubergi mikinn áhuga. Grunn- skólakrakkar hópast í bókasafnið til að fræðast um öll þau undur sem Internetið hefur upp á að bjóba. Engum sögum fer af því að nem- arnir kalli daglegan boðskap menntamálaráðherrans fram á skjá- inn, eða annað menningarefni. Þeir eru þeim mun iðnaðri að ná ein- hverju af því efni sem fjallar um líf- ib og tilveruna neðan þindar og fyllir helming af gjörvöllum þekk- ingarbanka Internetsins. DV skýrði frá því í gær hve eldklárir krakkarn- ir í Menningarmiðstöðinni eru í að notfæra sér hátæknina til að ná sér í vitneskju um þau efni sem hugur þeirra stendur til. Upplýsingaþjóðfélagið er komið til að vera. Það er óhugsandi án há- tæknivæðingar og beinna tengsla vib upplýsingabanka umheimsins. Fyrir abeins nokkurum árum biðu framsýnir menn eftir þessum kafla- skiptum meb óþreyju og kölluðu mestu byltingu í sögu mannkyns. Nú er byltingin riðin yfir og upp- lýsingagáttirnar opnast til allra átta. Því var aldrei spáð ab helmingur efnis í upplýsingabanka heimsins fjallaði um jafn einfalda athöfn og þegar fólk lætur vel hvert að öðru og gerir dodo. En þeir sem stjórna upplýsinga- streyminu álíta greinilega ab það sé sú þekking sem mannkynið þarf helst á að halda og má það rétt vera. Og mikil og margblessub sé upp- lýsingabyltingin. Áður þurftu frakkakarlar aö fara í miðnæturbíó til að sjá fölbleikar myndir en núna fara átta ára krakkar í bóksöfn meriningarmiðstöðva til aö horfa á óbrenglað harðsvírað klám. Þab er ekki að spyrja að framförunum. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.