Tíminn - 12.10.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.10.1995, Blaðsíða 16
Vebrlb (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.B0 í gær) • Suburland: NA gola eba kaldi. Smáskúrir, einkum vib ströndina. Hiti 2-7 stig. • Faxaflói og Breibafjörbur: NA og A gola eba kaldi. Skýjab meb köfl- um en þurrt víbast hvar. Hiti -1 til +6 stig, kaldast í innsveítum. • Vestfirbir: NA stinningskaldi og skýjab ab mestu og skúrir og • slydduél, einkum N til. Urkomulaust í innsveitum. Lægir töluvert og lettir til þegar líbur á daginn. Hiti 1 -5 stig. • Strandir og Norburl. vestra: A oq NA stinningskaldi og skúrir á an- nesjum. Lægir og léttir heldur til síbdegis. Hiti 0 til +5 stig. • Norburl. eystra: Allhvöss eba hvöss NA átt meb rigningu. N og NV kaldi eba stinningskaldi og skúrir síbdegis. Hiti 2-5 stig. • Austurl. ab Glettingi og Austfirbir: NA hvassvibri eba stormur í fyrstu. Rigning. Allhvöss NV att meb skúrum um og uppúr hádegi. Hiti 3-7 stig. • Subausturland: Lægir og léttir til í dag. Hiti 4-8 stig. Búvörusamningurinn samþykktur Nýr búvörusamningur um framleibslu saubfjárafurba var samþykktur á auka búnaöar- þingi meb 30 atkvæbum gegn 1 síbdegis í gær en 6 búnabar- þingsfulltrúar sátu hjá og tveir voru fjærverandi. Samn- ingurinn var borinn undir at- kvæbi eftir ab þingib hafi samþykkt ab afgreiba hann á fundi sínum en vísa honum ekki til atkvæbagreibslu á mebal saubfjárbænda. Miklar deilur uröu á búnaðar- þingi um hvort vísa ætti samn- ingnum til atkvæbagreiðslu á meðal sauöfjárbænda. Tals- menn þeirrar málsmeðferðar lögöu áherslu á að það væri eitt af grundvallaratriöum í sam- þykktum Bændasamtaka ís- lands aö afgreiða mál er snerta kjör bænda með þeim hætti. í tillögu frá félagsmálanefnd þingsins um framkvæmd slíkr- ar atkvæðagreiöslu var gert ráð fyrir að atkvæðisréttur yrði tak- markaður við greiðslumarks- hafa í sauðfjárframleiðslu þar sem samningurinn tæki aðeins til sauðfjárræktarinnar. í ítar- legum umræðum um málið kom fram sú skoðun margra búnaðarþingsfulltrúa að ekki lægju fyrir nægilega mótaðar reglur um slíkar atkvæða- greiðslur og tæpast yrði nokkur sátt um framkvæmd kosninga um búvörusamninginn. Þá voru þau sjónarmið einnig áberandi að vegna mikillar tímapressu væri ekki unnt að efna til atkvæðagreiðslu á með- al bænda því slíkt myndi tefja framkvæmd samningsins um nokkrar vikur sem sauðfjár- bændur mættu ekki viö, meðal annars vegna erfiðrar birgða- stöðu. Stjórn Landssamtaka sauð- fjárbænda hafði lagt mikla áherslu á að gengið yrði endan- lega frá samningnum á fundi Búnaðarþings og hafði það nokkur áhrif á afstöbu fundar- manna. Ari Teitsson, formaður bændasamtakanna, lagði áherslu á að samningurinn yrði afgreiddur á þinginu og Haukur Halldórsson, fyrrverandi for- maður Stéttarsambands bænda, sagði að búast mætti við að bændur úr öðrum bú- greinum, sem ekki fengju at- kvæðisrétt um samninginn, myndu leggja fram kærur og úrskurðir vegna þeirra gætu taf- ib málsmeðferð í atkvæða- greiðslu um einhverjar vikur, er vaeri ótækt. í atkvæðagreiðslu um hvort afgreiða ætti búvörusamning- inn á þinginu féllu atkvæði þannig að 26 þingfulltrúar samþykktu að ljúka málinu þar en 13 greiddu atkvæði gegn því og vildu efna til almennrar at- kvæðagreiðslu á meðal greibslumarkshafa í sauðfjár- framleiðslu. Búvörusamningurinn hefur því verið samþykktur af hálfu bænda en hann þarf einnig að hljóta formlega stabfestingu Al- þingis. ÞI. Rjupnavertíöin hefst á sunnudaginn — útlit fyrir ágœta veibi. Formabur rjúpnaverndarfélagsins vill: Styttingu veiði- tímans og kvóta Rjúpnaveibitímabilib hefst flutnings, eða litlu minna en 15. oktober nk. og benda töl- ur um stofnstærð til aö ágætt veibiár sé framundan. Rann- sóknir Náttúrufræbistofnun- ar sýna ab rjúpnaveibi hefur ekki mikil áhrif á stofnbreyt- ingar. Skv. Ólafi K. Nielsen, fugla- fræðingi hjá Náttúrufræði- stofnun, má áætla að stofninn sé um milljón fuglar í haust. Ekki er fjarri lagi að álykta að um 100.000 fuglar muni veið- ast eða 10%. Rannsóknir Ólafs sýna nánast sömu breytingar stofnsins á skotsvæðum og þar sem hún hefur verið friðuð. Ól- afur segir þó aö mögulega hafi stytting veiðitímans 1993 haft áhrif á minni afföll dýrmæt- ustu fuglanna fyrir stofninn en ella. Atli Vigfússon, bóndi á Laxa- mýri í S-Þingeyjarsýslu, er for- maöur rjúpnaverndunarfélags- ins. Hann segir áhyggjuefni hve rjúpunni hefur fækkab mikið frá því sem var, þótt hann fagni tölum um að stofn- inn sé á uppleiö. Rjúpnabreið- urnar sem áður þekktust séu horfnar. Á 3. áratug aldarinnar hafi t.d. 85.000 rjúpur verið lagðar inn í K.Þ., Húsavík til út- veiðist á landinu öllu nú. Atli segir að mjög þýðingarmikiar uppeldistöðvar rjúpunnar séu í Þingeyjarsýslu og margt bendi til að þar hafi skotveiðin veru- leg áhrif. Rjúpu hafi fækkað talsvert í Noregi og þar horfi menn til ofveiði. Þá segir Atli að rjúpnaungun- um á þingeyskum heiðum sé ný hætta búin eftir að sílamáv- urinn nam land. Hann fljúgi nú um heiðar og drepi unga í stórum stíl, ekki síst rjúpna- unga. Rjúpnaverndarfélagið vill að veiðitíminn verði styttur um mánuð, hefjist 15. nóvem- ber og kvóti veröi settur á veiði- menn. Náttúrufræðistofnun hvetur veiðimenn til að huga vel að þeim rjúpum sem þeir veiba og skila merkjum ásamt upplýs- ingum um veiðistað og veiði- dag. Hátt í 500 rjúpur hafa ver- ið merktar í sumar, flestar bera fóthring, abrar eru vængmerkt- ar og 30-40 fuglar bera radíó- senda. Afar mikilvægt er að þeim sé skilað, þar sem hægt er ab endurnýta þá. Þess má að lokum geta að útlit er fyrir ágætt veður fyrsta veiðidaginn. -BÞ Eldur kom upp í tengibyggingu vib Laugaveg 24b í gœrmorgun. Miklar skemmdir urbu á tengibyggingunni en eldurinn nábi ekki ab breibast út í næstu hús. Skv. slökkvilibinu björgubu eldvarnar- veggir því ab ekki varb stórbruni. Enginn slasabist í brunanum og eru eldsupptök ókunn. Myndirnar eru frá vettvangi ígœr. Á innfelldu mynd- inni má sjá starfsmenn RLR ab kanna orsök brunans. Formaöur umhverfisnefndar telur aö til greina komi aö setja: Vióurlög viö mengun og slæmri umgengni Ólafur Örn Haraldsson, for- mabur umhverfisnefndar Al- þingis, telur ab til greina komi ab setja viburlög vib mengun og slæmri um- gengni fólks í náttúru lands- ins en hann segir umgengn- ina víba mjög slæma. „Ég er ab tala um þab ab náttúru- verndarlögin séu tekin og skobab hvort og hvar sé hægt ab beita viburlögum," sagbi Ólafur í samtali viö Tímann. „íslensk náttúra og um- hverfi er auölind í öllum bein- um og óbeinum skilningi. Bæði frá fegurðarsjónarmiði og arðsemissjónarmiði vegna þess að fólk sækir hingaö og við sjálf og ferðamennskan skilar okkur arði." Til eru nátt- úruverndarlög sem hafa lengi verib í gildi og segir Ólafur þau mjög afdráttarlaus um meng- un. „Hins vegar hefur eftirlit og framkvæmd laganna ekki verið í nógu góðu lagi. Ég er ab fitja upp á því ab þab sé skoð- að sterklega ab beita viðurlög- um til að ná fram markmibum laganna." Ólafur nefndi í þessu sam- hengi fólk sem hefur einhvers konar nytjar af landi sínu, t.d. meb sölu veiðileyfa og annarr- ar feröamennsku. „Um leið og þessir abilar hafa réttindi þá hafa þeir þær skyldur að þarna sé farið að lögum. M.a. á þessu sviði kemur sterklega til greina að beita viðurlögum ef lögun- um er ekki framfylgt." Ólafur tekur fram ab viðurlög séu að sjálfsögðu síðasta úrræðið því helst eigi svona mál að vera bundi vilja og metnaði manna en ef til þess kæmi væri líklega nærtækt ab beita fjársektum. „Tímabundin svipting á rekstrarréttindum kæmi einn- ig til greina." Ólafur segist fyrst og fremst kasta þessu fram fólki til um- hugsunar og ætlar ekki ab legjgja þetta til á Alþingi. Olafur segist ekki bara hafa dreifbýliö heldur og þéttbýlið í huga. „Mér finnst koma fylli- lega til greina ab beita viður- lögum í þéttbýli þar sem menn fara ekki að lögum." Að- spurður um hvort til greina komi að sekta bæjarbúa fyrir að henda tyggigúmmí eða karamellubréfi á götuna eins og þekkist út í hinum stóra heimi sagði Ólafur þab alveg koma til greina. „Við erum ab laða hingað til okkar erlenda ferðamenn. Sá aðili sem spillir þessari aublind okkar og um leið söluvöru, bæbi í borg og dreifbýli, hann er að sjálf- sögðu að spilla þeim markabs- möguleikum sem við höfum sem ómengab land." LÓA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.