Tíminn - 12.10.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.10.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 12. október 1995 Wfminm 9 UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . Þungur róöur viö afgreiöslu fjárlagafrumvarpsins á Bandaríkjaþingi: Gingrich meö hótanir Washington — Reuter Newt Gingrich, forseti full- trúadeildar Bandaríkjaþings, hótaöi því á þriðjudaginn að þingið myndi hugsanlega af- greiða fjárlagafrumvarp, sem Clinton forseti þyrfti annað hvort að samþykkja eða hafna, og fresti síðan þingi, sem þýddi að hann ætti í raun engra kosta völ annarra en að undirrita fjárlögin. „Ég held að þeir í Hvíta hús- inu skilji þetta ekki alveg enn- þá," sagbi Gingrich á blaða- mannafundi þar sem hann kallaði eftir stuðningi við áætlun Repúblikana um að út- rýma fjárlagahallanum fyrir árib 2002. „Mín ágiskun er sú að stjórnin hallist æ meir á þá skoöun að betra sé að undir- rita eitthvað," sagði hann. Ef Clinton undirritar ekki fjár- lagafrumvarp á hann á hættu að leggja þurfi niður mikinn hluta af starfsemi ríkisins. Fjármálaárið hófst þann 1. október sl. og báðir flokkarnir komu sér saman um sex vikna frest og nota eigi þann tíma til ab finna lausn á ágreinings- málum þeirra varðandi fjár- lagafrumvarpið. Þessar nýju hótanir Ging- rich koma fram um það bil sem gagnrýni ríkisstofnana á niðurskurð fjármagns til fá- tækra og aldraðra var byrjuð að koma við kvikuna á Repú- blíkönum. Bob Dole, leiðtogi Repúblíkana í öldungadeild- inni, viðurkenndi að atkvæða- greiðslan um niðurskurðinn gæti orðið erfið. „Þetta er þungur róbur," sagði Dole. „Næstu tvær eba þrjár vikurn- ar á eftir að mæba mikið á fólki." Þessi þungi róður gæti hins vegar reynst tilgangslítiil því Clinton getur beitt neitunar- valdi á fjárlagafrumvarpið og Repúblikanar hafa ekki nógu Michael Heseltine, varaforsœtisrábherra Bretlands, hélt tilþrifamikla ræbu á flokksþingi íhaldsflokksins ígœr þar sem hann bœbi gerbi stólpagrín ab pólitískum andstæbingum sínum í Verka- mannaflokknum og hvatti flokksmenn sína til ab missa ekki móbinn heldur berjast af krafti íkomandi kosninga- baráttu. „Standib upp úrstólunum ykkar, komib út úr grenunum," sagbi hann vib flokksfélaga sína. „Fœrib bar- áttuna yfir ívígstöbvar óvinanna, vib erum ab berjast um fimmta kjörtímabilib í stjórn." Reuter mörg atkvæði til þess að hnekkja neitunarvaldinu á þingi. Því er það sem Gingrich gríp- ur nú til hótana um ab fresta þingi um leið og fjárlögin hafa verið afgreidd. Clinton myndi þá neyðast til að undirrita þau ef hann vill ekki að stórum hluta af starfsemi ríkisins verði hreinlega lokað. Efnahagur Austur-Evrópu á batavegi Prag — Reuter Efnahagur ríkjanna í Mið- og Austur- Evrópu er nú víðast hvar á batavegi eftir miklar efnahags- þrengingar sem hrjáö hafa ríkin í fimm ár. Enn er þó langt í land með að þau nái Vesturlöndum efnahagslega. Og í lýðveldum Sovétríkjanna fyrrverandi myndi örlítill hagvöxtur teljast mikil- vægur árangur því þar er efna- hagslífið enn á niðurleið, þótt heldur hafi hægt á því undanfar- ið. Þróunar- og enduruppbygg- ingarbanki Evrópu (EBRD) var settur á laggirnar til þess að að- stoða ríkin í Mið- og Austur-Evr- ópu til þess að byggja upp mark- aðshagkerfi. Á vegum bankans hefur verið gerö úttekt á 25 ríkj- um í Mið- og Austur-Evrópu, og af þeim hefur ekki eitt einasta náð aftur þeirri þjóðarfram- leiöslu sem þau voru með árið 1989. Pólverjar komust fyrstir þjóða út úr verstu efnahagskreppunni sem fylgdi hruni hins kommún- íska efnahags- og viðskipta- skipulags, og nú er þar hagvöxt- ur fjórða árið í röð. Tölur frá EBRD sýna engu að síður fram á aö þjóöarframleiðslan í Póllandi er ekki nema 97% af því sem hún var árið 1989. í Slóveníu er þjóðarfram- leiðslan nú 94% af því sem hún var 1989, en í Ungverjalandi, Tékklandi og Slóvakíu er hún á milli 80 og 90% af því sem hún var þá. Ástandið er þó langverst í Sovétríkjunum fyrrverandi. í Rússlandi er þjóðarframleiðslan rétt tæplega helmingurinn af því sem hún var 1989, og Ge- orgía rekur lestina, en þar er þjóöarframleiðslan aðeins 17% af því sem hún var. Þrátt fyrir þetta eru horfurnar langt frá því að vera slæmar, því svo viröist sem breytingarnar yfir í markaðshagkerfi séu nú farnar að skila árangri, þótt sárs- aukafullar hafi verið. EBRD spá- ir því að hagvöxtur verði í næst- um öilum þeim fyrrverandi kommúnistaríkjum sem bank- inn fylgist með — að undan- skildum ríkjunum í Samveldi sjálfstæðra ríkja, þ.e. Sovétríkj- unum fyrrverandi. Leon Podkaminer, sem er hagfræðingur við stofnun í samanburðarhagfræði í Vín (Vi- enna Institute for Comparative Economic Studies), segir að vonin liggi ekki bara í því að nú sé loks hagvöxtur farinn að Iáta á sér kræla heldur ekki síður í þeirri staðreynd að nú sé ein- hverskonar markaðskerfi komið á laggirnar í Austantjaldsríkjun- um fyrrverandi. „Það er ekki bara það að kreppunni sé lokið, heldur er það mín skoðun að kerfisbreytingarnar séu nú komnar svo langt að ekki verði aftur snúið," sagði hann. Hraði breytinganna hefur verið mjög misjafn milli ríkjanna. Þannig hefur Tékkneska lýðveldið keyrt í gegn umfangsmikla einkavæð- ingu á miklum hraða en Búlgar- ía hefur á hinn bóginn verið mjög hikandi eftir ab kommún- istar komust aftur í stjórn þar. Podkaminer er þó bjartsýnn á þróunina og telur hana vera í rétta átt. „Eg vil jafnvel gerast svo djarfur að segja að öll þessi lönd hafi gengið í klúbb þeirra ríkja sem eru með markaðshag- kerfi," sagði hann. „Þetta á þó auðvitað ekki við um Samveldi sjálfstæðra ríkja. Þaö eru annars konar skepnur." EBRD spáir því að Pólland, Sló- venía og Eistland verði fremst í flokki með 6% hagvöxt, og sömu tölu megi sjá í Albaníu, sem hefur náð miklu skriði þótt reyndar hafi hún í upphafi búið við mun verra ástand því fátækt er þar mikil. Verðbólga er einnig á niður- leið í flestum ríkjunum, að Ung- verjalandi undanskildu, en hvergi er hún þó innan við 10%. Nokkuð aðra sögu er að segja af Samveldi sjálfstæðra ríkja. EBRD spáir því að þjóðarfram- leiðsia Rússa dragist saman um þrjú prósent á þessu ári, þótt það sé reyndar mikil framför frá því á árunum 1991-94 þegar samdrátturinn mældist í tugum prósenta. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði fyrr í þessum mánuði að sjá mætti merki um að efna- hagslífið í Rússlandi væri á bata- vegi. Hagfræðistofnunin í Vín- arborg spáir því að samdráttur þjóðarframleiðslunnar gæti stöðvast innan tveggja eða þriggja ára. Þá er eftir að spyrja hvort, og þá hvenær, þess sé að vænta að efnisleg lífsskilyrði Austan- tjaldsríkjanna fyrrverandi ná því sem tíðkast á Vesturlönd- um. Svo virðist sem enn sé býsna langt í þaö. Sum Asíuríki hafa sýnt fram á það að hægt er að stökkva frá lífsskilyrðum þriðja heimsins til þess sem tíðkast á Vesturlönd- um á þeim tíma sem það tekur eina kynslóð að vaxa úr grasi. Til dæmis er þjóðarframleiðsla á mann í Hong Kong nú meiri en í Bretlandi, gamla nýlenduveld- inu sem Hong Kong var undir sett. Þessi árangur er þó undir því kominn að hagvöxtur sé um og yfir 10% í meira en áratug og það kostar gríðarlega mikla vinnu. Slóvenía var ríkust kommún- istaríkjanna áður en Júgóslavía leystist upp í frumeiningar sín- ar. Þar er þjóðarframleiðslan nú um 380.000 krónur íslenskar á mann á ári og því einna mestar líkur á því að hún geti náð Vest- urlöndum á efnahagssviöinu. Hagfræðistofnunin í Vínarborg hefur reiknað út að ef Slóveníu tekst að halda uppi 5% hagvexti á ári geti hún náö meðaltali að- ildarríkja Evrópusambandsins árið 2010. Tékkar eiga einnig nokkuð góða möguleika á að ná Vesturlöndum efnahagslega, enda þótt meðallaun verka- manns séu þar aðeins tæpar 200.000 íslenskar krónur, sem er u.þ.b. tíundi hlutinn af því sem þýskir verkamenn fá í laun að meðaltali. Hin löndin eru ekki eins vel stæð, og ljóst að það getur skipt áratugum þangað til þau hafa náð Vesturlöndum efnahags- lega. ■ 3Mlímband er íœranlegt Scotch™Magic™ 810 "ósýnilega" límbandið írá 3M er ekki bara fastheldið, heldur líka til fœranlegt (811). Það sést ekki í ljósritun, gulnar ekki, er nœr algjör- lega sýruírítt og það er hœgt að skriía á það. ^ I ÁRVlK ÁRMÚU 1 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295 ' ‘Tnt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.